Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 ✝ Frímann Árna-son fæddist í Reykjavík þann 14. október 1952. Hann lést á Kan- aríeyjum þann 16. október 2018. For- eldrar hans voru Árni Frímannsson símaverkstjóri, f. 26. maí 1925, d. 21. okt. 1992, og Ingi- björg Ragna Ólafs- dóttir fyrrv. starfsmaður í Kársnesskóla, f. 12. nóv. 1925, d. 24. jan. 2000. Systir Frímanns er Guðrún Ágústa Árnadóttir leikskólakennari, f. 15. júlí 1955. Eiginmaður hennar er Krist- mundur Jónasson matreiðslumeistari, f. 13. júní 1951. Frímann ólst upp í Kópavogi, þar sem hann bjó alla sína tíð. Hann gekk í Kársnes- skóla og nam síðan símsmíði við Iðn- skólann í Reykja- vík. Hann starfaði lengst af hjá Pósti og síma, síðar Símanum. Útför hans fer fram frá Kópa- vogskirkju 29. október 2018 kl.11:00. Hann Frímann var sjaldan kallaður annað en Frímann frændi af okkur systkinunum og börnunum okkar. Hann eignaðist hvorki maka né börn sjálfur, en fékk í staðinn hlutdeild í okkur öllum, og við í honum. Hann var sérstakur karakter sem gerði hlutina á sinn eigin hátt. Hann var bara Frímann frændi, engum öðrum líkur. Eftir hann liggur gríðarmikið safn myndbandsupp- taka af öllum mögulegum og ómögulegum fjölskylduviðburð- um síðustu nokkurra áratuganna, auk þess sem hann festi stundum hversdaginn á filmu. Án hans vissum við t.d. ekki nákvæmlega hversu skrækur Árni Jónas var þegar hann var lítill, að Snædís fékk að drekka kók úr stútkönnu tæplega eins árs, og ættum ekki upptökur af Rögnu ca sjö ára að syngja einsöng úti í gróðurhúsi í Skólagerðinu hjá ömmu og afa. Einnig er gott að rifja upp þá sem farnir eru, gegnum upptökurnar, og er þetta safn í raun ómetan- legt. Fyrir tíð stafrænna veitna var Frímann iðinn við að slaka til okkar ýmsu sjónvarpsefni á minnislyklum, og einn sem orð- inn er unglingur í dag man enn eftir gleðinni yfir Lego Batman- þáttum á íslensku, sem Frímann frændi kom færandi hendi með handa honum. Upptökur af Næt- urvaktinni sem sendar voru á diskum til Danmerkur urðu að Íslendingahittingum og þau eru fá af vinum okkar systkina sem ekki vita hver Frímann var. Þeg- ar 13 ára Snædís hafði fengið þvert nei um að fá farsíma í jóla- gjöf var það síðan auðvitað Frí- mann frændi sem kom færandi hendi með síma á aðfangadag og bjargaði jólunum. Hann var líka bóngóður og tilbúinn að aðstoða þegar á þurfti að halda. Þegar ein sem orðin er fullorðin í dag var á hækjum var það Frímann sem sótti hana í skólann og keyrði heim, á meðan foreldrarnir voru enn í vinnunni. Hann heimsótti eldra fólkið í fjölskyldunni reglu- lega og þáði kaffi og spjall, eða rúntaði með þau t.d. í Kolaportið eða í matvörubúð. Það er sem sagt óhætt að segja að stórt skarð hafi verið höggvið í fjölskylduna okkar. Frímann sótti í seinni tíð mikið í sólina á Kanaríeyjum, og þar var hann staddur þegar hans tími kom. Það sést glöggt á myndun- um á facebooksíðunni hans hve vel hann naut sín þar úti, og yfir því gleðjumst við. Í Kanaríferð- unum lagði Frímann líka mikinn metnað í að finna fallegar gjafir handa fjölskyldunni heima. Þann- ig er meirihluti allra borðdúka í fjölskyldunni frá honum og alltaf nóg til af aloe vera-kremi hjá öll- um. Þegar kom að því að kaupa föt á börnin fannst