Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 5
Byggingar- og
skipulagsfulltrúi
Laust er starf byggingar- og skipulagsfulltrúa í
Kjósarhreppi. Leitað er eftir öflugun og hæfum
einstaklingi sem hefur áhuga á starfi á þessu
sviði. Um er að ræða hlutastarf.
Starfsmaðurinn fer með framkvæmd bygging-
ar- og skipulagsmála samkvæmt lögum og
sinnir verkefnum í samstarfi við skipulags- og
byggingarnefnd sveitarfélagsins sem starfar í
umboði hreppsnefndar ásamt því að vinna náið
með oddvita/sveitarstjóra.
Helstu verkefni:
• Móttaka skipulags- og byggingarerinda
• Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags-
nefndar
• Úttektir, mælingar og vettvangsathuganir
• Útgáfa byggingarleyfa, framkvæmdaleyfa og
stöðuleyfa.
• Umsagnir vegna útgáfu rekstrar og/eða
starfsleyfa
• Yfirferð uppdrátta
• Skráning fasteigna og stofnun lóða.
• Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags
og byggingarmál og tryggja virkni gæðakerfis
byggingarfulltrúa.
Menntunar- og hæfniskröfur.
• Umsækjendur skulu fullnægja menntunar-
og hæfniskröfum 7. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og 25. gr. mannvirkjalaga nr.
160/2010.
• Þekking og reynsla af skipulags- og bygging-
armálum ásamt opinberri stjórnsýslu er
æskileg.
• Mikilvægt er að umsækjandi hafi iðnmenntun
í byggingariðnaði sem bakgrunn.
• Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir.
• Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja
um starfið. Laun og önnur starfskjör eru
samningsatriði.
Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 566
7100.
Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda á
netfangið oddviti@kjos.is.
Umsóknarfrestur er til 5. nóvember.
Allar nánari upplýsingar veitir
Lind í síma 552-1606 eða
lind@fastradningar.is.
Umsóknarfrestur er til og með
4. nóvember nk.
Arctic Fish leitar að öflugum aðila í starf
verkefnastjóra. Um nýtt og áhugavert starf
er að ræða og mun viðkomandi koma að
áframhaldandi uppbyggingu félagsins.
Arctic Fish er með starfsemi á Vestfjörðum
og aðsetur starfsmannsins verður á skrifstofu
félagsins í Hafnarfirði en starfið kallar einnig
á talsverð ferðalög á starfsstöðvar félagsins.
Viðkomandi mun eiga töluverð samskipti við
opinbera aðila er varða leyfismál og fleira
sem og koma að fræðslu- og kynningarstarfi.
Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra
viðskiptaþróunar.
Arctic Fish og dótturfélög þess eru með lax-
eldisstarfsemi í Patreksfirði, Tálknafirði, Dýra-
firði, Önundarfirði og á Ísafirði. Fyrirtækið
hóf starfsemi árið 2011 og hefur vaxið jafnt
og þétt en í dag starfa rúmlega 40 manns við
uppbyggingu, seiðaeldi, sjóeldi og stjórnun.
Ný seiðaeldisstöð félagsins er útbúin full-
komnustu tækni sem völ er á og verið er að
byggja upp sjóeldisstarfsemi félagsins sem og
aðra þætti starfseminnar. Arctic Fish starfar
eftir hinum virta alþjóðlega umhverfisstaðli
ASC en frekari upplýsingar er að finna á heima-
síðu félagsins www.arcticfish.is
Starfssvið:
• Umsóknir og eftirfylgni vegna leyfismála
• Samskipti við hagsmunaaðila og opinbera aðila
• Stefnumótun og framtíðarsýn
• Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu á sviði fiskeldis
• Kynningar- og fjölmiðlatengsl fyrir starfsemi félagsins
• Önnur verkefni í samráði við stjórnendur Arctic Fish
Hæfniskröfur:
• Menntun á sviði lögfræði eða önnur háskólamenntun
sem nýtist í starfi
• Reynsla af samskiptum við opinbera aðila
• Leiðtoga- og stjórnunarhæfni
• Stefnumiðuð hugsun og drifkraftur
• Mjög góð samskiptahæfni
• Mjög gott vald á ritaðri og talaðri íslensku og ensku
• Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á fjölmiðlun
• Reynsla úr fiskeldi kostur
• Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að kynna sér fagið,
öra framþróun þess og miðla af þeirri þekkingu í sínu starfi
Verkefnastjóri viðskiptaþróunar
Lind Einarsdóttir
Umsækjendur er vinsamlega
beðnir um að sækja um starfið á
www.fastradningar.is
Ertu drífandi
einstaklingur með
óbilandi áhuga
á snyrtivörum?
Terma ehf. leitar að öflugum starfsmanni á lager í fullt starf sem fyrst.
Vinnutími kl. 9:00 – 17:00 virka daga. GÓÐ ÍSLENSKUKUNNÁTTA SKILYRÐI.
• Við leitum að drífandi einstaklingi sem getur starfað sjálfstætt, hefur frumkvæði,
samskiptahæfni, þjónustulund og góða framkomu.
• Starfssvið almenn lagerstörf og tilfallandi verkefni á snyrtivörulager.
• Almenn tölvukunnátta nauðsyn og áhugi á snyrtivörum kostur.
! "
# $%
& ' !
#$%
"%
() 26. október 2018.
* %
#
Ánægðir viðskiptavinir
eru okkar besta auglýsing
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is