Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR
Tekur ál, stál og ryðfrí
hnoð upp að 4,8mm.
LED ljós fyrir léleg birtuskilyrði.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem
virkar með öllum Milwaukee®
M12™ rafhlöðum.
Verð 59.900 kr. (með rafhlöðu)
M12 BPRT
Alvöru hnoðbyssa
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Breytingar eru framundan hjá
Júlíu Rós en eftir góða syrpu hjá
Vistor er hún á leið til Coca-Cola
þar sem hún mun ganga til liðs
við framkvæmdastjórn félagsins
og leiða vörustjórnunarsviðið.
Hverjar eru helstu áskor-
anirnar í rekstrinum þessi
misserin?
Gjaldmiðill okkar, krónan, hef-
ur verið mikil áskorun undanfarin
ár. Það er krefjandi að gera betur
í rekstri en að afkoman skuli engu
að síður verða verri. Síðan er það
áskorun að almennt er rekstrar-
kostnaður að aukast umfram
tekjur og þá liggja tækifærin í að
gera hlutina á hagkvæmari hátt
án þess að það komi niður á gæð-
um.
Hvaða bók hefur haft mest
áhrif á hvernig þú starfar?
Bókin Lean In: Women, Work,
and the Will to Lead eftir Sheryl
Sandberg. Hún fjallar um hvernig
við konur getum tekið meira pláss
í atvinnulífinu, en umræðan vill
stundum verða um þær hindranir
sem eru á vegi okkar kvenna.
Bókin fjallar meira um tækifæri
og hvað við konur getum sjálfar
gert til að breyta stöðunni.
Hver myndi leika þig í kvik-
mynd um líf þitt og afrek?
Mitt helsta afrek eru börnin
mín fjögur, Robin Wright er mín
uppáhaldsleikkona svo ég myndi
vilja fá hana til að leika mig og
myndin myndi fjalla um að það er
vel hægt að samræma barnaupp-
eldi og starfsframa. Þetta er allt
spurning um hugarfar.
Hugsarðu vel um líkamann?
Já, ég geri það, ég hef rosalega
gaman af allri hreyfingu svo lengi
sem hún er utandyra. Við fjöl-
skyldan förum saman á skíði og
ég geng mikið á fjöll. Í september
gekk ég um Friðland að Fjalla-
baki í dásamlegu veðri og það er
fallegasti staðurinn sem ég hef
komið á. Síðan gaf eiginmaðurinn
mér reiðhjól í afmælisgjöf í sumar
– ég þarf að fara að prófa það.
Hvað myndirðu læra ef þú
fengir að bæta við þig nýrri
gráðu?
Mastersverkefnið mitt fjallaði
um kvenstjórnendur og leið
þeirra í æðstu stjórnendastöðu,
og er byggt á viðtölum við tíu
konur. Eftirfarandi atriði nefndu
flestar konurnar sem þeim þætti
skipta máli til að komast í æðstu
stjórnendastöðu: „Við þurfum að
sleppa takinu á heimilinu, það
getur verið erfitt að vera bæði
framkvæmdastjóri í vinnunni og á
heimilinu. Við þurfum að efla
tengslanetið enn meira og í okkar
tengslaneti mega ekki bara vera
konur því meirihluti þeirra sem
taka stærstu ákvarðanirnar í
fyrirtækjum eru karlar. Við kon-
ur þurfum að hafa meiri trú á
okkur og stökkva á tækifærin
þegar þau gefast.“ Þetta var mjög
áhugavert verkefni og mig langar
til að þróa það áfram.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Árangur í starfi er það sem
hvetur mig áfram. Mér finnst
hvetjandi að vinna með kláru og
skemmtilegu fólki. Þá hef ég ver-
ið með mentor undanfarin misseri
og hann hefur verið mér mikill
innblástur.
SVIPMYND Júlía Rós Atladóttir, vörustjóri CCEP
Áskorun þegar rekstrarkostn-
aður eykst hraðar en tekjur
NÁM: Ég lauk diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá
HÍ árið 2006, diplóma í mannauðsstjórnun 2008, B.Ed.-gráðu
2011 og mastersgráðu í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2015.
