Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
VÖNDUÐ JEPPADEKK
Á FRÁBÆRU VERÐI
STÆRÐ 315/70R17
49.600,- kr.
STÆRÐ 285/70R17
46.900,- kr.
ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900
WWW.ARCTICTRUCKS.IS
ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR!
Þjóðleikhúsið frumsýndi Samþykki eftir
Fagmenn Oft eru leikarar duglegir að mæta. F.v Guðrún Jóna Stefáns-
dóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Þór Óskarsson og Sonja Jónsdóttir.
Glatt á hjalla Örn Árnason, Ari
Matthíasson, Pálmi Gestsson og
Sigurlaug Halldórsdóttir.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Er ekki merkilegt að það gerist enn
á 21. öld að til verða nýjar sögur um
álfa og huldufólk sem búa í steinum
og hólum? Þjóðfræðingurinn Bryn-
dís Björgvinsdóttir komst meðal
annars að þessu þegar hún rannsak-
aði álfabyggðir vegna nýrrar bókar:
Krossgötur – álfatrú, álfabyggðir og
bannhelgi á Íslandi.
„Dæmi um þetta er Ófeigskirkja í
Gálgahrauni í Garðabæ sem var
færð til vegna vegalagningar út á
Álftanes árið 2015. Álfasjáandi kom
að ferlinu enda hafði steininn verið
kallaður álfakirkja. Eftir samninga-
viðræður sættust hinar huldu verur
á að Vegagerðin fengi að færa stein-
inn og koma honum niður á nýjum
stað. Sagt var að flutningarnir hefðu
verið gerðir í sátt og samlyndi við
álfana sem í hrauninu búa. Þá má
einnig nefna Grástein í Grafarholti
en fjölmiðlafár varð í kringum hann
árið 1971 vegna vegalagningar. Urðu
ýmis óhöpp og slys svo að menn vildu
síður færa steininn vegna íbúa hans
– en þegar málið var kannað kom í
ljós að engar álfasögur voru til
tengdar þessum steini til þessa dags.
Sumir vildu einnig meina að óhöpp
sem tengd voru flutningunum hefðu
orðið áður en steininn var færður,“
segir Bryndís. „Því má segja að nýir
álfasteinar geti orðið til enn þann
dag í dag rétt eins og fyrr á tímum
og að sama skapi gleymast aðrar
álfabyggðir. Ég skoðaði ýmsar heim-
ildir um álfabústaði og fann t.d. eina
frásögn í bók frá 1963. En þegar ég
hringdi á staðinn virtist þessi saga
hafa gleymst. Í öðrum tilvikum lifir
bannhelgin lengur, eins og kom í ljós
þegar ég hringdi á Skriðuklaustur til
að grennslast fyrir um álagakjarr
sem nefnt var í sömu heimild. Þá
fékk ég það svar að bragði að það
væri ekkert kjarr lengur heldur
myndarleg tré.“
Mannfólkið lagar sig
að huldufólkinu
Bryndís er þjóðfræðingur og rit-
höfundur og hefur unnið að bókinni í
fjögur ár í samstarfi við Svölu Ragn-
arsdóttur ljósmyndara. Þær hafa
ferðast um landið til að kortleggja og
ljósmynda svæði þar sem heimar
mannfólksins og huldufólksins mæt-
ast, s.s. þar sem skipulagi eða hönn-
un og staðsetningu húsbygginga hef-
ur verið breytt til að raska ekki ró
álfasteina og annarra bannhelgra
staða. „Fljótlega komumst við að því
að þessa staði má finna um allt land
og ekki er bara um að ræða álfa-
steina heldur líka huldufólkskletta,
álagabletti, álagasteina, dverga-
steina, fornmannahauga og völvu-
leiði,“ útskýrir Bryndís og segir að
bókin sé fjarri því tæmandi upptaln-
ing á slíkum stöðum. „Við fjöllum um
54 staði í okkar bók en sagt hefur
verið að álagablettir hafi verið við
hvern sveitabæ hér áður fyrr. Það
væri því ævistarf að ætla að taka
saman alla þá bannhelgu staði sem
hér hafa verið.“
Bara á höfuðborgarsvæðinu má
finna allmörg dæmi þar sem hefur
þurft að laga byggð mannanna að
kröfum álfa og huldufólks. „Stund-
um eru áhrif hjátrúarinnar mjög
greinileg, þó að fólk pæli kannski
ekki í því í dag af hverju tiltekin gata
liggur eins og hún gerir, eða ákveðið
hús sé staðsett á skjön við önnur hús
í hverfinu. Í Ármúlanum er t.d. að
finna huldumannastein á miðju bíla-
stæði á bak við parketverslun. Sum
sé: í miðju bílastæðinu er þetta bann-
helga svæði sem fær að vera í órækt
enda á mannfólk ekki að koma ná-
lægt því,“ segir Bryndís. „Annar
álfasteinn er í Merkurgötu í Hafnar-
firði og átti að sverfa af honum en
það gekk erfiðlega svo að m.a. bor
sem notaður var til verksins brotnaði
og stendur ennþá pikkfastur í stein-
inum. Hann minnir dálítið á sverðið
Excalibur svona hálfur upp úr stein-
inum.“
Samviska og sjálfbærni
Um allan heim má finna sögur um
dularfullar verur og anda sem virðast
lifa í hliðstæðum heimi og stundum
hjálpa mannfólkinu eða hrella það. Í
Taílandi má t.d. finna lítið musteri við
flest hús, eða borða bundna utan um
tré til að marka staðina þar sem andar
búa. Í arabalöndum eru það djinn sem
hafa sams konar stöðu og Írarnir eru
þekktir fyrir uppátækjasama búálfana
sína. Bryndís segir hægt að finna ýms-
ar skýringar á því að Íslendingar, eins
og aðrar þjóðir, búa til sögur um
hulduverur. Ein tilgáta er að trú á álfa
og huldufólk hafi verið leið fyrir for-
feður okkar að líta á eigin gjörðir út frá
sjónarhorni annarra: „Hulduverurnar
eru iðulega nágrannar mannfólksins,
og búa oftast í túnfætinum. Þær geta
verndað og hjálpað ef vel er komið
fram við þær en hefnt sín grimmilega
ef þeim er misboðið. Í þessum verum
gat fólk endurspeglað ákvarðanir sínar
og framkvæmdir, og kannski gætt sín
á að láta þá ekki bara sérhagsmuni
sína ráða för eða velja þann kost sem
myndi skila þeim skjótfegnum gróða á
kostnað annarra.“
Segir Bryndís að trúin á álfa hafi
jafnvel þjónað n.k. sjálfbærnihlutverki
og knúið fólk til að reyna að sjá hlutina
í stærra samhengi, og út frá þörfum
samfélags og samferðafólks til lengri
jafnt sem skemmri tíma. „Við sjáum
það stundum í þeim refsiaðgerðum
sem verur eins og álfar beita, að þeir
hefna sín ekki endilega á þeim sem
braut gegn þeim heldur á börnum
þeirra eða samferðafólki: er það þá
næsta kynslóð sem geldur fyrir tillits-
leysi eða athæfi þeirra sem eldri eru.“
Álfatrúin kann líka að hafa þjónað
Nágrannar
okkar
huldufólkið
Víða hefur byggð mannanna verið
breytt til að raska ekki ró álfasteina