Morgunblaðið - 29.10.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
GLÆNÝJAR LÚÐUSNEIÐAR
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
SÍLDIN FRÁ
DJÚPAVOGI ER KOMIN
KLAUSTUR-BLEIKJA
GLÆNÝ LÍNUÝSA
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Kostnaður við að klóna gæludýr
hleypur á milljónum króna en fyrir-
tækið ViaGen Pets í Texas í Banda-
ríkjunum býður upp á hundaklónun
fyrir 50 þúsund Bandaríkjadali, um
sex milljónir íslenskra króna. Ólafur
Ragnar Grímsson, fyrrverandi for-
seti Íslands, greindi frá því í útvarps-
þættinum Morgunkaffinu á Rás 2 á
laugardag að Dorrit Moussaieff,
fyrrverandi forsetafrú, væri búin að
senda erfðaefni forsetahundsins
fyrrverandi, Sáms, til Texas í Banda-
ríkjunum þannig að hægt verði að
klóna hann þegar hann er allur.
„Sámur er orðinn nokkuð gamall,
hann er orðinn ellefu ára, þannig að
Dorrit ákvað að láta klóna hann,“
sagði Ólafur Ragnar.
Ekki alveg eins og Sámur
Arnar Pálsson, prófessor í lífupp-
lýsingafræði við Háskóla Íslands,
segir að með klónun sé búinn til nýr
einstaklingur með sömu erfða-
samsetningu og frumgerðin. Nýi ein-
staklingurinn hafi þannig sama
erfðaefni og frumgerðin, rétt eins og
eineggja tvíburar. Hann segir mjög
sérhæfðan tækjabúnað þurfa til
verksins og vel þjálfað starfsfólk.
„Þetta hefur verið gert við töluverð-
an fjölda dýra frá því að ærin Dollý
var klónuð,“ segir Arnar en Dollý
var klónuð árið 1996. Fyrsti hundur-
inn var klónaður í Suður-Kóreu árið
2005. Á fréttavef Time kemur fram
að suðurkóreska fyrirtækið Sooam
Biotech Research Foundation hafi
klónað að minnsta kosti 600 hunda
árin 2006 til 2015 en bandaríska
fyrirtækið ViaGen hafi klónað yfir
hundrað hunda og ketti frá 2016. Í
umfjöllun Time kemur fram að það
kosti 100 þúsund Bandaríkjadali að
klóna hund hjá suðurkóreska fyrir-
tækinu, eða um 12 milljónir króna.
Arnar segir að klónun sé fram-
kvæmd með því að fjarlægja kjarna
úr eggfrumu sem rennur saman við
líkamsfrumu. Ef eggið virkjast og
þroskun hefst getur ný lífvera vaxið,
en í tilfelli spendýra þarf að flytja
fósturvísinn í staðgöngumóður og
bíða meðgönguna, eftir fæðingu
klónsins. Hann segir ekki sjálfgefið
að klónun takist, en ferlið við klónun
á kindum, kúm, hundum og köttum
sé orðið tiltölulega slípað. „Þú þarft
nokkrar milljónir til að fara í þetta,
og það er ekki víst að þetta heppn-
ist,“ segir Arnar.
Það vakti töluverða athygli fyrr á
árinu þegar fréttir bárust af því að
söng- og leikkonan Barbra Streisand
hefði klónað tíkina Samönthu og
fengið tvo hunda sem hún nefndi
Miss Scarlet og Miss Violet. Arnar
segir að Barbra hafi lýst yfir undrun
sinni á því að hundarnir tveir væru
ekki eins, sérstaklega ekki persónu-
leikar þeirra. Arnar bendir á að klón-
ar verði ekki nákvæmlega eins, líkt
og að eineggja tvíburar eru ekki ná-
kvæmlega eins. Í svari á Vísinda-
vefnum segir Arnar: „Eiginleikar líf-
vera eru tilkomnir vegna gena,
umhverfis, samspils gena og um-
hverfis og líka tilviljana. Í fyrsta lagi
er erfðaefni tveggja einstaklinga,
jafnvel klóna eða eineggja tvíbura,
aldrei nákvæmlega eins. Við hverja
skiptingu líkamsfruma geta orðið
stökkbreytingar sem leiða til dæmis
til erfðafræðilegs munar á eineggja
tvíburum en einnig innan sama ein-
staklings,“ skrifar hann á Vísinda-
vefnum.
„Í öðru lagi er umhverfi tveggja
einstaklinga, jafnvel klóna eða ein-
eggja, aldrei nákvæmlega eins. Ann-
ar tvíburinn fékk tvo sleikjóa, hinn
var lengur í sólinni og brann, annar
veiktist af flensunni tveggja ára en
hinn ekki og svo framvegis. Milljónir
ólíkra umhverfisþátta móta þannig
klóna og engin leið er að tryggja að
tveir einstaklingar alist upp og
þroskist á nákvæmlega sama hátt.“
Sámur er úr Fljótshlíð
Ólafur Ragnar sagði í Morgun-
kaffinu að hann hefði aldrei verið
mikill hundamaður en áhuginn hefði
kviknað eftir ferð þeirra Dorritar,
ásamt dætrum og barnabörnum
Ólafs, um Suðurland þar sem þau
gistu m.a. í Fljótshlíð og kynntust
hundi á bóndabæ í grenndinni.
„Dorrit sá þessa tík sem var þarna
á sveitabænum og hændist mjög að
henni og áttaði sig á því að þetta
væri mjög sérstakur hundur,“ sagði
Ólafur og bætti við að hann hefði þá
ákveðið að útvega Dorrit hund. Úr
varð að hún eignaðist afkvæmi tíkar-
innar á bænum sem eftir bestu heim-
ildum Morgunblaðsins verður fyrsti
íslenski hundurinn til að verða klón-
aður.
Ekki öruggt að klónunin beri árangur
Dorrit Moussaieff ætlar að láta klóna forsetahundinn Sám Kostar ekki undir 6 milljónum króna
Búið að senda erfðaefnið út Sérhæfðan tækjabúnað þarf til verksins og vel þjálfað starfsfólk
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Vinir Dorrit Moussaieff ásamt forsetahundinum fyrrverandi, Sámi. Þau
Ólafur ætla að láta klóna Sám þegar hann er allur, en hann er nú ellefu ára.