Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
ákvörðunartöku, ekki síst þegar
úr vöndu var að ráða við ábyrgð-
armikil stjórnunarstörf. Hann
haggaðist hvergi þó að menn
ókyrrðust í kringum hann sem
er afar mikilvægur eiginleiki.
Eiríkur hafði brennandi
áhuga á þjóðmálum og yfir-
burðaþekkingu á því sviði. Hann
var einn af stofnendum Viðreisn-
ar og á þeim vettvangi áttum við
ánægjulega samleið. Eiríkur var
jafnaðarmaður af norrænu gerð-
inni er skildi mikilvægi einka-
framtaks og öflugs atvinnulífs
sem undirstöðu velferðar ásamt
þróttmiklu alþjóðlegu samstarfi.
Sem slíkur hafði hann trú á
manninum, dómgreind hans og
siðgæðisvitund. Sannleikur og
réttlæti voru að hans mati horn-
steinar góðs samfélags.
Eiríkur var ljúfmenni sem
alltaf var hægt að treysta á, ekki
síst þegar taka þurfti til hend-
inni við flutninga og annað slíkt.
Þar gekk hann manna vaskleg-
ast fram og af mikilli ósérhlífni,
jafnvel stundum svo að keyrði
fram úr hófi, og fór ekki alltaf
vel með sig. Hann var líka
einkar úrræðagóður. Auðsótt
var að leita ráða hjá honum,
hann réð heilt og var vel að sér i
flestum málum.
Einn mikilvægasti þáttur
mannlegrar reisnar er æðruleys-
ið. Eiríkur æðraðist aldrei hvað
sem á bjátaði. Hann tók alvar-
legum veikindum sínum af ein-
stakri hetjulund og var miklu
tamara að gleðjast yfir vel-
gengni annarra en að harma eig-
in örlög.
Þau Eiríkur og Guðrún voru
afar samheldin hjón og gagn-
kvæm ást þeirra leyndi sér ekki.
Þessi grunngildi eru máttarstoð-
ir fjölskyldu þeirra og verða um
ókomna tíð. Við kveðjum ein-
stakan vin og samferðamann
með virðingu og þökk fyrir allt
sem hann var okkur og biðjum
fjölskyldu hans Guðs blessunar.
Valý Helga Ragn-
arsdóttir, Jón Þorvalds-
son og fjölskylda.
Ég vil minnast mágs míns og
vinar Eiríks Briem með fáeinum
orðum, en hann lést 12. október
sl. eftir erfið veikindi.
Eiríkur kom inn í líf okkar í
Auðarstræti 19, sem var æsku-
heimili mitt, þá ungur og glæsi-
legur maður um tvítugt. Hann
hafði þá nýlega kynnst Gunnu
systur minni, sem er elst okkar
systkinanna. Með þeim urðu
strax miklir kærleikar og þau
giftu sig og stofnuðu fjölskyldu.
Þau voru alla tíð einstaklega
samhent og náin hvert öðru. Þau
eignuðust þrjú mannvænleg
börn og fallegt heimili.
Eiríkur var einstakur heiðurs-
maður og höfðingi heim að
sækja. Ævinlega var gott að
koma inn á fallega heimilið
þeirra hjónanna í Selvogsgrunni.
Á menntaskólaárunum átti ég
því láni að fagna að starfa með
honum, er við unnum saman í
sumarvinnu við raflínumælingar
hjá RARIK. Þar reyndist hann
mér sem og öðrum einstaklega
vel. Síðar fóru fjölskyldur okkar
saman í ferðalög til útlanda og
er síðasta ferðin sem farin var til
Ítalíu fyrir rúmum tveimur ár-
um ákaflega minnisstæð. Þá var
Eiríkur fullfrískur og hrókur
alls fagnaðar.
Eiríkur veiktist fyrir rúmu ári
af illvígum sjúkdómi og þrátt
fyrir hetjulega baráttu varð
hann að láta í minni pokann.
Hann sýndi ótrúlegt æðruleysi í
þessari erfiðu baráttu.
Harmur Guðrúnar systur
minnar og fjölskyldu er mikill og
ég bið að góður Guð styðji þau
og styrki á þessum erfiðu tím-
um.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Lárus Ragnarsson.