honum ótækt að fara í túristabúðir, heldur spurði hann þess í stað heima- Frímann Árnason menn hvar þeir fengju föt á sínbörn og ferðaðist oft langar leiðir til að finna prinsessukjóla og Hvolpasveitargalla. Elsku Frímann frændi, takk fyrir þinn kærleik og allar minn- ingarnar. Við kveðjum þig að sinni og vonum að þér líði vel hvar sem þú ert núna. Ragna, Árni Jónas og Snæ- dís Kristmundsbörn. Frímann Árnason, frændi og kær vinur, er látinn. Hann er öll- um harmdauði er þekktu. Dán- arfregnin kom á óvart því þrátt fyrir að við vissum að hann væri ekki heill heilsu var engan bilbug að finna á frænda. Við frænd- systkinin ólumst upp saman á Kársnesinu miðju á árunum þeg- ar Kópavogur var að breytast úr hrepp í bæ. Systkinin Árni faðir Frímanns og Dóra móðir okkar bjuggu ásamt fjölskyldum sínum hlið við hlið og mikil vinátta, sam- gangur og samvinna var á milli heimilanna. Þarna ólst Frímann upp í frelsi og áhyggjuleysi æsku- áranna og naut yndislegra for- eldra og elskulegrar systur. Það voru líka hátíðarstundir þegar amma og afi okkar krakkanna komu í heimsókn á gamla Wil- lysnum sem var sannkallaður fjölskyldubíll og sáu um ýmsa að- drætti fyrir bíllausar fjölskyldur. Ungur hóf Frímann að starfa hjá Bæjarsímanum í loftlínu- flokki sem sá um uppsetningar og viðhald á símaloftlínum.Þetta var krefjandi starf sem reyndi ekki bara á tæknilega þekkingu held- ur líka á fimi og þor við klifur í staurum og á húsþökum í allskon- ar veðrum og oft við erfiðar að- stæður. En þetta var skemmti- legt starf, unnið var á höfuðborgarsvæðinu og í næsta nágrenni þess. Ekki spillti svo fyrir að verkstjórinn sem var með flokkinn lengst af, Árni faðir Frí- manns, var einstaklega skemmti- legur og vel liðinn yfirmaður sem allir sem hafa starfað með minn- ast með þakklæti og virðingu. Frímann vann þarna sem línu- maður um áratuga skeið en nokkru eftir að hann lenti í vinnu- slysi hætti hann störfum og fór þá á eftirlaun. Hann hélt ágætu sambandi við gömlu símafélag- ana sem margir hverjir hittast reglulega. Eitt af áhugamálum frænda var ljósmyndun og þá ekki síst hreyfimyndataka. Hann átti allt- af nýjustu græjurnar og var ólat- ur við að koma og mynda ýmsa fjölskylduviðburði. Það er honum að þakka að síðustu áratugina hafa varðveist margar ómetan- legar stundir í fjölskyldusögunni. Frímann var einhleypur og barnlaus en átti góða að. Systir hans og mágur, Guðrún og Krist- mundur Jónasson, og afkomend- ur þeirra voru hans fjölskylda sem stóð vel með honum. Frí- mann var áhugasamur um hagi þeirra og fylgdist vel með sínu fólki. Hann var líka einstaklega ræktarsamur við eldri ættingja og ólatur við að aðstoða þá á ýmsa lund, þar komu mannkostir hans vel í ljós. Hann bjó alla tíð í Kópavogi og síðustu árin mátti oft sjá hann í kaffihorni Bóka- safns Kópavogs þar sem hann gluggaði í blöð og bækur og spjallaði við ættingja og vini. Nú verður ekki eins gaman að mæta þar. Á hverju ári fór Frímann til Kanaríeyja sem var uppáhalds- taður hans. Þar leið honum vel og átti þar marga vini, bæði þjón- ustufólk og aðra innfædda auk fastagestanna sem hann hitti oft ár eftir ár. Þar lést hann 16. októ- ber sl. Við frændsystkini Frímanns kveðjum hann með eftirsjá, þakk- læti og virðingu. Hann var ein- staklega einlægur, vammlaus og góður drengur sem aldrei hall- mælti nokkrum manni og lagði jafnan gott eitt til málanna. Hvíl í friði, elsku frændi. Ingi, Gunnlaugur, Helgi og Guðrún, Dóru og Helgabörn. Elsku Óli frændi í Garðshorni er fallinn frá. Við söknum hans mik- ið. