Morgunblaðið - 29.10.2018, Qupperneq 19
fyrr á þessu ári var bílalest hans heils-
að með sprengjuflaugum – skilaboðin
voru skýr.
Að segja fréttir af þessari deilu án
þess að falli á glansmyndina af Palest-
ínumönnum hlýtur að vera stöðug
áskorun. Hvernig skal t.d. segja fréttir
af niðurskurði Bandaríkjamanna á
framlögum til UNRWA og alþjóðaað-
stoð til Palestínumanna án þess að
minnast á Taylor Force-lögin sem
voru samþykkt á Bandaríkjaþingi á
þessu ári en þau takmarka greiðslur til
Palestínumanna nema þeir afnemi af-
kastatengdar verðlaunagreiðslur fyrir
morð á ísraelskum borgurum og öðr-
um (PA Martyrs Fund) og án þess að
minnast á að UN Watch telji kennslu-
efni í skólum UNRWA brjóta gegn
stofnsáttmála SÞ með hvatningu til
Um miðjan síðasta
mánuð hélt Jonathan
Sacks (Rabbi Sacks)
tölu í lávarðadeildinni
bresku og talaði um að
gyðingahatur væri að
taka á sig svipaða mynd
og það gerði á myrkum
tíma í sögu Evrópu.
Hann talaði um þrjá ein-
kennisþætti sem ættu
jafn vel við nú sem þá: a)
gyðingaandúð verður
ríkjandi í opinberri umfjöllun, b)
stjórnmálamenn verða ekki fyrir fylg-
istapi viðri þeir slíkar skoðanir, c) þeir
sem mótmæli verði fyrir aðkasti.
Samkvæmt nýlegri könnun hafa
40% breskra gyðinga íhugað að flytja
úr landi og aðeins 22% þeirra finnst
þau velkomin í Bretlandi. Sama þróun
hefur sést víðar. Í BNA fjölgaði atvik-
um gyðingaandúðar, s.s. kroti á graf-
hýsum, um 57% milli áranna 2016-17. Í
Danmörku hafa hermenn gætt allra
stofnana gyðinga frá því á síðasta ári
og í Þýskalandi varaði forseti ráðs gyð-
inga þar, Josef Schuster, menn við því
fyrr á þessu ári að ganga með kippah í
þýskum stórborgum. Í Frakklandi
flytja þúsundir gyðinga úr landi á
hverju ári sakir hótana og óvildar.
Gyðingar í Svíþjóð hafa ekki farið
varhluta af þessari þróun. Árið 2010
gaf Simon Wiesenthal-stofnunin út
viðvörun til gyðinga er hygðust fara til
S-Svíþjóðar og í desember 2017 birti
New York Times greinina „Hinn
óþægilegi sannleikur um gyðingahatur
í Svíþjóð“ en þar segir m.a. frá því að
skothelt gler sé í öllum leikskólum
gyðinga í Malmö og að svipaðar örygg-
isráðstafanir séu við sýnagógurnar þar
og eru viðhafðar á flugvöllum.
Sumir hafa kennt hægri öfgamönn-
um um þessa þróun en samkvæmt
könnun Kantor Centre frá 2013 töldu
aðeins 4-7% fórnarlamba hatursárása í
Frakklandi, Svíþjóð og Bretlandi að
hægri öfgamenn hefðu staðið fyrir
árásum á sig. Múslimar voru þar efstir
á blaði en næstir komu vinstri öfga-
menn.
Andúð á gyðingum hefur lengi verið
viðloðandi hérlendis og er viðhaldið af
RÚV sem í marga áratugi hefur haldið
uppi einhliða áróðri gegn Ísraelsríki og
útmálað það sem árásaraðilann í deil-
um þeirra við Palestínumenn. Ég verð
að viðurkenna að ég smitaðist af þess-
ari óvild er læddist inn með áhorfi og
hlustun á fréttatíma RÚV og það var
ekki fyrr en ég hlustaði á innhringiþátt
frá BBC um deiluna þar sem ung kona
í Ísrael lýsti því hvernig væri að búa
við daglega hryðjuverkaógn að skoð-
anir mínar tóku að breytast. Hún lýsti
sundursprengdum strætisvögnum og
öðrum hryðjuverkaárásum sem hún
og vinkonur hennar höfðu upplifað og
hún talaði svo rólega og skynsamlega
að það náði til mín og ég fór að horfa
með gagnrýnni augum á gerðir Palest-
ínumanna.
Í allt sumar hefur
RÚV flutt einhliða og
innihaldslitlar fréttir frá
Gaza – helst er sagt frá
því hve marga Ísraels-
menn hafi fellt eða sært
og reynt að láta líta út
fyrir að mótmæli Palest-
ínumanna hafi verið frið-
samleg. Ef 50.000
manna hópur vopnaður
hnífum, sveðjum, hand-
sprengjum, röra-
sprengjum og mólotóv-
kokteilum reynir að
brjóta sér leið yfir landa-
mæri annars ríkis, eins og gerðist 14.-
15. maí í sumar, þá kallast það stríð en
ekki mótmæli. Þá daga féllu 50 Ha-
masliðar fyrir kúlum Ísraelsmanna.
