Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Uppskrift 1 rúllubrauðtertubrauð Fylling: 1 stk. beikonsmurostur ½ l rjómi 1 tsk. karrí 3 msk. majónes 1 stk. paprika – skorin smátt 1 epli – skorið smátt 50 g beikon – steikt og skorið smátt Ofan á: 4 msk. ISIO4-olía rifinn mozzarellaostur snakk Aðferð: Beikonostur, rjómi, majónes og karrí sett í pott og hitað þar til beikonosturinn hefur bráðnað. Beikonið er steikt, skorið smátt og bland- að saman við blönduna. Paprikan og eplið eru einnig skorin smátt og blandað saman við. Fyllingunni er þá smurt á brauðtertu- brauðið, því rúllað upp og smurt að ofan með smá olíu og síðan er ostinum sáldrað yfir. Brauðréttur með eplabitum Botn: 10 stk. Caramel-nammikex. Mulið í matvinnsluvél og sett í botninn á glasi. Fylling ½ lítri rjómi 2 dósir Crème brûlée-skyr Rjóminn þeyttur og skyrinu blandað saman við. Blandan er sett ofan á Caramel-mulninginn. Bingókúlusósa 1 poki bingókúlur 30 ml rjómi Sett í pott yfir vatnsbaði og hitað þar til bingókúlurnar eru bráðn- aðar. Bingókúlu- sósunni er hellt yfir skyrfyll- inguna. Eplaskyrréttur með bingókúlusósu Uppskrift fyrir tvo botna 8 stk. eggjahvítur 440 g sykur 1 tsk. lyftiduft gelmatarlitur Fylling: ½ lítri rjómi 2 stk. epli – brytjuð smátt 10-15 vínber – skorin í fjóra bita 3 stk. marssúkkulaði Aðferð: Eggjahvíturnar eru þeyttar, sykrinum blandað saman við og blandan stíf- þeytt. Lyftidufti er síðan blandað varlega saman við ásamt matarlit. Til að móta hring er fínt að nota disk ca 26-28 cm og teikna meðfram á bök- unarpappír. Marensblandan er sett í sprautupoka og sprautustúturinn 1M notaður. Hægt að byrja að sprauta við línurnar á hringnum eða í miðjunni. Marensblandan er bökuð við 130°C hita í um 1½ klst. Rjóminn er þeyttur, eplin skorin í smáa bita ásamt vínberjunum og mars- súkkulaðinu. Þessu er öllu blandað varlega saman og sett á milli marensbotn- anna. Marensterta með eplum og vínberjum Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is „Ég hef mikið notað epli í hin- um ýmsu uppskriftum þar sem þau gefa gott bragð og lífga upp á marga rétti. Marensterta er þar efst á listanum en þegar ég byrj- aði að setja eplabita út í rjómann þá varð ekki aftur snúið. Ekki má gleyma hvað það ert margt sem passar með eplum en hægt er að leika sér með hráefni eins og kanil, súkkulaði og karamellu. Hér eru á ferðinni þrír réttir sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda epli. Marengsterta stendur alltaf fyrir sínu en skyr- rétturinn er ótrúlega ferskur með rifnum eplum. Brauðréttur með eplabitum er eitthvað sem ég var að prófa í fyrsta skipti og kom hann virkilega á óvart og hvet ég aðra til að prófa,“ segir Hjördís um uppskriftirnar þrjár sem eru hver annarri girnilegri. Ljósmyndir/Hjördís Dögg Grímarsdóttir Hjördís Dögg Grímarsdóttir heitir konan á bak við hina vinsælu heimasíðu mömmur.is en þar bakar hún eins og vindurinn og deilir með lesendum sínum. Hjördís er sannkallaður sælkeri og hér deilir hún með okkur þremur upp- skriftum sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda epli. Ljósmyndir/Hjördís Dögg Grímarsdóttir Mömmur.is Hjördís Dögg Grímarsdóttir er vinsæll bloggari og þykir sérlega flink í kökubakstri. Góðgæti Hér gefur að líta dásemdirnar sem Hjördís býður lesendum upp á. Með baksturinn í blóðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.