Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 08.11.2018, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018 13SJÓNARHÓLL BÓKIN Þó hann eigi heima í hópi merkileg- ustu embættismanna Bandaríkjanna hefur Paul A. Volcker, í tímans rás, fallið í skuggann af eftirmönnum sínum. Hann stýrði Seðlabanka Banda- ríkjanna í átta ár, frá 1979 til 1987 en þá tók við nærri tveggja áratuga stjórnartíð Greenspans, því næst átta ár af Bernanke og fjögur af Yellen. Kannski er ein ástæða þess að Volc- ker er mörgum gleymdur sú að hann hefur ekki haft sig mjög í frammi. En nú tekur hann til máls, því honum þykir hafa verið grafið undan trausti almenn- ings á stjórnvöldum og brýnt að bregðast við. Ástandið í Washing- ton, þar sem Volcker býr, sé orðið óþolandi og fagleg stjórnsýsla og verndun almannahagsmuna hafi vik- ið fyrir eiginhagsmunagæslu og græðgi. Bókin heitir Keeping At It: The Quest for Sound Money and Good Government. Þar viðrar Volcker skoðanir sínar og reynir að greina rót þess vanda sem gegnsýrir bandaríska stjórn- sýslu. Meðfram þessu kafar hann of- an í eigin feril og segir frá þeim erfiðu áskor- unum sem seðlabank- inn stóð frammi fyrir í lok 8. áratugarins. Ættu þeir sem hafa gaman af hagsögu að finna sitthvað for- vitnilegt í frásögn Volckers af því hvern- ig kreppuverðbólgan var kveðin í kútinn. Hann gefur líka innsýn í tímabil þegar önnur lögmál virtust ráða för í stjórnsýsl- unni, og bendir á hvað hefur aflaga farið síðan þá. Volcker hefur miklar áhyggjur af því hvert landið hans stefnir og telur að jafn- vel lýðræðið sjálft kunni að vera í hættu. Bandaríkin hafi samt staðið margt af sér og ef fólk er tilbúið að leggja á sig þá vinnu sem þarf megi beina landinu aftur á rétta braut. ai@mbl.is Volcker viðrar áhyggjur sínar Í fyrri skrifum er vikið að útbreiðslu hluthafa-samkomulaga og þörfinni á að þeirra verði getið ííslenskri hlutafélagalöggjöf, einkum með tilliti til minnihlutaverndar sem er grunnstef í löggjöfinni. Bent er á að mögulegt sé að verndin fari forgörðum í því tilviki þegar hluthafar hafa bundið hagsmuni sína svo kirfilega saman að líta beri á þá sem einn. En það eru fleiri ástæður sem ýta undir að þörf væri á að vikið væri að hluthafasamkomulögum í lög- gjöfinni. Þó það kunni að hljóma sérkennilega er ekki úti- lokað að einhver eða einhverjir aðilar að hlut- hafasamningi séu ekki meðal hluthafa. Ýmist vegna þess að þeir hyggjast gerast hluthafar síðar eða af öðrum ástæðum. Eitt þýðingarmesta ákvæði hlutafélagalaga er 104. gr. sem nefnd er almenna bann- reglan, og samsvarandi 79. gr. laga um einkahlutafélög. Þar er kveðið á um að hlutafélagi sé hvorki heimilt að veita hluthöfum, stjórnarmönnum né framkvæmdastjórum fé- lagsins eða móðurfélags þess lán né setja tryggingu fyrir þá. Félagi er einnig óheimilt að veita þeim lán eða setja fyrir þann tryggingu sem giftur er eða í óvígðri sam- búð með aðila, eða er skyldur honum að feðgatali eða niðja „...ellegar stendur hlutaðeigandi að öðru leyti sérstaklega nærri...“, eins og segir í lagaákvæðinu. Undantekning frá þessu er ef lánið telst almennt við- skiptalán. Markmið þessa ákvæðis er að tryggja jafnræði hluthafa og fyrirbyggja að aðilar sem hafa til þess aðstöðu umfram aðra afli sér ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað félagsins eða annarra hluthafa. Ekki hefur verið litið svo á að aðili sem þiggur lán frá félagi, eða ef félagið leggur fram tryggingu fyrir hann, þurfi að greiða lánið eða losa trygginguna, verði hann síðar hluthafi, þar sem ástandið komst á áður en hann varð hluthafi. Svo sem áður segir er mögulegt að aðrir en hlut- hafar í félagi séu aðilar að hluthafasamkomulagi, til dæmis aðili sem gengur í samningssamband við aðra hluthafa um mikilvæg atriði að hans mati, áður en hann verður hluthafi. Við þær aðstæður blasir við að með aðild sinni að samkomulaginu geti sú staða ver- ið uppi að hann hafi bundið hagsmuni sína og ann- arra hluthafa þannig saman, að jafna megi til þess að hann hafi þegar áhrif sem hluthafi. Í raun réttri ætti því að felast í því brot gegn almennu bannregl- unni, en samkvæmt orða- lagi ákvæðisins er ekki svo. Líta þarf þó til merkingar orðalagsins; „...ellegar stendur hlutaðeigandi að öðru leyti sérstaklega nærri“. Líta verður svo á að orðalagið sé óljóst og mats- kennt, en sé það skýrt til samræmis við aðra þætti ákvæðisins verður varla hægt að heimfæra stöðu að- ila sem ekki er hluthafi, en á aðild að hluthafasamningi, undir orðalagið. Hefði sú verið meiningin má fullyrða að orðalag ákvæðisins hafi ekki tekist vel. Allt að einu er þörf á að orða regluna skýrar að þessu leyti og þá með lagabreyt- ingu til að tryggja virkni ákvæðisins við þá aðstöðu sem lýst er. Með öðrum orðum er staðan sú að hægt er að sniðganga hina almennu bannreglu 104. gr. hluta- félagalaga og 79. gr. einkahlutafélagalaga og væri réttlætanlegt að bætt væri við ákvæði greinarinnar að bannið næði einnig til þeirra sem væru í samn- ingssambandi við hluthafa sem varðaði hagsmuni sem tengjast félaginu. Er hin almenna bannregla hlutafélagalaga almenn? LÖGFRÆÐI Jón Þórisson magister juris, starfar á lögmannsstofunni Drangi lögmenn ” Ekki hefur verið litið svo á að aðili sem þiggur lán frá félagi, eða ef félagið leggur fram tryggingu fyrir hann, þurfi að greiða lánið eða losa trygginguna, verði hann síðar hluthafi, þar sem ástandið komst á áð- ur en hann varð hluthafi. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt Fötur/Balar/tunnur/ stampar, mikið úrval Vinnuvettlingar Pu-Flex frá 295 R Strákústar frá 695 frá 395 uslatínur Laufhrífur frá 1.495 Lauf/ruslastampur Laufsuga/blásari 8.985 skóflur frá 1.995 Ruslapokar 10/25/50 stk. Nokkrar stærðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.