Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 4
Ö
ll þekkjum við þessa óskemmti-
legu tilfinningu: eina stundina
leikur allt í lyndi en svo er eins
og ósköpin dynji á: Fyrst kem-
ur kannski hnerri eða ónota-
tilfinning einhvers staðar í líkamanum. Ef til
vill vitum við ekki að eitthvað er að fyrr en
vekjaraklukkan hringir snemma morguns og
við finnum að líkaminn er ekki eins og hann
á að sér að vera: vetrarpestin er komin og
fátt annað hægt að gera en að liggja uppi í
rúmi.
En það má reyna að snúa á pestina, eða
a.m.k. draga úr líkunum á smiti og reyna að
komast hraðar og betur í gegnum veikindin.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðing-
ur í smitsjúkdómum barna hjá sóttvarnasviði
Landlæknisembættis og segir hún að einföld
ráð eins og að hnerra í olnbogabótina frekar
en lófann, og að þvo hendurnar samvisku-
samlega með vatni og sápu geti gert töluvert
gagn:
Hún segir olnbogabótina betri en hand-
arbakið þegar kemur að því að grípa fyrir
vitin þegar þarf að hnerra, enda markmiðið
bæði að afstýra því að pestin berist með lofti
og með snertingu: „Í samskiptum okkar við
annað fólk getur það hæglega gerst að það
snerti á okkur handarbakið, en það er sjald-
an að aðrir grípa um olnbogabótina á okkur,“
útskýrir Kamilla. „Ef niðurgangspestir eru
að ganga er sérstaklega mikilvægt að þvo
hendurnar vel með vatni og sápu eftir hverja
klósettferð, og að fólk hafi hendurnar hreinar
áður en það býr til mat fyrir sjálfa sig eða
aðra. Ættu þeir sem eru með niðurgang eða
sinna börnum með niðurgang að gæta alveg
sérstaklega vel að handþvottinum.“
Noti sótthreinsandi efni í hófi
Aðspurð hvort bakteríudrepandi gel og úð-
ar geti hjálpað segir Kamilla að handþvottur-
inn sé almennt mikilvægari. Það megi nota
sótthreinsandi gel, t.d. þegar komið er að
matmálstíma og hvergi hægt að komast í
rennandi vatn og sápu, eða ef engin óhrein-
indi eru sjáanleg en berar hendurnar hafa
komið við t.d. hurðarhúna sem margir
snerta. Hún ráðleggur að nota sótthreinsandi
efni í hófi: „Við höfum á okkur hjúp af örver-
um sem margar gera heilmikið gagn. Að
bera á bakteríudrepandi efni að óþörfu getur
raskað jafnvægi örveruflórunnar og mögu-
lega orðið til þess að gagnlegu bakteríurnar
drepast á meðan aðrar sem eru harðari af
sér og gera mögulega gera ógagn þrífast.“
Í Asíu, og þá alveg sérstaklega í Japan,
þykja það góðir mannasiðir að fólk með kvef
eða aðrar umgangspestir hafi grímu fyrir vit-
unum til að smita ekki aðra, og sumir hafa
það fyrir sið að setja á sig grímu þegar mikið
liggur við til að forðast möguleg
smit. Kamilla segir að það
geti mögulega dregið úr
líkunum á að dreifa
smiti í aðra að hafa
t.d. trefil fyrir
andlitinu ef
ekki verður
hjá því kom-
ist að vera
innan um
annað fólk:
„Og svo
verður að
muna að sá
sem mikið
með fingurna
undir grímunni
er þá líklegur til að
smita með höndunum
í staðinn.“
Eftir því sem einkennin
eru meiri, því brýnna er að fólk
haldi sig heima – bæði til að veikindin versni
ekki og líka til að smita síður aðra. „Lág-
mark er að hringja og tilkynna sig veikan
þegar maður er orðinn það slappur að geta
ekki gert gagn í vinnunni. En ef fólk hóstar
títt og hnerrar, eða er með mikinn nið-
urgang, þá er vissara að vera ekkert að
mæta og hætta á að smita vinnufélagana,
jafnvel þó að
vinnugetan sé
til staðar. Svo
er að muna að
stunda gott al-
mennt hreinlæti,
vera ekki að koma
við hluti frá öðrum og
hvað þá drekka úr sömu
flösku eða glasi.“
Sýni öldruðum og
ungbörnum tillitssemi
Fara þarf sérstaklega varlega í kringum
aldraða og ungbörn, og fólk sem t.d. vegna
lyfjameðferðar eða veikinda er með veiklað
ónæmiskerfi. „Ef nýtt barn er komið á heim-
ilið er ágæt regla að kyssa ekki andlit eða
hendur sem þau svo bera að andlitinu, og
fólk sem er með kvef, hor eða hósta, eða hef-
ur nýlega verið með niðurgang, ætti ekki að
halda á ungbörnum eða kyssa þau,“ segir
Kamilla
Umgangspestirnar bíta síður á þá sem eru
hraustir fyrir, og þeir yngstu og elstu geta
vænst þess að þurfa lengri tíma til að jafna
sig á veikindunum. Segir Kamilla engin
töfraráð til við haust- og vetrarflensunum:
„Huga þarf að því að innbyrða nægan vökva
því þegar við erum með hita öndum við hrað-
ar og töpum töluverðum raka við hvern and-
ardrátt. Mikil vanlíðan vegna veikinda getur
líka dempað matarlystina, sérstaklega hjá
ungum börnum og þarf að passa að sjúkling-
urinn drekki nægan vökva og borði ef hann
hefur einhverja lyst, til að hann lendi ekki í
vítahring þar sem þurrkur og orkuleysi gera
líkamanum erfiðara að ná aftur fullri heilsu.“
Má halda
haustpestunum
í skefjum?
Betra er að hnerra í olnbogabótina en á handarbakið og
reglulegur handþvottur með vatni og sápu getur gert heil-
mikið gagn. Gæta þarf að því að sjúklingurinn drekki
nægan vökva og fái góða næringu.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Kamilla segir þurfa
að sýna varkárni í
kringum fólk sem er
veikt fyrir, s.s. korna-
börn og aldraða.
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
Af hverju blossa flensurnar upp á
haustin og veturna frekar en á
sumrin? Er eitthvað sem gerir
veirurnar skæðari á þessum tíma
árs?
Kamilla segir ástæðuna ekki
síst þær breytingar sem verða á
umgengni okkar við annað fólk
eftir sumarið: „Á sumrin verjum
við meiri tíma utandyra og erum
ekki að kúldrast inni í lokuðum
rýmum með öðru fólki. Svo eru
börnin í fríi frá skólum og leikskól-
um þannig að pestirnar dreifast
síður. Allt breytist þetta á haustin.“
Veðrið getur líka haft áhrif:
„Loftið er oft þurrara á veturna og
geta þurrkurinn og kuldinn haft
áhrif á viðbrögð slímhúðarinnar í
koki og nefi þannig að ákveðnar
bakteríur eiga auðveldara með að
ná þar bólfestu.“ Ugglaust voru
margir lesendur aldir upp við það
að vera skipað af foreldrum sín-
um að vera alltaf í hlýjum sokkum
og fara ekki út úr húsi nema með
húfu á höfði – annars yrði maður
veikur. Kamilla segir þetta ekki al-
veg satt: „Kuldi líkamans hefur
sennilega minna að gera með
næmi fyrir umgangspestum en
hitastigið og rakinn í nefinu og
kokinu.“
Þurrt loft og meiri umgengni við annað fólk
Morgunblaðið/Ómar
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið