Morgunblaðið - 29.10.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.10.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is M.BENZ C 180 CDI AVANTGARDE nýskr. 02/2011, ekinn 199 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. TILBOÐ 2.190.000 kr. Raðnúmer 258355 HYUNDAI I30 CLASSIC nýskr. 05/2017, ekinn 57 Þ.km, bensín, 6 gíra. TILBOÐ 1.790.000 kr. Raðnúmer 258552 ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI M.BENZ E 350 E PLUG IN HYBRID AVANTGARDE nýskr. 06/2017, ekinn 5 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur (9 gíra). MJÖG MIKIÐ AF AUKAHLUTUM! TILBOÐ 6.790.000 kr. Raðnr.258551 HYUNDAI I10 COMFORT nýskr. 05/2016, ekinn 63 Þ.km, bensín, 5 gíra. Verð 1.150.000 kr. Raðnúmer 258628 CITROEN C3 AIRCROSS SHINE nýskr. 04/2018, ekinn 26 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.950.000 kr. Raðnúmer 380160 Bílafjármögnun Landsbankans Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ellefu manns létust í skotárás í Pitt- sburgh í Bandaríkjunum á laugar- daginn þegar maður hóf skothríð í bænahúsi gyðinga. Hinn 46 ára Ro- bert Bowers hefur verið handtekinn og ákærður fyrir verknaðinn en samkvæmt AFP-fréttaveitunni öskraði Bowers „allir gyðingar þurfa að deyja“ á meðan á árásinni stóð. Hefur Bowers verið ákærður fyrir ellefu morð og 18 önnur brot, meðal annars hatursglæp og gæti hann átt yfir höfði sér dauðarefsingu að sögn saksóknara. Árásin er sú mann- skæðasta sem beint er gegn gyðing- um á síðustu áratugum í Bandaríkj- unum. Skiptist á skotum við lögreglu Sex aðrir, þar af fjórir lögreglu- menn, særðust í árás mannsins á bænahúsið. Bowers var vopnaður vélbyssu og þremur skammbyssum. Sérsveit lögreglu mætti á vettvang um 20 mínútum eftir að fyrst var til- kynnt um árásina og var Bowers þá á leið út úr bænahúsinu. Endaði það með umsátri þar sem Bowers og lög- reglan skiptust á skotum. Gafst hann upp nokkru síðar og var fluttur á sjúkrahús, en talið er að hann hafi hlotið nokkur skotsár. Bowers vann sem vörubílstjóri samkvæmt fjöl- miðlum vestanhafs og var virkur á samfélagsmiðlinum Gab sem er vin- sæll meðal öfgamanna. Miðlinum er lýst sem samfélagsmiðli sem ritskoði ekkert efni. Skrifaði hann færslu á vefinn nokkrum klukkutímum áður en árásin átti sér stað þar sem hann sagðist ekki geta lengur setið hjá á meðan „fólkinu hans“ væri slátrað. Hafði hann meðal annars skrifað margar færslur þar sem tengdust gyðingahatri og endurbirt færslur þar sem gyðingum var sagt að yf- irgefa landið. Skrifaði hann meðal annars að gyðingar væru börn Sat- ans. Bill Peduto, borgarstjóri Pitt- sburgh, sagði í gær að Bandaríkin þyrftu að skoða það hvernig ætti að koma í veg fyrir að þeir sem hefðu tjáð slík hatursfull ummæli kæmust yfir skotvopn. Trump fer til Pittsburgh Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt árásina óhugnanlegt fjöldamorð og ætlar hann að heim- sækja Pittsburgh. Þá hefur hann gefið út skipun þess efnis að flaggað verði í hálfa stöng á opinberum byggingum til 31. október. Á kosn- ingaviðburði seinnipart laugardags sagði Trump að ekki væri hægt að líta framhjá auknu hatri á gyðingum og að gyðingahatur yrði ekki liðið. Fyrr um daginn sagði hann ekki þörf á að herða