Morgunblaðið - 29.10.2018, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Líf og fjör Tíkin Steina naut þess að fara út að ganga í Grafarholtinu með Emmu Karen, Unni Maríu og Elvari Bjarka, sem hoppaði upp á hárréttu augnabliki fyrir ljósmyndarann.
Eggert
Ekki má í nafni
upplýsingasamfélags-
ins opna úti í bæ skrár
með upplýsingum sem
ganga nálægt almenn-
ingi án frekari mála-
lenginga. Nútíminn
veitir margs konar
persónuvernd og setur
rafrænni vinnslu per-
sónugreinanlegra upp-
lýsinga skilyrði. Þótt
fjárhagsupplýsingar
séu ekki viðkvæmar persónu-
upplýsingar í skilningi persónu-
verndarlaganna er rafræn vinnsla
skattaupplýsinga engu að síður svo
viðkvæm að skýrar lagaheimildir
þurfa að vera fyrir hendi. Þá er
hún leyfisskyld og háð ýmsum skil-
yrðum.
Sjónarmið takast á
Opinberir aðilar þurfa að mæta
andstæðum sjónarmiðum almanna-
hagsmuna og persónuverndar í
þessum málum með ótvíræðum
hætti þannig að ekki ríki lagaleg
óvissa um umdeildar aðgerðir. Þá
þyrfti að sætta sjónarmið eftir því
sem hægt er.
Ef opnun persónugreinanlegra
gagna um fjármál er gerð með rétt-
mætum sjónarmiðum getur það
verið í takt við vilja nýrra persónu-
verndarlaga, t.d. um gagnvirka
upplýsingagjöf, og
laga um endurnot op-
inberra upplýsinga en
setja þarf um hana
ákvæði í skattalög.
Munum að heimildir
samkvæmt þeim eru
til birtingar á prent-
aðri skrá sem liggur
frammi á hentugum
stað í tvær vikur eftir
álagningu.
Rök með birtingu
Krafan um eftirlit
með skattgreiðendum
styður birtingu skattskrár. Þá er
átt við aðhald með því að allir
greiði samkvæmt sömu reglum í
sameiginlega sjóði. Það er vissulega
mjög mikilvægt sjónarmið sem nor-
rænar þjóðir hafa gert að sínu og
réttmætt er að segja að sá sem
svíkur undan skatti á ekki rétt á
því að ganga gjaldfrjálst um göt-
urnar.
Við búum nú í þjóðfélagi þar sem
menn þekkja ekki endilega ná-
granna sína, það þekkja ekki allir
alla og aðstæður annarra, eins og
áður var. Því þarf aðhald frá vinnu-
stað, frá viðskiptaaðilum og ekki
síst launþegum, t.d. í ljósi frétta af
meðferðinni á erlendu vinnuafli.
Þetta er hagsmunamál allra sem
eru á frjálsum mörkuðum; þeir sem
eru heiðarlegir eiga ekki að gjalda
þess með hærri gjöldum til hins op-
inbera en hinir óheiðarlegu.
Rök gegn birtingu
En andstæð sjónarmið eiga líka
rétt á sér.
Heyrst hafa þau rök fyrir birt-
ingu að hún sé í takt við kröfur
tímans um gagnkvæmt gagnsæi op-
inberra upplýsinga í lýðræðislegu
samfélagi. Skoðum þetta aðeins
nánar. Gagnsæi í nútímaþjóðfélagi
er gagnkvæmt þannig að almenn-
ingur gerir kröfur um að ríkið birti
meira af upplýsingum sínum eink-
um með þeirri röksemd að ríkið
gangi nú þegar mjög nálægt al-
menningi. „Ef þú sem stóri bróðir
veist allt um okkur ættum við að
vita meira um starfsemi þína.“
Ekki er formálalaust hægt að segja
að gagnsæi um tekjur almennings
sé krafa upplýsingasamfélagsins.