Við gengum inn hver á hæla
öðrum; fyrst ég, síðan Eiríkur
Briem og loks sérfræðingur á
vegum Eiríks Briem. Ég veit
ekki hvað aumingja konan sem
vildi selja okkur Dóru húsið sitt
hefur haldið. Sérfræðingurinn
skoðaði eignina í hólf og gólf og
að því búnu kvöddum við og ók-
um sem leið lá niður í fjöru á
Kjalarnesi til að hlýða á úr-
skurðinn. Á því augnabliki hef
ég líklega komist næst því í
mínu lífi að finnast ég heyra til
mafíunni. Ég meina, þrír frakka-
klæddir menn að ráða ráðum
sínum í flæðarmálinu.
Þessi atburðarás mun aldrei
líða mér úr minni og það sem
meira er, hún lýsir Eiríki svila
mínum alveg ofboðslega vel;
vantaði mann aðstoð var hann
strax mættur á svæðið og vant-
aði mann sérfræðing útvegaði
Eiríkur manni sérfræðing. Aldr-
ei var það mál, alltaf sjálfsagður
hlutur. Í góðum hópi okkar
mága minna og svila var Eiríkur
stundum nefndur stórvesírinn;
engum manni hef ég kynnst sem
fer sá titill betur.
Úrskurður sérfræðingsins var
jákvæður; húsið var í góðu lagi
og vart mátti á milli sjá hvort
við Dóra kættumst meira eða
Eiríkur. Hann hafði lifað sig svo
innilega inn í kaupferlið. Það
kom svo sem ekki á óvart, Eirík-
ur hafði djúpan áhuga á falleg-
um húsum, að innan sem utan,
að ekki sé talað um ef góður
garður fylgdi með. Garðinn á
Kjalarnesi þekkti hann alla tíð
betur en ég sjálfur. Og fagurkeri
var hann, fram í fingurgóma.
Fallegra heimili en þeirra
Gunnu í Selvogsgrunni höfum
við Dóra varla séð. Og garð.
Þegar ég kom inn í fjölskyld-
una fyrir um aldarfjórðungi
smullum við Eiríkur strax sam-
an. Hann var skarpgreindur
maður, fjölfróður og fylgdist
grannt með umræðunni, innan
lands sem utan. Fyrir vikið var
sérstaklega gaman að spjalla við
hann og útilokað að koma að
tómum kofunum. Þegar fjör
færðist í leikinn hitnaði Eiríki
stundum í hamsi, ekki síst ef
pólitíkin var annars vegar, en
húmorinn var þó aldrei langt
undan. Eiríkur var lífsglaður og
hafði sérstakt yndi af því að
skoða samfélagið í spéspegli.
Spjaldaði mig raunar einu sinni í
því sambandi. „Þú skrifaðir al-
varlegan ljósvakapistil í Mogg-
ann um daginn. Láttu það ekki
koma fyrir aftur, frændi!“
Það voru ekki bara þjóðmálin
sem vöktu áhuga Eiríks; hann
hafði líka brennandi áhuga á öllu
sem sneri að fjölskyldu og vin-
um. Vildi vita allt um alla.
Nokkrum dögum áður en hann
dó sátum við Dóra á sjúkrabeð-
inum hjá honum og helsjúkur
spurði hann okkur spjörunum úr
um börnin og allt heila galleríið.
Meira að segja nýja hundinn.
„Hvernig gengur með þennan
fræga hund?“ Þá vafðist okkur
tunga um tönn.
Sárt er að kveðja eftir langt
ferðalag sem aldrei bar skugga
á. Dóra var rétt fjögurra ára
þegar Eiríkur og Gunna felldu
hugi saman og man fyrir vikið
ekki eftir sér öðruvísi en að Ei-
ríkur hafi verið til staðar. Hann
var meira eins og bróðir hennar
en mágur. Og betri fyrirmyndir
er ekki hægt að hugsa sér í
þessu lífi; svo samstiga, glæsileg
og ástfangin sem þau alla tíð
voru. Það var aldrei bara Gunna
og aldrei bara Eiríkur. Alltaf
Gunna og Eiríkur. Þau gerðu
allt saman.
Missir Gunnu, barna þeirra
og barnabarna er vitaskuld
mestur; kletturinn í hafinu er
horfinn. En minningin lifir.
Minningin um einstakan dreng.
Orri Páll Ormarsson
og Halldóra Anna
Ragnarsdóttir.
