Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 10

Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum „Á löngum starfsferli hef ég fengið að sjá það frá fyrstu hendi hvernig hefðbundnar og forsjálar fjárfest- ingar til lengri tíma hafa vikið fyrir nýrri og óvæginni menningu skammtíma spákaupmennsku.“ – Jack Bogle, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Vanguard, í bókinni The Clash of Cultures: Investment vs. Speculation. Þessi orð hljóta að hljóma eins og fegursta tónlist í eyrum Elons Musk. Stofnandi Tesla sat uppi með að vera sakaður af bandaríska fjár- málaeftirlitinu um fjársvik eftir að hann tísti hinn 7. ágúst sl. að hann hefði tryggt sér nægilegt fjármagn til að geta tekið félagið af markaði. Var tístið álitið brella til að refsa þeim sem hafa verið hvað dugleg- astir við að gera Musk lífið leitt: skortsölunum, sem sátu uppi með 1,3 milljarða dala tap. Sumir líta svo á að skortsalar séu smám saman að eyðileggja hið hefð- bundna hlutverk fjármálamarkaða; að beina lífeyrissparnaði til öflugra fyrirtækja sem síðan skapa verð- mæti, störf, nýja færni og meiri hag- sæld. Musk vill meina að einmitt þetta sé orðið nær ógerlegt á tímum sem kalla má „ársfjórðunga- kapítalismann“. Það er hægur vandi að tala í löngu máli um ímyndað gullaldarskeið langtímafjárfestinga, en Musk hefur samt margt til síns máls. Skammtímasjónarmið hafa orðið ofan á Fyrir það fyrsta þá hafa ein- staklega lágir stýrivextir skapað kjöraðstæður fyrir gríðarlega aukn- ingu í endurkaupum hlutabréfa allan þennan áratug. Bara í Bandaríkj- unum er því spáð að endurkaupa- viðskiptin muni nema samtals 1.000 milljörðum dala á þessu ári, sem væri nýtt met. Lækkun skatta á fyrirtæki virðist líka knýja áfram endurkaup hlutabréfa til að reyna að ná fram meiri hagnaði á hvern hlut, en á meðan sitja á hakanum nauð- synlegar fjárfestingar sem myndu stuðla að meiri verðmætasköpun og efla raunhagkerfið. Raunar eru endurkaup hlutabréfa að aukast á sama tíma og frum- útboðum fer fækkandi og fleiri félög reiða sig á að fjármögnun utan markaðar og fjármögnun á frumstigi (e. seed finance). Saman hafa þessir þættir stuðlað að því að minnka vægi hlutabréfaviðskipta á Bandaríkja- markaði. Um miðjan 10. áratuginn voru 8.000 félög skráð á hlutabréfamark- að í Bandaríkjunum. Árið 2016 hafði þeim fækkað um meira en helming, samkvæmt gögnum Center for Research in Security Prices hjá Bo- oth School of Business við Chicago- háskóla. Bróðurparturinn af öllum hagnaði virðist núna safnast á hend- ur stórra fyrirtækja, með fyrirsjáan- legum afleiðingum eins og þeim sem birtast í því að Apple varð fyrsta 1.000 milljarða dollara ferlíkið í S&P 500-vísitölunni. Lánsfjármögnuð verðbréfa- viðskipti hafa ekki verið meiri í nærri því áratug. Þegar það fer sam- an við 24 stunda fréttaflaum er út- koman sú að offjármögnun mark- aðarins magnar upp sveiflur í viðhorfum fjárfesta og styttir við- bragðstíma þeirra úr dögum niður í sekúndubrot. Við sjáum þetta t.d. á því hvernig hlutverk verðbréfasjóða hefur breyst. Eignasafn þeirra er á mikilli hreyfingu og sumir breyta allt að 80% af safni sínu á hverju ári – því frammistaða þeirra er mæld frá ein- um ársfjórðungi til annars, eða ein- um mánuði til annars. Það fær að sitja á hakanum að kaupa verðbréf í fyrirtækjum af því þau þykja góður fjárfestingarkostur. Stofnanafjárfestar orðnir fráhverfir hlutabréfum Tímamótaskýrsla John Kay frá