Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Veður víða um heim 26.10., kl. 18.00
Reykjavík -1 léttskýjað
Akureyri -2 snjókoma
Nuuk 2 alskýjað
Þórshöfn 3 skúrir
Ósló 3 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 skúrir
Stokkhólmur 1 léttskýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 8 skýjað
Brussel 9 skúrir
Dublin 7 léttskýjað
Glasgow 7 skýjað
London 8 skúrir
París 12 rigning
Amsterdam 9 rigning
Hamborg 10 rigning
Berlín 12 heiðskírt
Vín 12 heiðskírt
Moskva 1 heiðskírt
Algarve 19 léttskýjað
Madríd 16 súld
Barcelona 20 heiðskírt
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 21 léttskýjað
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg 8 þoka
Montreal 2 léttskýjað
New York 7 heiðskírt
Chicago 9 þoka
27. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:56 17:29
ÍSAFJÖRÐUR 9:11 17:23
SIGLUFJÖRÐUR 8:55 17:05
DJÚPIVOGUR 8:28 16:55
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Sunnan 13-20 m/s og rigning eða
slydda, snjókoma til fjalla. Hiti 2 til 7 stig á láglendi.
Á mánudag Fremur hæg suðlæg átt og stöku él, en
heldur hvassara og dálítil rigning austast.
Léttir til, hiti um frostmark sunnan- og vestanlands, en annars frost 0 til 5 stig. Snýst í vaxandi
suðaustanátt um landið vestanvert eftir hádegi, þykknar upp og hlýnar, 13-23 m/s vestantil.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Við teljum okkar alveg hafa ástæðu
til þess að láta eitthvað frá okkur fara.
Við erum ekki sátt við stöðu veganna
hérna í Borgarbyggð. Okkur finnst
vera ótrúlega lítið sem er framundan
þar sem hugsað er um vegina,“ segir
Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitar-
stjóri Borgarbyggðar, í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins um sam-
gönguáætlun sem nú er til meðhöndl-
unar hjá Alþingi.
„Það er mjög mikið af malarvegum
í Borgarbyggð. Ég tók þetta saman í
haust og þetta eru um 300 kílómetrar
sem eru innan sveitarfélagsins,“ segir
hann. Gunnlaugur bendir meðal ann-
ars á að sum svæði innan sveitarfé-
lagsins eru ekki með bundnu slitlagi
þrátt fyrir að þar séu stór kúabú og
skólaakstur. Hann telur verulegar
vegabætur geta orðið með bundnu
slitlagi án þess að lagður sé tvöfaldur
vegur. „Þar sem eru fólksflutningar,
skólabílar eða almenn umferð eru
þessir malarvegir óásættanlegir,“
bætir hann við.
Spurður um hlutdeild Vestursvæð-
is í fjárveitingum segir Gunnlaugur:
„Það er alveg rétt að benda á það að
Vestursvæði fái mikla peninga, en
megnið af þeim fer í stórframkvæmd-
ir á Vestfjörðum.“ Sveitarstjóri Borg-
arbyggðar segir jafnframt augljóst að
samgöngumálin hafi verið vanrækt til
lengri tíma og að miklu leyti sé um
uppsafnaðan vanda að ræða.
Gleymast
„Okkur finnst svolítið eins og við
gleymumst oft, án þess að ég geri lítið
úr öðrum framkvæmdum,“ segir Sig-
fús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri
Skagafjarðar. Spurður hvort þörf sé á
auknum fjármunum eða að ráðstafa
fjárveitingum með öðrum hætti svar-
ar hann: „Það vilja örugglega allir
meira fjármagn í málaflokkinn. Það
sem er erfitt í þessu, eins og með veg-
ina, er að þetta er í óráðstöfuðum
pottum og eitthvað verður örugglega
sett í vegina, en það er ekki sýnilegt.
Það eina sem við sjáum hvað varðar
Skagafjörðinn er það sem sett er í
höfnina hjá okkur.
Það er engu ráð-
stafað með bein-
um hætti í vegi
eða flug.“
„Okkur finnst
þetta óviðunandi,“
segir Sigfús
spurður hvað hon-
um þyki um hlut-
fall áætlaðra
framlaga til Norðursvæðis.
„Ég lýsi vonbrigðum með hlutdeild
höfuðborgarsvæðisins og með ólík-
indum að Arnarnesvegur skuli enn og
aftur hafa verið færður aftur á sam-
gönguáætlun. Það er mikilvægt fyrir
okkur að fá þennan veg,“ segir Ár-
mann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogs, og vísar til þess að vega-
kerfið í efri byggðum Kópavogs sé
þegar sprungið og að íbúar svæðisins
séu nú utan við settar kröfur um við-
bragðstíma viðbragðsaðila.
