Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Guðríðarstíg 2-4
113 Reykjavík
lota@lota.is
www.lota.is
Sími 560 5400
2#Tækni
2
Okkur vantar aðila með menn
tækniteiknun. Kunnátta á Autoca
Hæfniskröfur...
eru BSc, CS eða MSc frá viðurkenndum háskó
eða önnur sú menntun sem nýst getur í viðkoma
störf. Við leitum að fólki með reynslu í ofangreindum
störfum ásamt skipulagshæfileikum, sjálfstæði og
frumkvæði í starfi
LOTA er meðal framsæknustu þekkingarfyrirtækja
á Íslandi og tekst á við fjölda verkefna hérlendis
og erlendis. Í frábærum hópi starfsfólks,
með snjöllu og skilvirku verklagi veitum
við framúrskarandi þjónustu og
treystum okkar orðspor.
Mikið er lagt upp úr
að veita góðan aðbúnað og
andrúmsloft á vinnustaðnum.
Þetta látum við kristallast
í okkar gildum:
STERK – SNÖRP – SKEMMTILEG
Við hvetj
sækja
1# ður
Við leitum að byggingarverkfræðingi með þekkingu
reynslu í brunav
U
er til o
Senda sk
Öllum umsók
sem trúnaðarmá
kopavogur.is
Kópavogsbær auglýsir lausa stöðu leikskólastjóra í leikskólanum Læk.
Lækur er sex deilda leikskóli og eru deildar aldursskiptar, eldri börnin eru í stóra Læk og yngri börnin
í litla Læk. Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistar-
svæði á öllum árstímum. Leikskólinn hefur afnot af Lækjavelli, fyrrum gæsluvelli, sem nýtist sem
útiskóli. Lækur er opinn leikskóli þar sem hluti leikrýmis barnanna er sameiginlegt en hver deild er
með sína heimastofu. Lækur starfar í anda hugsmíðahyggju og eru einkunnarorð skólans sjálfræði,
hlýja og virðing. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðunni laekur@kopavogur.is
Ráðningartími og starfshlutfall
Um er að ræða 100% starf sem ráðið er í eftir samkomulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Leikskólakennaramenntun
· Framhaldsmenntun (MA, M.Ed., MBA eða Diplóma að lágmarki) í stjórnun eða leikskólafræðum
· Reynsla af starfi í leikskóla
· Reynsla af stjórnun
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
· Gott vald á íslenskri tungu
· Góð tölvukunnátta
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL.
Unnið er samkvæmt starfslýsingu Félags stjórnenda leikskóla. Starfslýsingu má finna á www.ki.is.
Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga
af sakaskrá.
Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember 2018
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar (sigurlaugb@
kopavogur.is), s. 441 0000 / 861 5440.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Laus staða leikskólastjóra
1
ATVINNA
í boði hjá Kópavogsbæ
Sjá nánar á kopavogur.is
www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf
Matvælastofnun hefur undan-
farið ásamt hagsmunaaðilum
og sendiráði Íslands í Nýju-
Delí unnið að öflun leyfis til
útflutnings á lambakjöti frá
Íslandi til Indlands. Málið er í
höfn og útflutningur veru-
leiki. Þetta er annar stóri er-
lendi markaðurinn sem opn-
ast fyrir íslenskt lambakjöt,
en í haust var undirritaður
samningur vegna sölu á kjöti
til Kína.
Indversk yfirvöld veittu um
mitt sumar tímabundið leyfi
til innflutnings á fimm tonn-
um af lambakjöti. Endanlega
var gengið frá heilbrigðisvott-
orði snemma í september,
fyrsta sendingin fór til Ind-
lands nú í byrjun október og
fleiri sendingar eru fyrirhug-
aðar á næstu vikum. Gerðar
eru ýmsar sérkröfur, svo sem
að einungis má flytja til Ind-
lands kjöt af lömbum frá
svæðum þar sem aldrei hefur
greinst riða. Þá verður að
halda kjötinu aðskildu frá
öðru kjöti í vinnslu og í
geymslum. Mikil áhersla er á
að rekjanleiki sláturlamba og
afurða þeirra sé öruggur.
Fleiri njóti góðs af
Samningurinn gildir fyrir
ákveðinn innflytjanda í Ind-
landi og frá einu sláturhúsi og
tilgreindri vinnslustöð hér á
landi. Um er að ræða tilraun
til markaðssetningar á ís-
lensku lambakjöti á Indlandi.
Ef vel tekst til standa vonir til
þess að fleiri framleiðendur á
Íslandi geti notið góðs af, seg-
ir í frétt frá Matvælastofnun.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sauðfé Nýr markaður fyrir íslenskt lambakjöt opnast.
Flytja út lamba-
kjöt til Indlands
Fimm tonn og miklar kröfur
Háskóli Íslands er annað ár-
ið í röð í sæti 251-300 yfir
bestu háskóla heims á sviði
félagsvísinda samkvæmt því
sem tímaritið Times Higher
Education birti nú í vikunni.
Á vegum ritsins hefur í um
15 ár verið tekinn saman
listi yfir bestu háskóla
heims og hefur HÍ verið í
hópi þeirra 300 bestu frá
2011. Ennfremur hefur ver-
ið birtur listi yfir bestu há-
skóla heims á einstökum
fræðasviðum undanfarin ár.
Við mat á styrk háskóla á
einstökum fræðasviðum er
litið til sömu þrettán þátta
og við mat á háskólum í
heild, m.a. rannsóknastarfs,
áhrifa rannsókna viðkom-
andi háskóla í alþjóðlegu
vísindastarfi, gæða kennslu,
námsumhverfis og alþjóð-
legra tengsla. Jafnframt er
tekið tillit til rannsókna- og
birtingarhefða á hverju
fræðasviði fyrir sig.
Það var sl. miðvikudag
sem Times Higher Educa-
tion birti í fyrstu listana yfir
bestu háskóla heims á af-
mörkuðum fræðasviðum.
Mat tímaritsins á bestu há-
skólunum á því sviði tekur
mið af frammistöðu þeirra
innan fjölmiðla- og sam-
skiptafræði, stjórnmálafræði
og alþjóðasamskipta, félags-
fræði og landfræði. Alls
voru 666 skólar á lista þessa
árs þegar lagt var mat á fé-
lagsvísindin
Líka á Shanghai-lista
Listi Times Higher
Education er annar af
áhrifamestu og virtustu
matslistunum heims á þessu
sviði. Hinn er Shanghai-
listinn svokallaði en þess má
geta að Háskóli Íslands
komst í fyrsta sinn á þann
lista á síðasta ári. Shanghai-
listinn tekur einnig til ein-
stakra fræðasviða og þar
raðast Háskóli Íslands t.d. í
sæti 101-150 á sviði land-
fræði og í sæti 301-400 í
stjórnmálafræði í ár.
Morgunblaðið/Ómar
Háskóli Íslands Eitt þekktasta kennileitið í Reykjavík
Heldur sessi á lista
HÍ meðal bestu háskóla í fé-
lagsvísindum Gæði og tengsl