skotvopnalöggjöf landsins heldur taldi hann rétt að koma fyrir vörðum fyrir utan trúar- leg samkomuhús. Jonathan Greenblatt, fram- kvæmdastjóri Anti-Defamation League, samtaka gyðinga í Banda- ríkjunum, segir í samtali við frétta- stofu ABC að ofbeldi og áreitni gegn gyðingum hafi aukist um 57% á síð- asta ári. Hann segir félagsmenn samtakanna slegna eftir árásina en því miður séu þeir ekki hissa. Örygg- isgæsla í kringum bænahús gyðinga í New York og Washington var auk- in um helgina. Skotárás í bænahúsi  11 látnir og 6 særðir eftir skotárás í bænahúsi í Bandaríkjunum  Mannskæð- asta árás gegn gyðingum í áratugi  Gyðingahatur verður ekki liðið, segir Trump AFP Bænahús Fjöldi fólks hefur lagt blóm fyrir utan bænahúsið í Pittsburgh til að sýna samstöðu með þeim sem létust. Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro, verður að öllum líkindum næsti forseti Brasilíu en forsetakosn- ingar fóru fram í landinu í gær. Valið stóð á milli Bolsonaro og Fernando Had- dad, frambjóðanda Verkamanna- flokksins. Samkvæmt útgönguspám nær Bolsonaro kjöri. Í fyrri umferð kosninganna fyrir þremur vikum fékk Bolsonaro 46% atkvæða og Haddad 29%. Langflestar skoðana- kannanir bentu einnig til þess að Bolsonaro yrði forseti þessa stærsta ríkis Suður-Ameríku og 8. stærsta efnahagskerfis heims. Að kjósa í Brasilíu er skylda og eru 147 milljón manns á kjörskrá. Sagður brasilíski Trump Bolsonaro hefur verið lýst sem „brasilíska Trump.“ Hann hefur tjáð umdeildar skoðanir á kynja- jafnrétti, samkynhneigðum, inn- flytjendum og fátækum. Hann hef- ur verið þingmaður frá því 1991 og hefur bakgrunn í herþjónustu. Góður árangur hans er eignaður öflugri herferð á samfélagsmiðlum, meðal annars í gegnum Facebook og WhatsApp. Þá hefur Bolsonaro lofað skilvirkum lausnum á gríðar- hárri morðtíðni í Brasilíu og bágri efnahagsstöðu landsins. mhj@mbl.is Bolsonaro næsti forseti Brasilíu  Lofar skilvirkum lausnum á morðtíðni Jair Bolsonaro Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kristilegir demókratar (CDU), flokk- ur Angelu Merkel Þýskalandskansl- ara, misstu mikið fylgi í kosningum í Hessen í Þýskalandi í gær. Sam- kvæmt útgönguspám í Hessentapar CDU 10% fylgi og fer fylgi flokksins úr 38,3% í 28%. Niðurstaða kosninganna setur stöðu vinstri hægri-bandalagsins í óvissu þar sem Sósíaldemókratar misstu einnig um 11% fylgi. Frétta- veitan AFP greinir frá því að ákvörð- un Merkel um að hleypa milljón inn- flytjendum inn til Þýskalands árið 2015 hafi aukið andstöðu Þjóðverja gegn innflytjendum. Þjóðernisflokk- urinn Alternative für Deutschland er nú með þingmenn í öllum 16 ríkjum Þýskalands og fékk flokkurinn 12% fylgi í kosn- ingunum í Hessen í gær. Þrátt fyrir að Þýskaland hafi hert innflytjenda- löggjöf sína á síð- ustu árum hefur það ekki náð að stöðva fylgistap CDU til þjóðernis- flokksins. Óvissa ríkir um hvort ríkis- stjórnarsamstarfið mun halda og þá hvort blásið verður til kosninga að nýju í Þýskalandi. Þá tvöfaldaði Græningjaflokkurinn í Hessen fylgi sitt frá kosningunum 2013 og hlaut 20% fylgi. Flokkur Merkel tapar miklu fylgi í Þýskalandi  Staða ríkisstjórnarflokkanna veikist Angela Merkel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.