Morgunblaðið - 29.10.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Stýrðu birtunni heima hjá þér
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Eitt af því sem haldið er fram ítengslum við umræður um
kjarasamninga
er að ójöfnuður
hafi farið vax-
andi hér á landi.
Þessi fullyrðing
á svo að réttlæta
kröfur um
skattahækkun og áður óþekkta
hækkun lægstu launa.
Staðreyndin er sú að hækkunlægstu launa hefur verið
áhersluatriði í kjarasamningum á
liðnum árum og á sinn þátt í því, þó
að fleira komi til, að ójöfnuður hef-
ur alls ekki farið vaxandi hér á
landi.
Fullyrðingin um vaxandi ójöfnuðer einfaldlega röng.
Gini-stuðull, sem er mælikvarði áójöfnuð tekna sem Hagstofan
hér heima og sambærilegar stofn-
anir erlendis birta, sýnir að ójöfn-
uður tekna hefur minnkað en ekki
aukist á síðustu árum.
Það sem meira er, af ríkjum íEvrópu er ójöfnuðurinn
minnstur hér á landi.
Þegar á þetta er bent færa mennsig stundum yfir í eignirnar og
segja þær sýna vaxandi ójöfnuð.
Þetta er líka rangt því að ójöfnuður
eigna hefur farið minnkandi á síð-
ustu árum.
Og þegar Ísland er borið samanvið önnur ríki má sjá að ójöfn-
uður eigna er með allra minnsta
móti hér á landi.
Er ekki kominn tími til að þessarstaðreyndir verði hafðar til
hliðsjónar í umræðum um kjaramál?
Ójöfnuður er
lítill og minnkandi
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Árni Ísleifsson, hljóð-
færaleikari og tónlist-
arkennari, er látinn 91
árs að aldri. Árni fædd-
ist í Reykjavík 18. sept-
ember 1927. Foreldrar
hans voru Ísleifur
Árnason, hæstaréttar-
lögmaður í Reykjavík,
og Soffía Gísladóttir
Johnsen húsmóðir.
Árni ólst upp við Tún-
götu, Bergstaðastræti
og í Norðurmýri, og
var í sveit í Móbergi í
Langadal.
Hann brautskráðist
frá Verslunarskólanum 1946 og var í
einkatímum í píanóleik hjá Matthildi
Matthíasson, stundaði nám við Tón-
listarskólann í Reykjavík og síðar
Tónskóla þjóðkirkjunnar, og var
einnig í einkatímum í píanóleik hjá
Gísla Magnússyni og Rögnvaldi Sig-
urjónssyni. Seinna lauk hann kenn-
araprófi og tónmenntakennaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Árni bjó og starfaði lengi í Reykja-
vík en hann vann um langt skeið við
logsuðu hjá Ofnasmiðjunni í Reykja-
vík. Um árabil var Árni þekktur
hljóðfæraleikari og lék með ýmsum
danshljómsveitum Reykjavíkur.
Hann byrjaði árið 1945 sem píanisti
hjá fyrstu alíslensku
djasshljómsveitinni,
sem Björn R. Einars-
son stjórnaði. Hún lék
m.a. í Listamannaskál-
anum og Breiðfirð-
ingabúð. Eftir að hann
hætti í hljómsveitinni
lék hann með fjölda
hljómsveita, en flest-
um stjórnaði hann
sjálfur, auk þess að
semja og útsetja. Mörg
laga hans náðu miklum
vinsældum og léku
fremstu hljóðfæraleik-
arar landsins með
Árna og eru mörg þeirra verka varð-
veitt á hljómplötum. Árni var í
hljómsveit Svavars Gests um skeið,
var með hljómsveit á gamla Röðli á
sjötta áratugnum, í Þjóðleikhúsinu
og víðar. Hann flutti síðar til Egils-
staða og stundað tónlistarkennslu
við Tónlistarskólann frá 1977 til
1999, Þá vann hann við kóra og
stofnaði til Djasshátíðar Egilsstaða
árið 1988 og stjórnaði henni í nær
tvo áratugi.
Eiginkona Árna var Kristín Ax-
elsdóttir skrifstofumaður. Árni átti
tvö börn með Kristínu, Ísleif og
Ernu. Dætur Árna úr fyrra hjóna-
bandi eru Soffía og Una.
Andlát
Árni Ísleifsson
hljóðfæraleikari
Árleg ráðstefna Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, um afvopnun, eft-
irlit og takmörkun á útbreiðslu
gereyðingavopna hefst í dag en að
þessu sinni fer hún fram hér á
landi, í Reykjavík. Yfir eitt hundr-
að sérfræðingar og embættismenn
víðs vegar að úr heiminum sækja
ráðstefnuna en þetta er í 14. sinn
sem hún er haldin.
Fjölmiðlum gefst kostur á að
fylgjast með opnun ráðstefnunnar
en þar flytja meðal annars ávörp
Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra og Rose Gottemoeller,
aðstoðarframkvæmdastjóri Atl-
antshafsbandalagsins.
Á morgun fer fram málþing á
vegum Alþjóðamálastofnunar Há-
skóla Íslands í samstarfi við for-
sætisráðuneytið og utanríkisráðu-
neytið í tengslum við ráðstefnu
NATO. Verður þar fjallað um leið-
ir til að fækka gjöreyðingarvopn-
um og mikilvægi alþjóðasamstarfs
í því samhengi, líkt og segir í lýs-
ingu viðburðarins. Meðal ræðu-
manna er Beatrice Fihn, fram-
kvæmdastjóri ICAN, samtökum
gegn kjarnavopnum, en samtökin
hlutu friðarverðlaun Nóbels árið
2017. Máþingið hefst klukkan 14 á
morgun í fundarsal Þjóðminjasafns
Íslands.
Afvopnunarráðstefna NATO hefst í dag
Yfir hundrað erlendir sérfræðingar
og embættismenn sækja ráðstefnuna
Morgunblaðið/Eggert
Ráðstefna Rose Gottemoeller, að-
stoðarframkvæmdastjóri NATO.