Morgunblaðið - 29.10.2018, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÍþættinumÞingvöllum áK100 var í
gær rætt um
kjaramál og ýmis-
legt þeim tengt. Umræðan
barst að þeim hástemmdu
kröfum sem heyrst hafa frá
verkalýðshreyfingunni og
augljóst var að Þröstur Ólafs-
son, hagfræðingur og fyrrver-
andi framkvæmdastjóri
verkamannafélagsins Dags-
brúnar, og Eyjólfur Árni
Rafnsson, formaður Samtaka
atvinnulífsins, höfðu áhyggjur
af að ekki væri grundvöllur
fyrir slíkum kröfum og að
þeim myndi fylgja leiðrétting
í gegnum lækkun krónunnar
og verðbólgu.
Sú leið er þekkt frá fyrri tíð
og þeir sem muna aftur fyrir
síðustu samningalotur, eins
og þeir Þröstur og Eyjólfur
Árni gera, skynja þá hættu
sem er á ferðum og þær af-
leiðingar sem það hefur þegar
samið er umfram það sem at-
vinnulífið stendur undir.
Launamenn og landsmenn
allir hafa verið mjög lánsamir
á nýliðnum árum. Gerðir hafa
verið kjarasamningar sem við
hefðbundnar aðstæður hefðu
stuðlað að verðbólgu, en að-
stæður, einkum ytri að-
stæður, komu í veg fyrir slíkt
og tryggðu áður óþekktan
kaupmáttarbata.
Nú láta sumir
eins og það lán
sem lék við þjóð-
ina á undan-
förnum árum þýði að lögmál
efnahagslífsins hafi verið tek-
in úr sambandi og að hægt sé
að semja um hvað sem er í
komandi kjarasamningum án
þess að það hafi afleiðingar í
efnahagslífinu.
Þó vita allir, líka þeir sem
þannig tala til að slá keilur í
ákveðnum hópum innan eigin
stéttarfélaga, að efnahagslífið
lýtur sömu lögmálum og fyrr.
Knýi verkalýðshreyfingin
fram samninga sem eru um-
fram það sem atvinnulífið þol-
ir – og staðreyndin er sú að
atvinnulífið er nú þegar við
þolmörkin – þá tapast kjara-
bæturnar í gegnum hækkandi
verðlag og þá kaupmáttar-
rýrnun sem slíkri þróun
fylgir. Því til viðbótar dregur
úr hagvexti og lán almennings
hækka, þannig að þegar upp
er staðið verður tap launþega
mikið.
En það er gott tækifæri nú
til að semja af hófsemd, verja
kaupmáttinn og stuðla að
áframhaldandi hagvexti og
lífskjarabata til framtíðar.
Það er sú leið sem mun duga
best, ekki skammsýni og koll-
steypur.
Atvinnulífið er þegar
við þolmörkin}Lögmálin gilda enn
Þróun veiði-gjalda hefur
verið ískyggileg á
síðustu árum og
fjárhæð þeirra er
orðin sligandi,
einkum fyrir
minni og meðal-
stórar útgerðir. Í Við-
skiptamogganum var í gær
sagt frá því að veiðigjöldin á
Vestfjörðum hafa ríflega þre-
faldast á milli ára, en á sama
tíma hefur afkoma útgerðanna
fyrir vestan dregist saman um
80%. „Þetta hefur sérstaklega
slæm áhrif á útgerðir sem ein-
göngu mega stunda króka-
veiðar, en rekstrargrundvöll-
ur þeirra er annar en þeirra
útgerða sem stunda t.a.m. tog-
veiðar,“ segir í umsögn Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga
um nýtt frumvarp til breyt-
inga á lögum um veiðigjöld.
Þar er einnig bent á að óum-
deilt sé „að sjávarútvegur er
burðarásinn í flestum sam-
félögum á Vestfjörðum. Áhrif
stóraukinna veiðigjalda eru
augljós og munu leiða til
fækkunar starfa, minni veltu
og samdráttar í atvinnulífinu
á Vestfjörðum.“
200 mílur ræddu
við Aðalstein Ósk-
arsson, sviðsstjóra
byggðasviðs Vest-
fjarðastofu, sem
segir gott árferði
fyrir tveimur ár-
um koma mjög
harkalega niður á fyrir-
tækjum í ár: „Þó svo að í ein-
hverjum draumaheimi eigi
menn að búa í haginn, þá hafa
þeir um leið lent í því að gengi
krónu hefur hækkað mjög,
ásamt því að erfiðleikar hafa
verið á mörkuðum erlendis, og
ekki síst hefur kostnaður og
laun þar með talin hækkað
mikið. Þessar breytingar hafa
í raun étið upp það sem menn
reyndu að halda til hliðar.“
Sú staða sem þarna er lýst
er grafalvarleg fyrir Vestfirði
en á vitaskuld við miklu víðar
þó að ranglæti veiðigjaldanna
komi misjafnlega illa við ein-
stök byggðarlög eða fyrir-
tæki. Nauðsynlegt er í þeim
breytingum á veiðigjöldum
sem nú eru til umræðu að
þessi byggðaskattur verði
lækkaður verulega áður en
hann veldur meira tjóni en
orðið er.