Menntaskólaárin eru í huga
margra skemmtilegustu árin í
lífi hvers og eins. Eftir þriðja
bekk í MR (sem eins og flestir
vita er í raun fyrsti bekkur)
komu tveir piltar í fjórða bekk-
inn okkar haustið 1966, þeir Ei-
ríkur og Magnús. Þar sem þeir
voru nýliðar í bekknum voru
þeir látnir sitja saman og var
það upphafið að ævilöngum vin-
skap þeirra. Eiríkur féll strax
ágætlega inn í hópinn, var þétt-
ur á velli og léttur í lund. Hann
naut þeirra forréttinda að mega
sleppa dönskunni, því sænska
var hans móðurmál í orðsins
fyllstu merkingu. Það var ekki
laust við að margir öfunduðu
hann vegna þess. Skólaárin voru
ótrúlega fljót að líða og fyrr en
varði var komið að útskrift vorið
1969 og við tók endalaus gleð-
skapur í tilefni hennar. Okkur
bekkjarfélögunum var þá boðið
heim til Eiríks í Snekkjuvoginn í
stúdentsfagnað. Þar var glatt á
hjalla og faðir Eiríks, Eiríkur
eldri, var hrókur alls fagnaðar.
Eftir menntaskólann skildi leiðir
og það vildi þannig til að ég
kynntist föður Eiríks ágætlega í
gegnum starf mitt hjá Lands-
virkjun, en hann var þá forstjóri
fyrirtækisins. Eiríkur eldri var
höfuðsnillingur og hagyrðingur
góður. Það var svo árið 1986 að
raunveruleg vináttubönd urðu til
er ég gerðist gildur limur í spila-
klúbb Eiríks og tveggja sameig-
inlegra vina okkar úr MR,
þeirra Magnúsar og Þórðar. Við
spiluðum brids á tveggja vikna
fresti að jafnaði yfir vetrartím-
ann og áttum saman ótrúlega
margar og ljúfar gleðistundir
bæði við spilaborðið og á öðrum
vettvangi æ síðan. Eiríkur og
Guðrún eiginkona hans voru
höfðingjar heim að sækja og við
minnumst margra glæsiboða
sem haldin voru í Selvogsgrunni
og Neðstabergi. Eiríkur helgaði
orkugeiranum starfskrafta sína,
fyrst hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, svo hjá Rafmagns-
veitum ríkisins, síðan Lands-
virkjun í stuttan tíma, en lauk
svo starfsferli sínum hjá Lands-
neti. Lengst af var hann fjár-
málastjóri þessara fyrirtækja, að
Landsvirkjun undanskilinni. Ei-
ríkur var grandvar maður, hald-
inn ríkri réttlætiskennd og hann
var vinur vina sinna. Hann var
mikill gleðimaður og naut sín í
góðra vina hópi. Fjölskyldan var
honum allt og hann vildi veg
hennar sem mestan. Við kveðj-
um Eirík með sárum söknuði og
vottum Guðrúnu og börnum
þeirra og barnabörnum okkar
dýpstu samúð.
Stefán og Þórunn.
Kær vinur er fallinn frá langt
um aldur fram eftir hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm sem
læknavísindin eiga enn lítil svör
við. Ég kom utan af landi og
settist í 4. bekk Menntaskólans í
Reykjavík haustið 1968 og
þekkti engan af nýju bekkjar-
félögunum. Við hlið mér settist
myndarlegur ungur maður.
Þetta var Eiríkur Briem, bjartur
yfirlitum og hreystin uppmáluð,
en hann var einnig nýr í bekkn-
um. Við urðum upp frá því
sessunautar öll menntaskólaárin
og tókst með okkur einlæg vin-
átta sem varað hefur æ síðan.
Það var einstakt lán fyrir mig að
fyrstu kynni okkar bar að með
þessum hætti. Við áttum saman
margar skemmtilegar stundir á
þessum árum bæði í skólanum
og utan hans. Við sóttum m.a.
bíóhúsin og skemmtistaði borg-
arinnar sem á þessum árum
voru Hótel Borg, Glaumbær og
Sigtún. Ljúfar minningar frá
þessum árum hrannast nú upp
við fráfall míns kæra vinar.
Skömmu eftir að Eiríkur kom
heim úr sínu háskólanámi er-
lendis stofnuðum við félagarnir
spilaklúbb sem hefur verið mjög
virkur fram á þennan dag og
veitt okkur öllum mikla gleði.
Nú er höggvið stórt skarð í
þennan góða hóp.
