Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Kraftur í KR kl. 10.30, rúta fer frá Vesturgötu kl. 10.10 og Aflagranda kl. 10.20. Félagsvist kl. 13. Útskurður kl. 13. Kapitólurnar kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15- 15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Áskirkja Jólabasar Áskirkju, Vesturbrún 30, verður haldinn þann sunnudaginn 11. nóvember að aflokinni messu, um kl. 12. Ef þið viljið gefa muni á basarinn þá endilega komið þeim til kikjunnar, kirkju- vörður mun taka á móti. Ef þið hafið tök á að gefa okkur kökur eða annað kruðerí á kökuborðið okkar þá endilega komið með í efri sal kirkjunnar sunnudaginn 11. nóvember milli kl. 10 og 11. Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30. Félagsvist kl. 13. Vatns- leikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Bútasaums- hópur kl. 13.-16. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverksstofa kl. 9. Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10. Núvitund kl. 10.30- 11.30. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.30. Handaband, skapandi vinnustofa með leiðbeinendum kl. 13-15.30. Söngstund við píanóið kl. 13.30-14.15. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Línudans kl. 15-16. Söguhópur kl. 15.30-16.15. Verið velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, sími 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi. kl. 7.30 /8.15 /15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 14.10. Smiðja Kirkjuhvoli opin kl. 13 –16, allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Qigong kl. 10.30-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30. Handavinna / brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20. Hraunsel Myndmennt kl. 9. Tyffanis í föndurstofu kl 9-12. Gaflara- kórinn kl. 11. Félagsvist kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13. Frjáls spilamennska kl. 13. Liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll, dans í Borgum kl. 11. í dag, vonumst til að sjá sem flesta. Skartgripagerð kl. 13 í Borgum og félagsvist í Borgum kl. 13. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpusyst- kina kl. 16. í dag í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl.14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 –15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Zumba Gold námskeið fyrir styttra komna/byrjendur kl. 9.45. ZUMBA Gold framhald kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi kl. 11.30. Tanya leiðir alla hópana. Vantar þig pípara? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á frændsystkinum til að leika við eða þá að maður kúrði í rólegheit- unum inni í stofu og skellti víd- eóspólu í tækið. Þegar ég var að komast á ung- lingastigið fluttum við fjölskyldan til ömmu og bjuggum hjá henni um stund. Ég gerði mér löngu seinna grein fyrir hvað þessi tími var dýrmætur, því á viðkvæmu stigi fann ég öryggi í nærveru ömmu. Við vorum vanafastar og horfðum alltaf á sömu þættina og sátum löngum stundum við að hekla veski sem ég seldi í skól- anum fyrir vasapening. Seinna út- vegaði hún mér vinnu á Borgar- spítalanum og þar unnum við saman tvö sumur. Það var gaman að vera með ömmu í öðru um- hverfi en líka notalegt, og auðvitað fann ég hvað hún náði vel til allra, svo indæl, samviskusöm og bros- mild. Já, við náðum vel saman og oft fór ég heim með henni og gisti þegar við unnum á sömu vöktum. Við vorum vinkonur. Svo liðu árin og amma fór á eftirlaun. Ég veit ekki hvor var spenntari, hún eða við. Hún hafði alltaf gefið sér góðan tíma til að rækta áhugamálin en núna gat hún gert nákvæmlega það sem hana langaði til að gera, hvenær sem hún vildi. Hún tók allt með trompi: kórinn, dansinn, eldri- borgarastarfið, ferðalögin, ævin- týrin. En svo var hún líka mamma, og hún var amma og langamma. Og mikið sem hún leysti þau hlutverk vel af hendi. Hugsaði svo ósköp vel um allt og alla í kringum