En leiðandi aðilar, s.s. stjórnmála-
menn og æðstu stjórnendur, þurfa
eðlilega að gera grein fyrir hags-
munatengslum sínum.
Þá hefur komið fram að mikil-
vægt sé að fylgjast með misskipt-
ingunni í samfélaginu og hvernig
hún þróast. Það er rétt. En minnt
skal á að Hagstofan veitir ítarlegar
upplýsingar sem í sjálfu sér svara
þeim spurningum og þeir sem
vinna við rannsóknir á misskiptingu
hafa þannig aðgang að þeim gögn-
um sem máli skipta. Að vísu tekur
Hagstofan gjald fyrir sérkeyrslur,
sem er hindrun nema fyrir stærri
aðila, s.s. stéttarfélög og stjórn-
málaflokka. En vefur um tekjur al-
mennings bætir litlu við fyrir rann-
sakendur því hann er um einstakl-
inga, en ekki um þróun eða um
lýðfræðilega hópa.
Þá er að sjálfsögðu átt við að
tekjuvefur veiti aðeins upplýsingar
um einstaklinga, en fari ekki langt
út fyrir hlutverk sitt, t.d. með veit-
ingu tölfræðiupplýsinga.
Skilyrði birtingar
Ef og þegar skattskrá yrði að-
gengileg allt árið á netinu þyrfti að
gera það með ströngum skilyrðum.
Þá þyrfti birtingin að mæta meðal-
hófi, þ.e. að vægasta úrræði væri
beitt til þess að ná settu markmiði.
Markmið birtingarinnar þarf því
augljóslega að liggja fyrir.
Hér er sett fram dæmi um skil-
yrði sem ríkið gæti sett fyrir slíkri
birtingu:
Vinnslan verði gjaldfrjáls og
kerfið rekið af Ríkisskattstjóra.
Einkaaðilar selja oft upplýsingar og
eyða ekki gögnum þótt skilyrði séu
sett um tímabundna birtingu – sem
kæmi vel til mála í þessu tilviki, t.d.
mætti miða við fyrningafresti
skattalagabrota.
Gera þarf þeim sem flett er upp
viðvart um uppflettingu og þá með
notkun þjóðaranetfangs. Ein færsla
verði til fyrir hverja uppflettingu.
Þetta er lykilatriði í gagnkvæmu
gagnsæi.
Upplýsingar séu ekki veittar
þriðja aðila. Ef notandi kerfisins
finnur eitthvað aðfinnsluvert getur
hann gert skattinum viðvart, sem
ekki er þriðji aðili, en ekki gert
vitneskju sína opinbera. Fyrir
þessu eru fordæmi, t.d. í bankalög-
um. Með þessu væri komið í veg
fyrir að fólk væri úthrópað. Ekki
ætti að setja slíkum ábendingum
frekari skilyrði.
Tölvuvinnsla opnar á stórfellda
upplýsingamiðlun, t.d. með sam-
keyrslu. Því verði aðeins mögulegt
að fletta upp einum aðila í einu,
ekki væri hægt að mynda lista og
ekki hægt að taka niðurstöður leit-
ar úr kerfinu til sín á sjálfvirkan
hátt. Þá þyrfti að loka á uppflett-
ingar frá forritum og koma í veg
fyrir fjöldaárásir á gögn um ein-
staka skattgreiðendur.
Takmarkaða þarf aðgang við ís-
lykil og ekkert annað. Hann tengist
eðlilega nýju póstkerfi á island.is
sem byggist á þjóðarnetföngum –
þetta eru mikilvægir innviðir í upp-
lýsingasamfélaginu.
Eftir Hauk
Arnþórsson » Góð samfélags áhrif
geta fylgt birtingu
skattskrár á netinu. En
varla nema hún sé birt
með ströngum skil-
yrðum.
Haukur
Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
haukura@haukura.is
Andstæð sjónarmið um birtingu skattskrár