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar okkur barst sú harmfregn að Ólafur í Garðs- horni Tómasson, bróðir pabba, hefði látist af slysförum. Það var ekki mikið talað saman þann daginn hjá okkur í Skipa- götunni, við vorum öll harmi slegin. Ólafur var aðeins 51 árs og Ólafur yngri og Þórey tví- burasystir hans þá tuttugu og fjögurra ára. Tvíburarnir Oddný og Kristín voru sextán ára og Guðrún yngst, þá sjö ára. Stefanía Jóhannesdóttir kona Ólafs og börnin héldu búskapn- um ótrauð áfram. Óli yngri varð síðar bóndi í Garðshorni ásamt konu sinni Arnbjörgu Steinunni Gunnarsdóttur, sem dó langt um aldur fram árið 1997. Arn- björg og Óli eignuðust sex börn: Ólaf Rafn, Áskel, Sigurlaugu, Ingveldi, Gunnar og Tómas. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það fengu Óli og fjöl- skylda að reyna. Óli lét aldrei deigan síga og tók því sem að höndum bar af æðruleysi, var ósérhlífinn og duglegur. Hann var skemmtilegur og góður sögumaður. Óli hélt mikla tryggð við Skagafjörðinn, en feður okkar komu frá Bústöðum í Austur- dal. Þar bjó Óli með foreldrum sínum og systrum þar til þau fluttu í Garðshorn í Kræklinga- hlíðinni árið 1944. Margar ferðir hafa verið farnar á æskuslóðirnar og þar hafa verið haldin ættarmót Bú- staðaættarinnar. Óli sagði mér nýlega frá einni ferð vestur með hans fólki, sem var mjög ánægjuleg. Komu þau við í Goð- dölum og Goðdalakirkju og hittu frændfólk og vini. Vildi svo vel til að í Goðdalakirkju var kvöldmessa þennan dag, sem þau tóku þátt í og hittu marga. Það leyndi sér ekki að Óli mat æskuslóðirnar mikils. Heimsókn í Garðshorn var mannbætandi, gestrisnin og hlýjan lét manni líða vel. Ég er svo heppin að hafa verið í tölu- verðum samskiptum við Óla frænda undanfarin ár og kom nýlega í heimsókn þangað. Viðgerð og endurnýjun hefur staðið yfir á stakketi á leiði afa, Tómasar Pálssonar, og ömmu, Þóreyjar Sveinsdóttur. Það skipti Óla miklu að vel væri að verki staðið og átti hann stóran þátt í að það yrði að veruleika. Stakketið var sett niður í Goð- dalakirkjugarði 8. september síðastliðinn og er mjög fallegt. Óli var mjög ánægður að þetta skyldi takast og við ánægð að hann skyldi lifa það að verkinu lyki. Óli hefur í gegnum tíðina séð um leiði forfeðra okkar fyrir vestan, okkur öllum til mikils sóma, og á hann bestu þakkir skildar fyrir. Fyrr á árum, þegar ég keyrði framhjá Garðshorni með strák- unum mínum, var mikið gert grín að því að ég benti alltaf á Garðshorn til að minna á góða frændfólkið þar. Það var líka vaninn hjá mér að segja þegar keyrt var um Skagafjörðinn hversu fallegur fjörðurinn væri og var líka grínast með það af mínu fólki. Við vorum meira tengd föðurfjölskyldunni en Ólafur Skagfjörð Ólafsson ✝ Ólafur Skag-fjörð Ólafsson fæddist 1. nóv- ember 1928. Hann lést 11. október 2018. Útför Ólafs fór fram 26. októ- ber 2018. ætla mætti, því tengingin við móðurfjölskylduna úr Svarfaðardaln- um var mjög sterk. En pabbi minn, Páll Tómasson föð- urbróðir Óla, og bræðurnir Sveinn, Eyþór, Böðvar og Guðmundur Tóm- assynir voru sterk tenging við frænd- fólkið að vestan og við Skaga- fjörðinn. Góð fjölskylda er gulli betri. Hvíl í friði, elsku Óli frændi. Sigurbjörg Pálsdóttir. „Komdu margblessaður og segðu fréttir.