Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins. www.firmavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT Á alþjóðadegi psoriasis 29. október verður Spoex með fjölbreytta dagskrá að venju. Ég hvet alla, einkum aðstand- endur að kynna sér fyrirlestra o.fl. Á árum áður vissi heilbrigðisstarfsfólk ekki mikið um þenn- an alvarlega sjálfs- ónæmissjúkdóm og meðhöndlun var eftir því. Sjúk- lingar með stór vellandi sár fengu litla úrlausn mála sinna fyrr en í óefni var komið. Læknar vissu ekki um fylgisjúkdómana, s.s. liða- gigt, hjarta- og æðasjúkdóma og t.d. sáraristilbólgu sem okkur er hætt við að fá. Á alheimsráðstefnu um psoriasis í júní sl. sem haldin var í Stokk- hólmi, ræddi ég við allmarga lækna um aðgang að ljósaböðum o.fl. meðferðir. 1. maí 2017 kom reglugerð um kostnaðarþátttöku sjúkra hér á Íslandi. Við í Spoex óttuðumst hið versta, þ.e. að fólk hætti að mæta reglulega í ljós og sjúkdómurinn versnaði. Flestir þessara lækna sem ég ræddi við þekktu landfræðilega legu lands- ins og allir furðuðu sig á ákvörðun valdhafa að beita íþyngjandi álög- un á sjúklinga með krónískan bólgusjúkdóm. Þeir vissu líka um takmarkað sólskin sem nóg var af hjá sumum. Yfirvöld í löndum þeirra áttuðu sig á því að byrði sjúkdómsins er svo mikið, þó að ekki bætist óviðráðanleg fjárhags- útlát við. Hæstvirtur heilbrigð- isráðherra sem hefur á takteinum lýðheilsu og hag sjúklinga mun örugglega kippa þessu í lag. Enda hafa hrakspárnar ræst, því miður, færri koma í ljós sem er lífs- nauðsyn til að lifa eðlilegu lífi og þegar fólk mætir svona veikt tek- ur miklu lengri tíma að ná heilsu. Er þetta hægt 2018? Á alheimsráðstefnunni í sumar ræddu læknar mikið um ræsingu sjúkdómsins. Flestir voru þeirrar skoðunar að streita væri þar mikill or- sakavaldur. Hjá börn- um væri áfall á unga aldri ræsingin. Þetta sýnir svo ekki verður um villst hvað mikil- vægt það er að hlúa að börnum og vernda þau gegn hvers konar háska, strax í barn- æsku. Það er gríðarlegt langhlaup að vera með psoriasis, með- ferðin er í raun endalaus. Ekki gleyma að minnast á þunglyndi og streitu. Svo er það psoriasis- liðagigtin sem er hatrömm og sársaukafull og ekki svo langt síð- an læknar greindu hana. Hér gæti heilbrigðiskerfið komið inn með alla sína þekkingu og meðhöndlað okkur af alvöru. Það er lífsnauðsyn að heilbrigð- isstarfsfólk taki mark á okkur þegar einkenni gera vart við sig. Því fyrr sem gripið er til með- ferðar því betra. Aðgengi að með- ferðarúrræðum verður að vera fjölbreytt þar sem það sama hæfir ekki öllum. Heilbrigðiskerfið þarf að þekkja sjúkdóminn, psoriasis er langvinnur ólæknanlegur sjúk- dómur sem veldur; bólgum, þreytu og slæmri andlegri líðan. Það verður að vera hægt að bjóða upp á heildræna meðferð, annars veld- ur sjúkdómurinn því að fólk dett- ur út af vinnumarkaði. Til þess þarf að laga strax kostnaðarhlið- ina sem mörgum hefur orðið ófær síðan 1. maí 2017. Aðal okkar sem sjúklinga er m.a. atvinnuþátttaka sem er afar há, jafnvel hjá sjúk- lingum með psoriasis frá barn- æsku. Sameinumst um að gera daginn okkar eftirminnilegan. Færni og lífsgæði psoriasissjúklinga Eftir Ernu