Morgunblaðið - 27.10.2018, Side 4

Morgunblaðið - 27.10.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 Bókari/launafulltrúi Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir að ráða bókara /launafulltrúa á skrifstofu sveit- arfélagsins. Um er að ræða 100% starf. Starfssvið:  Færsla bókhalds  Afstemmingar  Launavinnsla  Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu Hæfniskröfur:  Reynsla af vinnu við bókhald og launa- vinnslu  Góð tölvukunnátta / þekking á Navision bókhaldskerfi  Geta til að vinna sjálfstætt  Hæfni í mannlegum samskiptum  Nákvæm og hröð vinnubrögð Leitað er eftir reglusömum starfsmanni sem er lipur í samskiptum, fær um sjálfstæð vinnubrögð með góða þekkingu á bókhaldi og launavinnslu. Það væri kostur en ekki skilyrði að viðkomandi hafi lokið námi sem viðurkenndur bókari. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is einnig er hægt að sækja um með því að senda tölvupóst á skagastrond@skagastrond.is Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2018. Nánari upplýsingar veita Magnús eða Kristín í síma 455 2700. Sveitarstjóri STUTT STARFSLÝSING Vinna við bilanagreiningu og viðgerðir á vörubílum og rútum Þátttaka í þjálfun og símenntun BIFVÉLAVIRKI Á glæsilegasta verkstæði landsins HÆFNISKRÖFUR Réttindi í bifvélavirkjun/vélvirkjun eða mikil reynsla í faginu Gilt bílpróf, meirapróf æskilegt Góð þjónustulund og vilji til að vera virkur hluti af góðri liðsheild Kynntu þér starfið nánar og sæktu um á brimborg.is Umsóknarfrestur er til 30.11. 2018. Þú færð allar upplýsingar hjá Jóhanni Rúnari, þjónustustjóra, í síma 515 7072. Hringdu núna! Brimborg hefur opnað glæsilegasta vörubifreiða- og rútuverkstæði landsins undir nafninu Veltir að Hádegismóum 8 í Árbæ. Um er að ræða glænýja og vel tækjum búna þjónustumiðstöð fyrir Volvo atvinnutæki en rík áhersla er lögð á fagmennsku og góða umgengni í frábærri starfsmannaaðstöðu og framúrskarandi vinnuumhverfi. Komdu í fjölbreyttan hóp 40 frábærra fagmanna hjá Velti. Volvo atvinnutækjasvið er eitt af viðskiptasviðum Brimborgar og veitir forstöðu umboðum fyrir Volvo og Renault vörubifreiðar á Íslandi ásamt hópferðabifreiðum frá Volvo Bus, vinnuvélum frá Volvo og Volvo Penta bátavélum, rafstöðvum og ljósavélum. Volvo atvinnutækjasviðið heitir nú Veltir og veitir framúrskarandi viðgerðar- og varahlutaþjónustu fyrir Volvo atvinnutæki ásamt því að veita með hraðþjónustudeildinni Veltir Xpress smur-, dekkja og vagnaþjónustu.    Við leitum að drífandi einstaklingi til að leiða gæðastarf fyrirtækisins Starfssvið: • Umsjón og ábyrgð á rekstri, viðhaldi og þróun                   !            "#  $ # merkingum framleiðsluvara, áhættugreiningum og           # $    %  &      '        # "    ! Hæfniskröfur:  (  &           )           * +  -     *      *      *          .      Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að            einn elsti og rótgrónasti matvælaframleiðandi                                 !"        #  "    "   $  %" Umsóknarfrestur er til og með  &  '( og skulu umsóknir berast rafrænt á heimasíðu ))) /      Nánari upplýsingar     Elísabet Þóra Jóhannesdóttir,       elisabet@isam.is    522 2703 Fjölmenningarhátíð Bakka- og Stekkjahverfis, verður haldin í þriðja sinn í Breið- holtsskóla í Reykjavík í dag, laugardaginn 27. október, milli klukkan 13 og 15. Þar munu börn, ungmenni, for- eldrar og aðrir íbúar hverfis- ins kynna sér og fræðast um fjölbreytta menningu sam- borgara sinna með áherslu á heilsuna. Hátíðin er grasrót- arverkefni sem er unnin í samvinnu við foreldra barna í hverfinu, foreldrafélag Breið- holtsskóla og Breiðholtsskóla. „Hugsunin á bak við hátíð- ina er að tengja nærsam- félagið í hverfinu betur sam- an, auka félagsauð, vekja athygli á mikilvægi líkam- legrar, félagslegar og and- legrar heilsu þannig að flestir finni sér leið til að láta sér líða vel,“ segir í tilkynningu. Á hátíðinni gefst íbúum hverfisins að smakka mat frá ólíkum löndum, taka þátt í hópdansi, prufa hugleiðslu og gong-slökun, prjóna orm fjöl- breytileika, syngja í karókí. Íþrótta- og tómstunda- félögum í Breiðholti var boðið að koma og kynna starfsemi sína ásamt kjarnastofnunum borgarinnar sem þjónusta Breiðholt og íbúa þar. Heið- ursgestur hátíðarinnar er for- seti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjölmenning Lífið blómstrar í Breiðholtshverfinu. Fjölmenningu fagnað  Hátíð í Breiðholti  Auka félagsauð  Heilsutengt Samþykkt var á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveit- arfélaga sem haldið var á dögunum að mótuð yrði um- hverfis- og auðlindastefna fyrir Suðurland. Stefnan á að taka mið af niðurstöðum samráðsfunda sem haldnir voru fyrr í haust um helstu tækifæri og áskoranir í um- hverfis- og auðlindamálum í landshlutanum. Stefnan á að verða eitt af helstu við- fangsefnum sóknaráætlunar Suðurlands á árinu 2019. Er lagt upp með að verkefnið verði vel afmarkað svo ár- angur sé mælanlegur. Í framhaldinu verði sveitar- félög á Suðurlandi hvött til að nýta tækifærið og fella stefnuna inn í skipulags- áætlanir. Kolefnisspor sé greint Í samþykkt SASS er í fyrsta lagi lagt til að unnin verði stöðugreining á kol- efnisspori Suðurlands og svo mótuð auðlindastefna fyrir svæðið. Í stefnunni verði landbúnaðarsvæði skil- greind og þar horft til verndunar, nýtingar og end- urheimt votlendis. Sama gildi um landgræðslu og skógrækt. Hvort tveggja sé kolefnisjafnandi auk þess sem skógar skýli og skapi skilyrði til útivistar. Einnig á að greina, rannsaka og kortleggja uppsprettulindir heits og kalds vatns í hér- aðinu, fara yfir stöðu frá- rennslismála og meta tæki- færi í tengslum við vind- og sjávarfallaorku og smávirkj- anir þar sem sjálfbærni er leiðarljós. Meira í endurvinnslu Á ársþingi SASS var sömuleiðis samþykkt að unnin verði sameiginleg stefna um úrgangsmál og hvatt til þess að hún verði heildstæð á landsvísu. Einn- ig að komið verði upp sam- ræmdu sorpflokkunarkerfi á öllu Suðurlandi. „Staðan er sú að verið er að vinna að nýrri stefnu um- hverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum, sem á að liggja fyrir í vor. Stefna ráðherra mun taka mið af nýsamþykktum tilskipunum Evrópusambandsins um hringrásarhagkerfi. Stefnt er að því að mun stærri hluti úrgangs verði endur- unninn og að dregið verði stórlega úr urðun úrgangs. Aukin og ítarlegri ákvæði um útvíkkaða framleið- endaábyrgð munu líklega leiða til þess að fjölgað verði tegundum úrgangs sem munu bera úrvinnslugjald,“ segir SASS. Stefna þessi á að taka mið af sóknaráætlun Suðurlands og heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna og sömuleiðis styðja við að- gerðaáætlun Íslands í lofts- lagsmálum 2018-2030. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Suðurlandi. Þar búa í dag um 7.600 manns og í Árborg um 9.000 manns. Auðlindir í skoðun  Umhverfisstefna á Suður- landi  Vindorka  Sorp í hringrás  Náttúruvá sé greind

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.