Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018VIÐTAL
okkur af vöruverðinu í hillunum í Hagkaup eða
bensínverðinu hjá Skeljungi. En það er fjarri
lagi. Sumir hafa litið þessa fundi hornauga, en
ég held að ég geti sagt að flestir líti í dag á
þessa fundi sem mjög gagnlega og jákvæða.
Samhliða þessu tók sjóðurinn að beita sér
með beinum hætti á hluthafafundum með til-
lögugerð. Hefur hún einkum beinst að sjónar-
miðum er lúta að jafnræði hluthafa, minni-
hlutavernd, starfskjarastefnum og nú síðast
þeim tilnefningarnefndum sem víða er verið að
koma á laggirnar í tengslum við val á stjórnar-
mönnum.
Á fundunum með stjórnarformönnunum
ræðum við stjórnarhætti en köllum einnig eftir
upplýsingum um hvaða tillögur liggi fyrir
komandi hluthafafundum og hvað við þyrftum
að kynna okkur varðandi það. Þetta gerum við
alltaf, enn í dag og á þeim fundum komum við
einnig með ábendingar um hvað við teljum að
lagfæra megi. Stundum eru hugmyndir okkar
teknar upp að frumkvæði þessara aðila en í
öðrum tilvikum leggjum við einfaldlega fram
okkar eigin tillögur.“
Árni bendir einnig á að Gildi, fyrstur lífeyr-
issjóða, hóf á árinu 2016 að birta á heimasíðu
sinni hvernig sjóðurinn beitir atkvæðisrétti
sínum á hluthafafundum skráðra félaga. Þar er
einnig hægt að sjá allar tillögur og þær form-
legu bókanir sem sjóðurinn hefur lagt fram á
þessum fundum. Þá tók Gildi það upp á árinu
2015, einnig fyrstur lífeyrissjóða, að auglýsa
eftir einstaklingum sem áhuga hefðu á stjórn-
arsetu í fyrirtækjum.
Leggur áherslu á starfskjarastefnur
Á síðustu mánuðum hefur sjóðurinn orðið
sérstaklega áberandi þegar kemur að mótun
starfskjarastefnu stórra almenningshluta-
félaga. Í tvígang hefur sjóðurinn kosið gegn
fyrirliggjandi stefnu, bæði hjá N1 og Eim-
skipafélaginu, og þurfti sjóðurinn raunar að
beita talsverðu afli á vettvangi fyrrnefnda fé-
lagsins til að knýja fram breytingar sem hann
taldi nauðsynlegar.
„Það er rétt. Við greiddum atkvæði gegn
starfskjarastefnunni í mars. Það leiddi til þess
að stjórn fyrirtækisins fékk frest til að laga
stefnuna til. Það kom því allnokkuð á óvart
þegar stjórnin lagði fram efnislega sömu til-
lögu og áður. Hún virtist ekki hafa skilið að at-
hugasemdirnar sneru ekki aðeins að því að
gera stefnuna skýrari heldur einnig að gæta
þyrfti meira hófs. Stjórnin gaf hins vegar eftir
þegar hluthafar höfðu látið óánægju sína í
ljós.“
Árni segir að athugasemdir Gildis við starfs-
kjarastefnur fyrirtækjanna hafi verið af ýms-
um toga. Hins vegar snúi þær oft að uppbygg-
ingu hvatakerfa og í hvaða tilvikum til greina
komi að greiða stjórnendum bónusa.
„Þegar við berum saman tvö félög á markaði
þar sem annað félagið er með mun stærri bón-
uskerfi en önnur þá teljum við að fyrirtækin
með bónuskerfin eigi ekki að bjóða sínum
stjórnendum jafn há grunnlaun. Það gengur
ekki að menn séu með mjög há grunnlaun og
geti svo hækkað þau enn frekar með bónusum
og langt umfram það sem gerist annars stað-
ar.“
Hann segir að sjóðurinn líti með þessu til
heildarlauna stjórnenda og þá reyni hann einn-
ig að koma í veg fyrir að bónusar fáist greiddir
fyrir þætti sem stjórnendurnir hafa í raun ekki
áhrif á sjálfir. „Þetta þurfa að vera þættir sem
stjórnendurnir geta haft áhrif á, en ekki ein-
Eins og hendi væri veifað í kjölfar hrunsins
urðu íslenskir lífeyrissjóðir langumsvifamestu
fjárfestar íslensks efnahagslífs. Sá nýi veruleiki
hefur vakið spurningar um hlutverk þeirra, m.a.
