Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 ✝ Eiríkur Briemfæddist í Reykjavík 30. jan- úar 1948. Hann lést 12. október 2018 á krabbameinsdeild Landspítalans. Foreldrar hans voru Eiríkur Briem, verkfræð- ingur og fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar, f. 3. nóvember 1915, d. 17. febrúar 1989, og Maja-Greta Briem, f. 21. mars 1918, d. 14. desember 2003. Bróðir Eiríks er Haraldur Briem, f. 9. ágúst 1945, maki Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir, f. 21. ágúst 1945. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 17. jan- úar 1974. Eiríkur kvæntist 1. júlí 1972Guðrúnu Ragnarsdóttur Briem þjóðfélagsfræðingi, f. á Akureyri 12. september 1950. Foreldrar Guðrúnar voru Ragn- ar Fjalar Lárusson prófastur, f. 15. júní 1927, d. 26. júní 2005, og Herdís Helgadóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 10. júlí 1928, d. 19. janúar 2017. Börn Eiríks og Guðrúnar eru 1) Maj-Britt Hjördís Briem lögfræðingur, f. málasviðs RARIK 1987. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs 1996 og hlutverki staðgengils rafmagnsveitu- stjóra. Hann gegndi stöðu raf- magnsveitustjóra um nokkurra mánaða skeið veturinn 97/98 í fjarveru Kristjáns Jónssonar. Eiríkur sat í framkvæmdaráði og gegndi fjölda trúnaðarstarfa. Hann var fulltrúi RARIK í ýms- um nefndum, m.a. hjá Sambandi íslenskra rafveitna og síðar Samorku. Eiríkur var ráðinn fjármálastjóri flutningssviðs Landsvirkjunar í október 2004. Hann var fjármálastjóri Lands- nets við stofnun fyrirtækisins árið 2005. Hann varð síðan framkvæmdastjóri fjár- og eignasýslu Landsnets frá 2005 til 2008. Frá 2008 til starfsloka var hann sérfræðingur á skrif- stofu framkvæmdastjórnar. Eiríkur var virkur í pólitísku starfi og kom m.a. að stofnun Bandalags jafnaðarmanna snemma á níunda áratugi 20. aldar, sinnti trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn og kom að stofnun Viðreisnar. Eiríkur tók þátt í hinum ýmsu félagsstörfum t.d. Round Table á Íslandi og sat í sóknarnefnd Áskirkju. Útför Eiríks verður gerð frá Áskirkju í dag, 29. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. 17. nóvember 1974, maki Einar Þor- valdur Eyjólfsson viðskiptafræð- ingur, f. 27. nóv- ember 1975. Börn þeirra eru Herdís María, Þóra Guð- rún og Valý Karen. 2) Eiríkur Briem, doktor í líf- og læknavísindum, f. 11. apríl 1979, maki Hanna Kristín Briem Péturs- dóttir sjúkraliði, f. 3. mars 1989. Börn þeirra eru Eiríkur Tumi, Haraldur Nökkvi, Sigurgeir Ax- el og Álfdís Maja. 3) Katrín Briem líffræðingur, f. 18. des- ember 1984, maki Þorvaldur Ólafsson stjórnmálafræðingur, f. 13. apríl 1984. Börn þeirra eru Elísabet Erla og Alexander Óli. Eiríkur lauk prófi í rekstrar- hagfræði frá háskólanum í Lin- köping 1978. Hann vann við línumælingar hjá RARIK í sum- arvinnu frá 1965 til 1974 og var ráðinn rekstrarhagfræðingur á fjármáladeild 1979. Hann fór til Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1980 og starfaði þar sem fjár- málastjóri til 1987. Eiríkur var ráðinn sem forstöðumaður fjár- Ferðalag Þú heldur heim á leið dagur fyrir bí kvöldar á ný Og þegar sólin sest þú