Morgunblaðið - 29.10.2018, Side 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Varastu stóryrtar yfirlýsingar og
skuldbindingar sem kunna að koma þér í koll.
Ef eitthvað er ekki skemmtilegt skaltu sleppa
því.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhverra hluta vegna eru allir stað-
ráðnir í að koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi í dag. Styttu þér stundir við lestur,
gönguferðir eða bara það sem gleður þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Í dag er rétt að huga að mark-
miðum og væntingum. Svo virðist sem allir
séu til í að rétta þér hjálparhönd. Gamall vin-
ur skýtur upp kollinum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Farðu vel að því fólki sem þér er kært
því þú vilt hafa alla góða. Brostu framan í
heiminn og taktu hlutunum hæfilega alvar-
lega. Mismæli geta dregið dilk á eftir sér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt erfitt með að fyrirgefa það sem
gert var á þinn hlut. En langrækni fer bara
verst með þig. Láttu ekki segja þér það tvisv-
ar að fara í frí.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag er notalegt að rækta vinskap og
blanda geði við aðra. Með lagni tekst þér að
ryðja öllum hindrunum úr vegi. Vandaðu til
verka.
23. sept. - 22. okt.
Vog Reyndu að standa á móti öllum löng-
unum til þess að eyða peningum í hluti sem
þú ekki þarft bráðnauðsynlega á að halda.
Það skiptir þig engu þótt þú sért á milli tann-
anna á fólki.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhver gæti sakað þig um eigin-
girni og sjálfselsku í dag. Vertu því ekki
smeyk/ur þótt þér sýnist margt snúið við
fyrstu sýn í verkefni sem þér var úthlutað.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er mikilvægt að þú haldir
áfram að einfalda hlutina í lífi þínu. Nú er rétti
tíminn til að sleppa tökunum á öllu því sem
hefur haldið aftur af þér sl. ár.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það getur tekið í að þurfa stöðugt
að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Sýndu
umburðarlyndi en haltu þínu striki. Öfund er
ekki til í þinni orðabók.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu tungu þinnar því aðrir
kunna að vera mjög auðsærðir. Þú svífur um
á bleiku skýi, það er í lagi í einhvern tíma, en
ekki of langan.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hugmyndaauðgi þín er mikil í dag og
það skaltu notfæra þér meðan er. Þú stendur
á vegamótum, taktu þér þinn tíma til að
ákveða framhaldið.
Borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykja-vík Pawel Bartosek kynnti í síð-
ustu að hann ætlaði héðan í frá ekki
að svara erindum fjölmiðlamanna
strax þegar þau berast heldur gefa
sér allt að tvo sólarhringa til að melta
málin og svara þá. Einnig að hætta
öllu huggulegheitaspjalli við fjöl-
miðlamenn og gauka að þeim upplýs-
ingum. Því til viðbótar að vera með
opinbert bókhald um mætingar sínar
á mannamót og fundi með hags-
munaaðilum. Með þessu ætlar borg-
arfulltrúinn að hafa allt í starfi sínu
yfir vafa.
x x x
Fyrir nokkrum dögum var frá þvígreint að í grunnskólum hafa nú
verið settar víðtækar reglur um per-
sónuvernd; aðgangi að skólunum er
vandlega stýrt og foreldrum gert að
gæta þagmælsku um starfið í skóla
barna sinna. Allt sem þar fari fram sé
trúnaðarmál. En munum nú samt að
þegar krakkar koma heim úr skól-
anum og mamma og pabbi spyrja
hvernig dagurinn hafi verið segja
börnin frá því; bæði ljúfu og leiðu.
Því er útilokað að grunnskólinn sé
eða megi verða vé launhelga.
x x x
Heilbrigð skynsemi segir okkur aðsumt svo sem í skólastarfi – rétt
eins og lífinu sjálfu – á ekki að vera
fóður í almennum kjaftagangi, svo
sem ef nemendur eiga á brattann að
sækja, gengur illa í námi, eiga við
veikindi að stríða og svo framvegis.