Að Eiríki stóðu sterkir ís-
lenskir stofnar, en oft fannst
mér eins og sænsku genin úr
móðurættinni væru samt sem
áður töluvert áberandi í fari
hans. Hann var jafnaðarmaður
og Evrópusinni og tók þátt í
störfum íslenskra jafnaðar-
manna um skeið og ég er viss
um að þar hefur hann lagt gott
til mála eins og jafnan. Það var
einstaklega gefandi að ræða við
Eirík um stjórnmál sem og önn-
ur mál líðandi stundar. Mjög oft
kom hann með sjónarmið sem
ekki höfðu heyrst áður og
reyndust rétt. En það var aldrei
langt í gamansemina og spaugi-
legar hliðar mannlífsins þegar
Eiríkur var nærri.
Eiríkur helgaði starfsævi sína
íslenska orkugeiranum og þá
sérstaklega rafmagnsframleiðslu
og flutningi rafmagns. Hann var
maður vatnsaflsins sem hann
taldi sjálfbært, mun frekar en
nýtingu jarðhitans. Það er eft-
irtektarvert í umræðunni um
loftslagsbreytingar að fram-
leiðsla endurnýjanlegrar orku er
jafnan talin eitt mikilvægasta
skrefið sem Ísland hefur stigið
hingað til í þágu loftslagsvernd-
ar.
Eiríkur var mikill fjölskyldu-
maður og það var mikil gæfa
þegar hann kynntist eiginkonu
sinni Guðrúnu Ragnarsdóttur.
Þau voru einstaklega samhent
hjón og börn þeirra bera þeim
fagurt vitni. Barnabörnin voru
Eiríki mjög kær og hann naut
þess að vera með þeim, styrkja
þau og styðja á þroskabraut.
Missir þeirra allra er mikill.
Við fráfall Eiríks er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa
kynnst honum og átt hann sem
einstakan félaga og vin í rúm-
lega hálfa öld. Við Ragnheiður
sendum Guðrúnu og fjölskyld-
unni allri hugheilar samúðar-
kveðjur. Minning um góðan
dreng mun lifa með okkur um
ókomna tíð.
Magnús Jóhannesson.
Gamall æskuvinur er látinn úr
óvægnum sjúkdómi rétt rúmlega
sjötugur. Hann lést í æsku sinni
eins og sagt var einhvern tíma
um annan mann, enda er þetta
enginn aldur nú á dögum. Dauð-
inn er hins vegar stundvís þegar
sá gállinn er á honum. Við Eirík-
ur kynntumst í barnaskóla og
vorum miklir mátar. Síðan
skildu leiðir eins og gengur, við
fórum hvor í sinn skólann, sótt-
um nám sitt hvorum megin Atl-
antshafsins. Hins vegar var ætíð
strengur á milli okkar, fagnaðar-
fundir þegar við hittumst, stund-
um á förum vegi, og síðast fyrir
rétt rúmlega mánuði. Þá var
ljóst í hvað stefndi. Strengurinn
er nú slitinn en minningin lifir.
Ég votta Guðrúnu, börnum
þeirra og öllum aðstandendum
djúpa samúð. Skaði okkar sem
eftir sitjum er sár, þeirra enn
sárari.
Sigurður Guðmundsson.
Haustið 1955 settust tveir sjö
ára drengir á skólabekk í Lang-
holtsskóla í Kleppsholti í
Reykjavík. Þá óraði ekki fyrir
því að leiðir og lífið myndu
tvinnast svo þétt saman sem
raunin varð með okkur, mig og
æskuvin minn og einstakan fé-
laga Eirík Briem. Árin í gegnum
barnaskólann þróuðust eins og
gengur og gerist; lærdómur,
leikur, og gleði út í eitt. Öll þau
ár vorum við báðir og nokkru
lengur í sveit á sumrin. Eftir á
vorum við sammála um að sú
vist hefði aukið þroska og sjálf-
stæði, sem kom sér vel seinna í
lífinu. Strax á barnaskólaárum
komu í ljós flugskarpar gáfur
Eiríks, sem og mikill líkamlegur
kraftur, enda var hann títt feng-
inn til að taka glímutök, sem
tíðkaðist í þá daga, og hafði nær
alltaf betur. Einnig við okkar
eldri skólabræður.
Við vorum áfram samferða
gegnum gagnfræðaskóla, og síð-
ar Menntaskólann í Reykjavík.