STÖRF: Ég starfaði í lyfjaframleiðslu Actavis, sem verkefnastjóri
á þróunarsviði Actavis; verkefnastjóri á þjónustusviði Icelandair;
deildarstjóri vöruhúsa Distica; og ég er núna markaðsstjóri hjá
Vistor. Næsta skref er að taka sæti í framkvæmdastjórn CCEP á
Íslandi og leiða vörustjórnunarsviðið.
ÁHUGAMÁL: Ég er að ganga á 100 hæstu tinda Íslands með
Ferðafélagi Íslands, en það verkefni mun taka nokkur ár. Ég
prófaði nýlega sjósund og hlaup til skiptis í Swimrun í Svíþjóð og
það var mjög gaman. Ég gæti hugsað mér að gera meira af því.
Einnig hef ég verið svo lánsöm að hafa alla tíð verið í áhugaverð-
um störfum sem hafa orðið áhugamál mín.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er gift Hermanni Björnssyni, þjón-
ustustjóra hjá Marel, og við eigum fjögur börn á aldrinum 8 til 16
ára: Hólmfríði, Björn Hermann, Friðgeir og Berglindi.
HIN HLIÐIN
RITFANGIÐ
Sumir nota það til að réttlæta kaup-
in á dýrum pennum að þeir týnist
síður: fólk sé ekki jafn passasamt
með plastpenna frá Bic og það er
með kostagrip frá Montblanc, og því
séu ódýrari pennarnir kannski ekk-
ert svo praktískir þegar upp er stað-
ið.
Fyrirtækið Cross býður núna upp
penna fyrir þá sem vilja fara meðal-
veginn og ekki borga tugi eða hundr-
uð þúsunda fyrir penna en geta samt
stólað á að hann týnist ekki.
TrackR kallast penninn og notar
blátannartækni (bluetooth) til að
tryggja að eigandinn geti fundið
skriffærið vandræðalaust. Þarf ein-
faldlega að tengja pennann við
snjallsíma, og er þá hægt að nota
símann til að hafa uppi á pennanum,
eða láta vita ef penninn verður við-
skila við eigandann.
Ekki nóg með það, heldur má líka
nota pennann til að finna símann,
með alveg sömu tækni.
TrackR-penninn kostar 80 pund
hjá netversluninni Cross.com.
ai@mbl.is
Penni sem
ekki týnist
ÍBÚÐALÁN
Fjármálaeftirlitið hefur gripið til að-
gerða vegna tilboða sem verktakar í
byggingariðnaði hafa gert væntum
kaupendum íbúðarhúsnæðis um
verðtryggð viðbótarlán í tengslum
við kaupin. Slík tilboð fela í sér 95%
veðsetningu af hálfu kaupenda á
þeim eignum sem í hlut eiga. Slík til-
boð hafa verið auglýst á und-
anförnum misserum, m.a. við sölu á
íbúðum í nýbyggingunni að
Tryggvagötu 13 í Reykjavík. Þar
hefur kaupendum verið boðið að
festa kaup á eignum með 40 ára
verðtryggðu grunnláni fyrir 70%
kaupverðs en við það er bætt óverð-
tryggðu 15% viðbótarláni til að há-
marki 15 ára auk 10% seljendaláns.
Má ekki fara yfir 90%
Í tilkynningu frá FME er það
áréttað að samkvæmt lögum um
fasteignalán til neytenda er það gert
að skilyrði svo að aðili megi veita
fasteignalán til neytenda í atvinnu-
skini að hann hafi verið skráður hjá
FME. Á grundvelli sömu laga hefur
FME sett reglur sem hámarka leyfi-
legt veðsetningarhlutfall við 85% og
90% fyrir fyrstu kaupendur.
Morgunblaðið/RAX
Verktakar að baki uppbyggingu við Tryggvagötu hafa boðið seljendalán.
FME setur verktökum
stólinn fyrir dyrnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Júlía Rós kveðst hafa lært
mikið af Sheryl Sandberg
og bók hennar Lean In.