Aldrei sagði RÚV frá því og ekki held-
ur frá eldhernaði Gazabúa sem hafa
mánuðum saman brennt skóga og
akra bænda við landamærin. Ekki er
sagt frá tilraunum Egypta til að koma
á vopnahléi á Gaza eða andstöðu Abb-
as við þær tilraunir. Ekki er heldur
minnst á höfnun Hamas á því að Abb-
as fái aftur yfirráð á Gaza og að þeir af-
vopnist. Er Rami Hamdallah, for-
sætisráðherra Palestínu, kom til Gaza
Um gyðingahatur og fréttamennsku RÚV
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur » Óvild og hatur erbeinist gegn gyð-
ingum eykst stöðugt í
heiminum. RÚV hefur
með hlutdrægum frétta-
flutningi skapað slíkt
andrúmsloft hérlendis
Ingibjörg
Gísladóttir
Höfundur starfar við umönnun
aldraðra.
vopnaðs jíhads gegn Ísrael? Í viðleitni
sinni til að segja hlutdrægar fréttir
grípa fréttamenn stundum til að
vitna í Erdogan Tyrklandsforseta
eða Aljazeera-fréttastöðina. Nýlega
var haft eftir Erdogan að lokun
sendiskrifstofu Palestínumanna í
New York væri mjög bagaleg fyrir
þá en málið er að Abbas hefur frá því
á síðasta ári neitað að hafa nein sam-
skipti við Bandaríkjamenn, ekki
einu sinni við demókrata, þótt hann
haldi áfram að krefjast peninga frá
þeim.
Því hefur ekki verið nein starf-
semi í þessari skrifstofu og tilgangs-
laust að halda henni opinni.
Er það eðlileg fjölmiðlun að vitna í
hlutdrægustu aðila sem hægt er að
finna en tefla engum fram á móti?
Samkvæmt siðareglum blaðamanna
ber þeim að segja frá báðum/öllum
hliðum máls. RÚV er sagt vera mið-
ill allra landsmanna. Á það þá ekki
að flytja hlutlausar fréttir? Er bæt-
andi á gyðingahatur í heiminum? Er
ekki þörf á að fram fari úttekt á
fréttaflutningi RÚV á öllum sviðum?
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177
byggingar, slagorð og fleira gotterí í
baráttunni – og fyllt fangelsin í stað-
inn. Ókeypis húsnæði og fæði.
En að öllu gamni slepptu þá er ég
ótrúlega ánægð með samstarf Ör-
yrkjabandalags Íslands og stéttar-
félagsins Eflingar. Mér finnst það
skref í rétta átt. Ég er afar stolt af
starfi Öryrkjabandalagsins, þessa
hagsmunafélags okkar öryrkja og
styð þá í þeirra góða starfi. Það get
ég gert. En ég á mér þann draum að
einhvern tímann geti það orðið að
stéttarfélagi og geti gert raunveru-
lega samninga en ekki aðeins verið
þrýstihópur. Og draumar eru til alls
fyrstir. Það get ég gert – og vonast til
þess að einhvern tímann geri fyrir-
tæki, fjármagnseigendur, ríki og
sveitarfélag öryrkjum kleift að starfa
að hluta á vinnumarkaði, eftir ein-
staklingsmiðuðum lausnum því það
get ég fullyrt að næstum hver einasti
öryrki vill vera það í stað þess að
þjást að auki í félagslegri einangrun.
En núna er næsta verkefni, að hækka
laun (bætur eru ekki til í íslenskri
orðabók) öryrkja, hækka persónu-
afslátt, draga úr skerðingum og hætta
að láta eins og öryrkjar séu heilsu-
lausir að gamni sínu. „Því Samningar
kallast yfer Hofud allt þad sem Menn
verda aasaater umm, hverju Nafne
sem heiter.“ Og ef viljinn er fyrir
hendi þá ætti það að vera hægt! Allt
er hægt! Það er hægt!
Höfundur er kennari, blaðamaður,
með diploma í fötlunarfræði og ör-
yrki. uhj@simnet.is
heyrandi vanlíðan allra. Í öllum
þessum tilfellum hefur tekist að
greiða úr flækjum á einfaldan hátt
með þeirri einföldu aðferð að
greina, greiða og gefa. Greina með
því að lesa fólk og hlusta til að
heyra öll sjónarmið og frá sem
flestum hliðum. Greiða úr sam-
skiptaflækjum með samtölum sem
og teymisvinnu deilenda. Gefa fólki
tækifæri til að sýna sig og getu
sem og mennta, styrkja og rækta
einstaklinginn sem hópinn.
Um leið og byrjað er að greiða
úr samskiptaflækjum og ýtt er við
fólki rakna hlutirnir oftast upp af
sjálfu sér og fljótlega man ekki
margur hvað var í veginum fyrir
góðu samstarfi og jákvæðum vinnu-
staðaanda.
Við erum sem betur fer flest
þeim eiginleika búin að gleyma
fljótlega leiðindum en muna hið já-
kvæða.
Það á að vera gaman í vinnunni.
Höfundur hefur starfað lengi við
stjórnun.
valli57@simnet.is