varðandi mótun þeirra stjórnarhátta sem fyr-
irtæki á markaði byggja starfsemi sína á. Eng-
inn lífeyrissjóður hefur tekið til óspilltra mál-
anna í þeim efnum í sama mæli og Gildi. Á
síðustu árum hefur sjóðurinn verið virkur hlut-
hafi á innlendum markaði, fylgt eftir stefnu
sinni og lýst skoðun sinni í mörgu tilliti. Á
stundum hefur slegið í brýnu milli sjóðsins, for-
svarsmanna fyrirtækjanna og jafnvel annarra
hluthafa.
Það er stjórn Gildis sem mótar hluthafastefnu
sjóðsins en það hefur verið í höndum Árna Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra Gildis, að
framfylgja stefnunni. Hann er ekki nýgræð-
ingur á sviðinu. Frá prófborði við lagadeild Há-
skóla Íslands réð hann sig í starf forstöðumanns
Lífeyrissjóðs sjómanna. Það var árið 1982. Nú,
36 árum síðar, stýrir hann þriðja stærsta lífeyr-
issjóði landsins en hann varð til við sameiningu
Lífeyrissjóðs sjómanna og Lífeyrissjóðsins
Framsýnar árið 2005.
Árni hefur ekki veitt viðtöl á borð við þetta
fyrr og raunar heyrir það til undantekninga að
þeir sem standa í stafni íslenskra lífeyrissjóða
tjái sig með ítarlegum hætti á opinberum vett-
vangi um starfsemi þeirra. En nú kann að vera
kominn tími til að opna umræðuna að einhverju
marki, ekki síst vegna virkni Gildis á mark-
aðnum.
En hvað hefur breyst?
„Eins og öllum er kunnugt þá urðu fjárfest-
ingarkostir okkar færri í kjölfar hrunsins. Það
var lokað á möguleika okkar til að auka við fjár-
festingar okkar erlendis. Við ákváðum þá að
sinna innlenda markaðnum með öðrum hætti en
áður. Fyrir hrunið höfðum við verið það litlir
leikendur á markaðnum að við höfðum ekki
mikla möguleika til að beita okkur en skyndi-
lega breyttist það. Það var árið 2013 sem við
settum fyrstu hluthafastefnuna fyrir sjóðinn. Þá
ákváðum við að beita okkur þar sem við vorum
með umtalsverðan eignarhlut. Við ákváðum í
raun að láta ekki tiltölulega smáa hluthafa stýra
öllu án okkar aðkomu. Það var svo í ársbyrjun
2015 í kjölfar mikillar vinnu við hluthafastefn-
una sem við ákváðum að fara að beita okkur af
því afli sem við höfum síðan gert. Við mátum
það í raun svo að það væri ekki nóg að hafa fal-
leg orð á blaði, heldur þyrftum við að sýna í
verki að við meintum eitthvað með okkar stefnu
og áherslum.“
Funda með stjórnarformönnum
Þegar hin nýja hluthafastefna var komin í
gagnið sendi Gildi stjórnarformönnum allra
skráðra félaga sem sjóðurinn átti hlut í bréf og
óskaði eftir fundi. Það var gert í því skyni að
kynna sjónarmið sjóðsins varðandi stjórnar-
hætti.
„Sumir tóku þessu mjög vel strax en aðrir
virtust hugsa hvað þessi lífeyrissjóður hafi
viljað upp á dekk. Almennt var þessu þó vel
tekið og við náðum að eiga fundi með stjórnar-
formönnum flestra félaganna á árinu 2015 og
höfum gert það árlega síðan. Við erum ein-
göngu að ræða stjórnarhætti og hluthafatengd
málefni, en ekki að ræða rekstur félaganna.
