Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 14
● Tæknirisinn Microsoft varð aftur á
föstudag næstverðmætasta hlutafélag
Bandaríkjanna, á eftir Apple, en Ama-
zon færðist niður í þriðja sætið. Stafar
þetta af því að ársfjórðungsuppgjör
Amazon olli fjárfestum vonbrigðum og
lækkaði markaðsverð félagsins um 7%
eða um það bil 65 milljarða dala. Jafn-
gildir sú upphæð nærri þrefaldri lands-
framleiðslu Íslands.
Hlutabréfaverð Microsoft hækkaði
aftur á móti um 4% síðastliðinn mið-
vikudag þegar í ljós kom að ársfjórð-
ungsframmistaða fyrirtækisins var
betri en vænst hafði verið.
Að sögn Reuters hefur verð hluta-
bréfa Amazon hækkað um u.þ.b. 40%
frá ársbyrjun en Microsoft hefur bætt
við sig 25% á sama tíma. ai@mbl.is
Amazon orðið minna
virði en Microsoft
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Rauðager
ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Kæli- &
frystiklefar
og allt tilheyrandiHurðirHillur
Strimlahurðir
Kæli- & frysti-
kerfi
Blásarar &
eimsvalar
Læsingar, lamir,
öryggiskerfi ofl.
Áratuga reynsla og þekking
29. október 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.36 120.94 120.65
Sterlingspund 153.95 154.69 154.32
Kanadadalur 91.53 92.07 91.8
Dönsk króna 18.295 18.403 18.349
Norsk króna 14.349 14.433 14.391
Sænsk króna 13.112 13.188 13.15
Svissn. franki 120.2 120.88 120.54
Japanskt jen 1.0746 1.0808 1.0777
SDR 166.48 167.48 166.98
Evra 136.52 137.28 136.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.8647
Hrávöruverð
Gull 1236.05 ($/únsa)
Ál 1980.0 ($/tonn) LME
Hráolía 76.6 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
STUTT
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Mikill munur er á kynjahlutföllum
stjórna í þeim Evrópulöndum þar
sem kynjakvótar hafa verið gerðir
að skyldu og í hinum þar sem hefur
verið látið nægja að beina tilmælum
til fyrirtækja um að hafa hlut
kynjanna sem jafnastan. „Þar sem
valkvætt er að huga að kynjahlut-
föllum stjórnarmeðlima má reikna
með að hlutfall kvenna í stjórnum
sé um helmingi lægra en þar sem
lagaleg skylda er að hafa ákveðið
lágmarkshlutfall karla og kvenna,“
segir Caroline Zegers, meðeigandi
hjá Deloitte í Hollandi.
Caroline er væntanleg til Íslands
til að flytja erindi á ráðstefnunni
„Rétt‘upp hönd“ sem Jafnvægisvog
FKA efnir til á Hilton Reykjavik
Nordica 31. október næstkomandi.
Í erindi sínu mun Caroline fara
yfir þróunina í Evrópu og ræða
áhrif kynjakvóta. Hún bendir á að á
undanförnum árum hafi nokkrar
Evrópuþjóðir skyldað skráð félög
til að innleiða kynjakvóta í stjórn-
um. Í Frakklandi og Noregi gildir
t.d. 40% regla en þriðjungsregla í
Belgíu og Ítalíu og hefur afleiðingin
verið sú að konum hefur fjölgað
hratt í stjórnum fyrirtækja á þess-
um stöðum. Sitja konur núna í
22,6% sæta í stjórnum evrópskra
fyrirtækja á meðan hlutfallið er
ekki nema 15% á heimsvísu.
Breytt menning og vinnubrögð
Að sögn Caroline er of skammur
tími liðinn til að fullyrða megi um
hvaða áhrif nýju kynjakvótarnir
kunna að hafa haft en eldri rann-
sóknir sýni afdráttarlaust að fyr-
irtæki með einsleitari stjórnir
standa alla jafna verr að vígi en hin
sem hafa fjölbreyttari hóp fólks í
stjórn. „Það sem virðist gerast er
að fleiri sjónarmið eru tekin til
skoðunar við ákvarðanatöku og
minni hætta á að stjórnarmeðlimir
þrói með sér rörsýn á reksturinn.
Það er samt ekki nóg að hafa t.d.
bara eina konu í stjórn með fimm
eða fimmtán karlmönnum heldur
virðist hlutfallið þurfa að vera að
lágmarki 30% til að megi fara að sjá
breytingu á menningu og vinnu-
brögðum stjórna,“ útskýrir Car-
oline.
