Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Undanfarið ár hefur verið við-
burðaríkur tími í lífi Ingigerðar
Guðmundsdóttur. Hún flutti til
Englands með fjölskyldu sinni þar
sem hún stýrir Chip & PIN,
dótturfélagi Valitors. Áformað er
að sameina félögin um næstu ára-
mót ásamt öðrum dótturfélögum
undir nafni Valitor og þannig
skapa vörumerki með enn sterkari
stöðu á alþjóðamarkaði.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Hér á Englandi ríkir hörð sam-
keppni og vinnustaðamenning er
ólík því sem við þekkjum á Íslandi.
Á sviði greiðslumiðlunar er heim-
urinn eiginlega einn stór leikvöllur
þar sem mismunandi viðmið og
menningarheimar mætast. Þar er
mikilvægt að aðgreina sig frá
keppinautum því að öðrum kosti er
eingöngu keppt í verðlagningu og
það er mjög erfitt. Við hjá Valitor
höfum reynt að gera það með ým-
iss konar virðisaukandi lausnum.
Það getur einnig skapað áskoranir
að eiga við svo fjölbreyttan hóp
viðskiptavina en það gerir starfið
jafnframt afskaplega spennandi.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
sem þú sóttir?
Kvenkyns stjórnendur fyrir-
tækja hittast reglulega í Lund-
únum og sækja í reynslubanka
annarra. Þar hlustum við á fyrir-
lestra og hefur það reynst mér
mjög vel í nýju umhverfi. Þessir
fundir hafa komið sér ákaflega vel
og styrkt tengslanetið.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á hvernig þú starfar?
Síðasta bók sem ég las var eftir
Patrick Lencioni og fjallaði um
stjórnun teyma. Það að taka við
nýju stjórnendateymi var mikil
áskorun og sú bók hefur veitt mér
innblástur.
Aðra bók verð ég að nefna; The
Smallest Efficiency Guide in the
World: A guide for busy people
who solve problems for a living
eftir Geir Ágústsson.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
um líf þitt og afrek?
Mér dettur í hug Jennifer Law-
rence. Hún virkar á mig sem eðli-
leg jarðbundin leikkona sem hefur
komist áfram á eigin forsendum,
með því að láta verkin tala.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Ég leita til sérfræðinga í kring-
um mig, bæði til fólks sem vinnur
hjá Valitor og fólks sem hefur
reynslu á markaðnum sem ég
starfa á. Það er einnig mikilvægt
að halda sér upplýstum í gegnum
greinar og markaðsrannsóknir.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég hef alltaf tileinkað mér hóf-
semi en fæ mér að borða það sem
ég vil. Ég forðast allar öfgar, bæði
í hreyfingu og mataræði. Regluleg
hreyfing hefur aðeins setið á hak-
anum þetta ár á meðan við höfum
verið að koma okkur fyrir hér á
Englandi. Ég bæti það upp með
hjólatúrum með strákunum mín-
um og kvöldstundum á trampól-
íninu.
Hvað myndirðu læra ef þú feng-
ir að bæta við þig nýrri gráðu?
Ég bý 30 mín. frá Cambridge og
dáist að fallegu háskólunum þar og
sögunni á bak við þá. Einn daginn
langar mig að láta þann draum
rætast að fara í framhaldsnám
þar.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Fólkið sem ég vinn með veitir
mér innblástur. Að vinna með ólík-
um einstaklingum með ólíkar
skoðanir gerir starfið mitt áhuga-
vert. Þetta á sérstaklega við hér á
Englandi þar sem starfsfólkið er
með mjög ólíkan bakgrunn og lífs-
skoðanir. Það gefur augaleið að í
tuga milljóna þjóðfélagi eru ein-
staklingarnir fjölbreyttir og koma
úr mjög mismunandi áttum. Að sjá
hvernig fólk nálgast viðfangsefnin
með ólíkum hætti er bæði orkugef-
andi og veitir manni innblástur.
SVIPMYND Ingigerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Chip & PIN
Mikilvægt að greina
sig frá keppinautunum
Ingigerður segir það hafa reynst sér vel að mæta reglulega á fundi hjá félagi kvenkyns stjórnenda í London.