Á þeim árum unnum við þétt
saman á sumrin í raflínumæling-
arverkefnum hjá Rarik og síðar
Landsvirkjun og var oft glatt á
hjalla hjá okkur. Eiríkur kynnt-
ist eiginkonu sinni, Guðrúnu
Ragnarsdóttur, á þessum árum
og voru þau til fyrirmyndar
samstæð. Eftir stúdentspróf
héldum við báðir til náms í
Skandinavíu, þar sem Eiríkur
nam hagfræði í Linköping. Eftir
að heim var komið og börnum
fjölgað voru fjölskyldur okkar
alltaf í miklum samskiptum. Við
ferðuðumst mikið saman víða
um land, ósjaldan að Kleifum og
að Búrfelli þar sem mikið var
spjallað og leikið. Allt varð það
til þess að börn okkar öll eru
miklir vinir og halda enn þéttu
og góðu sambandi.
Stjórnmál áttu sterkan sess í
hjarta Eiríks, og vildi hann þar
sjá breytingar og hafði þann
kjark sem þurfti til að láta verk-
in tala. Við komum ásamt fleir-
um að stofnun Bandalags jafn-
aðarmanna, þar sem markmiðið
var að tekið yrði á pólitískum
breytingum, sem bæta mættu
umræðu og framgang stjórnmál-
anna. Þar lagði Eiríkur sann-
arlega framtíðarlóð á þær vog-
arskálar. Stjórnmálahjarta
Eiríks hélt áfram að slá og hann
kom fyrir fáeinum árum að
stofnun Viðreisnar, var þar
dyggur bakhjarl og lagði ekki
síst áherslu á að horfa til breyt-
inga gjaldmiðils. Eiríkur hafði
alltaf þor og dug að tala hrein-
skilið og segja hlutina umbúða-
laust.
Það er mikill harmur kveðinn
að ótímabæru fráfalli Eiríks,
sem engan grunaði að svo færi
þegar veikindin komu fyrst upp
fyrir tæpu ári. En sterkur per-
sónuleiki og afburðagreind
veittu honum jafnvægi og skyn-
semi til að takast á við þennan
illvíga sjúkdóm af miklum styrk
og æðruleysi. Hann barðist eins
og hetja til síðasta dags.
Okkar djúpa og einstaka vin-
átta spannaði rúma sex áratugi.
Hún byggði á trausti og trúnaði
og þar sýndi Eiríkur sinn mikla
styrk þegar á þurfti að halda.
Það er erfitt að sitja eftir og
hugsa til þess að geta ekki leng-
ur tekið upp símtólið eða hringt
dyrabjöllu hjá þér, minn kæri
vinur. Ósjaldan áttum við samtöl
um allt milli himins og jarðar,
sem og djúp persónuleg mál.
Ávallt var Eiríkur boðinn og bú-
inn að taka slíka umræðu og
veita góð ráð. Þess mun ég
sakna en minnast þeirra og allra
okkar stunda saman með kær-
leik og miklu þakklæti.
Hvíldu í góðum friði, minn
gamli góði og einstaki vinur,
betri vin var ekki hægt að eign-
ast. Takk fyrir allt. Ég votta
Guðrúnu, börnunum Maj Britt,
Eiríki og Katrínu og barnabörn-
um alla mína samúð. Einnig
votta ég samúð Haraldi, Snjó-
laugu og Óla, sem og ekkju móð-
urbróður Eiríks, Maj Britt, í
Örebro í Svíþjóð.
Þórður H. Ólafsson.
Við ólumst upp í „Litlu götu“
sem í opinberum gögnum telst
vera Snekkjuvogur 3 til 17 í
Reykjavík. Tvö raðhús standa
þar hvort andspænis öðru, og
þarna var helsti vettvangur æsk-
unnar. Frumbyggjarnir, foreldr-
ar okkar, voru á svipuðum aldri,
og það sama átti við um okkur
börnin; til dæmis vorum við
fjögur á sama árinu og öll í sama
bekk allan barna- og gagnfræða-
skólann: Solla, Hallgunnur og
við Eiríkur. Þrjár mæðranna
voru skandínavískar, og allir
feðurnir höfðu menntast á Norð-
urlöndum á stríðsárunum. Lífleg
og sérstök stemning í götunni
mótaðist eflaust af þessum stað-
reyndum þótt við börnin værum
ekkert að hugsa um það.