“ Þannig heilsaði Óli gassi, eins og ég kallaði hann, mér jafnan. Ég vissi að hann var að sækjast eftir skag- firskum fréttum, einkum af fjárleitum, gangnaslarki og úti- göngum. Sérstaklega úr Aust- urdal. Þar var hann alinn upp til sextán ára aldurs og það var dalurinn hans. Ég held reyndar að hann hafi alltaf, eyfirski bóndinn, litið á sig sem gest í Eyjafirði. Í hugsun og sinni var hann skagfirskur dalakarl og vildi vera það. Eftir því sem leið á ævina dvaldi hugurinn oftar og oftar við smalamennskur unglingsáranna fram á Keldu- dal og fram um Jökuldal. Hann tók undir með Höskuldi á Vatnshorni sem kvað: Heyri ég þegar hausta fer hóað uppi í dölunum. Þó að ég sé að þvælast hér, þá er ég einn af smölunum. Óli var hestamaður og hrossaræktandi, sérstakleg voru smalahestar úr ræktun hans annálaðir fyrir dugnað, ósérhlífni og að fara vel með knapann. Það kom sér enda vel fyrir áhugasaman smala að rækta smalahross. Óli var þeirrar gerðar að af honum gengu sögur. Hann taldi eins og við fleiri að ekki væri ástæða til að láta góða sögu gjalda sannleikans og þótti ekki verra þó bætt væri í sögur sem af honum gengu en hvergi dreg- ið úr. Hér skal ein sögð eins og ég kann hana. Óli var áhugasamur um Grænland og Grænlendinga. Á efri árum komst hann í Græn- landsferð er Ferðafélagið Hörg- ur efndi til undir fararstjórn Bjarna Guðleifssonar á Möðru- völlum. Óli stakk ígangsklæðum sínum í tvo höldupoka frá Hag- kaupum, frekari farangur þurfti hann ekki. Í fríhöfninni á Ak- ureyrarflugvelli spurði hann „Hvað má ég kaupa mikið vín hér, Bjarni?“ Bjarni furðaði sig svolítið á spurningunni því Óli var bindindismaður og notaði ekki vín en svaraði þó: Tvær flöskur. Óli keypti tvær flöskur af sterku víni og aðrar tvær þegar hann fór inn í Grænland. Á Grænlandi áttu þeir góða daga og þegar þeir fóru þaðan keypti Óli enn tvær flöskur og tvær í viðbót heimkominn. Með fatapokana og vínflöskurnar átta skálmar Óli til tollvarð- anna. Þeir reka upp stór augu og annar segir „Hvað ætlar þú að gera með allt þetta vín?“ Óli svarar umsvifalaust. „Þetta er nú bara ormalyf í skepnurnar mínar.“ Tollurunum verður orða vant, svo líta þeir hver á annan og annar snýr sér að Óla og segir: „Æ, greyið mitt farðu með þetta og komdu aldrei aft- ur.“ Næsti maður á eftir Óla var nágranni hans, honum hafði láðst að klára úr fleygnum og var með hálfan pela umfram. Pelinn var umsvifalaust tekinn af honum og víninu hellt niður. Svona er láni manna misskipt. Ég er vantrúaður á fram- haldslíf, hitt er ég viss um að sé eitthvert framhald hefur Óli lagt á smalahest sinn, gist í Keldudalskofa í nótt, verið kom- inn á drögin í birtingu og rekur nú eftirleitarfé út Jökuldal. Handan ár ríða þeir Stebbi á Keldulandi og Helgi á Merkigili í sömu erindum. Þá þætti mér góðmennt í Austurdal. Með þökk fyrir margar gleði- stundir. Rögnvaldur, Flugumýr- arhvammi. Það er gangur lífsins