Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 2
Verðmat Eimskips lækkar um 36
milljónir evra eða um 9,5% sam-
kvæmt uppfærðu mati Capacent í
kjölfar sex mánaða uppgjörs félags-
ins. Capacent metur gengi hlutabréfa
Eimskips nú á 235 krónur á hlut í stað
250 króna á hlut samkvæmt fyrra
mati. Skráð gengi hlutabréfa í Kaup-
höllinni er 221,5 krónur á hlut og er
verðmatsgengið því um 6% hærra.
Fyrra verðmat Capacent á Eim-
skip hljóðaði upp á 379 milljónir evra
en hljóðar nú upp á 343 milljónir evra
sem samsvarar nærri 10% lækkun. Í
íslenskum krónum lækkar verðmatið
þó aðeins um 6% eða úr 46,6 millj-
örðum króna í 43,9 milljarða króna.
Ástæðan er veiking á gengi krón-
unnar um nærri 4% gagnvart evru
frá síðasta verðmati.
Afkoma Eimskips var undir vænt-
ingum á fyrri hluta árs 2018 þrátt
fyrir að tekjur hefðu numið 328 millj-
ónum evra og því aukist um 4,4%
miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Rekstrarhagnaður Eimskips fyrir af-
skriftir (EBITDA) dróst saman um
14% á fyrri hluta þessa árs og nam
22,2 milljónum evra en var 26 millj-
ónir evra á sama tíma í fyrra.
Arðsemi eigin fjár var 2,5% á fyrri
hluta árs samanborið við 4,3% á fyrri
hluta árs 2017 og 9,3% á fyrri hluta
árs 2016.
Rekstraráætlun helst ekki
Capacent hefur því endurskoðað
rekstraráætlun sína fyrir Eimskip og
gerir nú ráð fyrir því að EBITDA
verði á bilinu 57 til 63 milljónir evra.
Áður hafði Capacent gert ráð fyrir
því að EBITDA yrði á bilinu 60 til 65
milljónir evra. Capacent reiknar því
ekki með að rekstraráætlun Eim-
skipafélagsins haldi.
Í verðmatinu er tekið fram að í
sögulegu samhengi hefur seinni hluti
árs hjá Eimskip verið betri og að
Capacent reikni með því að afkoma
Eimskips á seinni hluta árs 2018
verði tæplega 4 milljónum evra betri
en á seinni hluta síðasta árs og að
EBITDA ársins 2018 nemi 56 millj-
ónum evra.
„Veiking krónunnar síðustu daga
mun hjálpa félaginu en þyngra vegur
þó hækkun olíuverðs sem mun draga
úr arðsemi félagsins. Það mætti vel
rökstyðja að Capacent væri full-
bjartsýnt á reksturinn í ljósi stöð-
unnar á olíumarkaði,“ segir í verð-
matinu.
Óvissa hækkar ávöxtunarkröfu
Á meðan rannsókn Samkeppnis-
eftirlitsins á meintum samkeppnis-
lagabrotum Eimskips stendur yfir
hefur Capacent hækkað sértækt álag
ávöxtunarkröfu félagsins. „Félagið
gæti átt yfir höfði sér sektar-
greiðslur, auk þess sem slík rannsókn
dregur athygli og kraft frá rekstri,“
segir í verðmatinu.
Aukið sértækt álag á ávöxtunar-
kröfu lækkar verðmat Eimskips um
tæplega 3% eða um 10 milljónir
evra.
Í verðmatinu segir að meðalfjár-
magnskostnaður skipafélaga í Evr-
ópu sé 8,9% og krafa til eigin fjár hafi
hækkað hratt sl. ár. Fjármagns-
kostnaður Eimskips er metinn 9,4%
af Capacent.
Framtíðarhorfur Eimskips
Næstu 18 mánuðir verða þungir í
rekstri Eimskips. Hagræðingar-
aðgerðir og fjárfestingar Eimskips
munu ekki byrja að skila sér fyrr en
árið 2020 að mati Capacent. Reiknað
er með því að vaxtarverkir muni
halda áfram á næstunni vegna
kaupa Eimskips á smærri fyrir-
tækjum. Óvissa ríkir um hvenær
nýjar siglingaleiðir og ný skip verða
arðbær.
Mögulegar breytingar á eignar-
haldi og stjórnendahópi félagsins
hafa einnig áhrif á framtíðarhorfur
auk þess sem forstjóri Eimskips og
framkvæmdastjóri alþjóðasviðs hafa
stöðu sakborninga.
Verðmat Eimskips
lækkar um 9,5%
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Gengi hlutabréfa Eim-
skipafélagsins ætti að vera
6% hærra samkvæmt nýju
verðmati Capacent. Þá
telur fyrirtækið að rekstrar-
áætlun félagsins muni
ekki standast.
