Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Dýrtíð og verðbólga eru öllum í
óhag. Nú þegar gengi krónunnar
gefur eftir með vísbendingum um
breyttar aðstæður í efnahags-
málum er brýnt að Neytenda-
samtökin séu sterk og geti beitt
sér af krafti. Sá kraftur sem býr í
samtökunum er mikill, en við vilj-
um gera enn betur. Hver áherslu-
málin okkar verða er er sameig-
inleg ákvörðun nýrrar stjórnar,
sem ég kalla saman á næstu dög-
um,“ segir Breki Karlsson hag-
fræðingur og nýr formaður Neyt-
endasamtakanna.
Aðalfundur Neytendasamtak-
anna var haldinn um helgina og í
gær úrslit í formannskjöri kunn-
gerð. Alls 429 tóku þátt í kosn-
ingum og þar fékk Breki 228 at-
kvæði eða 53%. Unnur Rán
Reynisdóttir fékk 88 atkvæði eða
21%, Ásthildur Lóa Þórisdóttir
fékk 80 atkvæði eða 19% og 7% eða
29 kusu Guðjón Sigurbjartsson.
Umboðið er skýrt
og verkefnin brýn
„Mér finnst vænt um þann
mikla stuðning sem ég fékk. Um-
boðið er alveg skýrt og verkefnin
framundan eru mörg og brýn. Mér
finnst mikilvægt að fá fleiri til liðs
við okkur. Félagsmenn eru í dag
um 7.500 sem er, mviðað við höfða-
tölu, svipaður fjöldi og í Tænk,
dönskum systursamtökum okkar.
Þörf er á að Neytendasamtökin
verði breiðfylking og virkur ger-
andi með kröftugu samtali og
skýrum rökun. Því vil ég til dæmis
efla neytendarannsóknir hvers-
konar og efna til neytendaverð-
launa, til þess að vekja athygli á
því sem vel er gert.“
Vinda ofan af reglugerðum
Miklar mannabreytingar hafa
orðið í helstu samtökum launþegar
á síðustu dögum, hvar nú er í
stafni fólk með nýjar hugmyndir.
Tímanir breytast og mennirnir
með. Aðspurður segir Breki að
vissulega gæti samstarf Neytenda-
samtakanna og verkalýðshreyfing-
arinnar komið til greina í einstaka
málum, enda séu markmiðin lík.
Að Neytendasamtökin séu öllum
hagsmunasamtökum óháð sé þó af-
ar mikilvægt.
„Þó fólk komi úr ólíkum átt-
um er samt oft sterkur sam-
hljómur. Fyrir nokkrum dögum
var haldinn fundur á vegum ráð-
herra um mikilvægi nýsköpunar í
landbúnaði, þar sem fulltrúar
neytenda, verslunar, bænda og
fræðasamfélagsins hittust í fyrsta
sinn á sameiginlegum vettvangi.
Öll vorum við samála um að reglu-
gerðarfargan í landbúnaðarmálum
sé íþyngjandi og hamli framþróun.
Að vinda ofan af því ætti að verða
sameiginlegt verkefni okkar, en
annað verðum ósammála um svo
sem frjálsan innflutning á fersku
kjöti sem lengi hefur verið bar-
áttumál Neytendasamtakanna. “
Krónan er skopparakringla
Lögum samkvæmt er neyt-
endum tryggður margvíslegur
réttur, svo sem um skil á vörum,
upplýsingar um innihald, hollustu-
hætti og svo mætti áfram telja.
Eigi að síður þarf oft oft að koma
athugasemdum á framfæri. Í því
sambandi nefnir Breki að á síðasta
ári hafi alls um 9.000 erindi borist
til Neytendasamtakanna, þar sem
félagsmenn óskuðu liðssinnis þeg-
ar þeir tölu á sig hallað.
„Við kjósum með veskinu á
hverjum degi og getum þannig
haft mikil áhrif. Eitt af því eru til
dæmis loftslagsmálin. Vegna um-
hverfissjónarmiða munu og verða
neysluvenjur að breytast í náinni
framtíð. Svo þurfum við líka að
láta sjónarmið neytenda í efna-
hagsmálum heyrast hærra. Hér á
Íslandi eru einhverjir hæstu vextir
sem þekkjast í Evrópu og að vera
með skopparakringlu sem gjald-
miðil skaðar alla. Því og svo mörgu
öðrum verður að breyta.“
Neytendasamtökin séu sterk þegar aðstæður í efnahagsmálum breytast
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samfélag Neytendasamtökin verði breiðfylking með kröftugu samtali, segir Breki Karlsson í viðtalinu.
Við kjósum með vesk-
inu á hverjum degi
Breki Karlsson er fæddur ár-
ið 1971, með meistarapróf í
hagfræði og alþjóðaviðskiptum
frá Kaupmannahöfn og BS-
próf í viðskiptafræði frá HR. Er
stofnandi og framkvæmda-
stjóri Stofnunar um fjármála-
læsi.
Að baki á Breki fjölbreyttan
starfsferil, meðal annars sem
háskólakennari, við markaðs-
mál, kvikmyndagerð og í leik-
húsi. Hefur skrifað bækur og
gert sjónvarpsþætti.
Hver er hann?