Arngrímsdóttur » Það er gríðarlegt langhlaup að vera með psoriasis, með- ferðin er í raun enda- laus. Erna Arngrímsdóttir Höfundur er sagnfræðingur. Samningar. Nú eru kjarasamningar á næsta leiti og sam- félagið titrar – sér- staklega fyrirtæki og fjármagnseigendur, ríki og sveitarfélög. Fólkið vill meira, einu sinni enn. Fólkið virðist ekki skilja að það er ekkert meira til skiptanna. Fólkið, einkum lág- tekju- og millitekjufólk, virðist ekki skilja að það hefur nú þeg- ar nóg – annað er íþyngjandi fyrir ofangreinda aðila. Já, þetta fólk gæti farið með allt í kaldakol með heimtu- frekju sinni! En hvað get ég gert? Hvernig get ég stuðlað að því að tekjur míns hags- munahóps, öryrkja, hækki? Við erum ekki stéttarfélag og höfum engan samningsrétt. Okkur hafa í gegnum tíðina verið réttar smánarlegar hækk- anir á það sem kallað er bætur (orðið finnst reyndar ekki í íslenskri orðabók – en sennilega er átt við að bæta tjón), hvort sem er í krónutölum eða sem hundraðshlutfall. Hungurlús í stað samninga Orðið samningur er hins vegar gamalt og gilt orð og finnst fyrst riti frá miðri 18. öld „Því Samningar kall- ast yfer Hofud allt þad sem Menn verda aasaater umm, hverju Nafne sem heiter“. Sem sagt „samningur kallast það yfirhöfuð sem menn verða ásáttir um, hverju nafni sem það nefnist.“ Þetta tók Sveinn Sölvason saman. Það er ágætt að minn- ast á þessa setningu núna í aðdraganda kjarasamninga, sér- staklega með tilliti til kjara öryrkja. Hvað geta þeir gert til að bæta hag sinn? Hvað geta þeir gert til að bæta samn- ingsstöðu sína. Ekki geta þeir lagt niður vinnu, því þeir geta ekki unnið vegna heilsuleysis. Þeir geta því ekki farið í hefðbundið verkfall. Og hlífið mér við umræðunni um fjölgun öryrkja á síð- ustu árum. Í staðinn fyrir fjölgunina ættum við að vera að tala um stökk- breytingu á íslensku samfélagi og leita orsakanna þar, en ekki hjá ör- yrkjum sjálfum, en bara svo þið vitið það þá tökum við þá umræðu nærri okkur, enda erum við flest kvalin í vinnu við veikindi allan sólarhringinn og myndum gjarnan vilja að frí frá þeim öðru hvoru. En enga fáum við hvíldina og verð- um að sætta okkur við lúsina frá rík- inu því engan höfum við samnings- réttinn. Auk þess verðum við að fara í endurmat á 2-5 ára fresti. Jamm, það er nefnilega enginn öryrki til eilífðar samkvæmt skilgreiningu ríkisins, jafnvel ekki þeir sem hafa lamast og munu aldrei geta gengið aftur, misst hendur eða af hendi og eiga því erfitt með að beita sér, fæðst þroskahaml- aðir eða eru með alvarlega geðröskun. Þannig getur ríkið alltaf gripið inn í og neitað fólki um örorku sýnist því svo þrátt fyrir að þörfin sé fyrir hendi. Þess vegna er starfsgetumat varhugavert í hörðu samfélagi og á lítt sveigjanlegum vinnumarkaði. Við öryrkjar erum því engan veginn örugg með lífsafkomu okkar. Hungurverkfall og fangelsi En hvað get ég gert? Ég get stung- ið upp á því að við stofnum stéttar- félag öryrkja! Þetta yrði vitaskuld svolítið öðruvísi stéttarfélag, hvað verkföll á vinnumarkaði varðar en við gætum farið í hungurverkfall og fyllt Landspítala LSH þar til hann gjör- samlega springur endanlega. Hugsið ykkur, um 19.000 