Hitt virðist óhætt að fullyrða að
mörg þau vandamál sem sumir ótt-
uðust að kynjakvótar myndu hafa í
för með sér urðu ekki að veruleika.
„Fyrirtæki áttu t.d. ekki í vandræð-
um með að finna konur sem voru
nógu hæfar og reyndar til að sitja í
stjórnum og leysa skyldur sínar vel
af hendi.“
Skoði fjölbreytni
eftir fleiri ásum
Aðspurð segir Caroline að vert sé
að skoða hvort gera megi stjórnir
fjölbreyttari á fleiri vegu en eftir
kynja-ásnum. „Ef við myndum
skoða samsetningu dæmigerðrar
stjórnar eru karlmenn ekki bara í
meirihluta, heldur karlar með til-
tekinn samfélagslegan og faglegan
bakgrunn, og á tilteknum aldri.
Rétt eins og það er til þess fallið að
styrkja fyrirtæki að fá sjónarmið
kvenna að borðinu gæti verið eft-
irsóknarvert að auka líka fjöl-
breytnina á stjórnarfundum með
meðlimum sem eru t.d. á ólíkum
aldri, með ólíkan uppruna og af
ólíkum kynþáttum.“
Fjölbreytni aftrar rörsýn
Jafnari Caroline Zegers hjá Deloitte í Hollandi segir það m.a. ekki hafa gerst, sem sumir höfðu spáð, að vegna
kvótareglna myndu fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að finna nógu margar hæfar konur til að taka sæti í stjórnum.
Breytingar
» Sum lönd Evrópu gera kröfu
um 40% eða 1⁄3 kynjakvóta í
stjórnum.
» Rannsóknir benda til að ár-
angur fyrirtækja með fjöl-
breyttari samsetningu stjórn-
armeðlima standi betur að vígi.
» Fjölbreytnin á að draga fram
fleiri sjónarmið við ákvarðana-
töku.
Mikill munur er á samsetningu stjórna þar sem kynjakvótar hafa verið leiddir í
lög Vert er að huga líka að fjölbreytni stjórnarfólks m.t.t. aldurs, bakgrunns o.fl.
Norski olíusjóðurinn hefur gefið út
skrifleg tilmæli sem skerpa á þeirri
stefnu sjóðsins að þau fyrirtæki
sem sjóðurinn fjárfestir í láti ekki
sömu manneskj-
una gegna hlut-
verki stjórnarfor-
manns og
forstjóra.
„Við teljum að
skýr aðgreining á
hlutverkum og
skyldum sé nauð-
synleg til að
sinna megi um-
sjón og stjórnun
á skilvirkan hátt.
Á þetta m.a. sérstaklega við um eft-
irlit með frammistöðu stjórnenda og
ákvarðanir um launapakka forstjóra
og æðstu yfirmanna,“ segir í yf-
irlýsingu sjóðsins.
Að sögn FT á Norski olíusjóð-
urinn að meðaltali 1,4% hlut í öllum
skráðum hlutafélögum í heiminum
og getur beitt fyrirtæki töluverðum
þrýstingi í krafti stærðar sinnar. Er
það ekki síst í Bandaríkjunum að al-
gengt er að forstjórar séu einnig
formenn stjórna og á það t.d. við
um Amazon, Bank of America og
Morgan Stanley.
Sjóðurinn mælist jafnframt til
þess að almennir stjórnarmeðlimir
sitji ekki í stjórnum fleiri en fimm
félaga og að stjórnarformenn láti
sér nægja að gegna formennsku hjá
einu félagi. Leggur sjóðurinn líka til
að félög haldi skrár um fundarsókn
stjórnarmeðlima og að gefnar séu
skýringar á öllum fjarvistum.
Yngve Slyngstad, forstjóri olíu-
sjóðsins, segir tilmælin með þeim
mikilvægustu sem sjóðurinn hefur
samið og að starf stjórnarmeðlima
sé mun meira krefjandi í dag en það
var fyrir 10 eða 20 árum.
ai@mbl.is
AFP
Agi Mörg bandarísk félög sameina
starf forstjóra og stjórnarformanns.
Olíusjóðurinn vill
bæta stjórnarhætti
Skýrari aðgreining
verði á hlutverkum og
skyldum stjórnenda
Yngve
Slyngstad