Okkur er umhugað um regluverk markaðarins
og gætum ávallt að ákvæðum laga um inn-
herjaupplýsingar og samkeppnislaga í því til-
liti. Sumir virðast halda að við séum að skipta
hver utanaðkomandi áhrif sem hækka laun
mikið án þess að sýnt sé fram á að þiggjandi
greiðslnanna hafi eitthvað haft með það að
gera.“
Alltaf ný viðfangsefni
Árni segir að áherslur sjóðsins séu að síast
inn í regluverk fyrirtækjanna og að það gefi til
kynna að sjóðurinn þurfi ekki í sífellu að leggja
fram sömu málin á vettvangi hluthafanna.
„En það virðast hins vegar alltaf koma upp
einhver mál þar sem við þurfum að láta í okkur
heyra. Eitt dæmi um slíkt eru átökin á vettvangi
stjórnar VÍS síðustu árin. Þar endaði það hrein-
lega með því að við seldum okkur verulega niður
í félaginu. Við erum tiltölulega lítill hluthafi þar
núna. Nýjustu atburðir þar hafa hins vegar
staðfest grun okkar um að stjórnarhættir í því
félagi eru ekki með því móti sem okkur líkar.“
Spurður út í þá ákvörðun sjóðsins að selja
umtalsverðan hlut sinn í VÍS og hvort sú
ákvörðun hafi ekki verið erfið, viðurkennir Árni
það.
„Við hlaupum ekki til og seljum hlut í félagi
vegna ágreinings af þessu tagi. En við verðum á
hverjum tíma að vega og meta stöðuna og hvort
við getum komið afstöðu okkar nægilega skýrt á
framfæri og þannig að það hafi áhrif eða hvort
heppilegra sé að láta staðar numið og selja.“
Þá hefur Gildi einnig nýlega látið til sín taka á
vettvangi HB Granda. Í kjölfar þess að tilkynnt
var um kaup fyrirtækisins á öllu hlutfé Ögurvík-
ur ákvað sjóðurinn að spyrna við fótum.
„Þar gátum við ekki annað en beitt okkur því
okkur þótti ekki rétt að verki staðið. Verðmötin
sem lágu til grundvallar kaupunum á Ögurvík
voru unnin á vegum stjórnar félagsins en selj-
andi er jafnframt forstjóri kaupanda og stærsti
hluthafi kaupanda. Við töldum mikilvægt að
verðmat yrði unnið af óháðum aðila fyrir hlut-
hafana svo hafið yrði yfir vafa hvort kaupin
væru góður kostur fyrir HB Granda. Við feng-
um það í gegn á hluthafafundi að Kvika ynni
verðmat á fyrirtækinu. Nú á föstudag munu svo
hluthafar fá tækifæri til að taka afstöðu til við-
skiptanna á grundvelli hins nýja verðmats.“
Ákváðu að selja ekki í HB Granda
Og þegar talið berst að útgerðarfélaginu
gamalgróna er ekki úr vegi að spyrja út í ástæð-
ur þess að Gildi tók ákvörðun um það, ásamt
fleiri lífeyrissjóðum, að lýsa því yfir í aðdrag-
anda kaupa Brims hf. á ríflega þriðjungshlut í
því, að sjóðurinn hygðist ekki selja hlut sinn í
kjölfar yfirtökuskyldu sem myndaðist á Brim.
Einhverjir kynnu að spyrja hvort það væri
vegna þess að með kaupunum hvarf Kristján
Loftsson úr brú félagsins en hann hefur á und-
anförnum árum eldað grátt silfur við Gildi og
Gildi beitir sér á markaði þa
”
Við hlaupum ekki til og
seljum hlut í félagi vegna
ágreinings af þessu tagi.
En við verðum á hverjum
tíma að vega og meta
stöðuna og hvort við get-
um komið afstöðu okkar
nægilega skýrt á framfæri
og þannig að það hafi
áhrif eða hvort heppilegra
sé að láta staðar numið
og selja.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Á undanförnum misserum hefur gustað um lífeyrissjóðinn Gildi en for-
svarsmenn hans tóku ákvörðun um það árið 2015 að beita sér í auknum
mæli á vettvangi þeirra félaga sem sjóðurinn fjárfestir í. Árni Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Gildis, segir að jafnt og þétt nái sjóðurinn augum
og eyrum forsvarsmanna fyrirtækjanna. Þannig hafi sjóðurinn m.a. náð að
hafa áhrif á starfskjarastefnu æðstu stjórnenda fyrirtækja á borð við N1.