öryrkjar á Land- spítalanum, allir aðframkomnir af hungri – eins og svo ótrúlega margir öryrkjar eru í hverjum mánuði. Þá gætum við fengið útrás fyrir sköp- ununargáfuna, birgt okkur upp af úðabrúsum og spreyjað á opinberar Eftir Unni H. Jóhannsdóttur Unnur H. Jóhannsdóttir » 19.000 öryrkjar í hungurverkfalli myndu sprengja LSH gjörsamlega, hungur eins og fjölmargir ör- yrkjar finna fyrir í hverjum mánuði. Það er hægt „Menntun byggist ekki á titlum eða inn- römmuðum skjölum á vegg til að sanna skólavist fyrir öðrum. Menntun er samnefn- ari yfir viðmót, fram- komu, viðhorf, orðaval og hegðan gagnvart öðrum í daglegu lífi.“ (Þýðing, höf. óþekkt- ur.) Starf stjórnenda hefur í raun lítið breyst í gegnum ald- irnar þótt blæbrigða- munur sé eftir tíð- aranda, verkefni og árferði. Þegar vel árar og næg atvinna er verða stjórnendur umburð- arlyndari og leggja mikið upp úr góðum starfsanda, þegar illa árar og offramboð er af starfsfólki virðist gamla óttastjórnunin ná yfirhöndinni og lítið sem ekkert umburðarlyndi verður til staðar í excel-skjalinu um afköst og árang- ur. Það er nánast endalaust verið að selja stjórnendum nám vegna nýrra sem eldri kenninga og tísku- strauma í stjórnunarstíl, margt er gott að læra eða rifja upp en sumt er varla tímans eða peninganna virði. Oft finnst mér að í raun sé verið að kenna skammsýna græðgivæð- ingu sem skilar litlu öðru en tíma- bundnum ávinningi sem skemmir langtímahag beggja og eftir situr kulnaður starfsmaður og tapaður mennta- sem þjálfunarkostnaður. Gættu vel að þeim fræjum sem sáð er í huga þér því þau bera ekki öll góðan ávöxt. Digrir fræðslusjóð- ir hafa mikið aðdráttarafl fyrir kennsluiðnaðinn og væntingasalan magnast. Kominn með áratuga reynslu af stjórnun er mín niðurstaða sú að námsefnið er flest gott og hjálplegt en þegar upp er staðið er það ein- staklingurinn sjálfur sem öllu skiptir; hæfileikinn að virða ólíkar manneskjur og getan til að tengj- ast annarri manneskju sem hið innra sjálf stjórnandans. Manneskja sem ekki getur skilið eða lesið annað fólk, líðan þess og getu til að takast á við verkefni á ekki að starfa við stjórnun. Slíkur stjórnandi dreifir bara vanlíðan meðal starfsmanna, dregur úr getu þeirra sem vilja og starfsþroska. Mikil starfsmannavelta, tíð veik- indi, einsleitt starfsmannaval og slæmur starfsandi er fylgifiskur slíkra stjórnenda sem eru í raun að valda þeim sem greiða þeim laun töluverðu langtímatjóni með nei- kvæðri stjórnun, sóun og skemmd- um á starfsmannaauði sem lang- tímaskaða á orðspori. Þvingað vinnuframlag hæfir frekar vélbún- aði en manneskjum, hugurinn fylgir ekki framlaginu og þá verða gæðin rýr sem takmörkuð auk þess sem lítil tryggð og hollusta leggst við verkefni. Oftar en einu sinni hefur það verið mitt verkefni að vinda ofan af vinnustað þar sem samskipti eru komin í hnút og vinnustaðaandinn orðinn mannskemmandi með til- Eftir Þorstein Val Baldvinsson »Manneskja sem ekki getur skilið eða lesið annað fólk, líðan þess og getu til að takast á við verkefni á ekki að starfa við stjórnun. Þorsteinn Valur Baldvinsson Mannleg stjórnun ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.