Morgunblaðið - 29.10.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Veður víða um heim 28.10., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Akureyri 7 skýjað
Nuuk 1 skýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 0 heiðskírt
Kaupmannahöfn 3 rigning
Stokkhólmur 0 heiðskírt
Helsinki -1 léttskýjað
Lúxemborg 5 skýjað
Brussel 5 heiðskírt
Dublin 8 skúrir
Glasgow 7 heiðskírt
London 9 skúrir
París 6 alskýjað
Amsterdam 6 léttskýjað
Hamborg 5 skúrir
Berlín 7 rigning
Vín 11 skúrir
Moskva 5 léttskýjað
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 8 léttskýjað
Barcelona 11 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 20 léttskýjað
Aþena 19 léttskýjað
Winnipeg 4 skýjað
Montreal 1 rigning
New York 10 alskýjað
Chicago 10 alskýjað
Orlando 19 heiðskírt
29. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:02 17:22
ÍSAFJÖRÐUR 9:18 17:15
SIGLUFJÖRÐUR 9:02 16:58
DJÚPIVOGUR 8:34 16:49
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Gengur í austlæga átt 8-15 m/s, en
hægari sunnanlands undir kvöld.
Á miðvikudag Austan 5-10 og skúrir eða él, en yf-
irleitt þurrt norðanlands. Frostlaust með ströndum.
Sunnan 3-8 og skúrir eða él. Þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi.
Hiti 0 til 5 stig, en hlýrra austanlands fram á nótt.
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
jólagjöf
Barna-
myndatökur
Rjúpnaveiðitíminn hófst formlega á föstudag en á
laugardag fóru skyttur á stjá í fallegu veðri. Spáin
var allmiklu verri á sunnudeginum en þá færðist
veðrið austur yfir landið og var nokkur úrkoma á
öllu Suðurlandinu. Að því sögðu er mikilvægt að
rjúpnaskyttur fylgist með veðurspám. Í tilkynn-
ingu frá vef stjórnarráðsins kemur fram að veiði-
dögum verður fjölgað frá í fyrra, en nú eru þeir 15
talsins en ráðlögð heildarveiði er 67.000 rjúpur.
Skyttur fóru á stjá í björtu veðri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rjúpnaveiðitímabilið hófst í bjartviðri
Banaslys varð á Reykjanesbraut á
sjötta tímanum í gærmorgun í
hörðum árekstri á milli jepplings
og fólksbifreiðar. Varð slysið á
móts við Vallahverfið í Hafnar-
firði.
Lögreglunni barst tilkynning
um slysið klukkan 5.44. Bílarnir
voru að mætast. Hinn látni var
farþegi í öðrum bílnum en hann
var fluttur á Landspítalann og úr-
skurðaður látinn við komuna
þangað. Báðir ökumennirnir voru
sömuleiðis fluttir á slysadeild en
talið er að þeir séu ekki alvarlega
slasaðir.
Einn lést í bílslysi
á Reykjanesbraut
Nafn misritaðist
Rangt var farið með nafn nýkjör-
ins 2. varaforseta Alþýðusambands-
ins í frétt Morgunblaðsins á laug-
ardaginn. Hann heitir Kristján
Þórður Snæbjarnarson. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Karlmaður fannst látinn í tjörn við
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og
Hafnarfjarðarkirkju á Strandgötu
um hádegisbil í gær. Þetta stað-
festir Sævar Guðmundsson, aðal-
varðstjóri lögreglunnar í Hafnar-
firði. „Það er bara unnið að málinu
og ekkert meira að segja um það í
bili,“ segir Sævar en að svo stöddu
er ekki hægt að veita upplýsingar
um aldur eða dánarorsök mannsins.
Þó er ekki talið að dauða hans hafi
borið að með saknæmum hætti.
Fjölmennt lið lögreglu og annarra
viðbragðsaðila var sent út þegar til-
kynnt var um líkfundinn.
Lík fannst við tjörn
í Hafnarfirði í gær
„Misskiptingin er að aukast og fólk
kallar eftir réttlæti í launakröfum,“
sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, ný-
kjörinn formaður BSRB, í þættin-
um Þingvöllum á K100 í gærmorg-
un. Kjaramálin voru einnig
aðalumræðuefnið í þættinum
Sprengisandi á Bylgjunni og í Silfri
Egils á RÚV.
Auk Sonju voru Þröstur Ólafsson
hagfræðingur og Eyjólfur Árni
Rafnsson, formaður Samtaka at-
vinnulífsins, gestir þáttarins. Sonja
sagði að krafa BSRB í komandi
kjaraviðræðum væri hækkun
lægstu launa til að fólk gæti lifað af
og kröfunni væri beint að stjórn-
völdum og atvinnurekendum. „Góð-
ærið hefur ekki skilað sér til allra
og skattbyrðinni hefur verið velt yf-
ir á þá tekjulægstu,“ sagði hún.
Þröstur sagðist skilja forystu
verkalýðshreyfingarinnar og vilja
hennar til breytinga. Hann sagði þó
að það væri verið að fara í gömul
spor og það yrði að temja reiðina.
Hann sagði að verkalýðshreyfingin
ætti að einbeita sér að samneysl-
unni og finna stöðugan grunn fyrir
norræna velferðarmódelið. „Hér er
flokkur sem er alltaf við völd sem
predikar að alltaf eigi að lækka
skatta en það þýðir minni sam-
neysla. Það ætti að hækka skatta
hjá því fólki sem getur borgað þá,“
sagði hann.
Ofurlaun stjórnenda komu til
umræðu. Eyjólfur sagðist ekki ætla
að draga neina línu um það hvað
væru ofurlaun. Hann sagði stjórn-
endur vinna langan vinnudag, alla
daga ársins. „Auðvitað heyri ég
eins og aðrir þegar talið berst að
mjög háum launum sem ganga
fram af fólki. Mér finnst eðlilegt að
beina því til stjórnenda og stjórna
að horfa inn á við og gæta hófs,“
bætti Eyjólfur við. Hann sagði að
95% launþega í landinu væru með
1,3 milljónir á mánuði eða minna.
Mjög fáir væru með yfir tvær millj-
ónir í laun á mánuði.
„Mér finnst við alltaf vera að
velta fyrir okkur jaðardæmum á
báða vegu sem trufla umræðu.
Þetta lagast ekki með tilskipunum
eða upphrópunum,“ sagði hann.
Ásmundur Einar Daðason, fé-
lagsmála- og jafnréttisráðherra,
var gestur á Sprengisandi. Sagði
hann holan hljóm í því þegar
stjórnendur í atvinnulífinu töluðu
um að ekki væri hægt að hækka
laun niður alla röðina en efstu laun
hækkuðu. Efsta lagið þyrfti að sýna
ábyrgð.
Ásmundur sagðist vilja gera
samkomulag milli ríkis, sveitarfé-
laga og verkalýðshreyfingarinnar
þar sem samið væri um að sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu og
í næsta nágrenni skuldbyndu sig til
að úthluta ákveðnum fjölda lóða ár-
lega á komandi árum. Hugmyndin
er komin frá Finnlandi þar sem
svipuð aðgerð hefur verið í gangi
undanfarin ár á svæðinu í kringum
höfuðborgina Helsinki.
Almenningur kallar eftir réttlæti
Kjaramálin í brennidepli í þjóðmála-
þáttum útvarps og sjónvarps í gær
Eyjólfur Árni
Rafnsson
Ásmundur
Einar Daðason
Sonja Ýr
Þorbergsdóttir
Þröstur
Ólafsson