Að vera ekki að blaðra um slíkt telj-
ast almennir mannasiðir.
x x x
Að stjórnmálamaður setji sér form-legar reglur í samskiptum við
fjölmiðla og persónuverndarreglur
verði ráðandi í skólastarfi er annars
hluti af almennt leiðinlegri þróun;
það er að formbinda alla mögulega
hluti og setja í regluverk. Slíkt getur
undir mörgum kringumstæðum átt
rétt á sér en við erum illa stödd þegar
og ef prótókollur á að gilda um
hvunndagsleg samskipti almennings
og þeirra sem eiga meira undir sér.
Við erum öll jöfn og múrar milli fólks
að hverfa en tilhneigingin sem Vík-
verji lýsir hér að framan er öll á hinn
veginn. vikverji@mbl.is
Víkverji
Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann
er góður, því að miskunn hans varir
að eilífu.
(Sálm: 106.1)
Fyrir hálfum mánuði rúmumbirti Geir Thorsteinsson
„Stökur um ást“ á Boðnarmiði, –
einlægar og fallegar:
Þú sífellt huga seiðir minn
sem ég fyrir töfrum finn.
Ætíð brennur koss á kinn
kossinn mjúki, ljúfi þinn.
Elsku hjartans yndið mitt,
ástar ljúfa kona.
Enga hef ég áður hitt
sem í mér kveikir svona.
Þú ert rósin, rósin mín
rós í mínu hjarta.
Ávallt betur, skýrar skín
skæra ástin bjarta.
Yndisfalleg rauða rósin er
roða slær á blöðin sín
kemur til þín, kærleik ber
kossa sendir, ástin mín
Rósirnar eru farnar að fölna
og fella blöðin sín.
Allt sem lifir, um síðir mun sölna
seinast þú, ástin mín.
Á meðan fölur máninn skín
merlar endurminning.
Um þig eina ástin mín
okkar fyrsta kynning.
Emil Als býr nú í Félagsbústöð-
um við Dalbraut. Hann sendi mér
þessa athyglisverðu stöku sem vel
má verða okkur til umhugsunar:
Má nú kallast léttingi,
áður var hann hetja,
er þá mælt á málþingi
hvar skal manninn setja.
Með lausn sinni á gátunni á laug-
ardag bað Helgi Seljan fyrir kveðju
til Guðmundar gátusmiðs:
Gátuvísurnar gleði veita
ef gefst við þeim réttast svar.
Í Guðmundarhaugi gullsins leita
og gullkornin finnast þar.
Mér finnst þessar vísur Jónasar
Hallgrímssonar alltaf jafn
skemmtilegar:
Bósi! geltu, Bósi minn!
En bíttu ekki hundur!
ella dregur einhver þinn
illa kjaft í sundur.
Hafðu ekki á þér heldra snið
höfðingja, sem brosa,
en eru svona aftan við
æru manns að tosa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Stökur um ást og gullkorn
„MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ KAUPA
SÆLGÆTISSTYKKI OG HJÁLPA MÉR AÐ
VERÐA LÖGHLÝÐINN Á NÝ?“
„ÞÚ VIRÐIST HAFA ÞÁ KOSTI SEM VIÐ
ERUM AÐ LEITA EFTIR Í BÓKHALDARA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stundum að taka upp
brotin og byrja upp á
nýtt.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG SEGI PÚKA ÖLL
LEYNDARMÁLIN MÍN
ÞAÐ MÁ EKKI NEYÐA BANGSA
TIL AÐ BERA VITNI GEGN
EIGANDA SÍNUM
ÞAÐ ER TALIÐ AÐ
FULLT TUNGL GETI
BREYTT SKAPI
MANNS!
ER ÞAÐ EKKI
ÓTRÚLEGT?
MEH.
FULL FLASKA
GERIR ÞAÐ
SAMA!