Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 14

Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Veiðigjöld, grásleppa í aflamark og netaveiðar krókabáta voru meðal um- ræðuefna á aðalfundi Kletts, félags smábátaeigenda á Norðurlandi eystra, á laugardag. Andri Viðar Víg- lundsson, formaður, segir að vel hafi verið mætt á fundinn eða 30 manns af um 100 félögum í Kletti. Á fundinum hafi gefist tækifæri til skoðanaskipta við Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegsráðherra, sem mætti á fundinn. „Varðandi veiðigjöldin þá komum við því á framfæri einu sinni sem oft- ar að við teljum smábátaútgerðina mjög ranglega flokkaða,“ segir Andri Viðar. „Við viljum greiða veiðigjöld í samræmi við okkar hagnað og erum ekkert að biðja um að farið verði öðruvísi með okkur heldur en aðra. Það verður einfaldlega að taka tillit til hagnaðar í greininni og við teljum að við séum mjög ranglega flokkaðir hjá veiðigjaldanefnd. Við eigum enga samleið með ísfisktogurum, sem jafn- vel eru með fiskvinnslu á bak við sig. Ráðherra endurtók það sem hann hefur áður sagt að hann sé ekki tilbú- inn að lækka veiðigjöld á einn útgerð- arflokk umfram aðra nema hafa fyrir því haldbær rök. Við teljum að okkar forysta hafi margsinnis komið réttum upplýsingum á framfæri og vonandi fæst ráðherra til að skoða málið.“ Fylgjandi netaveiðum, en á móti kvótasetningu grásleppu Andri Viðar rifjar upp að á aðal- fundi Landssambandsins í fyrra hafi mikið verið rætt um netaveiðar krókabáta. Tvívegis hafi á þeim fundi verið greidd atkvæði um afstöðuna til þeirra. Fyrst hafi tillaga fallið á jöfnu og síðan með naumum meirihluta. „Við í Kletti erum hins vegar fylgj- andi því að bátar í krókaaflamarki fái heimild til netaveiða og þær gætu þá verið valkostur í erfiðum rekstr- arskilyrðum. Í LS höfum við í gegn- um tíðina mikið rætt um krókana og haldið þeim veiðiskap á lofti, m.a. sem vistvænum veiðum. Engu að síður teljum við í Kletti að þetta gæti verið skref í rétta átt fyrir þá sem það hentar, en að sjálfsögðu væri engum gert skylt að veiða í net.“ Nokkrar umræður urðu um mögu- lega kvótasetningu á grásleppu, en starfshópur á vegum ráðherra skilaði áliti um það efni í síðustu viku. „Við erum á móti þeirri breytingu, eins og flest smábátafélög að því er mér skilst. Við sjáum að kvóti sem hefur farið í aflamark eða krókaaflamark safnast sífellt á færri hendur. Það er alveg gefið að slíkt mundi gerast með grásleppuna líka verði þessi breyting og nýliðun í grásleppuveiðum myndi stöðvast,“ sagði Andri Viðar. Starfssvæði Kletts er frá Ólafsfirði og austur á Tjörnes. Svæðisfélög inn- an Landssambands smábátaeigenda halda þessa dagana aðalfundi sína víða um land. Aðalfundur LS verður síðan haldinn á Grand Hótel í Reykjavík 18. og 19. október. Eigum enga samleið með ísfisktogurum  Veiðigjöld, grásleppa og netaveiðar meðal umræðuefna á aðalfundi smábátaeigenda í Kletti  Aðalfundur LS undirbúinn Ljósmynd/Örn Pálsson Rætt við ráðherra Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, Víðir Jónsson, Grenivík, Pétur Sigurðsson, Árskógssandi, og Þröstur Jóhannsson, Hrísey, spá í spilin á aðalfundi Kletts. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Íslenska ríkið býður karlmönnum sem eru í áhættuhóp fyrir HIV-smiti samheitalyf Truvada-lyfsins sem kemur í veg fyrir HIV-smit. Í júlí samþykkti lyfjanefnd Landspítala og heilbrigðisráðherra að niðurgreiða lyfið að fullu fyrir karlmenn í áhættu- hópnum að undangengnu áhættumati lækna og hjúkrunarfræðinga á göngudeild. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúk- dómalæknir segir á sjöunda tug karl- manna hafa farið í gegnum áhættu- matið og fengið forvarnarlyfið í hendur frá því að verkefnið hófst í sumar, en fram að því hafi það verið notað sem hluti meðferðar við HIV- smitaða einstaklinga. Bandaríkin hófu að nota lyfið 2012 í þeim tilgangi að fyrirbyggja HIV-smit og í Evrópu 2015. Að sögn Bryndísar hefur HIV- smitum farið fækkandi á heimsvísu á sama tíma og þeim fjölgar hjá karl- mönnum sem stunda óvarið kynlíf með öðrum karlmönnum. Það taki oftast nokkur ár fyrir einstaklinga að gera sér grein fyrir að þeir séu smit- aðir af HIV-veirunni og því smiti þeir aðra án þess að hafa vitneskju um það. Bryndís segir að með daglegri notkun á lyfinu megi draga úr líkum á smiti um 95 til 98 prósent. „Ef þú ert HIV-neikvæður karl- maður og