til hvílu leggst Það gerðist allt svo fljótt mitt um bjartan dag kom sólarlag En sólin rís á ný þú færð loksins frí Leggur upp í ferðalag veist bara ekki hvenær þú nærð endastað Við sólarrás við hittumst þar sitjum saman horfum á öldur falla að Og við kveðjumst nú þinn tími runninn er á enda hér Nú ferðu á nýjan stað finnur friðinn þar Og þó það reynist sárt að skilja við þig hér ég þakka vil þér ljúflingslundina gleðistundirnar Ég er kominn heim orðinn einn af þeim allir vita að þeir enda á þessum stað (Ásgeir Aðalsteinsson) Elsku pabbi, sorgin er yfir- þyrmandi, sársaukinn nístandi og söknuðurinn sár. En þrátt fyrir harm okkar er þakklæti okkur efst í huga. Þakklæti fyrir ást þína og uppeldi, áhuga og vináttu, stuðning og góðar stundir. Betri föður og fyrir- mynd er ekki hægt að hugsa sér. Þín elskandi börn Maj-Britt, Eiríkur og Katrín. Elsku afi. Þú varst sterkasti, gáfaðasti og flottasti maðurinn í heimi. Við elskum þig mest af öllum í heiminum, enginn elskar þig eins mikið og við. Þetta er svo rosalega erfitt fyrir okkur öll, erfitt að sitja og geta ekkert gert og erfitt að þú sért farinn. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Sumarið 2017 var besta sumar í heimi en þá vorum við saman í sumarhúsinu í Svíþjóð og fórum í Astrids Lindgrens värld. Þú varst svo sterkur, gast haldið á okkur öll- um í einu. Við gleymum þér aldrei og söknum þín svo sárt. Við pössum ömmu fyrir þig. Þínar afastelpur Herdís María, Þóra Guðrún og Valý Karen. Elsku tengdapabbi, nú er komið að erfiðri kveðjustund. Ég fann strax og ég kom í fjölskylduna hvað barnabörnin þín skiptu þig miklu máli og tókstu strákinn minn strax sem þitt eigið barnabarn og er ég svo þakklát fyrir það. Í öllu sem gengið hefur á í lífi okkar hefur þú verið kletturinn. Við höfum alltaf getað leitað ráða hjá þér og er ég sérstaklega þakklát fyr- ir allan stuðninginn í sambandi við gömlu vinnunna, það var ómetanlegt. Ég hreinlega get ekki trúað því að það sé komið að þessu, þú barðist svo hetjulega og lífsvilji þinn var svo sterkur en krabb- inn vann þessa ósanngjörnu bar- áttu. Strákarnir okkar voru alltaf svo spenntir þegar það voru landsleikir í fótbolta því þú varst svo duglegur að bjóða þeim á völlinn og ef uppselt var eða úti- leikur var komið í Selvogsgrunn og horft á leikinn með þér. Alveg ómetanlegt og eigum við og sérstaklega allir strákarnir mínir eftir að sakna þessa mikið. Um verslunarmannahelgina var fastur liður að fara í bústað- inn öll stórfjölskyldan. Þar varst þú í fararbroddi og helgarnar einkenndust af hlátri, sögum, rökræðum og einstaklega góðum mat. Við eyddum mörgum að- fangadögum með ykkur og hlakkaði ég alltaf til að koma og borða jólamatinn því þú varst svo laginn við að elda góðan mat. Það var svo falleg stund þeg- ar ég sagði þér frá því að ég hefði tekið upp Briem-nafnið, hvað þú varst stoltur yfir því. Stórt skarð er komið í fjöl- skylduna sem ekki verður fyllt, við minnumst allra góðu stund- anna sem við höfum átt saman með hlýju og kærleika. Elsku tengdapabbi, þín er sárt saknað. Þín tengdadóttir, Hanna Kristín. Ég kynntist Eiríki fyrir tólf árum