sig. Jólaboðin sem hún hristi fram úr erminni enda skipulögð með ein- dæmum. Afmæli og veisluhöld, gjafir og prjónaskapur fyrir öll litlu krílin. Hún elskaði af öllu hjarta fólkið sitt og sýndi því áhuga og umhyggju. Þetta var hún amma mín, elsku besta sem ég á eftir að sakna svo sárt. Sakna þess að geta ekki sagt henni frá öllum heimsins áhyggj- um á meðan hún hlustar róleg með athygli yfir kaffibolla og gjarnan lagköku. Fá hjá henni uppskrift. Spyrja um gamla tíma og hlusta á sögur frá því þegar hún var ung. Hlusta á hana spjalla glaðlega við barnabarnabörnin, jú eða syngja fyrir þau. Ég er svo þakklát og glöð fyrir allar fallegu og góðu minningarnar um dásamlega ömmu. Megi Guð og góðir englar vaka yfir henni um ókomna tíð. Helga Valdís. Minningarnar streyma fram í hugann og hjartað fyllist þakklæti er ég kveð þig í hinsta sinn, elsku amma mín. Þakklæti fyrir öll árin sem ég fékk að eiga með þér og fyrir að hafa átt fyrirmynd í þess- ari fallegu, sterku, kærleiksríku og lífsglöðu konu sem þú varst. Þegar ég horfi til baka í átt að æsku minni eru það samveru- stundirnar hjá ömmu í Melgerði sem standa hvað mest upp úr. All- ar þessar óteljandi stundir með þér, dætrum þínum fimm og risa- stórum frændsystkinahópi þar sem allir gátu fundið leikfélaga við sitt hæfi. Þið mæðgur voruð ötul- ar við að finna upp allar og engar sérstakar ástæður til þess að hitt- ast. Heimsóknir, sumarbústaða- ferðir, útilegur, jólaboð, afmælis- veislur, sundferðir, bíltúrar, nestisferðir, berjatínsluferðir, sól- baðsdagar á risastóru svölunum í Melgerðinu og svona mætti lengi telja. Þvílík gullnáma fyrir okkur krakkana! Það var alltaf mikið líf og fjör í Melgerðinu og þegar þú fluttir svo í litlu íbúðina þína í Nú- palindinni þá einfaldlega þjöppuð- um við okkur betur saman. Árin liðu og það kom smám saman að því að samverustundum fjölskyldunnar fækkaði. Barna- börnin þín öll orðin fullorðin, dæt- ur þínar sjálfar orðnar ömmur og þú orðin margföld langamma. Eðlilega fóru fjölskylduhitting- arnir að færast meira inn í hverja fjölskyldu fyrir sig. En amma hélt áfram að flakka á milli, mæta í af- mæli, allskyns viðburði og bara einfaldar heimsóknir. Þú ferðaðist landanna á milli til þess að hitta börn, barnabörn og langömmu- börn, vildir fylgjast með öllum og vera hluti af og þátttakandi í lífi okkar allra. Í hvert skipti sem við frændsystkinin hittumst, hvort sem það var öll saman eða bara 2-3 að fara í bíó saman, þá gladdist hjarta þitt. Fjölskylduböndin skiptu þig meira máli en allt annað og það var ekki nóg fyrir þig að þú sjálf værir tengd okkur öllum sterkum böndum heldur vildir þú að við ættum öll sterk tengsl okk- ar á milli. Ekkert gladdi þig meira en að sjá börnin þín öll mynda tengsl sín á milli, njóta lífsins sam- an og elska hvert annað. Ég hef alltaf talið mig vera svo heppna að tilheyra þessari frábæru fjöl- skyldu og hver einasta manneskja á sérstakan stað í mínu hjarta. Þó svo að lífið beri okkur oft á mis- munandi slóðir og samverustund- irnar séu ekki alveg jafn margar og þær voru í gamla daga þá eru tengsl okkar og ást til hvert ann- ars alltaf sterk vegna þess að fjöl- skyldubönd okkar eru byggð á sterkum grunni og það eigum við þér að þakka. Þú varst stórkostleg kona og fordæmi þitt er mér ómetanlegt. Sofðu rótt, elsku amma mín. Þú verður ávallt í hjarta mínu og þar munt þú lifa áfram um ókomin ár. Þín Hanna Karitas. Fallin er frá kær samferða- kona. Það er ótrúlegt hvað tíminn líð- ur hratt. Við kynntumst í leikfimi hjá Margréti Bjarnadóttur og kom fljótlega í ljós að hún var frá Suðureyri, þar sem maðurinn minn ólst líka upp. Þar af leiðandi þekktum við oft sama fólkið þegar Súgfirðinga bar á góma. Hún var einn af stofnfélögum Íþrótta- félagsins Glóðar og hefur verið virkur félagi frá stofnun þess 2004. Við höfum átt margar góðar samverustundir á liðnum árum. Við spiluðum ringó, dönsuðum og fórum saman á landsmót UMFÍ, til