stundar óvarin kynmök með karlmanni sem er HIV smitaður og ekki á lyfjameðferð þá eru hverf- andi líkur á að þú sýkist af HIV-veir- unni ef þú tekur lyfið í forvarnartil- gangi,“ segir Bryndís en hún bendir á að séu einstaklingar í lyfjameðferð gegn HIV-veirunni séu þeir ekki smitandi, sem gildir um 97 prósent HIV-sjúklinga á Íslandi. Lyfið kostar 66 þúsund krónur á hvern einstakling á mánuði og á Bryndís von á að hópurinn sem taki lyfin endi á að telja 80 til 90 karlmenn. Hún segir að ekki þurfi að koma í veg fyrir nema eitt til tvö smit á ári til þess að það borgi sig, það sé í raun ómetanlegt en þar að auki kosti með- ferð HIV-smitaðra á milli 150 og 200 þúsund krónur á mánuði út ævina, að minnsta kosti á meðan ekki hefur fundist lækning við veirunni. Forvarnarlyfið er yfirleitt hugsað sem tímabundið úrræði á meðan áhættuhegðunin á sér stað. Líkir hún þessu við pilluna hjá konum, sem al- mennt séð er aðeins tekin yfir ákveðið tímabil í lífinu, en ekki varanlega. Þá segir Bryndís að einstaklingar þurfi að mæta á þriggja mánaða fresti þar sem skimað er fyrir HIV og öðrum kynsjúkdómum. „Við gerum skim- próf á HIV, klamidíu, lekanda og sárasótt. Þetta hvetur til ábyrgðar þar sem fólk er þá að koma reglulega í skimun,“ segir Bryndís. „Með því að fá áhættuhegðunareinstaklinga í skimun á þriggja mánaða fresti þá pikkum við upp og meðhöndlum þessa sjúkdóma sem lækkar tíðni þeirra,“ segir Bryndís. Sigrún Grendal Magnúsdóttir, for- maður HIV-samtakanna, fagnar mjög þessu verkefni og segir samtök- in hafa barist fyrir því í nokkur ár að fá það í gegn. „Ég held að þetta hafi mikil og jákvæð áhrif. Fólk þarf að taka meiri ábyrgð á kynhegðun sinni með því að sporna gegn því að smitast og bera þannig veiruna áfram,“ segir hún. „Þetta hefur áhrif á meðvitund fólks um kynsjúkdómavarnir yfir höf- uð og fækkar smituðum.“ Um 70 karlar taka HIV-forvarnarlyf  Gjaldfrjálst fyrir karla  Mánaðar- skammtur 66.000 kr. Morgunblaðið/Friðrik Lyf Í Bandaríkjunum var byrjað að nota lyfið í þessum tilgangi 2012. Benedikt Hans Alfonsson, skólastjóri Siglingaskólans, lést 29. september sl. Benedikt fæddist á Garðastaðagrundum í Ögurhreppi, Norður- Ísafjarðarsýslu, 25. ágúst 1928. Foreldrar hans voru Alfons Hannesson, sjómaður og verkamaður, og Hansína Kristín Hansdóttir, húsmóðir. Benedikt stundaði nám við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og lauk þaðan fiskimannaprófi 1950, farmannaprófi 1956 og skipstjórnarprófi á varðskip ríkisins 1958. Benedikt lauk skip- stjóraprófi frá Stýrimannaskólanum í Kaupmannahöfn 1961 og stúdents- prófi frá Öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð 1977. Benedikt starfaði við sjómennsku á árunum 1944 til 1960, á fiskibátum, togurum, flutningaskipum og varð- skipum, fyrst sem háseti og síðan stýrimaður. Hann var kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík frá 1960 til 1991. Benedikt stofnaði Siglingaskólann 1984 og var frumkvöðull í kennslu í skútusiglingum á Íslandi. Hann kenndi bæði á bóklegum og verkleg- um námskeiðum á vegum Siglinga- skólans bæði í Reykjavík og á öðr- um stöðum á landinu, allt til ársins 2007. Benedikt hlaut gull- merki Siglinga- sambands Íslands 2008. Benedikt var virk- ur í félagsstörfum í Félagi skipstjórnar- manna (SKFÍ), fé- lögum skútu- siglingamanna og Kennarasambandi Íslands. Hann skrif- aði reglulega um tækninýjungar í Sjómannablaðið Víking. Benedikt var kvæntur Katrínu Jónsdóttur. Börn þeirra eru sex: Guðleif Hlíf, kennari og ferðasali í Stokkhólmi, sem gift er Jan Lönn- quist verkfræðingi; Jón Atli, rektor Háskóla Íslands, sem kvæntur er Stefaníu Óskarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði; Kristín, dósent í lögfræði, sem gift er Jóni Pétri Frið- rikssyni, formanni Siglinga- sambands Íslands; Anna Þóra, lög- giltur endurskoðandi; Helgi, verkfræðingur sem kvæntur er Maríu Norðdahl verkfræðingi og Kjartan, verkfræðingur sem kvænt- ur er Lísu Libungan, sjávarlíffræð- ingi. Barnabörn Benedikts og Katr- ínar eru ellefu. Andlát Benedikt Hans Alfonsson       HÓT E L R E K S T U R Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun að Hátúni 6a Hágæða rúmföt, handklæði og fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið Eigum úr val af sængurve rasettum Percale ofin – Micro bómul l, egypskri og indverskri bó mull Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.