Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ARION -5,63% 82,1 ORIGO +4,39% 21,4 S&P 500 NASDAQ -0,05% 8.042,409 +0,77% 2.936,44 +0,00% 7.510,28 FTSE 100 NIKKEI 225 4.4.‘18 4.4.‘183.10.‘18 3-10.‘18 1.800 802.400 1.993,53 2.175,95 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 85,35 -0,04% 24.110,96 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 67,64 60 Samkvæmt nýrri rannsókn sem Páll Melsted Ríkharðsson, prófess- or og deildarforseti viðskiptadeild- ar Háskólans í Reykjavík vann með Carsten Rohde og Leif Christensen hjá Copenhagen Business School, þá eru íslensku bankarnir nú mun betur búnir undir annað bankahrun af þeirri stærðar- gráðu sem varð hér á landi árið 2008. „Rannsókn okkar tók meira en eitt ár og fór fram með sam- tölum við tugi bankamanna og bankastjórnenda í þremur íslensk- um og þremur dönskum bönkum,“ segir Páll í samtali við Morgun- blaðið. Unnu bæði fyrir og eftir hrun Viðmælendur í rannsókninni áttu það sameiginlegt að sögn Páls, að hafa unnið í bankakerfinu bæði fyrir og eftir hrun. Hann segir að höfundar hafi reynt að átta sig á því hvað hefði breyst í stjórnarháttum bankanna frá hruni. Páll segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að bankarnir, eink- um þeir íslensku, hafi breyst mik- ið, og þeir séu í dag miklu sterkari stofnanir en þeir voru fyrir hrun. Páll segir að stjórn- og eftirlits- kerfi bankanna fyrir hrun hafi ver- ið árangursdrifið með öflugum umbunar- og hvatningarkerfum, og þess hafi séð stað í öllum mæli- kvörðum og menningu. Allt miðaði að því að skapa sem mesta sölu og ná sem mestum árangri í að auka umsvif í fjárfestingum og öðru. „Eftir hrun hinsvegar hefur starf- semin breyst í að vera meira áhættustýrð. Til dæmis eru áhættudeildir íslensku bankanna með um 40 starfsmenn, á meðan það eru enn um 5 – 6 í dönsku bönkunum. Áhættustýringin er því margfalt meiri hér en þar.“ Þá segir Páll að aðhald hafi stór- aukist í lögum og reglum. Fjár- málaeftirlitið sé sterkara og með meira valdsvið en það hafði. Aukin áhersla sé á innri endurskoðun og reglusetningu. Ennfremur segir hann að stjórnunarinnviðirnir séu sterkari og betur búnir undir hvers konar áföll. „Fyrir hrun voru gildi bankanna gjarnan með vísun í hraða og áhættusækni, en eftir hrun hefur áherslan verið meira á forsjálni, sem segir sína sögu.“ Mælikvarðarnir breyttir Páll segir að það kerfi bónus- greiðslna sem átti þátt í að kynda undir fjármálahrunið, hafi líka ver- ið afnumið. „Það er því erfiðara að koma svona stemmningu á aftur.“ Hann bætir við að mælikvarðar- nir hafi breyst sömuleiðis. Áður hafi mikið verið mælt í sölu, vexti og prósentuaukningu, en í dag séu mælikvarðarnir meira áhætta, lög, reglur og siðagildi. Páll segir að niðurstöður rann- sóknarinnar hafi verið birtar í er- lendum vísindaritum, auk þess sem bankarnir hafi fengið skýrslur. „Svo notum við þetta í kennslu, bæði hér heima og í Danmörku.“ Bankarnir betur búnir undir annað hrun Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Áhættudeildir íslenskra banka eru orðnar marg- faldar að stærð miðað við sambærilega banka í Dan- mörku, samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og danskra prófessora. Bornir voru saman þrír íslenskir bankar og þrír danskir bankar af sömu stærð, en miðað var við eignasafn og starfsmannafjölda við val á bönkum. PENINGAMÁL Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýri- vöxtum óbreyttum og verða þeir því áfram 4,25%. „Það er að hægja á í hagkerfinu. En spurningin er um hraðann,“ sagði Rannveig Sigurð- ardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri á kynningarfundinum í gær. Í yfirlýs- ingu peningastefnunefndar kemur fram að bráðabirgðatölur þjóðhags- reikninga gefi til kynna að hag- vöxtur á síðasta ári og fyrri hluta þessa árs hafi verið meiri en gert var ráð fyrir. Því gæti spennan í þjóðar- búskapnum verið meiri en spáð var. Að mati nefndarinnar benda aftur á móti bæði hátíðnivísbendingar á