Gran Canaria og Portúgal með félaginu okkar, einnig tókum við þátt í sýningum, m.a. í Þjóðleik- húsinu, Borgarleikhúsinu og Ráð- húsi Reykjavíkur. Hún missti hins vegar af stórsýningu sem haldin var í tilefni af 10 ára afmæli Glóð- ar í Smáranum. Hún veiktist ein- mitt á æfingu fyrir hana. Við vor- um saman í herbergi í flestum ferðum sem farnar voru innan- lands sem utan á vegum félagsins. Sambúðin gekk vel hjá okkur. Hún hefur átt langan starfsdag og komið upp mannvænlegum börnum. Barnabörnin og lang- ömmubörnin voru henni mikils virði og hún hefur verið dugleg að sinna þeim. Hún hefur haft ánægju af hreyfingu hvers konar og alltaf verið jákvæð, glöð og hlý- leg. Við höfum haldið hópinn nokkrar ringókonur og farið í menningarferðir til Reykjavíkur og byrjuðum oftast ferð okkar í Hallgrímskirkju og eitt sinn fór- um við upp í turninn og nutum út- sýnisins. Veður var gott þennan dag og glampandi sólskin. Eitt sinn fórum við líka í bæinn þegar það var myndlistarsýning á Skóla- vörðustíg, sem var virkilega gam- an. Við vorum á fornum slóðum því að tvær okkar ólust upp í mið- bænum og Kristjana átti heima þar sín fyrstu búskaparár og einn- ig vann hún í kjötbúð Tómasar, sem var á horni Laugavegs og Skólavörðustígs. Við lentum í ýmsum ævintýrum, hittum þjóð- þekkt fólk á förnum vegi, sem gaf sig á tal við okkur og höfðum við gaman af. Þess skal getið að við völdum alltaf góðviðrisdaga til þessara ferða. Kristjana hafði yndi af söng, var í kór Trésmíða- félags Reykjavíkur, Glæðunum og nú seinni árin hefur hún sungið með Söngvinum, sem er kór aldr- aðra í Kópavogi. Hún mætti á all- ar æfingar svo fremi að hún hefði heilsu til. Hún vann á Borgarspít- alanum í mörg ár og einnig vann hún með manni sínum við bólstrun og fleira. Hún var mikil handa- vinnukona og var dugleg að prjóna ýmsar flíkur handa afkom- endur sínum, en þeir eru yfir 50. Vinkonur hennar í Glóð sakna hennar sárt. Ég vil þakka henni góð kynni og hlýju í minn garð. Samúðar- kveðjur sendi ég dætrunum og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning mætrar konu. Sigríður Bjarnadóttir. arkveðjur. Hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku vinkona, takk fyrir allar góðu stundirnar okkar. Ég bið alla englana mína að hugsa vel um þig og þig að passa þá. Ég elska þig og við sjáumst seinna. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín æskuvinkona, Kristjana Ósk. Í dag kveðjum við vinkonu okk- ar, Birgittu Rós, sem féll frá í blóma lífsins eftir baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Eftir sitjum við með sorg í hjarta en þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta sam- vista við Birgittu. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson.) Þetta vísukorn kom upp í hug- ann nú þegar Birgitta okkar verð- ur lögð til hinstu hvílu. Við vinkon- urnar eigum okkur fallega sögu. Við erum ólíkur hópur kvenna sem hafa átt því láni að fagna að vinátta okkar hefur blómstrað og þróast. Kynni okkar hófust þegar við, sjö mæður sem komum allar hver úr sinni áttinni og áttum lítið sameiginlegt, höfðum verið kosn- ar í stjórn foreldrafélags Hraun- vallaskóla. Það er óhætt að segja að það hafi verið gaman hjá okkur því þegar aðrir tóku við keflinu gat engin okkar hugsað sér að missa sambandið við þennan góða hóp. Við héldum því áfram að hitt- ast, einu sinni í mánuði. Við vorum samt ekki í hefðbundnum sauma- klúbbi heldur skvísuklúbbi! Þar héldum við áfram að skeggræða ýmislegt, segja sögur og hlæja bæði dátt og innilega. Þessi frá- bæri hópur hefur hist reglulega síðastliðin ár og á þeim tíma höf- um við brallað ýmislegt, vináttan orðið dýpri og minningarnar fleiri. Birgitta hafði orð á því oftar en einu sinni að henni þættu kvöld- stundirnar okkar skemmtilegar. Hún hlakkaði til að kasta frá sér áhyggjum, ræða saman og hlæja. Hennar eigin orð eftir eina slíka kvöldstund voru: „Takk æðislega fyrir kvöldið, elsku vinkonur. Mikið er ég glöð að hafa ákveðið að skrá mig í for- eldrafélagið hérna um árið og hitta akkúrat á ykkur gullmolana. Mér þykir afskaplega vænt um ykkur elskur og vona að mánaðar- legu saumaklúbbshláturkvöldin okkar komi til með að haldast lengi enn, þar til hrukkurnar verða orðnar svo margar að við hættum að geta talið þær, sumar komnar með bleyju, aðrar með heyrnatæki og hinar tannlausar. Hlakka mikið til að hitta ykkur næst …Luv ya.