Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 6
AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Framleiðendur sojabauna eru sagðir stunda þrælkun og ólöglega eyð- ingu skóglendis, auk þess að notast við ólöglegt skordýraeitur. Frá þessu hefur verið greint í Dagbladet en málið hefur vakið tölu- verða athygli í Noregi, þar sem sojabaunir framleiðendanna eru sagð- ar notaðar til fóðurs hjá norskum fiskeldisfyrirtækjum. Í svari Landssambands fiskeldisstöðva við fyrirspurn 200 mílna kemur fram að ekki sé vitað til þess að íslensk fiskeldisfyrirtæki noti sojabaunir frá umræddum framleiðendum, en sambandið hafði sam- band við eldisfyrirtæki til að kanna málið. AFP Norsku fiskeldisfyrirtækin segjast taka ásakanirnar alvarlega. Sojabaunaframleiðendur sagðir stunda þrælkun 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Með því að nota þrívíð líkön má leysa strax á hönnunarstigi mann- virkja ýmis vandamál sem oft komu ekki fram fyrr en á framkvæmda- stigi. Sjávarútvegurinn er farinn að nýta sér þessa nýju tækni og er út- koman betri og skilvirkari fisk- vinnsluhús sem ódýrara er að byggja og reka. Þetta segir Davíð Frið- geirsson, bygginga- fræðingur og BIM-ráðgjafi hjá Verkís. BIM er skammstöfun á ensku orðunum „bulding inform- ation modelling“, sem mætti þýða sem upplýsingalíkön mannvirkja og er um að ræða aðferðafræði sem er að ryðja sér hratt til rúms í mann- virkjagerð af öllum toga. „Hönnuðir sem tileinka sér þessa aðferðafræði vilja ekki fara aftur í gömlu vinnubrögðin og hefðbundnu teikningarnar. Þrívíða upplýsingalík- anið myndar grunninn í hönnuninni og eru allar teikningar dregnar út úr líkönunum, en ekki öfugt,“ út- skýrir Davíð og bætir við að BIM snúist um mikið meira en það eitt að teikna hús í þrívídd áður en þau eru byggð: „Í hverju verkefni er hægt að gera allt að 25 BIM-aðgerðir og t.d. herma eftir því hvernig bygg- ingin mun reynast á rekstrartím- anum eða á framkvæmdatíma, sjá áhrif hljóðeinangrandi, varmaein- angrandi eða brunaþolinna efna, og þar fram eftir götunum. Einnig býð- ur þrívíddin upp á að gera svk. árekstragreiningu þar sem kerfið sýnir t.d. hvar lagna- og loftræsti- kerfi gætu skarast. Á tvívíðum teikningum getur verið erfitt að koma auga á árekstrana, t.d. ef vatnslögn liggur í gegnum loftræsti- stokk, eða rafkerfið rekst á burðar- virkið, og veldur töfum á verkstað þegar árekstrarnir koma í ljós.“ Skoða sig um í óbyggðu húsi Í sjávarútvegi hafa BIM-líkön verið notuð á hönnunarstigi fisk- vinnsluhúsa og geta stjórnendur og starfsmenn jafnvel fengið að svipa sig um í vinnslusalnum á meðan hann er ennþá bara til sem þrívíð teikning í tölvu: „Fiskvinnsluhús eru tæknivæddir vinnustaðir og fáum við nákvæm þrívíddarlíkön frá framleið- endum tækjabúnaðarins. Þessum líkönum er komið fyrir í þrívíðu lík- ani af fiskvinnsluhúsinu, auk allra lagna, rafkerfa og burðarvirkja og hægt að „labba“ um rýmið í sýndar- veruleika. Verksmiðjustjórinn, gæða- stjórinn og fiskvinnslufólkið geta því komið með ábendingar um það sem mætti betur fara t.d. ef einhvers staðar er of lítið pláss, eða ef létta myndi þrifin að hliðra niðurfalli lítilsháttar.“ Meðal þeirra sem hafa notað BIM-tæknina með þessum hætti er G.RUN á Grundarfirði sem fékk Verkís til að hanna nýja viðbyggingu við eldra fiskvinnsluhús. „Þar kom t.d. í ljós að í nokkrum tilfellum voru fætur fiskvinnsluvéla að lenda á niðurfallsrennum, sem hefði leitt til breytinga á þeim verkstað, töfum á Hanna fiskvinnsluhúsin í þrívídd Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ný nálgun við hönnun á fiskvinnsluhúsum og öðr- um mannvirkjum getur skil- að umtalsverðum sparnaði bæði á framkvæmdastigi og í rekstri. Skoða má húsakynnin í sýndarveru- leika og koma auga á hvað má betur fara. Teikning/Verkís Svona lítur vinnslusalur út í þrívíðu upplýsingalíkani. T.d. er hægt að koma auga á ef lagnir liggja á óheppilegum stað. Davíð Friðgeirsson uppsetningu og verri niðurstöðu, en með BIM var hægt að bregðast við þessu vandamáli á hönnunartíma.“ Davíð segir óhætt að kalla BIM- byltingu í mannvirkjagerð og hefur t.d. Evrópusambandið reiknað það út að með tækninni megi ná fram um 13-21% sparnaði í framkvæmda- og hönnunarfasa, og til viðbótar 10- 17% sparnaði í rekstri. „Við val á BIM-aðgerðum er lagt upp úr því að ávinningur þeirra sé meiri en til- kostnaðurinn. Að jafnaði nemur hönnunarkostnaður um 10% af framkvæmdarkostnaði og betri undirbúningur er því fljótur að skila sér í aukinni hagræðingu.“ Að sögn Davíðs er ávinningur- inn af BIM-aðferðafræðinni slík- ur að nokkur lönd, þar á meðal Noregur, Danmörk og Bretland, hafa hafa lögfest kröfu um að beita BIM í opinberum verk- efnum. Með því má bæði ná fram töluverðu hagræði en líka bæta upplýsingamiðlun til al- mennings. „Verkís hefur t.d. komið að vegagerðarverkefnum í Noregi þar sem unnið er með líkön og mikið lagt upp úr því að nota þau til að gera kynning- armyndbönd fyrir íbúa viðkom- andi svæðis. Þeir sem láta sig framkvæmdina varða eru því betur upplýstir þegar þeir mynda sér skoðun á kostum og göllum verkefnisins.“ BIM víða orðið skylda í opinberum verkefnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.