Veiðigjöld á Vest-
fjörðum hafa marg-
faldast þrátt fyrir
hrun í afkomu
fyrirtækjanna}
Skatturinn þrefaldaður
T
raust á stjórnmálum hefur verið í
sögulegu lágmarki síðastliðinn
áratug. Traust verður ekki endur-
unnið á einni nóttu heldur gerist
það með þrotlausri vinnu þeirra
sem starfa á vettvangi stjórnmála.
Síðasta vika jók ekki traustið. Þá féllu tveir
dómar vegna ólögmætra ákvarðana Sigríðar
Á. Andersen dómsmálaráðherra. Viðbrögð
hennar og flokkssystkina hennar voru að
drepa alvarleika málsins á dreif, afvegaleiða
umræðuna, bera saman ólíka þætti og á köfl-
um fara með ósannindi til varnar ólögmætum
gjörðum hennar. Það var ekki verið að dæma
dómsmálaráðherra sem fyrirsvarsmann vegna
ákvarðana undirstofnana heldur var verið að
dæma íslenska ríkið bótaskylt vegna beinna
aðgerða Sigríðar. Viðbrögðin minnka enn
traust á stjórnmálum. Sigríður ætlar enga ábyrgð að bera
né gerir flokkur hennar eða samstarfsflokkar í ríkisstjórn
kröfu um það. Vera VG og Framsóknarflokks í ríkisstjórn
skiptir þau meira máli en ábyrgð ráðherra og heiðarleiki.
Einnig birtust nýjar upplýsingar um fjármálagerninga
Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra eftir að hann
tók sæti á Alþingi og fram að hruni haustið 2008. Í heilt ár
hefur lögbann hvílt á upplýsingagjöf um aðkomu hans en
nú loksins birtust þær almenningi. Fyrir ári sagði Bjarni
engar nýjar upplýsingar vera í ítarlegri umfjöllun Stund-
arinnar, The Guardian og Reykjavík Media um fjármála-
gerninga hans og fjölskyldu hans í aðdraganda hrunsins.
Það sama segir hann í dag. Þetta er rangt því
nú fáum við að sjá svart á hvítu að þvert á orð
hans kom hann ítrekað fram fyrir hönd fjöl-
skyldunnar í fjármálagerningum þeirra löngu
eftir að hann settist á þing og fram að hruni að
minnsta kosti. Þær upplýsingar sem hann
hafði, umfram almenning, gerðu það að verk-
um að hann og fjölskylda hans seldu hlutabréf
sín fyrir hátt í þrjú þúsund milljónir í aðdrag-
anda falls bankanna. Hann sjálfur seldi hluti
að verðmæti 50 milljónir króna í sjóði 9 síð-
ustu dagana fyrir fall Glitnis en hafði áður
neitað því. Seinna bar hann við að ástæða
ósannindanna væri sú að það væri svo langt
um liðið að hann hefði bara gleymt því, enda
má segja að 50 milljónir séu ekki há fjárhæð
miðað við þrjú þúsund milljóna sölu fjölskyld-
unnar. Þá kemur einnig fram í nýrri umfjöllun
að Bjarni var í beinu sambandi við yfirstjórn bankans fyr-
ir hönd fjárfestingafélags fjölskyldunnar, sem meðal ann-
ars átti stóran hlut í bankanum, árum saman eftir að hann
tók sæti á Alþingi. Sjálfur hefur hann neitað því. Er þá
ekki minnst hér á umfjöllun um eignir í skattaskjólum og
Vafningsmálið.
Traust verður ekki endurreist nema með heiðarleika
og ábyrgð. Ef við viljum endurreisa virðingu Alþingis og
traust á stjórnmálum er bara ein leið fær. Katrín Jak-
obsdóttir verður að marka leiðina. Helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Traust fæst með heiðarleika og ábyrgð
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fjölmargar umsagnir hafaborist um frumvarp tilnýrra laga um manna-nöfn. Frumvarpið er nú
endurflutt með lítilsháttar breyt-
ingum, en fyrsti flutningsmaður er
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður
Viðreisnar og fv. ráðherra.
Mjög skiptar skoðanir hafa ver-
ið um frumvarpið. Þar er m.a. lagt til
að mannanafnanefnd verði lögð nið-
ur og fólk hafi rétt til að velja sér
nafn sjálft. Deilt er um hvort breyt-
ingarnar hafi slæm áhrif á íslenska
tungu og einnig eru uppi áhyggjur af
því að börn geti fengið nöfn sem
valdi þeim ama.
Eftirlit talið nauðsynlegt
Umboðsmaður barna fagnar því
að frumvarpið feli í sér aukinn sjálfs-
ákvörðunarrétt barna þegar kemur
að nafngiftum, en breyting á nafni
barns undir 18 ára aldri er háð því
skilyrði að barnið samþykki hana,
hafi það náð aldri og þroska til að
taka afstöðu til hennar.
