Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 8
G uðmunda er fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum. Hún er önnur í röðinni af fimm systkinum. „Ég var á tólfta ári er eldgosið í Eyj- um hófst og flutti þá til Reykjavíkur og nokkrum mánuðum síðar til Ísafjarðar en við fluttum síðar á árinu aftur til Vestmannaeyja. Snemma kom upp sundáhugi hjá mér. Á mínum æskuárum voru ekki sundæfingar í boði en ég notaði þó hvert tækifæri til að synda sjálf. Þetta var mitt eina sport á yngri árum. Ég hef alla tíð verið orku- mikil. Ég stundaði hlaup að einhverju leyti eftir tvítugt en segja má að ég hafi byrjað að hlaupa fyrir alvöru á fer- tugsaldri.“ Hlaup veitir frelsi Guðmunda útskýrir hlaup þannig að þú getir stundað þau alls staðar. „Þannig færðu ákveðið frelsi og getur nýtt þér það til yndisauka. Sem dæmi þar sem ég starfa sem flugreyja get ég skoðað borgirnar sem við fljúgum til á hlaupum.“ Hvað geturðu sagt mér um úti- hlaup á veturna? „Ég hleyp allan ársins hring og finnst vetrarhlaupin ekki vera síðri en að hlaupa á sumrin. Maður er svo ferskur í kuldanum, þegar hálk- an er þá er ég á negldum hlaupaskóm. Í desember er boðið upp á kirkjuhlaup og ég hef tekið þátt í kirkju- hlaupi frá Kópavogskirkju og einnig frá Seltjarnar- neskirkju. Í þessu skemmtiskokki er hlaupið á milli kirkna og endað í heitu kakói á upphafsstað hlaupsins.“ Stundar sjósund af kappi Geturðu nefnt mér fleira sem þú gerir yfir veturinn sem þú mælir með? „Ég reyni að stunda þrektíma, þó mest á veturna þegar ég kem því við hjá Þórhöllu í World Class á Seltjarnarnesinu en hún er með frábærar styrktaræf- ingar og skemmtilegan hóp kvenna. Sjósund stunda ég af kappi og hef gert síðastliðin tíu ár, það geri ég allan ársins hring. Mér finnst ég fá meira út úr því á veturna þar sem kuldasjokkið er svo frábært, sér- staklega í frostinu. Sjósund er allra meina bót og mæli ég tvímælalaust með því fyrir flesta, það er gott fyrir líkama og sál. Þú mætir stundum grár og gugg- inn í víkina en kemur til baka á bleiku skýi. Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í árlegu sundi frá Skarfa- kletti út í Viðey; fór fram og til baka. Það var frábær upplifun þótt kalt væri.“ Tók hálfan Járnkarl Hvað finnst þér áhugaverðast við veturinn? „Í raun og veru er ég ekki mikil vetrarmanneskja, ég skíða ekki en skautaði sem barn og hef skautað á fullorðinsárum en hlaup og sjósund eru mitt sport á veturna. Best finnst mér að fara eldsnemma út á morgnana að hlaupa, það er minn tími. Ég dembdi mér í þríþraut fyrir tveimur árum og náði að taka hálfan Járnkarl. Ég stefni á að byrja aftur í þrí- þraut í desember þegar ég hef lokið maraþoni sem ég er að æfa fyrir, en það er í nóvember nk.“ Borðarðu öðruvísi fæði á veturna? „Fæðið er alltaf svipað hjá mér en ég borða þó mun meira af grænmeti og ávöxtum á sumrin. Drekk aldrei gos og reyni að halda sykri í skefjum upp á betri líðan, þó er uppáhaldsvetrardrykkurinn minn heitt súkkulaði með miklum rjóma og neita ég mér ekki um það.“ Góður hlýr fatnaður mikilvægur Áttu þér staðalbúnað í klæðaburði á veturna? „Já. Loðfóðruð UGG-leðurstígvél, sem margir myndu fussa við í dag, „parajumpers“-úlpuna mína, sem er eins og feldur, og ekki get ég verið án húfu og vettlinga.“ Ferðu í frí á veturna? „Ég hef ekki farið mikið í frí á veturna, fór þó í fyrsta sinn til Tenerife síðstliðinn vetur og í fyrra fór ég í þríþrautaræfingabúðir á Fuerte Ventura sem ég stefni á að fara aftur í í vetur. Ég á góða frænku í nágrenni New York sem ég skýst mikið til í stuttar ferðir.“ Hvað er best að gera með fjölskyldunni á köldum vetrarkvöldum? „Í dag eru börnin mín uppkomin en hér áður fyrr fannst mér notalegt að kúra í sófanum og horfa á ævintýramyndir með þeim í sjónvarpinu, einnig spil- uðum við oft og ég las mikið fyrir þau.“ Aldrei of seint að byrja Guðmunda Magnúsdóttir er ein af þeim sem fara hlaupandi í gegnum lífið. Hún er dugleg í sjósundi á veturna og finnst fátt betra en að hlaupa um í þeim borgum sem hún heimsækir hverju sinni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Guðmunda Magnúsdóttir er flugfreyja og notar útihlaup til að kynnast þeim borgum sem hún heim- sækir. Það eru fáir jafn duglegir í sjósundi og Guðmunda á veturna. Það sést langar leiðir hvað Guð- munda elskar að hlaupa. Hér er hún í Vestmannaeyjum að hlaupa með Yngva Þór Sigurjónssyni. 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 i 20% af hreinsun á sófaáklæðum og gluggatjöldum til 16. nóvember. STOFNAÐ 1953 DIMMALIMM Vönduð og góð útivistarföt á börnin frá lenne Stærðir 0-16 Útigallar Úlpur Húfur Snjóbuxur Sokkaskór Ullafóðraðar lúffur DimmalimmReykjavik.is Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Galli kr. 17.79 5 Lambhúshetta kr. 3.595 Ullarfóðraðar lúffur kr. 2.295

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.