Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018SJÓNARHÓLL HARI Markhópur er eitt algengasta hugtak markaðs-mála. Hugsunin á bak við markhópa er ekkiný af nálinni þ.e. að sníða vörur að þörfum tiltekins hóps. Á þriðja áratug síðustu aldar fóru að birtast skýr dæmi á markaði sem gerðu ráð fyrir ólík- um hópum út frá mismunandi þörfum og var það helst í tengslum við aukna fjölbreytni á bandaríska bíla- markaðnum. Ekki voru allir jafn fljótir við að sníða vörur að ólíkum markhópum, og frægt er að Henry Ford sagði að neytendur gætu fengið hvaða lit sem væri af Ford Model T, svo fremi sem hann væri svart- ur. Sjálft hugtakið kemur hins vegar ekki fram í mark- aðsfræðunum fyrr en á sjötta áratugnum, og hefur alla tíð síðan verið eitt af því sem talið er mikilvægast að festa fingur á í markaðsstarfi fyrirtækis. En eitt er að vera talið mikilvægt í fræð- unum og annað að farið sé eftir því. Viðfangsefnið snýst sem sagt um að finna þann mark- hóp eða markhópa sem fyrir- tækið ætlar að einbeita sér að og byggja sinn árangur á. Fáum fyrirtækjum tekst að vera allt fyrir alla, og því verða stjórnendur stöðugt að taka glímuna við að ákveða hvar eigi að einbeita sér við að selja tilteknar vörur og þjónustu. En allt of oft liggja markaðslegir veikleikar fyrirtækja hér; í óljósri mynd af markaðnum og þeim hópum sem á að horfa til. Stjórnendur styðjast þá ein- ungis við almenn og loðin svör. Staðreyndin er sú að ef stjórnendur hafa ekki skýra mynd af markaðnum og leggja ekki mat á mikilvægi og fýsileika einstakra markhópa, þá þvælist sú staðreynd fyrir í öllu því sem á eftir kemur. Og svarið við þessari lykilspurningu er í raun það sem þarf að vera útgangspunkturinn í stefnu- mótun fyrirtækja. Ef aðalmarkhópurinn er ekki skýr dregur það úr líkum þess að fyrirtæki nái að skapa sterka ímynd og sérstöðu á markaði. Í vangaveltum um leit og skilgreiningu á markhóp- um hef ég stundum stuðst við samlíkinguna við Google Earth, sem flestir þekkja. Hugsunin er sú sama. Byrj- að er úti í himinhvolfinu þar sem horft er til jarðar sem lítur út sem hnöttur og rétt markar fyrir landi og hafi. Það getum við sagt að sé „heildarmarkaðurinn“; allir möguleikarnir. Síðan er flugið lækkað og smám saman koma heimsálfurnar í ljós. Hlutirnir aðeins farnir að skýrast. Afríka, Asía, Evrópa … einstakir hlutar mark- aðarins. Enn er flugið lækkað og sjónum beint að Evr- ópu, þar sem gætu verið áhugaverðir hlutir sem vert er að skoða nánar. Smám saman byrja útlínur landa í Evrópu að koma í ljós. Og um leið staðhættir einstakra landa, hálendi eða gróðurlendi. Lækkum enn frekar flugið og nú koma í ljós einstakar sýslur eða hlutar til- tekins lands, sem leiða í ljós ólíka staðhætti. Sjáum að landið er mismunandi og fólksfjöldi og húsakostur mis- jafn. Veljum eitt þorpið, og sjáum nú orðið einstök hús í þorpinu, og fólkið, íbúana á svæðinu. Nær komumst við ekki. Þarna er því minnsti „markhópurinn“, sem er valinn eft- ir að hafa hafið ferðalagið, flugið og leitina, langt út í geim. Markhópur, orðið sjálft, segir auðvitað hvað þarna er á ferðinni. Þetta eru hóparnir – markaðurinn – sem fyrirtækið ætlar sér að ein- beita sér að og horfa gagngert til við að koma vörum sínum og þjón- ustu á framfæri. Þetta þýðir um leið að fyrirtækið þarf að miða allar sínar markaðsaðgerðir út frá þess- um skilgreindu markhópum. Mark- aðsaðgerðirnar eiga að endurspegla markhópana, þ.e. sértækum aðgerðum er beitt gagnvart hverjum mark- hópi fyrir sig, eftir því hvernig og hvar er best að ná til hópsins. Með öðrum orðum: allir innan hópsins fá sömu eða svipaða nálgun eða áreiti í markaðsaðgerðum, því að þeir tilheyra sama markhópi. Kjarni málsins er því sá að skilgreining markhópa er eitt mikilvægasta viðfangsefni stjórnenda, enda stýrir sú niðurstaða öllu því sem á eftir kemur; rannsóknum á þörfum og viðhorfum hópsins, þróun í framboði gagn- vart þeim hópi, áherslum í innri markaðsmálum, skila- boðum og leiðum í markaðssetningu, stjórnun sölu- mála, skipulagi utanumhalds viðskiptasambanda og áherslum í þjónustu. Ef markhópurinn er óljós er hætt við að margar markaðstengdar ákvarðanir missi marks. STJÓRNUN Þórður Sverrisson, sérfræðingur hjá Capacent Veistu hver markhópurinn er? ” Fáum fyrirtækjum tekst að vera allt fyrir alla, og því verða stjórnendur stöðugt að taka glímuna við að ákveða hvar eigi að einbeita sér við að selja tilteknar vörur og þjónustu. FORRITIÐ Eitt erfiðasta verkefni stjórnandans er að hafa puttann á púlsinum: að halda góðu sambandi við starfsfólk og viðskiptavini, og hafa þá breiðu yfirsýn sem þarf til að sjá hvert reksturinn stefnir. Ef eitthvað er í ólagi þarf stjórnandinn að sjá það strax svo að grípa megi til aðgerða. Að sama skapi er líka brýnt að sjá hvað gengur vel, og gera þá meira af því sama. FreeText (www.freetext.ai) notar gervigreind til að greina allt það sem skrifað er um fyrirtækið og vörur þess, og metur hugbúnaðurinn og mælir hvort ummæli eru jákvæð eða neikvæð. Er hægt að láta FreeText t.d. skoða umsagnir neytenda á Amazon eða á samfélagsmiðlum, rýna í sam- skipti í gegnum tölvupóst og spjall- forrit og sjá nokkuð hratt og vel, svart á hvítu, hvar skórinn kreppir. Á FreeText t.d. að geta hjálpað fataframleiðanda að sjá hvort við- skiptavinir eru ánægðir með sniðin, óhressir með gæðin eða þykir þjón- usta seljenda ekki nógu góð. Forritið skimar umtalið og samtölin í sífellu og reynir að átta sig á hvað við- skiptavinum er hugleikið. Segja höf- undarnir að FreeText komi jafnvel auga á atriði sem stjórnandanum hefði ekki dottið í hug að vakta. Mælinguna má svo nota til að bæta það sem bæta þarf og líka bera árangurinn saman við frammistöðu keppinautanna. ai@mbl.is Gervigreind finnur hætturnar og tækifærin Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.