Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 18
É g hef alltaf góða tilfinningu fyrir vetrar- mánuðunum. Mér finnst skemmtilegt í vondum veðrum, enda verða þar bestu ljós- myndirnar til,“ segir Ragnar Axelson sem hefur fengið mikið lof að undaförnu fyrir ljósmyndasýninguna sína Jökul, í Ásmundarsal. Þess má geta að samhliða sýningunni kom út bókin Jökull, sem er einstaklega fallega hönnuð af samstarfsmanni Ragnars, Einari Geir Ingvarssyni. Ragnar segi Jökul allt öðruvísi bók en hann hafi gert áður, þetta sé í rauninni hálfgerð ljóðabók, þar sem munstur í lands- laginu minni á blýantsteikningar. Kuldinn hefur sjarma Hvað með kuldann. Ertu ekki viðkvæmur fyrir hon- um? „Kuldinn hefur ákveðinn sjarma í mínum huga, það er bara að klæða sig vel þá líður manni vel. Að vera í hlýjum fötum og búa sig vel undir að- stæður hverju sinni er mikilvægt að mínu mati. Þegar ég ferðast um norðurslóðir er mikilvægt að klæða sig vel og vera búinn undir það versta því það er ekkert verra en að verða kalt einhvers staðar fjarri öllu sem getur hlýjað manni.“ Ragnar segir hugarfarið ekki síður mikilvægt en fötin. „Að vera jákvæður og með hausinn á réttum stað skiptir öllu. Eins og gamall veiðimaður sagði mér þegar við vorum að fara í tvær vikur út á hafísinn. Hann sagði að ég hefði val, ef ég væri neikvæður þá yrði mér kalt og ferðin yrði ömurleg. Ef ég væri hins vegar jákvæður þá yrði þetta mín besta ferð. Þá myndi ég upplifa einhvern fallegasta listaverkasal á jörðinni þar sem risaísjakar sitja fastir í hafísnum. Rétt hugarfar yfirvinnur allt og þú munt sigra kuld- ann.“ Myrkrið veitir tilhlökkun Ragnar segir alla mánuði sína uppáhaldsmánuði. „Stundum eru þessir dimmu og stuttu dagar aðeins of stuttir, en myrkrið veitir tilhlökkun til sumarsins.“ Aðspurður hvað hann borði á veturna segist hann borða allt. „En það er mismunandi hvað ég borða, eft- ir því hvar ég er hverju sinni. Á Norðurslóðum þarf maður svolítið orkuríkan mat til að halda á sér hita þegar frostið bítur hart. Á sumrin er ég mikil grænmetisæta og borða yfirleitt mjög hollan mat.“ Hvað með sjóböð, stundar þú þau? Bestu ljósmyndirnar verða til í vondum veðrum Ragnar Axelsson ,ljósmyndari er einn af þeim sem kunna að klæða sig eftir veðri. Hann hefur undanfarin misseri ferðast um landið að mynda íslenska jökla. Að fenginni reynslu finnst honum kuldi hafa ákveðinn sjarma. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ragnar Axelsson ljósmyndari er einn af þeim sem er alltaf viðeigandi klæddur. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Vetraryfirhafnir Vind- og vatnsþéttar 20% AFSLÁTTUR TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR Er fjórhjólið tilbúið fyrir fyrir fjallaferðina? Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start með TUDOR NÝTT NÝTT, Lithium rafgeymar fyrir mótorhjól Ljósmynd/Óskar Páll Náttúran er án efa fallegasta lista- verkið sem hægt er að njóta ef maður er vel undirbúinn og klæddur eftir veðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.