þegar ég og Maj-Britt dóttir hans vorum að stíga okkar fyrstu skref sem par. Við fyrstu kynni varð mér ljóst að þar færi einstakur maður með sterkan og skemmtilegan karakter. Það fór strax vel á með okkur enda var Eiríkur opinn, greindur, áhuga- samur og vel að sér um alla heimsins hluti. Við Eiríkur gát- um spjallað saman um allt en við gátum einnig þagað saman og í þögninni fólst gagnkvæm virð- ing. Margar minningar koma upp er hugurinn leitar aftur. Dá- semdarstundir átti fjölskyldan í sumarbústaðnum á Þingvöllum, einstökum sælureit Eiríks og Guðrúnar. Þar kom fjölskyldan saman og eldaði góðan mat, spil- aði, skálaði og spjallaði. Uppi í bústað fór það Eiríki ekki vel að liggja uppi í sófa, með tærnar upp í loft. Hann var alltaf að dytta að og fegra umhverfið í kringum bústaðinn. Ég man eitt sinn þegar við vorum að hlaða göngustíginn að bústaðnum og gerðum okkur ferð í grjótnámu að sækja steina í stíginn. Vorum við komnir vel á veg með að fylla vagninn þegar ég kom auga á veglegan stein sem mig langaði að taka með upp í bústað. Gerði ég ítrekaðar tilraunir til að lyfta steininum upp á vagninn en hafði ekki erindi sem erfiði. Gekk ég svekktur í burtu og leitaði eftir öðrum viðráðanlegri valkostum. Ég á enn erfitt með að lýsa tilfinningunum sem bærðust í brjósti mér þegar ég sá Eirík vippa þessum sama steini stuttu síðar upp á vagn- inn, nánast „með einari“. Í bíln- um, á heimleiðinni, endurspegl- aði þögnin áðurnefnda virðingu. Framtakssemin var einnig mikil á fallegu heimili tengdafor- eldra minna í Selvogsgrunni og það var aðdáunarvert að fylgjast með þeim hjónum, samvinnu þeirra og gagnkvæmri ást. Mér eru einnig minnisstæðar heim- sóknir tengdaforeldra minna til okkar í Borgarnes og til Svíþjóð- ar þar sem þau komu með kær- leik og gleði til okkar sem var svo einkennandi fyrir þeirra fal- lega samband. Vikudvöl fjöl- skyldunnar með Eiríki og Guð- rúnu í sænska sumarhúsinu í fyrra var stórkostleg upplifun og rifjum við Maj-Britt gjarnan upp sögur úr þeirri ferð ásamt dætrum okkar. Þar ber hæst heimsóknina í Astrid Lindgrens värld, ótakmarkaðar saunaferð- ir, kvöldvökur og að sjálfsögðu atvikið þegar afi kom á harða- spretti niður grasbalann og stökk út í ískalt vatnið. Feðginasamband Eiríks og Maj-Britt var einstakt. Þrátt fyrir að þau byggju hvort í sín- um landshlutanum eða jafnvel hvort í sínu landinu leið varla sá dagur sem þau heyrðu ekki hvort í öðru. Ef Maj-Britt hafði spurningar gat hún alltaf treyst á að pabbi hennar hefði svör eða góð ráð á reiðum höndum. Það var einnig magnað að fylgjast með þeim feðginum þegar sam- ræður þeirra fóru á flug, þar sem þeim tókst að ræða um allt og ekki neitt löngum stundum. Kæri Eiríkur, þú ert mér dýr- mæt fyrirmynd og við kveðjum þig með sorg í hjarta. Við fráfall þitt hefur stórt skarð verið höggvið í fallega fjölskyldutréð sem ekki verður fyllt. Við sem eftir stöndum munum halda minningu þinni lifandi og varð- veita þau gildi sem þú stóðst fyr- ir og kenndir okkur. Hvíldu í friði elsku tengdapabbi. Einar Þorvaldur Eyjólfsson. Elskulegur tengdafaðir minn kvaddi þennan heim umlukinn ást. Í faðmi ástkærrar eiginkonu og barna lauk stuttum en erf- iðum veikindum. Hans verður sárt saknað, enda var hann þeim sem honum stóðu nærri svo afskaplega kær. Eiríkur lét sig fólk varða; var alltaf reiðubúinn að veita góð ráð og hlusta á hversdagsleg vandamál sem og stærri vanga- veltur. Tengdapabbi hafði alltaf eitthvað gáfulegt til málanna að leggja og þótti einstaklega gam- an að rökræða um hin ýmsu málefni. Ég er viss um að hann hafi ekki síst haft gaman að því að ögra dætrum sínum örlítið. Fyrirmyndartengdasonurinn, sem ég er, slóst oft í lið með honum til að halda skemmtana- gildinu uppi. Ef ekki tókst að ögra dætrunum tókum við tveir andstæðan pól, einfaldlega til að geta viðhaldið rökræðunum. Samband þeirra hjóna, Eiríks og Guðrúnar, er í mínum huga ein tærasta birtingarmynd ástar og kærleiks sem ég hef augum litið. Þau voru hvort öðru stoð og stytta og voru nánast óað- skiljanleg. Eins lagði Eiríkur mikla rækt við samband sitt við börnin sín. Í gegnum erfið veik- indi var hann enn sem áður með puttann á púlsinum og sýndi öllu því sem var í gangi hjá börnum sínum áhuga. Afi gamli á sauð- skinnsskónum var ekki síður mikil barnagæla og myndaði sterk tengsl við barnabörnin sín. Nafn yngsta barnabarnsins, Alexanders Óla, birtist Eiríki raunar í draumi, þó sjálfsagt megi deila um orsök og afleið- ingu í því samhengi. Sjálfur vildi hann alltént gera sem minnst úr því. Eitt er þó víst að þrátt fyrir oft á tíðum gróft yfirborðið var Eiríkur einstaklega næmur á fólk og fyrirbæri. Auk þess að dreyma fyrir nöfnum virtist hann geta spáð fyrir um kyn ófæddra barnabarna sinna. Með hár af höfði móðurinnar að vopni, giftingarhring, og leynd- ardómsfullar aðfarir gat hann með merkilega mikilli nákvæmni spáð fyrir um rétt kyn. Sjálfur hristi ég ævinlega hausinn í vandlætingu yfir þessari vitleysu en furða mig nú á því hvernig honum tókst (næstum) alltaf að spá rétt fyrir. Lífið er svo sannarlega gert til að njóta þess! Sá hugsunar- háttur einkenndi þau hjón, það sem fært gat gleði var sjaldan sett á bið. Þeirra helsta áhuga- mál var vissulega að sinna sum- arhúsinu við Þingvallavatn og njóta þar góðra stunda. Sumarið 2017 lét hluti fjölskyldunnar svo verða af því að verja tíma saman í draumahúsi í sveitum Svíþjóð- ar. Þar nutum við ljúfra daga með Eiríki og Gunnu í góðu yf- irlæti. Í dag er ég svo sann- arlega þakklátur fyrir þennan tíma. Þessi ferð endurspeglar ekki síður hve rausnarlegur Ei- ríkur var. Að gera vel við ástvini sína var honum eðlislægt. Eiríks verður sárt saknað. Hann skilur eftir sig stórt skarð enda búinn að vera okkur ómet- anlegur bandamaður; kærleiks- ríkur faðir, afi og tengdafaðir. Ein arfleifð Eiríks er sam- heldni fjölskyldunnar. Með þessa arfleifð að vopni mun fjöl- skyldan komast í gegnum sorg- ina. Með fallegar minningar í farteskinu og hjörtu full af ást munum við umlykja hvert annað og halda áfram að njóta þess fal- lega sem lífið hefur upp á að bjóða. Þorvaldur Ólafsson. Elsku bróðir, mágur og frændi. Sjötíu ára samfylgd okk- ar er nú lokið eftir að þú féllst frá af völdum illvígs krabba- meins. Síðasta árið var á bratt- ann