að höggvin séu skörð í vinahópinn með hækkandi aldri en þó er það þannig að við þann er kveð- ur kvikna minningar og eftirsjá, Óli í Garðshorni hélt á braut frá hérvistinni þann 11. október. Hálfrar aldar vinskapur er þar með kominn á annað stig en minningin lifir um sérstakan mann. Óli fór 16 ára frá Bústöðum í Skagafirði norður í Garðshorn en skagfirsku böndin voru alla tíð afar sterk. Hann lifnaði í sætinu þegar Skagafjörðinn bar á góma og hann hafði alltaf samband þangað til gamalla vina. Mér fannst alltaf að „heim“ hjá honum væri í Aust- urdalinn þar sem barnsskónum var slitið, ég upplifði það í hestaferðum með honum um skagfirsku dalina að þar þekkti hann hverja þúfu og hvern stein og öll örnefni lifnuðu við. Eitt sinn er við riðum þvert yfir frá Bústöðum og í Vesturdal í mikl- um hita og sól sótti að okkur þorsti og við fórum af baki til að bergja fjallavatn úr læk. Þá skipaði Óli okkur að drekka úr læknum Bústaðamegin því þar væri vatnið miklu betra, ég trúði því þá og geri enn. Hestarnir voru upphafið að tengslum milli heimila okkar í 50 ár og síðan tók við vinskapur fjölskyldnanna í heild þannig að tímunum saman var þar sam- gangur daglega og alltaf kom sama setningin hjá Óla þegar komið var í hlað: „Komiði að- eins inn á gólfið.“ Skipti þá engu hvort þetta var þriðja eða fjórða koman þangað þann dag- inn en ég var oft með tryppi þar á húsi sem ég var að temja og reið því stundum margar ferðir milli bæjanna. Óli var sögumaður með ein- staka frásagnargáfu, gat kveikt líf í hverri sögu og ekki síst tókst honum að láta kátínu og fyndni lifna. Hann sagði ekki sögur til að gera menn minni á nokkurn hátt, fyrst og fremst til að skapa hlátur og velta upp spaugilegu hliðinni. Ég skráði um tíma sögur eftir honum sem birtust í tímaritinu Heimaslóð. Þá fannst mér alltaf magnað hvað hann kunni og mundi af kveðskap bæði frá bernskudög- unum í Skagafirði og svo það sem var ort hér í Eyjafirðinum allt til síðasta dags, hann gat þulið upp bændarímur úr Lýt- ingsstaðahreppnum og mig grunar að þar með hafi þær ef til vill glatast endanlega. Óli las afar mikið alla tíð, oft- lega eina bók á dag. Ég var bú- inn að færa honum marga pakk- ana fulla af bókum hin síðustu ár og undraði alltaf hvað hann var fljótur að fara yfir þær og svo ræddum við um efni þeirra. Þjóðlegur fróðleikur var hans uppáhald, fyrir nokkrum mán- uðum var ég kominn í þrot með bækur og færði honum Íslenzka sjávarhætti sem eru ekki nein smárit, hann var nokkra daga að lesa það allt. Óli var duglegur bóndi en vann sér kannski hlutina ekki alltaf sem léttast og það pirraði hann oft síðustu árin þegar get- an til verka minnkaði. Ef hann sat inni í bæ var gaman að spyrja af hverju hann sæti inni í leti í staðinn fyrir að fara til verka, þá kom gamla glottið og Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, VALUR HARÐARSON, viðskiptastjóri hjá Johan Rönning, lést á heimili sínu 24. október. Jarðarför auglýst síðar. Þuríður Höskuldsdóttir Sigfríð Hallgrímsdóttir Sigrún K. Valsdóttir Lárus Örn Lárusson Þórdís Valsdóttir Örvar Ásmundsson Kristín Líf Örnudóttir Þórður S. Hreiðarsson Bryndís Aðalbjörg, Arna og Þórhildur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.