Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Nefnd þýska ríkisins um stjórnar- hætti fyrirtækja leggur til að ráðist verði í víðtækar aðgerðir gegn ógagnsæjum kaupaukasamningum fyrir æðstu stjórnendur, með það fyrir augum að binda enda á óhóflega háar launagreiðslur. Í drögum að nýjum reglum um stjórnarhætti þýskra fyrirtækja er kveðið á um heimild til að taka bón- usa til baka, þar sem rekstrarráðum væri leyft að „halda eftir eða endur- heimta árangurstengdar auka- greiðslur“ ef „sérstakt tilefni er til“. Það er ekki síst útblásturshneyksli Volkswagen sem hefur drifið áfram umræðuna um bónusgreiðslur til stjórnenda, en Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri bílaframleið- andans, fékk bónusa upp á samtals 68 milljónir evra á fimm ára tímabili áður en upp komst um málið. Stjórnarháttanefndin leggur líka til að hætt verði að nota svokallað eigendaskiptaákvæði í samningum sem heimila stjórnendum að láta af störfum ef nýir eigendur taka við og fá rausnarlegan starfslokapakka í skilnaðargjöf. Nýju reglurnar, sem ættu að vera orðnar lagalega bindandi næsta sumar, valda því að mörg fyrirtæki munu þurfa að gera grundvallar- breytingar á launasamningum sín- um. Milljónir á milljónir ofan „Nýju reglurnar um kaup og kjör stjórnenda eru veigamesta breyt- ingin sem drögin fela í sér,“ sagði Rolf Nonnenmacher, formaður stjórnarháttanefndarinnar, í viðtali við Financial Times. Að jafnaði námu laun og aðrar greiðslur til stjórnenda 30 stærstu fyrirtækjanna á þýska hlutabréfa- markaðinum um 7,4 milljónum evra árið 2017. Mest fengu Bill McDer- mott hjá SAP (21,2 milljónir), Jürg- en Zetsche hjá Daimler (13 milljónir) og Kurt Bock hjá BASF (11 millj- ónir), að því er fram kemur í gögnum ráðgjafarstofunnar hkp/// group. Þó svo að meðaltalið sé langt undir þeim 15,6 milljónum dala sem æðstu stjórnendur bandarískra stórfyrir- tækja fá að jafnaði í laun hafa starfs- kjör forstjóra verið mjög á milli tannanna á Þjóðverjum, m.a. vegna þess að greiðslur til þeirra hækkuðu um 38% á tímabilinu frá 2013 til 2017. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari gagnrýndi „óhóf“ stjórnenda opinberlega árið 2017 og sagði kjör þeirra ekki falla að „frjálsu og siðuðu samfélagi“. Fyrirtækjum sem skráð eru á hlutabréfamarkað í Þýskalandi ber ekki skylda til að hlýða hverju ein- asta atriði í stjórnarháttareglunum. En lögin skylda þau félög sem hunsa tiltekin ákvæði reglnanna að útskýra ástæðuna fyrir því með opinberum hætti. Samkvæmt rannsókn sem gerð var á vegum Leipzig Graduate School of Management og birt var í apríl hafa 80 stærstu kauphallarfélög Þýskalands fullnægt 96,6% af til- mælum laganna. Ákveða fyrst heildarupphæð Breytingin á stjórnarháttunar- reglunum er sú víðtækasta síðan reglurnar voru fyrst kynntar til sög- unnar árið 2002 og veldur því að gera þarf grundvallarbreytingar á launa- pökkum stjórnenda. Myndu breytingarnar fela í sér að rekstrarráð byrjar á að ákveða heildargreiðslur til stjórnanda óháð því hve hár hluti verður í formi mán- aðarlauna, bónusa og lífeyris- greiðslna. Þegar heildarupphæðin liggur fyr- ir má rekstrarráðið ákveða hvernig greiðslurnar skiptast í ólíka þætti. Þetta kann að hljóma eins og tæknileg breyting en hefur róttækar afleiðingar í för með sér því tekið er fyrir að ákveða laun í áföngum, hér og þar, líkt og er algengt í flestum fyrirtækjum í dag. „Eins og stendur ákveða stjórnir föst laun, árangurstengdar lang- tímagreiðslur og lífeyrisgreiðslur hverjar í sínu lagi,“ segir Wulf von Shimmelmann, einn af meðlimum stjórnarháttanefndarinnar. Hann bendir á að oft verði útkoman launa- samningar sem eru bæði óljósir og ruglingslegir. Þá er yfirleitt erfitt að bera saman kjör stjórnenda á milli fyrirtækja. Eru flókin lífeyrisgreiðslukerfi iðu- lega notuð til að fela rausnarlegar launahækkanir. Í Þýskalandi myndaði lífeyrishlut- inn að jafnaði 10% af launagreiðslum árið 2014, en hlutfallið var komið upp í 14% árið 2017 samkvæmt töl- um PwC. Í dag er lífeyrispakki Zetsche, eins og hann var árið 2017, metinn á 42,7 milljónir evra sam- kvæmt ársreikningi Daimler. Allt í einum pakka Tillögur stjórnarháttanefndar- innar myndu valda því að væri ekki lengur sérstaklega fýsilegt að gera mjög rausnarlega lífeyrissamninga því kveðið er á um að lífeyris- greiðslur verði hluti af fyrirfram- ákveðnum launapakka. „Það ríkir almenn sátt um það í nefndinni að stjórnendur ættu ekki að fá óhóflega rausnarleg lífeyris- fríðindi frá fyrirtækjum,“ segir von Schimmelmann. Hvað breytilega kaupauka snertir er lagt til í nýju reglunum að ár- angurstengdar greiðslur ráðist af stefnutengdum markmiðum til með- allangs tíma frekar en fjárhags- legum skammtímamarkmiðum, svo að draga megi úr skammtímahugsun í ákvörðunum stjórnenda. Í drögunum er líka lagt til að árangursgreiðslur tengdar lang- tímamarkmiðum verði alfarið greiddar með hlutabréfum, og að stjórnendur geti ekki selt þau fyrr en fjórum árum eftir afhend- ingu. Þjóðverjar stemma stigu við ofurlaunum Eftir Olaf Storbeck í Frankfurt Þýsk stjórnvöld gera það sem í þeirra valdi stendur til að stemma stigu við íturvöxnum launapökkum æðstu stjórnenda fyrir- tækja í landinu. Hefur Angela Merkel m.a. haft uppi stór orð um „græðgi“ þeirra sem stýra stærstu fyrirtækjum landsins. Hasso Plattner, stjórnarformaður upplýsingatæknirisans SAP, og Bill McDermott, forstjóri þess. Sá síðarnefndi var hæstlaunaði forstjórinn í fyrra í hópi þeirra sem stýra 30 stærstu fyrirtækjum Þýskalands. Laun hans námu 21,2 milljónum evra í árslaun en það jafngildir 2,9 milljörðum króna. AFP HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.