að sækja og þú varst með ískaldan næðing í fanginu, hlað- inn óhagstæðri tölfræði um horf- ur. Þú barðist hetjulega á þess- ari leið og ýmsir lögðu hönd á plóginn til liðsinnis, en allt kom fyrir ekki. Fyrsta minning mín af þér er þegar við fórum til Svíþjóðar sumarið 1948. Á leiðinni lást þú í gulri körfu með bláa húfu á höfði við fótskör móður okkar sex mánaða gamall og ég þriggja ára sat við hlið hennar. Við átt- um síðar eftir að fara margar yndislegar sumarferðir til Sví- þjóðar til að heimsækja ömmu okkar Maju, Anders móðurbróð- ur og Maj-Britt konu hans sem öll bjuggu í Örebro. Fyrstu árin gætti ég sjálf- sögðu bróður míns, en síðar meir gættum við hvor annars. Þú steigst mikið gæfuspor þegar þið Guðrún Ragnarsdóttir bundust böndum fyrir hálfri öld. Þið fluttuð svo sumarið 1969 í kjallarann í húsi foreldra okkar um leið og ég flutti þaðan þegar við Snjólaug giftum okkur. Síðar fórum við, báðar litlu fjölskyld- urnar, til Svíþjóðar til náms og starfa. Þið Guðrún settust að í Linköping og við Snjólaug í Eskilstuna og síðar í Stokk- hólmi. Þar myndaðist eins konar þríhyrningur, þegar við fórum fram og til baka á milli þessara staða og Örebro með börnin okkar, þið Guðrún með Maj- Britt Hjördísi ykkar og við Snjó- laug með Ólaf Andra okkar, en þau eru bæði fædd árið 1974. Síðar eignuðust þið Guðrún son- inn Eirík og dótturina Katrínu. Alla tíð hefur ríkt djúp vinátta og umhyggja milli barnanna allra og þú, elsku Eiríkur, áttir sannarlega þinn þátt í að binda þau bönd og hefur alla tíð reynst Ólafi ómetanlega vel. Fjölskyldur okkar hafa þann- ig frá upphafi verið afar nánar. Öll ár höfum við fagnað saman jólum, áramótum og páskum og átt saman óteljandi ógleyman- legar stundir. Kæri bróðir, Þú varst ríku- lega gæddur því sem kallað er góðar gáfur og heilbrigð skyn- semi. Þú varst forkur duglegur, tjáðir skoðanir sínar umbúða- laust og kannski gat sumum mislíkað það. Þú vildir hafa stjórn á hlutum og þér fórst það vel úr hendi, varst mikil hjálp- arhella og þér var hægt að treysta. Þið Guðrún áttuð fallegt heimili og yndislegan sumarbú- stað í Hestvík við Þingvallavatn sem þið gerðuð upp líkt og með töfrasprota. Í dag erum við með sorg í hjarta, en þegar fram líða stund- ir munum við geta litið til baka, brosað við minningu þinni og sagt að þar fór lánsamur maður, vinmargur og glaðsinna, hann átti samhenta og yndislega fjöl- skyldu og gat látið drauma sína rætast. Söknuður okkar Snjólaugar og Ólafs Andra er sár og við munum ávallt minnast þín. Sár- astur er þó harmur Guðrúnar, barna ykkar og fjölskyldna þeirra, Megi góður Guð veita þeim líkn. Haraldur, Snjólaug og Ólafur Andri. Eiríkur, einn nánasti vinur okkar Elsu, er horfinn af braut og við getum ekki lengur notið þægilegrar nærveru hans og vináttu. Það ríkir sorg í hugum okkar, við erum harmi slegin. Við söknum góðs vinar og minn- ingar um góðar samverustundir með Eiríki og Gunnu eru marg- ar og ljúfar og þær milda sárs- aukann þessa erfiðu daga. Eiríkur mágur og Guðrún systir mín kynntust fyrir 50 ár- um og frá þeim tíma höfum við Elsa verið þeim samferða meira og minna. Við minnumst