Umboðsmaður barna ítrekar
jafnframt nauðsyn þess að ákveðið
eftirlit verði með nafngiftum barna.
Í frumvarpinu sé engum opinberum
aðila falið það vald. Samkvæmt
frumvarpinu er Þjóðskrá gert skylt
að skrá öll nöfn sem henni berast.
„Það að bera nafn sem er barni
til ama getur haft í för með sér mikla
vanlíðan og neikvæð áhrif á sjálfs-
mynd þess,“ segir í umsögn umboðs-
manns, sem vill að horft verði til
reynslu Svía, en þar þurfa foreldrar
að sækja um skráningu á eiginnafni
barns hjá Skatteverket, sem svipar
til Þjóðskrár hér á landi. Hefur sú
stofnun heimild til að synja skrán-
ingu ef nafnið er talið líklegt til að
vekja hneykslan eða valda barninu
óþægindum og vanlíðan.
Svipuð sjónarmið koma fram í
umsögn Barnaverndarstofu, sem
telur mikilvægt að hægt verði að
stöðva nafngiftir sem geta valdið
börnum sálrænu og líkamlegu tjóni.
Þá bendir Lára Magnúsardóttir
sagnfræðingur á í sinni umsögn að
hagsmunir barna séu fyrir borð
bornir í frumvarpinu. Enginn gaum-
ur sé heldur gefinn að ráðgefandi
hlutverki aðila á borð við trúfélög og
mannanafnanefnd. Í stað þeirra geri
höfundar frumvarpsins ráð fyrir að
sækja megi foreldra til saka sam-
kvæmt barnalögum fyrir ofbeldi og
vanvirðandi háttsemi eftir að hafa
skráð í Þjóðskrá nöfn sem verði
börnum þeirra til ama.
„Við blasir að slíkt fyrirkomu-
lag er órökrétt og stenst engin lög,
en jafnframt að engir möguleikar
yrðu eftir til að verja börn fyrir
ónefnum ef frumvarpið yrði sam-
þykkt,“ segir Lára í sinni umsögn.
Íslenskufræðingar ósammála
Núverandi og fyrrverandi
fulltrúar í mannanafnanefnd hafa
skilað inn umsögnum þar sem gerð-
ar eru fjölmargar athugasemdir við
frumvarpið. Þá eru skiptar skoðanir
meðal íslenskufræðinga.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófess-
or emiritus í íslenskri málfræði, ótt-
ast ekki að íslenskri tungu stafi
hætta af breytingum. Erlend
mannanöfn eigi nú þegar greiða leið
inn í málið og ekki hafi verið sýnt
fram á að þau hafi valdið mál-
spjöllum. „Fyrirliggjandi frumvarp
er veruleg réttarbót og afnemur þá
mismunun sem felst í gildandi lögum
og er í raun mannréttindabrot,“ seg-
ir Eiríkur.
Ármann Jakobsson, prófessor í
íslenskum bókmenntum, segir frum-
varpið grundvallað á rangri for-
sendu, þeirri að hinn frjálslyndi andi
komi best fram í því að láta íslensk-
una lönd og leið og minnist þannig
hvergi á tungumálið í lögum sem
snúist þó um tungumálið. Hvetur
Ármann Alþingi til að veita málinu
ekki brautargengi. Frekar skuli end-
urskoða núverandi mannanafnalög
með tilliti til ýmissa sjónarmiða sem
fram komi í frumvarpinu.
Telja mikilvægt að
geta stöðvað nafngiftir
Morgunblaðið/Golli
Mannanöfn Nái frumvarp Þorsteins Víglundssonar fram að ganga verð-
ur nafngiftum gefinn laus taumur, t.d. fengi karlmaður að heita Sigríður.
Samkvæmt frumvarpi Þor-
steins og fimm annarra þing-
manna á að leggja niður
ákvæði gildandi laga um tak-
mörkun á fjölda nafna sem
einstaklingur getur borið í
þjóðskrá.
Í umsögn sinni telur Þjóð-
skrá Íslands nauðsynlegt að
tryggja heimild til að geta
áfram skráð og miðlað styttri
ritun nafna, þar sem ljóst sé
að tölvukerfi sem vinna með
nöfn fólks geti ekki borið
óendanlegan fjölda stafbila.
Kerfi Þjóðskrár voru upp-
færð fyrir nokkrum árum, til
að geta skráð fullt nafn ein-
staklinga án takmörkunar á
stafbilum. Var stafbilum fjölg-
að úr 31 í 44. Bendir Þjóðskrá
á að tölvukerfi margra annarra
stofnana sé enn miðað við 31
stafbil. Vegabréfin, sem Þjóð-
skrá gefur út, bera að hámarki
38 stafbil.
Þannig væri hægt að skrá í
þjóðskrá nafnið Guðmundur
Sigurður Jóhannes Metúsal-
emsson. Væri Þór bætt við
myndi tölvukerfi Þjóðskrár ekki
ráða við það, eða 45 stafbil.
Pláss fyrir
44 stafbil
LENGD NAFNA Í ÞJÓÐSKRÁ