Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 52
Kvennakammerkórinn IMPRA held- ur tónleika í Sjóminjasafninu í dag kl. 13. Á efnisskránni eru verk eftir Ásbjörgu Jónsdóttur, Birgit Djupe- dal, Carolyn Chen, Jody Diamond og Svanfríði Hlín Gunnarsdóttur auk íslenskra og norskra þjóðlaga. Listrænir stjórnendur kórsins eru Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupe- dal sem báðar hafa nýlokið meist- aragráðu í tónsmíðum frá LHÍ. Að- gangur er ókeypis. Nýr kvennakammerkór í Sjóminjasafninu í dag LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2018 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Áhorfendur leggja svo sannarlega sitt lóð á vogarskálina og reyna að hafa eins mikil áhrif á leikinn og hægt er,“ sagði Arnór Þór Gunnars- son, landsliðsmaður í handknatt- leik, sem hlakkar til að mæta í ljónagryfjuna í Ankara í Tyrklandi, THF Spor Salonu-íþróttahöllina, á morgun. Leikurinn er liður í undan- keppni EM 2020. »1 Áhorfendur leggja sitt lóð á vogarskálina ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Bíbí talar um sjálfa sig sem fatlaða manneskju en ritsnilldin er þvílík í handritinu að maður verður agndofa. Það sýnir mjög vel ákveðna jaðar- menningu og hvernig fólk sem er sett á jaðarinn lifir af,“ segir Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, doktor í fötlunarfræðum, sem rannsakar handrit æviminninga Bjargeyjar Kristjánsdóttur eða Bíbíar eins og hún var gjarnan kölluð. Guðrún Valgerður Stefánsdóttir hélt erindi í Þjóðarspeglinum á Há- skólatorgi í gær um æviminningar Bíbíar en hún varð fyrir aðkasti vegna útlits og skerðingar sinnar. Guðrún setti söguna í samhengi við femínískar kenningar um sam- tvinnun og leitaðist við að varpa ljósi á með hvaða hætti fötlun hennar, kyn og stéttarstaða samtvinnast. Bíbí var dóttir fátækra kotbænda, fædd árið 1927 á bænum Berlín og féll frá árið 1999. Hún skráði minn- ingabrot í 19 bækur sem hún kallaði Bíbíarbækur, en hver bók saman- stendur af 100 handskrifuðum síð- um. Þegar Bíbí var ung stóð fötluðu fólki engin opinber þjónusta til boða en fyrstu lög þess efnis, lög um fá- vitahæli, voru sett á laggirnar árið 1936. „Í bókunum sést að hún hafi verið greind, það sést á orðfærinu sem hún notar og hvernig hún vinnur úr sög- unni. Henni var kennt heima svo að því var trúað á því að hún gæti lært. Eðli fötlunarinnar er óljóst en hún veiktist þegar hún var barn. Hún var smávaxin, greinilega hæg og hefur borið einhver útlitseinkenni,“ segir Guðrún. „Eins og hún útskýrir það þá er mismununin gegnumgangandi í sög- unni. Hún gerði sér alveg grein fyrir því að það var verra að vera kona heldur en karl. Hún eignaðist bróður þegar hún var 9 ára gömul, en fram að því hafði hún verið einkabarn. Og hún lýsir því í sögunni að hann hafi verið tekinn fram yfir hana, hún seg- ir það beinum orðum: það var bæði af því að ég er fötluð og líka því ég er stúlka. „Sem dæmi komu femínískar kenningar fram á 6. og 7. áratugnum sem benda á að svartar konur sættu ekki fordómum „bara“ vegna þess að þær voru svartar heldur ennfremur vegna þess að þær voru konur og af lágri stétt, og að þessir þættir tvinn- uðust saman,“ segir Guðrún. Guðrún hefur lesið allar 19 bækur Bíbíar og vinnur nú að því að ná sam- bandi við fólk þekkti til hennar. Bíbí lét engin börn eftir sig svo að leitin að ættingjum er erfiðari en ella. Handritið hafði gengið manna á milli og hafði verið vélritað en endaði í höndum Guðrúnar, eftir að hafa ver- ið vistað á Þjóðskjalasafni Íslands. „Bíbí vildi að bækurnar yrðu gefn- ar út einn daginn, og það er það sem hvatti mig til að halda rannsókninni áfram,“ segir Guðrún. Morgunblaðið/Eggert Æviminningar Guðrún Valgerður Stefánsdóttir hefur lesið og rannsakað handrit Bíbíar, sem er um 2.000 síður. „Ritsnilldin slík að maður verður agndofa“  Bíbí skráði minningabrot í 19 bækur  Glímdi við fötlun  Hún vildi að æskuminningar hennar yrðu gefnar út Ljóðlistin er lífsnauðsyn er yfir- skrift málþings sem Forlagið stendur fyrir um Sigurð Pálsson í Veröld – húsi Vigdísar á morgun kl. 15. Átta samferðamenn Sig- urðar fjalla um skáldið, vininn, kennarann og lærimeistarann. Er- indi flytja Einar Kárason, Hlín Agnarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sjón, Sunna Dís Másdóttir og Þórarinn Eldjárn. Ingvar E. Sigurðsson les upp úr nýútkomnu ljóðaúrvali Sigurðar sem ber heitið Ljóð muna ferð. Kynnir er Kristján Þórður Hrafnsson. Aðgang- ur er ókeypis. Málþing um Sigurð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.