Morgunblaðið - 29.10.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Funahöfða 7 | 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Kröfur samfélagsins tilíþróttafélaga og starfsþeirra aukast stöðugtog okkur er metnaðar-
mál að mæta þeim. Hér hjá KR
erum við sífellt að þróa félags-
starfið áfram, efla menntaða þjálf-
ara í starfi og setja ný viðmið sem
eru byggð á bestu þekkingu. Höf-
um þar byggt á viðmiðum sem ÍSÍ
hefur sett og það hefur nú skilað
okkur eftirsóknarverðri útnefn-
ingu,“ segir Stefán Arnarson,
íþróttafulltrúi KR.
Fulltrúar Íþrótta- og Ólymp-
íusambands Íslands afhentu í vik-
unni fulltrúum nokkurra deilda
KR viðurkenningu sem staðfestir
að þau séu Fyrirmyndarfélag, eins
og það er kallað. Þetta voru bad-
minton-, borðtennis-, handknatt-
leiks-, körfubolta-, knattspyrnu-
og skíðadeildir en á vettvangi
þeirra hefur verið skerpt á ýmsum
vinnubrögðum starfinu til fram-
dráttar.
Allir aldurshópar
„Starf KR er öflugt og um-
fangsmikið. Nú í haust koma um
700 manns á dag á æfingar hér í
Frostaskjóli. Hingað koma á
morgnana í íþróttaskóla 2-6 ára
börn úr tíu leikskólum hér í Vest-
urbænum í Reykjavík. Sex ára
fara krakkarnir svo að sækja al-
mennar æfingar í deildunum hjá
okkur en allt að 90% barna á aldr-
inum 10-12 ára hér í hverfinu taka
þátt í íþróttastarfi sem er alveg
frábært. Hlutfallið er óvíða
hærra,“ segir Stefán og heldur
áfram:
„Annars nær starfið til allra
aldurshópa og núna síðustu árin
hefur starf okkar með elsta ald-
urshópnum verið að eflast. Verk-
efnið Kraftur í KR er komið til að
vera, en hingað mætir reglulega
hópur í æfingar; göngur, styrktar-
þjálfun og fleira og stundum koma
líka sjúkraþjálfari og jógakennari.
Þannig reynum við að koma til
móts við sem flesta.“
Foreldrastarf
í föstum farvegi
ÍSÍ hleypti verkefninu Fyrir-
myndarfélag af stokkunum árið
2003 og hefur það verið í stöðugri
þróun síðan. Félög sem vilja fá
Alveg til fyrirmyndar
Viðmið eru sett. ÍSÍ útnefnir íþróttafélög sem eru til fyrirmyndar í starfsháttum og
áherslum. KR er öflugt félag með mörgum deildum og í starfi þeirra var öllum
steinum velt við. Fræðsla, forvarnir og jafnréttismál eru í deiglunni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
KR-ingar Jónas Kristinsson framkvæmdastjóri er til vinstri á myndinni og
við hlið hans Stefán Arnarson sem heldur utan um íþróttastarf félagsins.
Leikfélag Kópavogs frumsýnir tryllingsfarsann Tom, Dick og Harry eftir feðgana
Ray og Michael Cooney í þýðingu Harðar Sigurðarsonar 30. október næstkomandi.
Ray Cooney hefur verið ókrýndur konungur farsans um áraraðir og leikrit hans
þekkja allir. Með vífið í lúkunum, Úti að aka, Beint í æð og Nei, ráðherra, svo einhver
séu nefnd, hafa verið sett upp um allan heim á undanförnum áratugum.
Sonur hans, Michael Cooney, hefur getið sér orð sem handritshöfundur í Holly-
wood. Hann hefur einnig spreytt sig á leikritaskrifum. Í Tom, Dick og Harry taka þeir
feðgar höndum saman og útkoman er farsi af allra bestu gerð. Níu leikarar taka
þátt í sýningunni sem Hörður Sigurðarson leikstýrir. María Björt Ármannsdóttir sér
um leikmynd, búninga og leikmuni og Skúli Rúnar Hilmarsson lýsir. Sýnt er í Leik-
húsinu í Funalind 2.
Farsi frumsýndur í Funalind í Kópavogi
Tom, Dick og Harry á fjölunum
Agnes Hekla Árnadóttir og Högni
Freyr Kristínarson sem hafa veg og
vanda af sýningum á íslenska hest-
inum og gangtegundum hans. Þau
leggja áherslu á spennandi upplifun
áhorfenda þar sem þau sýna fjöl-
breytta hesta í einstakri ljósadýrð
með 40 metra skjá í bakgrunni með
lifandi náttúrmyndum, segir í tilkynn-
ingu.
Hestasýningarnar eru ætlaðar
ferðamönnum og öðrum þeim sem
hafa áhuga á að kynna sér íslenska
hestinn. Sýningar verða daglega
klukkan 17.15 en einnig verður hægt
að bóka sérstakar sýningar fyrir
stærri hópa.
Fákasel á Ingólfshvoli í Ölfusi hefur
verið opnað á ný en þar er glæsilegur
veitingastaður með nýjan fjöl-
breyttan matseðil. Daglega verður
boðið upp á stuttar hestasýningar í
reiðhöllinni. Að rekstri veitingastað-
arins standa þau Sindri Daði Rafns-
son og Íris Dröfn Kristjánsdóttir sem
áður ráku Sindrabakarí á Flúðum við
góðan orðstír. Þau hafa nú þegar
opnað veitingastaðinn sem tekur um
80 manns í sæti auk þess sem nýr og
glæsilegur 160 manna veislusalur
hefur verið tekinn í notkun fyrir
stærri hópa og einkasamkvæmi.
Í reiðhöllinni verða daglega 15 mín-
útna hestasýningar. Það eru þau
Sprett úr spori á Ingólfshvoli í Ölfusinu
Fákaselsfólk Glöð á góðri stundu og hestamennskan er skemmtilegt sport.
Opna aftur í Fákaseli