Morgunblaðið - 27.10.2018, Side 10

Morgunblaðið - 27.10.2018, Side 10
Málþing með notendum Faxaflóahafna Þriðjudaginn 30. október 2018, kl. 16:00 í HÖRPU Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starf- semina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings þriðjudaginn 30. október kl. 16:00, Björtuloft, 5. hæð, Hörpu. Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og verður sem hér segir: • 16:00 Setning Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður • 16.05 Áætlun um rekstur og framkvæmdir árið 2019 Gísli Gíslason, hafnarstjóri • 16:20 Skýrsla um atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri • 16:35 Hátíð hafsins Dagmar Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Concept Events • 16:50 Þjónustuhúsin við Ægisgarð Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfulltrúi • 17:05 Skýrsla um atvinnustarfsemi í Sundahöfn Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstardeildar • 17:20 Næstu verkefni Sjávarklasans Þór Sigfússon, eigandi og stjórnarformaður • 17:35 Skýrsla um atvinnustarfsemi á Grundartanga Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar • 17.50 Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri: Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Gísli Gíslason, hafnarstjóri 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Lélegasta humarvertíðin frá upphafi er að baki og veiðibann á humar er meðal þeirra kosta sem eru í stöðunni. „Veiði- bann hefur verið til umfjöllunar og ljóst að töluverður samdráttur verð- ur á aflaheim- ildum á næsta ári verði veiðar leyfð- ar á annað borð,“ segir Jónas Páll Jónasson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun. Hann segir að staða humarstofns- ins og rannsóknir verði meðal annars rætt á fundi með útgerðinni í desem- ber. Hafrannsóknastofnun birtir síð- an ráðgjöf um veiðar næsta árs, í jan- úar. Gengið á eldri árganga Á fiskveiðiárinu sem lauk 1. sept- ember var heimilt að veiða 1150 tonn af heilum humri, en aflinn varð um 820 tonn. Talsvert vantaði því upp á að kvóti ársins næðist, því einnig var flutt inná fiskveiðiárið aflamark frá fyrri fiskveiðiárum og kvótinn var því um 1500 tonn. Nýliðun humars hefur verið mjög slök síðustu ár og reyndar í sögulegu lágmarki. Jónas segir að stöðugt sé gengið á 10 ára og eldri árganga sem hafi borið veiðina uppi. „Þó við færum að sjá góða nýliðun þá tekur það tíma að hún skili sér í stærð,“ segir Jónas. Auk rannsókna vísindamanna byggjast tillögur um afla á upplýs- ingum frá veiðiskipum um afla og veiðanleika, sem gefa upplýsingar um þróun stofnsins. Þá var í ár þriðja ár- ið gerð talning á humarholum með því að draga sleða með myndavél eft- ir botninum á fyrirfram ákveðnum sniðum á veiðisvæðunum. Enduðu í Jökuldýpi Myndin sem dregin var upp í ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar frá því í fyrra var ekki sérlega björt: „Nýliðun hefur minnkað síðan 2005 og hefur aldrei verið metin eins lítil og nú. Viðmiðunarstofn hefur minnk- að hratt undanfarin ár og hefur ekki verið lægri frá 1980. Hlutfall stór- humars er enn hátt en hefur minnkað frá 2009.“ Humarvertíð ársins hófst í mars- mánuði og voru skipin fyrst á aust- ursvæðinu frá Lónsdýpi yfir í Skeið- arárdýpi. Síðustu tvö skipin hættu veiðum í byrjun þessa mánaðar og luku vertíð í Jökuldýpi vestur af landinu. Veiðibann á humar 2019 er til umræðu  Lélegasta humarvertíðin að baki  Nýliðun léleg í mörg ár Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þorlákshöfn Maria Cristina Stefanoaia í humarvinnslu hjá Ramma. Jónas P. Jónasson Vísitala 5 ára humars 1980 til 2017 1980 2017 Nýliðun humars 100 75 50 25 Milljónir Niðurstöður úr fæðugreiningu í maga þorsks og ýsu á humarslóð fyrir sunnan og suðvestan land að vorlagi benda til þess að á þeim tíma sé humar algeng fæða þorsks en hins vegar ekki mikil- væg fæða ýsu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn fiskifræðinganna Ingi- bjargar G. Jónsdóttur og Jónasar P. Jónassonar. Í lýsingu á verkefninu segir: „Litlar upplýsingar liggja fyrir um afrán á humri við Ísland. Aðrir hryggleysingjar, líkt og rækja, er algeng fæða þorsks og ýsu, en af- rán þessara tveggja tegunda á humri hefur lítið verið rannsakað hér við land. Hér tökum við saman helstu niðurstöður úr fæðugrein- ingum sem fóru fram á árunum 2008 til 2016 í humarleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem far- inn hefur verið árlega frá árinu 1973. Niðurstöðurnar benda til þess að á þessum svæðum og þessum tíma er humar algeng fæða þorsks en hins vegar er humar ekki mikilvæg fæða ýsu.“ Jónas segir í samtali að þessar niðurstöður gefi ákveðna vís- bendingu, en ekki sé hægt að draga upp afgerandi niðurstöðu um afrán þorsks. Gögnin þyrftu meðal annars að ná yfir allt sum- arið, en ekki aðeins 1-2 vikur snemmsumars þegar hrygningar- þorskur sé að ganga út af svæð- inu. Vakta þarf samspilið Í skýrslunni segir meðal annars að humar hafi verið töluverður hluti af fæðu þorsks á þessum tíma árs. Umtalsvert afrán eigi sér þó stað þótt það hafi ekki aukist martækt í þessari rann- sókn á árabilinu 2008 til 2016, en þorskstofninn hafi styrkst og stækkað á þessu sama tímabili. Mikilvægt sé að vakta og fylgjast með útbreiðslu og samspili þess- ara tegunda, sér í lagi þar sem humarstofninn eigi undir högg að sækja, segir í skýrslunni. Algeng fæða þorsksins KÖNNUÐU AFRÁN Á HUMRI MEÐ FÆÐUGREININGU HÚSNÆÐI FYRIR ALLA Húsnæðisþing verður haldið þriðjudaginn 30. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut frá kl. 10:00–16:30. Skráning hafin á ils.is/hus2018 Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.