árinu 2012, sem samin var fyrir at- beina breskra stjórnvalda, komst að svipaðri niðurstöðu. Þar kom í ljós að verðbréfamarkaðir í Bretlandi höfðu þau áhrif á skráð félög að hvetja þau til að hækka verð hluta- bréfa sinna á kostnað lang- tímaafkomu. Verðbréfamarkaðirnir eru ekki lengur mikilvæg upp- spretta fjármagns fyrir bresk félög. Enn sem komið er hafa inngrip stjórnvalda ekki getað gert mark- aðina skilvirkari í því hlutverki sínu að vera fyrst og fremst milliliður sparifjáreigenda og lántakenda. Kemur því ekki á óvart að stofn- anafjárfestar hafa jafnt og þétt ver- ið að færa sig frá hlutabréfamörk- uðum yfir í fjárfestingar utan markaða, einkum í innviðaverk- efnum, skuldabréfakaupum, framtaksfjárfestingum og fast- eignum. Samkvæmt mælingum ráðgjaf- arstofunnar Willis Towers Watson hefur hlutur stofnanafjárfesta af heildareignum sjö stærstu lífeyris- markaða heims hækkað úr 4% árið 1997 upp í 15% árið 2007 og 25% ár- ið 2017, og spáð að hækkunin haldi áfram. Ákveðnar bjaganir á verð- bréfamörkuðum spila inn í þetta, en eru ekki eini áhrifavaldurinn. Gott sjóðstreymi þessara eigna þykir líka eftirsóknarvert, nú þegar heimsbyggðin er að eldast, auk þess að þeim fylgir árlegt 2% lausafjár- skortsálag. Greina má tvenns konar þróun til viðbótar í eignasöfnum lífeyr- issjóða. Annars vegar má greina hækkandi hlutfall hlutabréfa í vel þekktum fyrirtækjum, sem virka nánast eins og skuldabréf og gefa góðan arð og stöðugt fjárstreymi. Hins vegar hafa sjóðirnir stundað þematengdar fjárfestingar í vax- andi mæli til að vera síður útsettir fyrir skammtímasveiflum. Fjárfestingar sem ráðast af stjórnunarháttum Þessi þemu eru af ýmsum tagi. Á síðasta áratug voru fjárfestingar í nýmarkaðslöndum áberandi þema. Á þessum áratug eru fjárfestingar í tækni í forgrunni. Nú þegar tækni- markaðurinn virðist kominn upp í topp eru fjárfestingar sem hafa að gera með umhverfismál og góða stjórnarhætti orðnar algengari: markaðirnir eru farnir að láta áhrif loftslagsbreytinga og stjórnunar- áhættu hafa áhrif á hlutabréfaverð. Tvö stóráföll sýndu hvernig slæmir stjórnunarhættir geta stefnt tilvist fyrirtækja í voða: annars veg- ar þegar olía lak úr Deepwater Horizon-brunni BP í Mexíkóflóa ár- ið 2010 og hins vegar útblásturs- hneyksli Volkswagen árið 2015. Bæði þessi tilvik sýndu hvernig efnahagsreikningar fyrirtækja geta falið miklu meira en þeir sýna og varð til þess að hlutabréf félaganna lentu í frjálsu falli. Musk er kannski ekki ánægður með að fjármálaeftirlitið hafi gert honum að greiða háa sekt en hann ætti að vera þakklátur fyrir að hluti af samkomulaginu við stofnunina fólst í því að breytingar verða á því hvernig Tesla er stjórnað. Fjár- festar vilja hafa einhverja vissu fyr- ir því að fyrirtæki nú til dags séu með fleiri en einn mann í aðal- hlutverki. „Ársfjórðunga-kapítalisminn“ kostar sitt Eftir Amin Rajan Í vaxandi mæli virðast ákvarðanir fjárfesta ráð- ast af skammtímahagnaði. Hlutafélögin spila með og reyna að blása hlutabréfa- verðið upp frekar en að reyna að skapa meiri verð- mæti til langframa. AFP Spyrja má hvort kauphallirnar þjóni lengur því hlutverki sínu að vera milliliður sparifjáreigenda og lántakenda. Frá Wall Street. FOSSBERG IÐN A Ð A R V Ö R U R O G V E R K F Æ R I Dugguvogi 6 - 104 Reykjavík - Sími 575 7600 - www.fossberg.is Eitt besta úrval landsins af vönduðum trarvettlin umv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.