Morgunblaðið - 29.10.2018, Page 13

Morgunblaðið - 29.10.2018, Page 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirmyndir Frá vinstri talið Linda Hlín Þórðardóttir skíðadeild, Böðvar Guðjónsson körfubolti, Kristinn Kjærne- sted knattspyrna, Áslaug Guðlaugsdóttir frjálsar íþróttir, Reynir Guðmundsson Badminton, Borðtennis Aldís Lár- usdóttir borðtennis, Ella Rósa Guðmundsdóttir sund, Helgi Helgason handbolti, Árni Rúdólfsson keila, Gylfi Dal- mann formaður aðalstjórnar KR og Þráinn Hafsteinsson sem afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd ÍSÍ. þessa staðfestingu á starfi sínu þurfa þá að mæta ýmsum þeim kröfum og viðmiðum sem ÍSÍ set- ur. Þau fyrstu lúta að almennu fé- lagsstarfi; að það sé skv. skipuriti, markmiðasetning og siðareglur séu til staðar og að í stjórn eigi ungt fólk sinn áheyrnarfulltrúa. Af öðrum atriðum má nefna þá kröfu að þjálfarar hafi menntun og laun þeirra séu samræmd, for- eldrastarf sé í föstum farvegi og að fyrir liggi stefna í fræðslu- og forvarnamálum. Einnig að félagið sinni til jafns kröfu beggja kynja til íþróttaiðkunar. Viðurkenning fyrir hvert félag og deild gildir til fjögurra ára í senn en þá er komið að endurnýjun. Þetta er með öðr- um orðum sagt í áttina að því sem Stuðmenn sungu forðum um sam- band þeirra Stinna stuð og Hörpu Sjafnar „alveg til fyrirmyndar“! „Allt er þetta viðleitni til þess að gera íþróttastarfið betra og faglegra og þróunin er ótvírætt í þá átt. Nú eru 30-35% þeirra sem stunda íþróttir í landinu í fyrir- myndarfélögum ÍSÍ sem fjölgar jafnt og þétt,“ segir Viðar Sigur- jónsson, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Í þessu sambandi nefnir hann til að mynda Stjörnuna, KR, Ármann, Akureyrarfélögin Þór og KA, Ungmennafélag Selfoss, Gróttu og Völsung en innan vébanda þess fé- lags eru tíu deildir og starfið öfl- ugt. Staðall í starfi „Það er mikilvægt fyrir félag eins og KR að vera fyrirmyndar- félag ÍSÍ og standast þær gæða- kröfur sem ÍSÍ gerir til íþrótta- félaga, samfélagið gerir miklar kröfur til íþróttafélaga og það er mikilvægt að starfa eftir nokkurs konar gæðastaðli sem tekur til alls okkar starfs,“ segir Jónas Krist- insson framkvæmdastjóri KR. Bætir við að þessu tengist svo margvísleg uppbygging mann- virkja og aðstöðu KR-svæðinu sem elft geti starfið. Morgunblaðið/Hari Fótbolti Kröftugar KR-konur. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 Silica Renew getur grynnkað ör-hrukkur lagað húðskemmdir af völdum of mikils ss. geoSilica Renew er sink- og koparbætt, u tveggja eru lífsnauðsynleg steinefni sem uðlað að styrkingu nagla og hárs auk þess nka hárlos og klofna enda. Bætum heilsuna á með geoSilica. enew Fyrir húð, hár og neglur tituteofmineralresearch.org/mineral-elements www.geosilica.is 15% afsláttur af Renew 250 kr. af hverri sölu renna til Krabba- meinsfélagsins geo og sólarljó en hvor geta st að min innan fr R *http://ins GeoSilica kísilsteinefnið fæst í Heilsuhúsinu, öllum helstu apótekum, matvöruverslunum og í vefverslun geoSilica.is Íslenska kísilsteinefnið sem slegið hefur í gegn Næstkomandi fimmtudagskvöld, 1. nóvember kl. 19.30 verður opnuð í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgar- fjarðar sögusýning um Hvítárbrúna við Ferjukot. Hún var vígð þennan dag árið 1928 og þykir tilhlýðilegt að minnast tímamótanna, sem verður gert með veggspjaldasýningu. Á henni verður margvíslegur fróðleikur um ýmislegt tengt brúnni og bygg- ingu hennar á sínum tíma. Hvítá í Borgarfirði er með straum- harðari vatnsföllum á Íslandi og brú yfir hana á sínum tíma skipti sköpum í samgöngum, bæði innan héraðs í Borgarfirði og á leiðinni norður í land. Var brúin mikilvæg þjóðleið allt þar til núverandi Borgarfjarðarbrú var tekin í notkun fyrir um 40 árum. Hönnun og smíði brúar yfir Hvítá voru á sínum tíma afrek miðað við þá verktækni sem þá var til staðar og hún þykir með fallegri mannvirkjum landsins. Var á vettvangi Verkfræð- ingafélags Íslands á sínum tíma eitt af merkustu mannvirkjum 20. aldar- innar. Sýningarstjóri er Helgi Bjarnason frá Laugalandi í Stafholtstungum, blaðamaður á Morgunblaðinu. Heiður Hörn Hjartardóttir er hönnuður sýn- ingarinnar, sem er hluti af dagskrá Menningararfsárs Evrópu 2018 og unnin í samvinnu við Minjastofnun Ís- lands og Vegagerðina. Sýningin er styrkt af Kaupfélagi Borgfirðinga. Verkefnið er helgað minningu Þor- kels Fjeldsted, fyrrum bónda í Ferju- koti, sem lést árið 2014. Á opnunardegi verður stutt dag- skrá á neðri hæð Safnahúss og gest- um boðið að skoða sýninguna að því loknu. Sýningin stendur til 12. mars á næsta ári. Eitt af merkustu fallegustu mannvirkjum landsins Bogabrúin yfir Hvítá 90 ára og tímamóta minnst með sýningu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarfjörður Hvítárbrú setur sterkan svip á umhverfið og er enn í notkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.