FARARTÆKIÐ
Fyrir ári brugðu hönnuðir japanska
bílaframleiðandans Lexus á leik,
teiknuðu afskaplega snotran hraðbát
og gerðu af honum nokkrar tölvu-
myndir. Er skemmst frá því að segja
að uppátækið vakti svo mikla hrifn-
ingu að Lexus hefur núna ákveðið að
láta smíða 65 feta (20 metra) langa
smásnekkju í hæsta gæðaflokki.
Fleyið hefur fengið nafnið LY 650
og verður sjósett síðla árs 2019. Um
borð er 1.800 hestafla vél og svefn-
pláss fyrir 6 farþega í þremur káet-
um.
Sjálf smíðin verður í höndum
bandaríska fyrirtækisins Marquis-
Larso Boat Group en Lexus sér um
hönnunina og lætur hæfustu hand-
verksmenn úr bílaverksmiðjum sín-
um innrétta bátinn. ai@mbl.is
Nú gerir Lexus
líka snekkjur
FLUTNINGAR
Greinilegt er að Volvo Trucks ætl-
ar ekki að dragast aftur úr keppi-
nautunum. Fyrirtækið svipti fyrir
skemmstu hulunni af nýjum hug-
mynda-vöruflutningabíl, Volvo
Vera, sem minnir þó í útliti á lágan
sportbíl meira en nokkuð annað.
Vera er sjálfakandi og þarf þess
vegna ekki hús fyrir ökumann,
heldur bara pláss fyrir öflugar raf-
hlöður og snjalla skynjara sem
horfa í allar áttir. Þarf einungis að
festa venjulegan flutningavagn aft-
an á og segja Vera hvert ferðinni
er heitið, og fer tækið þá af stað.
Sér Volvo fyrir sér að þetta öku-
tæki muni henta vel til flutninga á
styttri akstursleiðum þar sem
flytja þurf mikið magn í einu, s.s. á
milli verksmiðja og dreifingar-
stöðva. Á bak við Vera væri síðan
öflugt tölvukerfi í skýinu sem
greinir staðsetningu og ástand
hvers flutningabíls auk þess að
geyma upplýsingar um farminn.
ai@mbl.is
Volvo leggur drög að
sjálfakandi vörubíl
NÁM: Menntaskólinn við Hamrahlíð, stúdentspróf 1998; Há-
skólinn í Reykjavík BSc í viðskiptafræði með áherslu á alþjóða-
viðskipti og stjórnun 2002; styttri námskeið í HÍ og HR og verð-
bréfamiðlunarnám.
STÖRF: JPMorgan Bank Luxembourg: umsjónarmaður reikn-
ingsskila 2002 til 2005; SPRON: viðskiptastjóri fyrirtækja og síð-
ar sérfræðingur í eignastýringu 2005 til 2009; Arion Banki: þjón-
ustu og fyrirtækjaráðgjafi 2009 til 2011; Valitor: Viðskiptastjóri,
síðar sérfræðingur og hópstjóri á Rekstrasviði 2011-2017; Mar-
kadis Ltd.: framkvæmdastjóri rekstar 2017; Chip & PIN Sol-
utions Ltd. framkvæmdastjóri rekstrar 2017 til 2018 og fram-
kvæmdastjóri frá 2018.
ÁHUGAMÁL: Á veturna eru það skíðin, en ég hef því miður ekki
jafn góðan aðgang að fjöllum hér í Bretlandi og á Íslandi. Mér
finnst gaman að ferðast og upplifa nýja staði. Góðar skáldsögur
eru einnig mikið lesnar. Mínum fáu frístundum eyði ég með fjöl-
skyldunni og höfum við undanfarið verið að ferðast um England
til að kynnast landinu og menningunni.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er gift Haraldi Eiríkssyni ferðamark-
aðsfræðingi og við eigum tvo syni, átta og tíu ára. Að auki á ég
yndislega stjúpdóttur og tvö barnabörn.
HIN HLIÐIN