Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 1
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta HLEYPUR AF ÞVÍ AÐ HÚNGETUR ÞAÐÓTRÚLEGVIÐBRÖGÐ hebys býður upp sérstakt Porche skrifborð síðar í október 4 Heiðveig María Einarsdóttir vill með formannsframboði sínu efla samstöðu meðal verkalýðsfélaga sjómanna. 6 VIÐSKIPTA Árlega les Rúna Hauksdóttir Hvannberg bókina um Bangsímon, til að tengja við barnið í sér og minna sig á að líta á heiminn út frá vináttu. 4 ot Unnið í samvinnu við S Takast á um Haffjarðará Þegar einkahlutafélagið Dreisam ehf. hafði gengið frá undirritun samnings um kaup á 50% hlut í hinni rómuðu laxveiðiá, Haffjarðará, af fé- laginu Akurholti ehf., ákvað eigandi félagsins Geiteyrar að stíga inn í kaupin og draga á forkaupsrétt- arákvæði sem skrifað hafði verið undir í hluthafasamkomulagi milli aðila. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að Dreisam ehf. hafi farið fram á lögbann á því að Geiteyri gæti nýtt sér forkaupsréttinn en hluthafa- samkomulagið mun ekki hafa verið meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar þegar gengið var frá samningi milli Dreisam og Akur- holts. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að eigandi Akurholtshafi ákveðið að draga til baka ákvörðun sína um söluna á eignarhlut sínum í ánni í kjölfar þess að eigandi Gei- teyrar gerði sig líklegan til þess að nýta fyrrnefndan forkaupsrétt. Þar sem fullgild skjöl, er vörðuðu fyrrnefnt hluthafasamkomulag, voru lögð fyrir embætti sýslumanns var lögbannskröfunni hins vegar vísað frá. Félagið Dreisam ehf. er í 100% eigu Jónasar Hagan Guðmunds- sonar. Hafði félagið gengið frá kaup- um á fyrrnefndum hlut í ánni af Akurholti hf. sem er í eigu Einars Sigfússonar, sem lengi rak versl- unina Sportkringluna. Einar eign- aðist hlutinn í ánni í árslok 1996. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ViðskiptaMogginn ekki fengið stað- fest hvert kaupverð hlutar Akurholts í Haffjarðará átti að vera. Eignar- hlutdeild félagsins í ánni tengist helmingseign í jarðeignunum við Haffjarðará og Oddastaðavatn á Snæfellsnesi annars vegar og hins vegar helmingi stangveiðiréttar í ánni og vatninu. Viðræður enn í gangi Þrátt fyrir þá staðreynd að Geit- eyri ehf. hafi með inngripi sínu komið viðskiptum Akurholts ehf. við Drei- sam ehf. í Haffjarðará í uppnám munu fjárfestar enn leita leiða til þess að tryggja sér eignarhald á ánni. Þannig mun Dreisam ehf. enn stefna að því að leggja fram tilboð í ánna og nærliggjandi jarðir. Heim- ildir ViðskiptaMoggans herma að fleiri fjárfestar renni hýru auga til árinnar. Haffjarðará hefur lengi verið með fengsælustu laxveiðiám landsins og um langt árabil var hún eina á lands- ins þar sem aðeins var leyfilegt að veiða á flugu. Samkvæmt tölum sem birtar voru í Morgunblaðinu 22. sept- ember síðastliðinn höfðu 1.545 laxar komið á land í Haffjarðará á þeim tímapunkti. Var hún þar með í sjötta sæti yfir aflahæstu ár þessa árs. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Allt stefnir í að félagið Geiteyri ehf. eignist allan veiðirétt í Haffjarðará en félagið hyggst nýta for- kaupsrétt að helmingshlut Akurholts ehf. í ánni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Haffjarðará er ein þekktasta laxveiðiá landsins og við hana standa veiðihús sem tengjast meðal annars sögu Thors-ættarinnar órjúfanlegum böndum. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 4.4.‘18 4.4.‘18 3.10.‘18 3.10.‘18 1.755,11 1.623,02 135 130 125 120 115 121,35 131,15 Októbermánuður árið 2008 var ör- lagaríkur í sögu íslensku þjóðar- innar. Gengi krónunnar hrundi, bankarnir fóru í þrot, einn af öðrum, og íslenskt fjármálakerfi liðaðist í sundur. Atburðarás fór af stað sem enginn vissi hvernig myndi enda. ViðskiptaMogginn rekur hina ör- lagaríku atburði í október í miðopnu blaðsins í dag, sem hófust 29. sept- ember þegar íslenska ríkið yfirtók 75% hlut í Glitni banka til að forða honum frá gjaldþroti. Í kjölfarið fylgdu fleiri yfirtökur og mál sem þróuðust út í milliríkjadeilur. Við tóku miklir óvissutímar hjá þjóðinni sem beið á milli vonar og ótta eftir því sem koma skyldi. Lífskjör al- mennings áttu eftir að versna til muna, skuldastaða heimilanna stökkbreyttist og gjaldþrot blasti við einstaklingum sem margir brugðu á það ráð að freista gæf- unnar erlendis. Örlagaríkir dagar í október 2008 Morgunblaðið/Golli Fundað var í Stjórnarráðinu um miðjar nætur haustið 2008. ViðskiptaMogginn stiklar á stóru í atburðarásinni í október 2008 í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá hruni. 8 USMCA-samkomulagið á eftir að hvetja Bandaríkjaforseta til að halda uppteknum hætti í samskiptum við önnur lönd. Trump komst upp með fautaskapinn 10 Eftirlitsstofnanir munu vænt- anlega hella sér yfir bankann og kannski verður Danske sektaður um allt að einn milljarð evra. Lex: Kaldir haust- mánuðir hjá Danske 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.