Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 19
„Já. Sjóböð eru það besta sem hægt er að hugsa
sér. Þau taka í burtu streitu og styrkja líkamann. Þau
auka bæði kuldaþol og gera bara eitthvað ótrúlegt
fyrir líkama og sál.“
Ragnar segir að
fólk sé frekar fljótt
að ná upp þoli í
sjónum. „Maður
þarf ekki að vera
lengi í sjónum í
einu. Heldur er
þetta meira að ná
ákveðnu hugar-
ástandi ofan í vatn-
inu.
Þetta er allt í hausnum á okkur. Mitt ráð til þeirra
sem langar að prófa, er bara að láta vaða!“
Ljósmynd/Einkaeign.
Það er eitthvað
ótrúlega
heillandi við
veturinn.
„Eins og gamall veiðimaður
sagði mér þegar við vorum að
fara í tvær vikur út á hafísinn.
Hann sagði að ég hefði val, ef ég
væri neikvæður þá yrði mér kalt
og ferðin yrði ömurleg. Ef ég
væri hins vegar jákvæður þá
yrði þetta mín besta ferð.“
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 19
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Nøsted Kjetting as
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Ný
hönnun
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is
N
ámskeiðin eru hvort tveggja; skemmtilegt
frístundagaman fyrir þá sem hafa áhuga á
að syngja og einnig mjög góður undirbún-
ingur fyrir frekara söngnám. Hægt er að
læra bæði á dagvinnutíma og á kvöldin.
„Sumir þátttakendur verða svo spenntir og glaðir að
þeir skrá sig í frekara nám í skólanum og oft hefur
þátttaka í námskeiðum skólans orðið kveikjan að far-
sælu söngnámi. Námskeiðin henta stórum hópi fólks.
Margir sem syngja í kór sækja námskeiðin og oft hafa
þau líka orðið hvatning að því að fólk, sem hefur haft
áhuga á að fara í kór en ekki haft sig í það eða skort
kjark, gengur til liðs við kór að námskeiði loknu.
Yngstu þátttakendurnir eru á unglingsaldri og þeir
elstu komnir yfir miðjan aldur. Námskeiðin sam-
anstanda af kennslu í söngtækni og tónfræðiundir-
stöðu, sem er forsenda þess að geta lesið nótur,“ segir
Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í
Reykjavík.
Hún segir að í einkatímum sé farið yfir rétta radd-
beitingu og sönglög og túlkun þeirra kennd.
„Kennararnir virða það og vinna með hverjum nem-
anda í samræmi við hans óskir og áhugasvið. Í litlum
hópum er svo kennd tónfræði og undirstöðuatriði
nótnalesturs. Það er mikill fengur fyrir fólk sem syng-
ur í kór; því finnst heill heimur ljúkast upp fyrir því
þegar það áttar sig á hvað nóturnar þýða.“
Tvisvar á hverju námskeiði hittast allir nemendur
með píanóleikara og kennara og þjálfast í því að koma
fram og syngja fyrir framan áhorfendur. Hvert nám-
skeið stendur í sjö vikur, næsta námskeið hefst 29.
október og stendur til 14. desember.
Farðu syngjandi í
gegnum veturinn
Hefur þig alltaf dreymt um að læra að syngja? Ef svo er
þá gæti Söngskólinn í Reykjavík verið eitthvað fyrir þig.
Ljósmynd/Sölvi
Sólríkir vetrardagar kalla á
hlýjan yfirfatnað. Viðhorfið
skiptir einnig máli, að sögn
Ragnars Axelssonar.