“ Nú síðast hittumst við allar í lok ágúst og það fór ekki framhjá okkur vinkonunum að Birgitta var orðin mjög lasin. Hún kom samt fyrst og fór síðust. Það hefur verið höggvið skarð í góða hópinn okkar. Birgitta er flutt yfir í Sumarlandið en við hin- ar ætlum sannarlega að halda áfram að hittast, hlæja og ylja okkur yfir góðum minningum um leið og við sköpum nýjar. Við vottum Camillu, Andra og öðrum fjölskyldumeðlimum okkar innilegustu samúð. Minning um góða vinkonu lifir. Bára, Bryndís, Fríða, Jór- unn, Linda og Zanný. Elsku Birgitta okkar. Við eig- um svo erfitt með að trúa því að þú sért farin. Hvernig getur það verið satt? Við höfum haldið hóp- inn síðan á menntaskólaárunum. Við komum allar úr mismunandi áttum en urðum mjög fljótt þéttur hópur. Við höfum átt svo margar góðar stundir saman, ferðast bæði hérlendis og erlendis og haldið ótal hittinga. Þvílík lukka að hafa átt þig að elsku Birgitta, með bjarta brosið þitt, jarðbundin, hlý og alltaf tilbúin að ræða öll okkar vandamál. Þú varst svo hugrökk og jákvæð í gegnum veikindin og tókst á við þau af æðruleysi og auðmýkt. Þvílík fyrirmynd. Takk fyrir vináttuna og minningarnar sem við eigum, þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar allra. Við átt- um eftir að gera svo margt skemmtilegt saman vinkonurnar, en það mun bíða þar til við hitt- umst á ný. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (Margrét Jónsd.) Elsku Andri, Camilla og fjöl- skylda, ykkur vottum við okkar dýpstu samúð og vonum að þið finnið styrk á þessum erfiðu tím- um. Þínar vinkonur, Adda, Ásdís, Elísa, Hrefna F., Hrefna H. og María. Ávinningur - ástríða - ánægja Samvera - sátt - sameining Trúnaður - traust - tryggð Það getur hvert okkar sem þekkti til sambands Birgittu og Andra fundið þessum orðum eða öðrum rímorðum ástarinnar stað í hjónabandi þeirra. Ástvina sem örlög lífs og dauða hafa nú aðskil- ið. En ást er aðeins orð uns tvær manneskjur hafa gefið því merk- ingu og gert það að leiðarstefi lífsins. Tvær sálir er speglast í einkalífi og athöfnum daglegs lífs. Sú mynd verður okkur sam- starfsfólki Andra ævinlega föst í minni. Hvernig þau Birgitta voru í glöðum hóp ávallt nálæg hvort öðru. Hvernig þau héldust í hend- ur, skiptust á glettnum athuga- semdum, skellihlógu, bentu hvort öðru á það sem fyrir augu bar eða tóku þátt í samræðum okkar hinna. Birgitta Rós Björgvinsdóttir kom okkur fyrir augu sem fremur hlédræg stúlka. Hógvær, en gam- ansöm á sinn stillta hátt. Fögur ung kona með sposkan svip og blikandi spékoppa í augnkrókun- um. Með sterka og gefandi nær- veru sem smitaði með mildum hætti í hjarta hvers manns. Í þau hjörtu sem nú gráta. Birgitta Rós var sannarlega rósin í lífi Andra vinar okkar og Camillu dóttur þeirra. Það er hverjum manni til eftirbreytni sem hefur heyrt Andra tala um konuna sína. Þar leiddi ástin hvert orð. Af styrk og æðruleysi annaðist hann og studdi Birg- ittu í veikindum hennar, dag hvern. Þolgæði og kjarkur er það sem við minnumst Birgittu fyrir síð- asta árið. Hvernig hún sem taldi niður dagana sendi okkur hinum þau skilaboð að lífið er núna. Eða eins og hún skrifaði: elskum og njótum því lífið er dýrmætt. Okkar hjartfólgni Andri, Ca- milla, foreldrar, tengdaforeldrar og ástvinir allir. Við sem fylgjum Birgittu í dag minnumst hugrekk- is hennar, glaðværðar og hlýju. Hugur okkar og bænir eru tileink- aðar ykkur. Vélfangsfjölskyldan. Skarphéðinn K. Erlingsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.