Morgunblaðið - 29.10.2018, Page 37

Morgunblaðið - 29.10.2018, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 »SNIP SNAP SNUBBUR, mynd- listarsýning Guðmundar Thorodd- sen, var opnuð í aðalsal Hafnarborgar í fyrradag. Guðmundur sýnir þar mál- verk, teikningar og skúlptúra. Á und- anförnum árum hefur hann fjallað um karlmennsku og stöðu feðraveldisins í verkum sínum með gagnrýnum og gamansömum hætti. Nú kveður við annan tón en karlarnir sem einkennt hafa verk hans lauma sér þó enn inn í verkin sem eru mun óhlutbundnari en fyrri verk Guðmundar. Sýning á verkum Guðmundar Thoroddsen var opnuð í Hafnarborg um helgina Kát Ágústa Kristófersdóttir og Ólafur Kvaran brostu breitt. Mætt Bragi Bergþórsson og Rakel Björt Jónsdóttir létu sjá sig. Bros Sigríður Björk Jónsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Geislandi Elín Fanney Leósdóttir og Steinunn Sveinsdóttir voru sann- arlega ánægðar með daginn og sýninguna. Ákveðið hefur verið að Sænska aka- demían (SA) muni ekki taka inn fleiri nýja meðlimi það sem eftir lifir árs. Þetta segir Anders Olsson, starfandi ritari SA, í samtali við sænsku fréttaveituna TT. „Það er okkar mat að við séum komin eins langt og þörf er á þetta haustið. Það er tilfinning okkar að við höfum náð ákveðnum stöðug- leika í akademíunni og að við þurfum því ekki að flýta okkur með fram- haldið. Það mikilvægasta er að við vöndum okkur eins mikið og mögu- legt er og að við komumst að almennilegu samkomulagi um það hvernig standa skuli að valinu inn í akademíuna,“ segir Olsson. Sam- kvæmt frétt SVT hafa meðlimir SA á síðustu mánuðum unnið markvisst að því að fylla sætin sem losnuðu þegar Sara Stridsberg, Klas Öster- gren, Lotta Lotass og Kerstin Ek- man hættu formlega. Fyrr í þessum mánuði var til- kynnt að samkomulag hefði náðst um að bjóða Jilu Mossaed, Eric M. Runesson og Mats Malm að taka sæti í SA, sem þau þáðu öll. „Okkur hefur tekist vel til í valinu á þessum þremur og við ættum ekki að flýta okkur. Við höldum ferlinu áfram snemma í vor – það er að minnsta kosti niðurstaðan núna,“ segir Ols- son. Spurður hvort biðstaðan nú í vali á nýjum meðlimum sé til komin vegna þess að mál Katarinu Frost- enson, eiginkonu Jean-Claude Arnault sem nýverið hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgun, sé enn óútkljáð vísar Olsson því á bug. „Við munum halda áfram að vinna með mál Katarinu Frostenson,“ seg- ir Olsson. Eins og nýverið var greint frá hefur SA skriflega hvatt Frost- enson til að draga sig tafarlaust út úr öllu starfi SA til frambúðar, að öðrum kosti verði hafin sjálfstæð rannsókn á ásökunum þess efnis að Frostenson hafi rofið trúnað við SA. silja@mbl.is Ekki fleiri nýir með- limir valdir inn í ár AFP Starfandi ritari Anders Olsson.  Áfram unnið með mál Frostenson ICQC 2018-20 SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is föstudaginn 30. nóvember Við komum víða við í ár, heimsækjum fjölda fólks og verðummeð fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. PÖNTUN AUGLÝSINGA: til 26. nóvember. Morgunblaðsins kemur út Jólablað Litrík Þau Natalía Jóhannsdóttir og Auðunn Kvarann nutu sín vel. Morgunblaðið/Eggert Flottir Ármann Reynisson og lista- maðurinn Guðmundur Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.