Dómur Mannréttindadómstóls Evr-
ópu í síðustu viku þess efnis að það
sé ekki skerðing á tjáningarfrelsi
einstaklings að dæma hann fyrir að
kalla spámanninn Múhameð barna-
níðing gæti haft áhrif á störf nefndar
forsætisráðherra um umbætur á lög-
gjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og
upplýsingafrelsis. Það er vegna þess
að ákvæðum frumvarps sem nefndin
leggur fram er ætlað að ná utan um
helstu sjónarmið sem lögð hafa verið
til grundvallar í dómaframkvæmd
Mannréttindadómstóls Evrópu.
Eiríkur Jónsson, prófessor og for-
maður nefndarinnar, gat ekki tjáð
sig um málið að svo stöddu þegar
blaðamaður Morgunblaðsins hafði
samband við hann í gærkvöldi.
Nefndin sem um ræðir hefur áður
lagt fram tillögur sem gera tjáning-
arfrelsinu hærra undir höfði innan
lagarammans og því er ástæða til að
velta því upp hvort umræddur dóm-
ur, sem mikla athygli hefur vakið,
muni hafa áhrif á stefnu nefndarinn-
ar.
Giftist sex ára stúlku
Mannréttindadómstóllinn úr-
skurðaði að austurrísk kona skyldi
greiða sekt vegna ummæla sem hún
lét falla á fyrirlestri árið 2009.
Konan sagði Múhameð barnaníð-
ing vegna þess að hann giftist stúlku
þegar hún var einungis sex ára og
höfðu þau fyrst kynmök þegar hún
var níu ára og Múhameð fimmtugur.
„Hvað köllum við það annað en
barnaníð?“ sagði konan.
Hún var sakfelld fyrir ummæli sín
fyrir austurrískum dómstólum en
þau voru sögð handan marka tján-
ingarfrelsis. Hún var dæmd til að
greiða 480 evrur í sekt.
Konan hélt því fram að ummæli
hennar væru innan marka tjáning-
arfrelsisins og að trúarhópar yrðu að
þola gagnrýni.
Sömuleiðis hefur hún haldið því
fram að skilgreiningar samfélagsins
á því hvað flokkist sem barnaníð séu
aðrar nú en þegar Múhameð var
uppi. Þrátt fyrir það eigi orð hennar
erindi til almennings.
Konan var ósátt við dómsniður-
stöðuna í Austurríki og sendi málið
til Mannréttindadómstólsins sem,
eins og áður segir, staðfesti austur-
ríska dóminn.
Að mati Mannréttindadómstólsins
er konan sérfræðingur sem setti
fram gildishlaðna fullyrðingu sem
hún vissi að væri ekki samkvæmt
sannleikanum. Auk þess hefði konan
ekki leyft umræðu um ummælin og
voru þau skilgreind sem hatursorð-
ræða. ragnhildur@mbl.is
Refsivert að kalla Múhameð níðing
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu gæti haft áhrif á frumvarp nefndar forsætisráðherra
Dómur Mannréttindadómstóllinn.
Sérhæfðir læknar, hjúkrunarfræð-
ingar og næringarfræðingar munu
fræða gesti og gangandi í Kringl-
unni í dag um hvernig hægt sé að
fyrirbyggja slag eða heilablóðfall.
Framtakið er á vegum Heilaheilla, í
tilefni af Alþjóðlega slagdeginum.
Rík áhersla er lögð á að almenn-
ingur þekki einkenni slags, en skjót
viðbrögð geta skipt sköpum hvað
varðar batalíkur eftir áfallið, að
sögn Þóris Steingrímssonar, for-
manns Heilaheilla.
„Við munum aðeins vera að
„trufla“ fólk og segja því hvaða
áhættuþættir geta valdið slagi. Þá
er ekki síst verið að tala um rétta
næringu.“ Aðalyfirskrift dagsins er
því: „Getum við gert eitthvað til
þess að koma í veg fyrir slag?“
Fyrir rúmu ári gáfu Heilaheill út
samnefnt app, sem hjálpar fórnar-
lömbum slags að kalla á bráðaað-
stoð. Appið er beintengt Neyðarlín-
unni og geta notendur tilkynnt slag
í gegnum það, án þess að hringja
símtal. Þá gæti það bjargað mörg-
um þar sem málstol er eitt ein-
kenna slags. Appið er byggt á
þremur aðaleinkennunum sem eru:
Sjóntruflun, lömun, andlitslömun og
glatað mál, en skammstöfun
orðanna er S.L.A.G. eða slag.
Framtakið hefur borið árangur og
hefur eflaust bjargað allt að helm-
ingi þeirra sem hafa notað það, að
sögn Þóris. Hann segir einnig að
miklar framfarir hafi orðið í með-
ferð sjúklinga sem fá blóðþurrðar-
slag.
„Núna í ár var hafið formlegt
verkferli innan Landspítalans að
framkvæma aðgerðir til að fjar-
lægja blóðsega úr heila heilablóð-
fallssjúklinga. Þessi aðferð á eftir
að bjarga mörgum vegna þess að
með henni er strax gripið inn í áður
en skaðinn er skeður,“ segir Þórir.
Reynt að koma
í veg fyrir slag
Slagdagurinn haldinn í Kringlunni í dag
Framfarir Sérfræðingar hafa tekið þátt í æfingum á nýja verklaginu að
undanförnu, þar sem strax er gripið inn í verði fólk vart við einkenni.