Maja-Greta móðir Eiríks var
frá Örebro í Svíþjóð, listmálara-
dóttir, og veggirnir í Snekkju-
vogi 7 voru skreyttir myndum
föður hennar. Eiríkur var sagð-
ur nauðalíkur móðurafanum,
sem lést um það leyti sem dótt-
ursonurinn fæddist; sagt var að
frænkur og nágrannakonur
ömmunnar í Svíþjóð hefðu rekið
upp undrunaróp þegar drengur-
inn lyfti hægri hendi að höfðinu
með nákvæmlega sömu hreyf-
ingu og afinn hafði gert.
Eiríki var margt gefið. Hann
var listrænn eins og svo margir í
ætt hans. Og margar lýsingar á
helstu köppunum í okkar gömlu
skræðum gætu vel átt við um
hann enda gat hann gengið á
höndum langar leiðir og tekið
heljarstökk afturábak og áfram.
Hann var hvers manns hugljúfi.
Foreldrum mínum þótti afar
vænt um hann; og þegar þannig
stóð á að foreldrar hans voru er-
lendis var hann ævinlega vel-
kominn gestur á heimilinu hjá
okkur.
Seinna unnum við mörg sum-
ur hjá RARIK. Þetta var
draumastarf; við fórum um allt
land í félagsskap eftirminnilegra
manna. Þetta sumarstarf var
upphafið að ævilöngum afskipt-
um Eiríks af málefnum raf-
magnsveitna. Á þeim vettvangi
gegndi hann forystustöðum, m.a.
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
RARIK og Landsneti.
Svíþjóð átti löngum hug fjöl-
skyldunnar í Snekkjuvogi 7. Í
Örebro bjó Anders, bróðir Maju-
Gretu, og Maj-Britt, kona hans.
Þau voru barnlaus og af þeirri
ástæðu hafa þeir bræður, Har-
aldur og Eiríkur, sennilega verið
þessum góðu hjónum þeim mun
kærari. Eftir að Guðrún og Ei-
ríkur fóru í háskólanám til Sví-
þjóðar styrktust enn vinaböndin
– og ný Maj-Britt kom til sög-
unnar. Maj-Britt eldri lifir enn í
hárri elli og syrgir nú góðan
dreng.
Eiríkur átti stóran vinahóp,
enda hrókur alls fagnaðar ef því
var að skipta, snillingur í að skil-
greina þjóðfélagsástand á líð-
andi stund og góður ráðgjafi
þegar til hans var leitað; oft fékk
ég að reyna það. En kannski
naut hann sín best í faðmi sinnar
góðu fjölskyldu. Aðdáunarvert
var hvað Guðrún og hann voru
samhent í öllu sem laut að nán-
asta umhverfi og ættingjum. Og
hvergi hef ég séð smekklegri
garð en hjá þeim í Selvogs-
grunni eða fallegri híbýli. Mér
fannst ég skynja þar sænskan
anda öðru fremur.
Við Finna minnumst Eiríks
með söknuði en líka með gleði
yfir því að hafa átt hann fyrir
vin.
Baldur Hafstað.
Í dag kveðjum við með trega
góðan vin og félaga, Eirík
Briem, hagfræðing og fyrrver-
andi framkvæmdastjóra fjár-
málasviðs RARIK. Við höfum
um margra ára skeið verið sam-
ferða á lífsins vegi, bæði í starfi
og leik. Eiríkur starfaði hjá RA-
RIK með hléum í um tvo ára-
tugi, fyrst við línumælingar og
áætlanagerð á sumrin, síðan sem
rekstrarhagfræðingur á fjár-
máladeild, en 1987 var hann ráð-
inn sem forstöðumaður fjár-
málasviðs RARIK. Við
skipulagsbreytingar 1996 tók
hann síðan við stöðu fram-
kvæmdastjóra fjármálasviðs
RARIK og hlutverki staðgengils
rafmagnsveitustjóra. Hann
hætti störfum hjá RARIK í árs-
lok 2004 og fór til starfa hjá
Landsneti, þar sem hann starf-
aði þar til hann fór á eftirlaun.
Eiríkur var traustur maður
sem stóð við sitt, smátt eða
HINSTA KVEÐJA
Góður drengur er geng-
inn. Við vottum fjölskyldu
hans innilega samúð okkar.
Megi góður Guð vera þeim
líknsamur og lina sorgir
þeirra.
Þórunn, Bergljót og
Soffía Wathne.
SJÁ SÍÐU 24