Morgunblaðið - 02.03.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.03.2018, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  231. tölublað  106. árgangur  MIKILVÆGI KUNNÁTTU ER- LENDRA MÁLA ÓLÍKAR SKUTLUR BESTUR AÐ MATI MORGUN- BLAÐSINS HÁDEGISTÓNLEIKAR 33 GÍSLI EYJÓLFSSON ÍÞRÓTTIRPETRÍNA RÓS 12 Morgunblaðið/Sverrir Forvarnarlyf HIV-forvarnarlyfið dregur úr líkum á HIV-smiti um 95 til 98 prósent.  Karlmönnum sem eru í áhættu- hóp fyrir HIV-smit stendur til boða án endurgjalds samheitalyf Tru- vada-lyfsins sem kemur í veg fyrir HIV-smit. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir á sjö- unda tug karlmanna hafa farið í gegnum áhættumat og fengið for- varnarlyfið í hendur frá því að verkefnið hófst í sumar. „Ef þú ert HIV-neikvæður karl- maður og stundar óvarin kynmök með karlmanni sem er HIV- smitaður og ekki á lyfjameðferð eru hverfandi líkur á að þú sýkist af HIV-veirunni ef þú tekur lyfið í for- varnartilgangi,“ segir Bryndís. Lyfið kostar 66 þúsund krónur á hvern einstakling á mánuði. Að sögn Bryndísar dregur dagleg notkun lyfsins úr líkum á HIV-smiti um 95 til 98 prósent. »14 Ósmituðum býðst frítt lyf sem kemur í veg fyrir HIV-smit Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Samtök atvinnulífisins (SA) sendu seint í gærkvöldi bréf til allra við- semjenda sinna í komandi kjaravið- ræðum. Er þar óskað eftir formleg- um viðræðum um atriði sem meðal annars eru tengd lífskjörum og sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja. „Það er mikilvægt að ramma inn umræðuna í upphafi og mikilvægt að ná til verkalýðshreyfingarinnar með þau mál sem brenna sameiginlega á atvinnurekendum og launþegum. Með þessu erum við að stíga það skref en það þarf tvo til að dansa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA, við Morgunblaðið. „Nálgun atvinnurek- enda er sú að næstu samningar snú- ist um að bæta lífskjör okkar allra og lífskjör eru samsett úr fleiri þáttum en launaliðnum. Aðalatriðið núna er að standa vörð um þann mikla árang- ur sem náðst hefur á undanförnum árum. Það á að vera sameiginlegt markmið okkar allra.“ Í bréfinu bendir SA á versnandi samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja, meðal annars vegna hás launakostnaðar. Á síðustu árum hef- ur launakostnaður á Íslandi hækkað um 55% umfram erlenda keppinauta og innlent verðlag um 31% umfram verðlag í viðskiptalöndum Íslands, allt mælt í sömu mynt, samkvæmt SA. Lífskjör meira en launaliður  SA sendi viðsemjendum í komandi kjaraviðræðum bréf  Sameiginlegt mark- mið að standa vörð um árangur sem hefur náðst, segir framkvæmdastjóri SA MMikið undir í viðræðum »2 Morgunblaðið/Guðmundur Ingólfsson Glötuð Lágmynd Sigurjóns Ólafs- sonar á Síðumúla 20 er nú horfin. Lágmynd sem myndlistarmaðurinn Sigurjón Ólafsson vann inn í stein- steyptan norðurgafl Síðumúla 20 ár- ið 1977 þegar húsið var í byggingu er horfið á bak við klæðningu auk þess sem gluggi hefur verið settur í gegn- um verkið. „Þetta er óafturkræf eyðilegging,“ segir Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns. Rétthöfum höfundarréttar lista- mannsins var ekki gert viðvart að til stæði að eyðileggja verkið, svo þeir gætu skráð það, tekið af því mót eða gert aðrar ráðstafanir. Lögmaður Eikar fasteignafélags, sem á húsið, segir í bréfi til Myndstefs að tilgang- ur viðhalds hússins hafi ekki bara verið „að eyðileggja listaverkið eða hylja það þó að sú hafi orðið raunin í reynd“. Harpa Fönn Sigurjónsdótt- ir, lögmaður Myndstefs, segir visst vandamál að lagaramminn um höf- undarrétt sé þröngur hérlendis og að lögin þyrftu að vera skýrari. »30-31 „Óafturkræf eyðilegging“  Gluggi settur gegnum listaverkið og veggurinn klæddur „Líkt og blóm í haga“ er fyrsta einkasýning kvikmyndagerðarmannsins Jonasar Mekas á Ís- landi og er haldin í Ásmundarsal í tengslum við kvikmyndahátíðina Riff. Sýningin „hverfist um augnablik úr ævisögu Mekasar,“ segir í kynn- ingu. Þá eru sýnd myndskeið á þremur skjáum úr þremur stuttmyndum og stóru gluggar gall- erísins sýna 45 glærumyndir af blómum sem kunna að kæta landann í haustkvíða sínum. Glærumyndir af blómum lífga nágrenni Ásmundarsalar Morgunblaðið/RAX Fyrsta einkasýning Jonasar Mekas á Íslandi  Til greina kemur að óska eftir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fresti réttaráhrifum nýfallins úrskurðar um ógildingu rekstrarleyfa tveggja fyrirtækja um laxeldi. Tíminn myndi verða notaður til að bæta úr þeim ágöllum á umhverfismati sem nefndin grundvallaði úrskurð sinn á. Stofn- anirnar þrjár sem um ræðir eru enn að skoða hver viðbrögð þeirra ættu að vera og ekki fengust upplýs- ingar um áform laxeldisfyrirtækj- anna. Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra telur líklegast að fyrirtækin reyni að hnekkja úr- skurðinum fyrir dómstólum og tel- ur eðlilegt að þau leitist við að fá réttaráhrifunum frestað. »10 Til greina kemur að óska eftir frestun Isavia, sem að fullu leyti er í eigu ís- lenska ríkisins, mun tapa fjármunum vegna gjaldþrots Primera Air sem tilkynnt var um í gær. Þetta hefur fyrirtækið staðfest við Morgunblað- ið. Á sama tíma og fréttist af því að fyrirtækið ætti sér ekki viðreisnar von var flugvél þess á Stansted-flug- velli kyrrsett vegna ógreiddra lend- ingargjalda. Engin vél á vegum fé- lagsins var hins vegar á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma. Isavia gefur ekki upp hversu háum fjárhæðum fyrirtækið verður af vegna gjaldþrotsins. Í gær barst tilkynning frá Pri- mera Air þess efnis að viðskiptavinir íslenskra ferðaskrifstofa, sem átt hafa í viðskiptum við Primera, muni ekki verða fyrir áhrifum af gjald- þrotinu. Hins vegar er ljóst að marg- ir farþegar urðu strandaglópar í Evrópu í gær þegar starfsemi fyr- irtækisins lagðist af. »16 Áhrifa af gjaldþroti Primera gætir víða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.