Morgunblaðið - 29.10.2018, Page 2

Morgunblaðið - 29.10.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku Ath að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a 595 1000 Frá kr. 79.995 STÖKKTU Í HELGARFERÐ slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Róm g g y 1. NÓVEMBER Í 4 NÆTUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Telur jafnvægi í forystu ASÍ  Drífa Snædal, nýkjörinn forseti sambandsins, fundar með varaforsetunum í dag Ný forysta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) kemur saman til fundar í dag en Drífa Snædal, nýkjörinn for- seti sambandsins, ætlar að hitta varaforsetana Vil- hjálm Birgisson og Kristján Þórð Snæbjarnarson. „Við ákváðum að taka helgina rólega og svo byrj- ar alvara lífsins,“ sagði Drífa í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Tilgangur fundarins er að hefja vinnu við úrvinnslu ályktana sem samþykktar voru á þingi ASÍ fyrir helgina. Þar var m.a. sam- þykkt að hafna ofurbónusum og óhóflegum arð- greiðslum til fyrirtækjaeigenda og að fulltrúar launþega í lífeyrissjóðunum ynnu í samræmi við stefnu verkalýðshreyfingarinnar. Samtökin vilja að stjórnarmenn lífeyrissjóða beiti sér fyrir því að starfsfólk fyrirtækja njóti arðsemi ekki síður en hluthafarnir. „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Drífa um nýja forystu ASÍ. „Það er ákveðið jafnvægi í þessu, ólíkir einstaklingar en grunnur fyrir góðu sam- starfi,“ segir Drífa. ASÍ kemur fram fyrir hönd aðildarsamtaka sinna í sameiginlegum málum gagnvart stjórnvöldum og samtökum atvinnurek- enda en kjarasamningagerð er í höndum lands- sambanda og félaga. Drífa telur sterka einingu á bak við nýja forystu ASÍ, og segir hún það skipta miklu máli að formenn stærstu verkalýðshreyf- inga landsins eigi sæti í miðstjórn. Nefndi hún sér- staklega í því sambandi þau Ragnar Þór Ingólfs- son, formann VR, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, Hilmar Harðarson, formann Samiðnar, og Björn Snæbjörnsson, formann Ein- ingar og SGS. Morgunblaðið/Árni Sæberg Alþýðusambandsþing Ný forysta ASÍ kemur saman á morgun og fer yfir samþykktir þingsins. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Veðurfræðingur á Veðurstofu Ís- lands gaf í gærkvöldi lítið fyrir að veturinn væri genginn í garð þrátt fyrir að fyrsti vetrardagur hefði ver- ið síðastliðinn laugardag. „Ég vil meina að það sé enn haust en svo getur náttúrlega komið vetrarlegt og sumarlegt veður á haustin,“ sagði hann. Vetrarlega haustveðrið var ein- mitt að finna á norðanverðu landinu í síðastliðinni viku. „Það snjóaði fyrir norðan en síðan hvarf snjórinn með stormi aðfaranótt sunnudags og það sló í um 10 stig yst á Tröllaskaga með sunnanáttinni.“ Veðrið verður rólegt í byrjun vik- unnar en það gæti kólnað þegar líður á hana. „Úrkomusvæðin sem fara yf- ir landið eru frekar lítil um sig, það er úrkoma af og til í flestum lands- hlutum. Hitinn er svo nærri frost- marki að úrkoman getur verið ýmist rigning, slydda eða snjókoma þegar hún nær að falla svo það má búast við öllu hvað það varðar. Á milli þess sem úrkomusvæðin ganga yfir þá eru líka bjartir kaflar. Í skammdeg- inu kólnar reyndar þar sem það eru engin ský til að halda varmanum inni. Þá getur myndast hálka þannig að það verður kannski svolítil hálku- tíð framan af næstu viku.“ Lítið hefur snjóað í þéttbýli að sögn veðurfræðingsins en snjórinn heldur sig aðallega í fjöllum og á há- lendi enn sem komið er. Spurður út í veturinn fram undan segir veðurfræðingurinn: „Spár fyrir heilar árstíðir eru mjög óáreiðanleg- ar og því eyðum við á Veðurstofunni ekki miklu púðri í að gefa þær út. Við einbeitum okkur frekar að því sem er gagnlegra fyrir landann.“ Veturinn heilsar með rign- ingu, slyddu og snjókomu  Hitastig nálægt frostmarki og úrkoman því óútreiknanleg Morgunblaðið/Golli Hálka Hitastig við frostmark gæti kallað fram hálkutíð á landinu öllu. Karlmaður á sex- tugsaldri var í fyrradag í Hér- aðsdómi Reykja- víkur úrskurð- aður í vikulangt gæsluvarðhald, til 2. nóvember, á grundvelli rannsóknarhags- muna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rann- sóknar hennar á meintu peninga- þvætti. Samkvæmt tilkynningu frá lög- reglunni var lagt hald á verulega fjármuni vegna málsins og þá var einnig lagt hald á fasteign manns- ins sem og bankareikninga og öku- tæki hans. Lögreglan lagði einnig hald á töluvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum sem hún hefur grun um að hafi verið ætluð til endursölu á svörtum markaði. Verðmæti eigna og fjármuna sem hafa verið kyrrsett vegna málsins hleypur á tugum milljóna. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu, var handtek- inn í umdæminu á fimmtudag, en húsleit var framkvæmd á heimili hans í kjölfarið. Tugmillj- óna eignir kyrrsettar  M.a. lagt hald á fasteign og ökutæki „Síðast þegar ég vissi voru þeir ekki búnir að verða sér úti um leyfi eða kennitölu,“ sagði Gunnar Hilmars- son, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, í gær um írska farand- verkamenn sem hafa undanfarna daga gengið í hús og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Fólk hefur ítrekað kvartað til lögreglu yfir mönnunum. Í upphafi bjóða þeir lágt verð en þegar verkinu er að ljúka tilgreina þeir hærra verð. „Þeir eru búnir að vera mikið á ferðinni og fólk er duglegt við að láta vita af þeim,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er mikilvægt að fólk viti að þeir hafa ekki leyfi til að vera með rekstur hér.“ ragnhildur@mbl.is Leyfislausir þvottamenn Kjötsúpudagurinn var haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg á laugardaginn, fyrsta vetrar- dag, 16. árið í röð. Margir lögðu leið sína í bæ- inn og fengu sér heita kjötsúpu, en hátíðin var haldin á sjö „súpustöðvum“. Hver og einn veit- ingastaður var með um 200-500 lítra af súpu. Dagskráin hófst klukkan 14 og átti að standa til 16 en að sögn Bolla Ófeigssonar, sem er meðal þeirra sem hafa staðið að viðburðinum, kláraðist súpan um þrjúleytið. „Þetta gekk mjög vel eins og við var að búast, það mæta margir á kjötsúpudaginn á ári hverju,“ sagði hann. Kjötsúpudagurinn í ár var tileinkaður minningu Úlfars Eysteinssonar, matreiðslu- manns á Þrem frökkum. Öll súpan kláraðist á kjötsúpudeginum Morgunblaðið/Eggert Fjölmenni á Skólavörðustígnum á laugardaginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.