Rekstrartölur Eimskips – samanburður milli ára
Milljónir evra 2018 2017 Mismunur Mismunur %
Tekjur 328,2 314,2 13,9 4%
EBITDA skipaflutningar 14,4 17,0 -2,6 -15%
EBITDA flutningamiðlun 7,8 9,0 -1,2 -14%
EBITDA 22,2 26,0 -3,8 -15%
EBITDA % 6,8% 8,3% -1,5% -18%
EBIT 6,4 11,2 -4,7 -42%
Hagnaður 3,0 5,1 -2,1 -41%
Morgunblaðið/Rósa Braga
Capacent telur ekki víst að rekstraráætlanir félagsins muni ganga eftir nú í ár. Talið er að áskoranir séu framundan.
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR
VEITINGAÞJÓNUSTA
Hagnaður veitingastaðarins Snaps
hf. nam 8,4 milljónum á síðasta ári
samanborið við ríflega 37 milljóna
hagnað á árinu 2016. Vörusala jókst
um 3% og nam tæpri 591 milljón
króna. Hins vegar jókst kostnaður
um 9,2%. Munaði þar mest um launa-
kostnað sem jókst úr 260 milljónum í
306 milljónir króna. Þá jókst fjár-
magnskostnaður staðarins talsvert
og nam 8,8 milljónum, samanborið
við 1,5 milljónir ári fyrr.
Eignir Snaps tvöfölduðust milli ára
og námu í árslok 182,7 milljónum
króna, samanborið við 91,2 milljónir
ári fyrr. Eignavöxturinn kemur fram
í kröfum á tengda aðila og námu þær
123,8 milljónum króna, samanborið
við 4,3 milljónir árið 2016. Handbært
fé dróst verulega saman og nam 2,4
milljónum um síðustu áramót, en það
stóð í 15,8 milljónum 12 mánuðum
fyrr. Eigið fé Snaps hf. um áramót
stóð í 49, 2 milljónum króna og hafði
vaxið um 8,4 milljónir. Skuldir höfðu
farið úr 50,4 milljónum í 133,5 millj-
ónir. Eini eigandi Snaps hf. er félagið
Jubileum ehf. Það félag er í eigu Eyju
fjárfestingarfélags, sem Birgir Þ.
Bieltvedt á. Hlutdeild þess í Jubileum
er 60%. Félagið Sæmundur ehf. á
20% en það félag er í jafnri eigu Sig-
urgísla Bjarnasonar og Bjarna Ósk-
arssonar. Þá á félagið B48a ehf. 20%
hlut en það er í eigu Stefáns Arnar
Melsted.
Hagnaður veitingahúss-
ins Snaps dregst saman
Ljósmynd/Facebook
Rekstrarkostnaðurinn jókst um 9%
en tekjurnar uxu um 3%.
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ICEAIR
-2,86%
7,315
HAGA
+2,40%
45,9
S&P 500 NASDAQ
-0,89%
7.939,01
+0,13%
2.908,86
+0,37%
7.331,12
FTSE 100 NIKKEI 225
20.3.‘18 20.3.‘1819.9.‘18 19-9.‘18
1.800
802.400
2.076,15
2.029,74
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
79,17
+3,73%
23.672,52
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
67,42
60
VÖRUMERKI
Veiðimaðurinn ehf., Laugavegi 178,
braut gegn ákvæði 15. gr. a sbr. 5. gr
laga nr. 57/2005 um eftirlit með við-
skiptaháttum og markaðssetningu
með notkun auðkennisins Veiðimað-
urinn til auðkenningar á starfsemi
sinni. Þetta kemur fram í ákvörðun
Neytendastofu sem með vísan til
laga nr. 57/2005 hefur bannað Veiði-
manninum ehf. alla notkun auðkenn-
isins. Neytendastofu barst erindi frá
Bráð ehf. vegna notkunar Veiði-
mannsins ehf. á nafninu „Veiðimað-
urinn“ í heiti sínu. Fram kemur í
kvörtun Bráðar ehf., sem rekur sér-
verslun með veiðivörur og er keppi-
nautur Veiðimannsins, að þar sem
það hafi skráð orð- og myndmerkið
„Veiðimaðurinn 1940“ hafi það for-
gangsrétt til heitisins. Veiðimaður-
inn hafnaði þeirri kröfu Bráðar og
taldi sig leiða rétt sinn til óskráðs
vörumerkis og firmaheitis einka-
firma Paul D. Arnars O’Keefe sem
hafi afsalað sér þeim réttindum til
Veiðimannsins árið 2016.
Í niðurstöðu ákvörðunarinnar
kemur fram að ljóst sé að Bráð ehf.
hafi skráð orð- og myndmerkið í
vörumerkjaskrá Einkaleyfastofu ár-
ið 2010 sem og lénið veidimadur-
inn.is árið 2007. Í niðurstöðunni
kemur einnig fram að ekki liggi fyrir
í gögnum málsins að O’Keefe hafi á
eigin ábyrgð notað auðkennið Veiði-
maðurinn í atvinnurekstri frá 1995.
Taldi Neytendastofa að Bráð nyti
forgangsréttar með skráningu orð-
og myndmerksins og „að notkun
Veiðimannsins á heitinu Veiðimað-
urinn, til auðkenningar á fyrirtæki
sínu, sé til þess fallin að valda rugl-
ingshættu við verslun Bráðar,“ segir
í ákvörðuninni. peturhreins@mbl.is
Bannað að nota auð-
kennið Veiðimaðurinn