Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.09.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018SJÓNARHÓLL KRISTINN MAGNÚSSON Vöxtur er almennt talinn jákvæður fyrir fyrirtæki,hærri sala leiðir almennt til hærri heildarfram-legðar og bættrar stöðu fyrirtækja. Algengt er því að mögulegt nýtt verkefni, yfirtaka eða samruni séu metin einungis út frá því hvort verkefnið, yfirtakan eða samruninn skili aukinni framlegð. Aukin sala og framlegð segir þó ekki alla söguna. Nauðsynlegt er að skoða arðsemi af fjárfestu fé (e. ret- urn on invested capital – ROIC) þar sem ávöxtun verk- efnis eða fjárfestingar er vegin á móti upphæð fjárfest- ingarinnar. Einnig er nauðsynlegt að taka tillit til fjármagnskostnaðar þegar arðsemi er fundin. Það er gert með vegnu meðaltali fjármagnskostnaðar (e. Weighted average cost of capital-WACC). Arðsemi mín- us fjármagnskostnaður, ROIC að frádregnu WACC, gefur raunveruleg áhrif verkefnisins á virði fyrirtækisins. Tökum dæmi. Eigið fé A ehf. er 500 milljóna króna virði. Fyrirtækið tekur 400 milljónir í lán og framkvæmir 400 milljóna króna verkefni sem skilar hagn- aði. Arðsemi verkefnisins er 10% á ári og fjármagnskostn- aður þess er einnig 10% á ári. Þó að eignir fyrirtækisins, sala og framlegð, hafi aukist, þá skapar verkefnið ekkert aukið virði fyrir A ehf. Því er mögulegt að verkefni sem skila talsverðum tekjum skili engri virðisaukningu til fyrirtækis eða jafnvel að fyrir- tækið eyði virði með því að hrinda verkefninu í framkvæmd þó að það skili vexti og hagnaði. Ekkert fyrirtæki býr yfir að- gengi að ótakmörkuðum aðföngum. Þó að verkefni skili bæði hagnaði og virðisaukningu fyrir fyrirtækið getur þó reynst röng ákvörðun að hrinda því í framkvæmd. Nauðsynlegt er að taka mið af fórnarkostnaði fyrirtæk- isins við það að framkvæma ekki önnur verkefni þar sem mögulegt er að hagkvæmari kostur standi fyrir- tækinu til boða. Virði verður ekki eingöngu mælt í peningum. Í stöð- ugum fyrirtækjum verður það að teljast ólíklegt að nýtt verkefni fyrirtækis eigi sér stað í „tómarúmi“, heldur ber að meta áhrif mögulegs verkefnis á aðra þætti reksturs fyrirtækisins. Skoða þarf hvort þessi áhrif gætu skapað tækifæri fyrir aðra deild fyrirtækisins til að nýta afgangsframleiðslugetu, kerfi eða starfsmenn deildar innan annarra deilda, eða skapað tækifæri til þess að samnýta magnafslátt milli deilda. Í mörg horn er að líta þegar meta á mögulegt verk- efni. Eins og minnst hefur verið á hér að ofan eru að- föng fyrirtækis ekki ótakmörkuð og á það sama við um tíma stjórnenda. Stjórnendur þurfa að varast það að festast í upplýsingasöfnun þegar taka þarf ákvörðun. Það að búa yfir fullkomnum upplýsingum er sjaldnast raunin og er ákvarðanataka í þeirri stöðu ekki mistök. Mikilvægt er að stjórn- endur geti tekið erfiðar ákvarðanir og metið flókna stöðu þar sem fullkomnar upplýsingar eru aldrei til staðar. Ef stjórnendur hafa ekki dirfsku til að taka ákvarðanir er hætt við að þeir festist í upplýsingaöflun þeg- ar valkostirnir eru ekki skýr- ir. Þessi upplýsingaöflun er að hluta til rökstudd á grund- velli þess að mögulegt tæki- færi sé til þess að taka betri ákvörðun þegar allar ,,nauð- synlegar upplýsingar eru til staðar. Sú tilhneiging getur þróast út í það að beðið sé eft- ir því að taka ákvörðun þang- að til að nægilegar upplýs- ingar séu til staðar og að með því verði ákvörðunin „tekin af sjálfu sér“. Mikilvægt er fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir því að það stafar hætta bæði af því að „kafa of djúpt“ og að líta einungis á yfirborð verkefnis. Nauðsynlegt er að fara milliveginn og meta stöðuna fyrir sig í hverju til- viki. FJÁRMÁL Helga Viðarsdóttir og Jökull Jóhannsson Höfundar eru sérfræðingar í fjármögnun fyrirtækja. Er allur vöxtur af hinu góða? ” Í mörg horn er að líta þegar meta á mögulegt verkefni. Eins og minnst hefur verið á hér að ofan eru aðföng fyr- irtækis ekki ótakmörkuð og á það sama við um tíma stjórnenda. Stjórnendur þurfa að varast það að fest- ast í upplýsingasöfnun þegar taka þarf ákvörðun. Það að búa yfir fullkomnum upplýsingum er sjaldnast raunin og er ákvarðanataka í þeirri stöðu ekki mistök. FORRITIÐ Að þekkja rétta fólkið getur komið manni langt í lífinu. Öflugt tengslanet er oft lykillinn að því að koma hlutunum í verk og margir sem gæta þess að nýta hvert minnsta tækifæri til að lengja hjá sér vinalistann. En málin geta vandast þegar tengiliðirnir eru orðnir of margir. Ef vinabókhaldið er orðið of stórt getur það um leið orðið sama sem gagnslaust, enda ekki hægt að rækta sambandið við fólk sem erf- itt er að henda reiður á. Hver kannast ekki við að finna nafn og andlit á facebook-vinalistanum eða LinkedIn-tengiliðalistanum og spyrja sig: hver í ósköpunum er þetta, og hvernig kynntumst við? Fistbump (tryfistbump.com) er ný vafraviðbót sem á að létta þeim lífið sem vilja skapa sér víðfeðmt og þéttriðið tengslanet. Um er að ræða vafraviðbót fyrir Chrome sem bæði einfaldar ferlið við að bæta við nýjum facebookvinum og um leið skrá niður minnispunkta um viðkomandi, t.d. hvar leiðir lágu saman. Fistbump býður líka upp á þann möguleika að fá áminningu senda eftir tiltekinn tíma til að muna að rækta vin- skapinn. Um betaútgáfu er að ræða og Fistbump í augnablikinu aðeins í boði fyrir PC-tölvur, en höfundar forritsins vonast til að þróa útgáfu sem nota má á snjallsíma og nýta með öðrum samfélags- og tengsla- vefjum en Facebook. ai@mbl.is Til að ná sem lengst með tengslanetinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.