borð við verðbólguvæntingar fyr- irtækja og kortaveltutölur, og kann- anir, til þess að mögulega dragi hraðar úr vexti eftirspurnar en áður var talið. Greiningardeild Arion banka telur líkt og peninga- stefnunefnd að þessar vísbendingar trompi tölur um liðinn hagvöxt. Burtséð frá 7,2% hagvexti á öðrum ársfjórðungi sé hagkerfið því að kólna. Haukatónn nefndarinnar um að hún hafi „bæði vilja og tæki“ til þess að halda verðbólgu við mark- mið var ítrekaður. peturhreins@mbl.is Óbreyttir vextir en það hægir á hagkerfinu Morgunblaðið/Ómar Peningastefnunefnd Seðlabankans heldur stýrivöxtum óbreyttum. FLUGREKSTUR „Við teljum mjög líklegt miðað við EBITDA-hagnaðinn sem við erum að horfa á að kvaðirnar muni falla,“ segir Bogi Nils Boga- son, starfandi forstjóri Icelandair Group, en samstæðan sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis hún hygðist fara í viðræður við skuldabréfaeigendur sem eiga óveðtryggð skuldabréf að nafn- virði 190 milljónir bandaríkjadala. Morgunblaðið greindi frá því 29. ágúst síðastliðinn að skilmálar sem í gildi væru vegna skulda- bréfaútgáfu félagsins kynnu að vera í uppnámi vegna versnandi horfa í rekstri. Skilmálarnir kveða á um að vaxtaberandi skuldir Ice- landair megi á engu reiknings- tímabili fara yfir hlutfallið 3,5. Neðri mörk EBITDA-spár Ice- landair eru 80 milljónir dala og það virðist vera líklegur rekstrar- hagnaður fyrir árið. Í tilkynningu kemur fram að félagið meti þá möguleika sem eru í stöðunni. Þeir eru m.a. að óska eftir tímabund- inni undanþágu frá hinum fjár- hagslegu kvöðum, breytingar á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu þeirra að hluta til eða öllu leyti. Allt er opið í þeim efn- um að sögn Boga og hefur félagið mikinn sveigjanleika. „Staðan er mjög sterk. Þetta er verkefni sem við klárum auðveldlega og hefur engin áhrif á önnur plön.“ pet- urhreins@mbl.is Brostnir skilmálar hafa engin áhrif á önnur plön TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 TÖLVULEIKIR Vefsíðufyrirtækið Dress Up Games á Ísafirði sem er í eigu eina starfsmanns fyrirtækisins og stofnanda, Ingu Maríu Guð- mundsdóttur, hagnaðist um tæpar tíu millj- ónir króna á síð- asta ári. Það er meiri hagnaður en árið á und- an, þegar fé- lagið hagnaðist um rúmar fimm milljónir. Eins og fram kemur í ársreikn- ingi félagsins munar mest um hag- stæðan gengismun upp á 600 þús- und í fyrra, en gengismunurinn var neikvæður um átta milljónir árið 2016. Hagnaður félagsins fyr- ir fjármunatekjur og fjármagns- gjöld var þannig 6,5 milljónir á árinu samanborið við 13,5 millj- ónir árið á undan. Tekjur félagsins drógust mikið saman á árinu. Þær voru tæpar 27 milljónir króna, en til saman- burðar voru þær tæpar 38 millj- ónir króna árið á undan. Eigið fé félagsins nam í árslok 2017 um 139 milljónum króna og eignir námu 148 milljónum og lækkuðu um rúmar 26 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfall er 94%. Tekjur koma af auglýsingum Dress Up Games var stofnað ár- ið 1998 og hefur frá upphafi boðið upp á samsafn af dúkkulísu- leikjum sem hægt er spila ókeypis á vefnum. Tekjur vefjarins koma af auglýsingum, en aðsókn hefur frá upphafi verið mjög góð, þó hún hafi tekið að dala á síðustu árum, eins og fram kom í samtali Morg- unblaðsins við Ingu í byrjun þessa árs. Ástæðan er að hennar sögn að mestu sú að yngri krakkar eru mikið til farnir að nota spjaldtölv- ur og síma. „Þau tæki spila ekki flash-leiki, en það leikjaformat hefur verið algengast meðal vef- leikja sem eru spilaðir í netvöfr- um. Ég byrjaði árið 2016 að fram- leiða html5-leiki sem er hægt að spila á símum og spjaldtölvum, en það hefur verið erfitt að fá not- endur til að nota vafra til að spila leiki í símatækjum, snjallforritin virðast vera ráðandi,“ sagði Inga María í samtali við Morgunblaðið í byrjun ársins. tobj@mbl.is Dress Up Games hagnast um tíu milljónir króna Inga María Guðmundsdóttir Páll Melsted

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.