Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
Í gær var íslensk-tékkneska tónlistarhátíðin Fullvalda í
100 ár haldin til að fagna 100 ára fullveldi beggja
ríkjanna, Íslands og Tékklands, sem bæði hlutu full-
veldi árið 1918.
„Það tókst mjög vel til, það var fjölmenni og liðið var
í góðum gír þannig að við erum mjög ánægð með
þetta,“ segir Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á
Íslandi, sem var viðstaddur hátíðina.
„Tékkar og Slóvakar halda þetta saman. Ég held að
það sé einfaldlega vegna þess að þjóðirnar tvær eru
enn svo samtengdar,“ segir Runólfur en vert er að
minnast á það að Tékkland og Slóvakía voru áður fyrr
eitt land, Tékkóslóvakía.
Hátíðin er samstarfsverkefni tónlistarhópanna
Camerarctica, Caput og blásaraoktettsins Hnúkaþeys.
Á hátíðinni var flutt íslensk og tékknesk tónlist, allt frá
klassíska tímabilinu til frumflutnings á glænýrri tón-
list. Á milli tónleika var svo flutt íslensk og tékknesk
þjóðlagatónlist í Hörpuhorni.
Markmið hátíðarinnar er að koma á framfæri tónlist
sem Íslendingar hafa fengið í arf og bera hana saman
við tékkneska tónlist byggða á fornum grunni.
Hvað tengsl Íslands og landanna tveggja varðar seg-
ir Runólfur þau vera sterk og að þau séu að styrkjast
enn frekar. Til að mynda leggi fjöldinn allur af Íslend-
ingum stund á læknanám í Slóvakíu og stefnt sé á að
byrja að kenna slóvakísku á menntaskólastigi í ein-
hverjum menntaskólum hérlendis.
Runólfur segir að í janúar muni fleiri tékkneskir og
slóvakískir listamenn koma til landsins og sýna listir
sínar. „Það kemur mjög fær ungur píanóleikari og
sömuleiðis gítarleikari sem er rosalega flinkur. Við
ætlum líka að reyna að fá einn frægasta söngvara Sló-
vakíu til landsins.“ ragnhildur@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Tónlist Á milli tónleika mátti hlýða á þjóðlagatónlist tékkneskra og íslenskra hljómsveita í Hörpuhorni.
Tveimur hundrað ára af-
mælum fagnað í Hörpu
Fjölmenni á íslensk-tékkneskri tónlistarhátíð
Morgunblaðið/Eggert
Kát Erika Halasova, Andrea Calkovska, Runólfur Odds-
son og Denisa Frelichova voru viðstödd íslensk-
tékknesku tónlistarhátíðina sem haldin var í Hörpu.
Í byrjun næsta árs er útlit fyrir að
fjórir gervigrasvellir verði í notkun í
Kópavogi. Vellirnir eru í Fagralundi,
inni og úti í Kórnum og innanhúss í
Fífunni. Vellirnir eru í Fagralundi,
inni og úti í Kórnum og innanhúss í
Fífunni og fimmti knattsyrnuvöllur-
inn, Kópavogsvöllur, á síðan að bæt-
ast við næsta vor ef allt gengur sam-
kvæmt áætlun.
Nú er unnið á þrennum vígstöðv-
um við framkvæmdir á þessu sviði.
Verið er að endurleggja gervigras á
völlinn í Fagralundi ásamt því að
setja hitalögn undir völlinn og á
þessum framkvæmdum að ljúka í
nóvember. Flóðljós eru þegar til
staðar í Fagralundi. Við Kórinn er
verið að ganga frá tengivirki og
grafa fyrir rafmagnslögnum, en hita-
lagnir hafa ekki verið tengdar. Völl-
urinn verður upplýstur og á flóðlýs-
ing að vera tilbúin um áramót.
Flóðlýsing á Kópavogsvelli er í
deiliskipulagsferli, en síðan er fram-
undan að reisa möstur fyrir ljós og
setja gervigras á völlinn í stað nátt-
úrulegs grass. Völlurinn var tekinn í
notkun 1970 og hitalagnir í gras-
sverðinum voru komnar á tíma þann-
ig að nýjar lagnir verða lagðar í stað
þeirra gömlu, samkvæmt upplýsing-
um Jóns Júlíussonar, deildarstjóra
íþróttadeildar hjá Kópavogsbæ.
Fimm fótboltavellir
verða með gervigrasi
Morgunblaðið/RAX
Kórinn Þar verða tveir gervigrasvellir fyrir knattspyrnumenn.