Hrósar ríkisstjórninni
„Það eru auðvitað fjölmörg verk-
efni sem sveitarstjórnarmenn sjá
ekki á áætlun og sakna, eins og alltaf
er,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir,
bæjarstjóri í Hveragerði. „Við höfum
lýst mikilli ánægju með áætlunina og
ég vil hrósa Sigurði Inga samgöngu-
ráðherra og Bjarna fjármálaráðherra
fyrir að leggja fram svona metnaðar-
fulla samgönguáætlun með mikilli
aukningu fjármuna, sem er fullfjár-
mögnuð á þessu fimm ára tímabili,“
segir hún.
Þá bætir hún við að verið sé að fara
í framkvæmdir á hættulegasta veg-
arkafla landsins. „Auðvitað fögnum
við því Sunnlendingar og landsmenn
allir,“ staðhæfir hún.
Sveitarstjórar
misánægðir
Nýja samgönguáætlunin umdeild
Framlög til landsvæða skv. samgönguáætlun
Milljónir króna 2019-2023 2024-2028 2029-2033 Samtals
Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes 11.510 25.500 14.450 51.460
Vestursvæði 17.880 10.750 6.300 34.930
Norðursvæði 3.800 5.875 780 10.455
Austursvæði 4.390 6.920 24.650 35.960
Suðursvæði 8.090 10.990 3.750 22.830
Samtals 45.670 60.035 49.930 155.635
Gunnlaugur A.
Júlíusson
Aldís
Hafsteinsdóttir
Sigfús Ingi
Sigfússon
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Markmið okkar er að safna fjár-
magni fyrir Stígamót sem renna á til
fræðslumiðstöðvar innan Stígamóta,
en þar er lögð áhersla á fræðslu og
forvarnir gegn kynferðisofbeldi,“
segir Anna Bentína Hermansen,
ráðgjafi hjá Stígamótum, í samtali
við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til þess að í
gær hófst herferð Stígamóta, sem
gengur undir heitinu #allirkrakkar.
Var herferðinni ýtt úr vör með út-
gáfu leikinnar auglýsingar sem end-
urspegla á reynslu brotaþola sem
leita til Stígamóta. Sýnir myndband-
ið þroskasögu tveggja ungmenna og
hvernig staðalmyndir hafa alvarleg
áhrif á samskipti þeirra. Er mynd-
bandið nú þegar komið í dreifingu á
samfélagsmiðlum.
„Við höfum þá trú að kynferðisof-
beldi sé ekki einhvers konar náttúru-
lögmál og að engum sé eiginlegt að
fara yfir mörk
annarra,“ segir
Anna Bentína og
bendir á að börn
fái ung mjög mis-
vísandi skilaboð,
s.s. þegar kemur
að kynlífi, sem
haft getur skað-
leg áhrif á líf
þeirra síðarmeir.
„Þau fá kannski
helst sínar upplýsingar í gegnum
klám sem oft er ofbeldisfullt og sýnir
ekki rétta mynd af veruleikanum.“
Norðurlandamet í klámáhorfi
Anna Bentína bendir á að meðal-
aldur íslenskra stráka þegar þeir
horfa á klám í fyrsta skipti er 11 ár,
samkvæmt tölum sem fyrst birtust
árið 2006. „Þetta er niðurstaða könn-
unar áður en krakkar höfðu þann að-
gang að snjallsímum sem þeir hafa í
dag. Það má því gera ráð fyrir að ald-
urinn sé í dag nokkuð lægri. Við eig-
um, samkvæmt nýjustu tölum, Norð-
urlandametið í klámáhorfi,“ segir
hún, en 45% drengja í 8. til 10. bekk á
Íslandi horfa á klám einu sinni í viku
eða oftar. „Það segir okkur að mjög
margir strákar hafi séð margfalt
fleiri klukkustundir af klámi en þeir
hafa fengið af kynfræðslu og um-
ræðu um þessi mál.“
70% þolenda undir 18 ára aldri
Samkvæmt tölfræði Stígamóta
eru gerendur kynferðisofbeldis fyrst
og fremst ungir karlmenn. Þá eru
70% þolenda undir 18 ára aldri þegar
þau verða fyrir kynferðisofbeldi.
„Svo koma þessir þolendur til okk-
ar löngu síðar og við þurfum að
bregðast við því. En þessi herferð
gengur einmitt út á að við sem sam-
félag opnum augun fyrir þessu
vandamáli,“ segir Anna Bentína og
bætir við að átak Stígamóta muni ná
hámarki 1. nóvember næstkomandi
með fræðsluþætti sem sýndur verð-
ur á RÚV laust fyrir klukkan 21.
Fræðsla og forvarnir
gegn kynferðisofbeldi
Kynferðisofbeldi er ekki náttúrulögmál, segja Stígamót
Anna Bentína
Hermansen
Borgarleikhúsið mun í lok desember setja upp Ríkharð
III., eitt af fyrstu leikritum Shakespeares.
Leikritið var frumflutt fyrir meira en fjögur hundr-
uð árum en hefur samt ekki misst gildi sitt á nokkurn
hátt að sögn sérfróðra. Leikarar lásu leikritið saman
fyrir gesti í Borgarleikhúsinu í gær.
Morgunblaðið/Valli
Samlestur leikara á Ríkharði III.
Nú er
...líka orðinn léttur