góðu daganna í Auðarstræti þegar við vorum um tvítugt og hittumst hjá foreldrum okkar Gunnu og föðurömmu. Á sunnudögum klæddum við okkur upp og borð- uðum saman, oft að lokinni messu í Hallgrímskirkju. Ofar- lega í huga okkar er fyrsta utan- landsferðin okkar Elsu er við fjögur fórum sumarið 1972 til Danmerkur og Svíþjóðar og heimsóttum m.a. móðurfólk Ei- ríks í Örebro. Við Elsa og dætur okkar eigum skemmtilegar minningar frá þeim tíma þegar fjölskyldurnar komu saman á aðventu og skáru út laufabrauð. Eftirminnileg eru þau ár er við fórum saman í leikhús og borð- uðum til skiptis heima hjá hvort öðru eða á veitingahúsum. Eirík- ur var matgæðingur hinn mesti og í eldhúsinu lék allt í hönd- unum á honum. Þau hjónin voru gestrisin og það var gaman að koma á þeirra fallega heimili á Selvogsgrunni. Já, það er margs að minnast, við hjónin áttum margar góðar samverustundir með þeim hjónum, hin seinni ár í tengslum við sumarbústaði okk- ar og sumarið 2016 fórum við þrjú systkinin ásamt mökum saman í skemmtilega ferð til Ítalíu. Eiríkur skipulagði þá ferð, sem var vel heppnuð og minnisstæð. Eiríkur var góður drengur, hann var góður eiginmaður, fað- ir og afi. Þessir kostir einkenndu hann mest og þeir eru í raun dýrmætastir þegar litið er til baka. Honum var margt vel gef- ið, hann hafði sérstakan áhuga fyrir arkitektúr húsa innan sem utan og umhverfi þeirra og sá fyrir sér hvernig hlutum væri best fyrir komið í því samhengi. Hann átti ekki langt að sækja þessa eiginleika. Móðir hans, Maja-Greta frá Örebro, nam kortagerð eftir stúdentspróf og starfaði hjá Statens Vattenfall í Svíþjóð þar sem hún kynntist Eiríki Briem, manni sínum og föður þess sem hér er kvaddur. Maja-Greta og Eiríkur Briem fluttu til Íslands og varð Eiríkur síðar einn af brautryðjendum í raforkumálum hér á landi sem stjórnandi hjá Rafmagnsveitum ríkisins og síðan sem fyrsti for- stjóri Landsvirkjunar. Eiríkur yngri var skarp- greindur og kunni skil á marg- víslegum málaflokkum og áhugasvið hans var breitt. Hann hafði góða stjórnunarhæfileika, sem hann beitti fremur af næmni en hvatvísi, og hafði ákveðnar skoðanir í stjórnmál- um og samfélagsmálum. Hann starfaði sem hagfræðingur og var einn af yfirmönnum Raf- magnsveitu Reykjavíkur, hjá RARIK og síðast hjá Landsneti. Segja má að hann hafi fetað í fótspor föður síns með starfi sínu að raforkumálum. Við Elsa biðjum guð að blessa Guðrúnu systur mína, börn þeirra, tengdabörn og barna- börn. Við þökkum samfylgd vin- ar okkar, Eiríks Briem. Guð blessi hlýjar minningar um góð- an vin. Þórsteinn Ragnarsson. Það er bjart yfir minningunni um mág og svila, Eirík Briem. Hann bar sterka persónu, var fríður sýnum og íþróttamaður góður sem sást best á því hvern- ig hann lék sér að því að ganga á höndum fram eftir öllum aldri. Eiríkur var einkar skemmtileg- ur félagi, traustur vinur og stolt- ur fjölskyldufaðir. Eiríkur var hugsjónamaður en stóð þó föstum fótum í raun- veruleikanum enda voru draum- órar og sýndarmennska honum víðs fjarri. Eðlislæg yfirvegun kom honum vel við hvers konar Eiríkur Briem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.