Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 40

Morgunblaðið - 29.10.2018, Síða 40
Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræð- ingur segir frá þeim ævintýrum sem hægt er að kalla „stjúpusögur“ á Borgarbókasafninu í Spönginni í dag kl. 17.15. Í ævintýrum vilja stjúpur oft valda stjúpbörnum sínum skaða á einhvern hátt. Rósa kynnir einnig til leiks sögur af góðum stjúpum, sem þrátt fyrir að vera jafnvel af skessukyni hjálpa stjúpbörnum sínum í vanda við að sigrast á ýmsum erfiðleikum. Vondar stjúpur, góðar stjúpur og skessur MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 302. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Íslenska landsliðið í handknattleik karla lék við hvern sinn fingur þegar það mætti Tyrkjum í undankeppni EM í handknattleik í Ankara í gær. Liðið vann 11 marka sigur, 33:22, og situr eitt í efsta sæti þriðja riðils undankeppninnar að loknum tveim- ur umferðum. Framúrskarandi varn- arleikur í síðari hálfleik lagði grunn að sigrinum. »2 Stórsigur í Ankara og efsta sæti í höfn ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Það er mjög sérstakt að fá þær fréttir allt í einu að yfirmanninum þínum hafi verið stungið í stein- inn. Þetta hefur fyrst og fremst verið bæði erfitt og skrítið fyrir leikmenn liðsins en félagið tók þá ákvörðun um helgina að reka Maes. Þegar hlutirnir æxlast þann- ig er það oftast þannig að aðstoðarþjálfarinn tekur við,“ segir Arnar Þór Viðarsson sem var í gærmorgun ráðinn þjálf- ari belgíska knatt- spyrnu- liðsins Loke- ren. »1 Fyrst og fremst erfitt og skrítið fyrir alla ÍSLAND Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Breiðholtið er fjölmenningarsam- félag með öllum þeim félagsauði sem því fylgir. Mér finnst hverfið hafa þróast vel sem og menning þess. Mér finnst mikil gæfa að börn- in mín alist upp við að heyra og sjá ólík tungumál. Það er dýrmætt veganesti fyrir lífið,“ segir Sara Björg Sigurðardóttir Breiðholtsbúi. 22 tungumál í skólanum Á laugardag var í Breiðholtsskóla haldin í þriðja sinn fjölmenningar- hátíð Bakka- og Stekkjahverfis, en í þeirri byggð er fjöldi íbúa af erlend- um uppruna. Á hátíðinni gafst m.a. gott tækifæri til tala saman, smakka á fjölbreyttum mat, upplifa dans af ýmsum toga, syngja í karókí og fleira. Heiðursgestur var forseti Ís- lands, Guðni Th. Jóhannesson. Í Breiðholtsskóla eru töluð 22 tungumál auk íslensku og um þriðj- ungur barna er með annað móður- mál en íslensku. Sú staðreynd lýsir vel að í Neðra-Breiðholti er al- þjóðlegt samfélag sem er í sífelldri þróun. „Ég hitti daglega fólk með annað móðurmál en íslensku; í skól- anum, íþrótta- og tómstundastarfi og víðar. Það breytist margt þegar maður eignast börn. Með börnum fylgja vinir,“ segir Sara og heldur áfram: „Flestir foreldrar vilja þekkja til foreldra vina barna sinna og kynnast þeim. Í Breiðholtsskóla hefur starf foreldrafélagsins verið mjög öflugt. Börnin tengja okkur saman og það er samfélagsleg ábyrgð okkar foreldra að reyna gera allt sem við getum gert til að láta öllum börnum líða vel, þannig að þau finni sig í skóla og frístunda- starfi.“ Fullt af áskorunum Að þessu sinni var þema hátíðar- innar heilsa í sinni víðustu mynd sem sé líkamleg, andleg og félags- leg. Upphafið er umfjöllun um aukna vanlíðan og kvíða meðal barna og unglinga sem og vonda þróun í vímuefnaneyslu. „Forvarnar- starf fyrir heilsueflingu þarf að byrja sem fyrst. Fyrsta og annað skólastigið er kjörinn vettvangur til þess. Lífið er fullt af áskorunum. Þá er gott að vita að margvíslegar leiðir eru til að leysa úr vanlíðan aðrar en vímuefni. Samtalið þarf að eiga sér stað. Börn eru opin og úrræðagóð. Það þarf að skapa þeim svigrúm til að finna sér þá leið sem hentar hverju og einu, hvort sem það eru íþróttir, dans, söngur, skátastarf eða listsköpun,“ segir Sara og heldur áfram: „Í undirbúningi okkar fyrir hátíð- ina í ár kom í ljós að við erum alls ekki svo ólík þrátt fyrir ólíkan upp- runa. Það skiptir ekki máli hvort uppruni okkar er úr Borgarfirði eða frá Srí Lanka. Öll reynum við að finna leiðir til að láta okkur líða vel.“ Eykur víðsýni Sara var í forystuhlutverki við undirbúning hátíðarinnar sem marg- ir komu að. „Það er dýrmætt vega- nesti fyrir börnin okkar, sem alast upp í alþjóða- og upplýsinga- samfélagi 21. aldar, að fá að vaxa úr grasi með börnum af ólíkum upp- runa, heyra önnur tungumál og sjá framandi stafróf. Það eykur víðsýni, fyllir þau þekkingu og síðast en ekki síst fær þau til að bera virðingu fyr- ir uppruna félaga sinna og vina,“ segir Sara að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjölmenning Dýrmætt veganesti fyrir börnin að alast upp í alþjóða- og upplýsingasamfélagi, segir Sara Björg Sig- mundsdóttir. Í baksýn sjást veggspjöld og myndir nemenda í Breiðholtsskóla þar sem hátíðin var haldin. Víðsýni og vinátta  Alþjóðlegt Breiðholtshverfi  Tugir tungumála í skól- anum  Börnunum fylgja vinir  Látum okkur líða vel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.