Morgunblaðið - 08.11.2018, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2018FÓLK
SPROTI
Isavia Sigrún Björk
Jakobsdóttir hefur
verið ráðin fram-
kvæmdastjóri flug-
vallasviðs Isavia.
Í tilkynningu segir
að Sigrún Björk hafi víðtæka
reynslu af rekstri og þekki vel til
ferðaþjónustu og sveitarstjórnar-
mála. Þá segir að hún hafi fyrst
kvenna orðið bæjarstjóri á Akureyri
á árunum 2007-2009. Þá var hún
hótelstjóri Icelandair Hótel Akur-
eyri 2011-2017 og síðan fram-
kvæmdastjóri Sinnum heimaþjón-
ustu.
Ráðin nýr framkvæmda-
stjóri flugvallasviðs
EY Margrét Péturs-
dóttir, einn af eig-
endum EY og
sviðsstjóri endur-
skoðunarsviðs fé-
lagsins, hefur verið
kosin í stjórn IFAC, Alþjóða-
sambands endurskoðenda í
Sydney í Ástralíu. IFAC saman-
stendur af 175 endurskoð-
unarfélögum í yfir 300 löndum og
að baki standa félagsmenn sem
telja þrjár milljónir endurskoð-
enda. Margrét verður fulltrúi Ís-
lands og Norræna endurskoð-
unarsambandsins, NRF.
Margrét Pétursdóttir
kjörin í stjórn IFAC
VISTASKIPTI
Jón Axel Ólafsson er á því að það sé
öllu fagfólki hollt að hafa áhugamál
sem er alveg ótengt daglegum
störfum þess. Okkur hætti öllum til
að sökkva okkur ofan í það sem við
fáum borgað fyrir, en gleymum að
rækta aðra hæfileika, slaka aðeins á
og líta inn á við.
Jón Axel fann sitt „jóga“ í því að
smíða útiborð og -bekki fyrir vini
sína. „Þetta kom þannig til að við
hjónin vorum farin að gefast upp á
venjulegum garðhúsgögnum sem
voru yfirleitt orðin ljót og ónýt eftir
fyrsta veturinn. Konan mín bað mig
því um að smíða fyrir sig eitthvað
sem gæti helst dugað okkur ævina
á enda. Hún hannaði bekk og borð
og ég tók til við smíðina,“ útskýrir
Jón Axel.
Verkefnið vatt fljótt upp á sig.
„Ég birti myndir af afrakstrinum á
Facebook og verð þá var við mikinn
áhuga hjá vinum mínum sem vildu
endilega að ég smíðaði garðhús-
gögn fyrir þá líka. Bættust við fleiri
og fleiri pantanir og hef ég getað
dundað mér við að smíða hvert hús-
gagnið á fætur öðru.“
Fyrst og fremst til slökunar
Smiðsgenið fékk Jón Axel frá
föður sínum og afa en sjálfur kveðst
hann ekki vera neinn listasmiður.
Eru bekkirnir og borðin sem hann
framleiðir tiltölulega einföld smíði
úr níðsterkri furu sem þolir íslenskt
veðurfar vel. „Þetta eru níðsterk
húsgögn svo þau munu ekki fjúka
burtu í vonskuveðrum og enginn á
eftir að nenna að stela þeim. Ég læt
eigandanum eftir að bera á hús-
gögnin eða mála eftir smekk og síð-
an þarf bara að bera á þau að vori
til að halda þeim fallegum ár eftir
ár.“
Í dag heldur Jón Axel úti sér-
stakri Facebook-síðu utan um hús-
gagnagerðina og hana má finna
með því að leita að „JAX Hand-
verk“. Hann smíðar ekki í hagn-
aðarskyni, hyggst ekki stækka
þennan litla rekstur og smíðar að-
eins fyrir vini og kunningja … og
kannski fyrir suma vini þeirra líka.
Markmiðið er fyrst og fremst að fá
tækifæri til að slaka á og gera það
sem Jón Axel hefur gaman af:
„Smíðin veitir mér huggarró, og
svo get ég líka spilað kántrítónlist
þegar ég er niðri á verkstæði en sú
tónlist er ekki í miklu uppáhaldi hjá
öðrum á heimilinu, þrátt fyrir
margítrekaðar tilraunir þar um,“
segir Jón Axel glettinn. „Það er svo
gott að eiga einfaldlega athvarf þar
sem maður getur dundað sér og það
er sú andlega næring sem ég þarf.“
Andhverfan við
skrifborðsvinnu
Jón Axel ætti að vera flestum les-
endum kunnugur. Hann hefur
löngum verið tengdur við útvarp og
sjónvarp, bæði í tengslum við dag-
skrárgerð og stjórnun. Þess utan
átti hann og rak útgáfufyrirtækið
Eddu útgáfu, sem hann seldi árið
2016. Síðan þá hefur hann einkum
fengist við rekstrartengd verkefni
og fjárfestingar og nú síðast tók
hann tímabundið að sér þátta-
stjórnun í morgunþætti á útvarps-
stöðinni K100. Segir Jón Axel að
ein ástæða þess að húsgagnasmíðin
reynist honum svona mikil upp-
spretta ánægju sé að um sé að ræða
vinnu af allt öðrum toga en hann
fæst við daglega. „Trésmíði er and-
hverfan við það að vinna við skrif-
borð, og ólíkt svo mörgum öðrum
verkefnum þá stendur maður uppi
eftir u.þ.b. tuttugu stunda vinnu og
getur virt fyrir sér afrakstur erf-
iðisins í formi fallegra hluta, sem
unnir eru í höndunum af alúð og
natni.“
Kveðst Jón Axel vera á þeim stað
í lífinu að hann sjái mikilvægi þess
að fást helst aðeins við hluti sem
hann hefur gaman af. „Ég hef á
ýmsum skeiðum í lífinu tekið að
mér verkefni sem hafa tekið frá
mér mikla orku, tíma og gleði og
kallað á það að brenna kertið á báð-
um endum. Ekki er langt síðan ég
áttaði mig á að það væri svo margt
annað miklu mikilvægara í lífinu en
að vera alltaf að keppast við og vera
á stöðugum hlaupum, og ekki endi-
lega það sem er vænlegast til ár-
angurs,“ segir hann. „Ég staldraði
við og fór að skoða hvað það væri
sem mig langaði í raun að fá út úr
lífinu og var niðurstaðan þessi: að
fást aðeins við verkefni sem veita
mér hamingju og mér þættu
skemmtileg. Meira biður maður
ekki um.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jón Axel græðir eitthvað mikilvægara en peninga á því að smíða.
Fæst aðeins við
verkefni sem
veita honum
hamingju
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fjölmiðla- og athafnamað-
urinn Jón Axel uppgötvaði
mikilvægi þess að vera
ekki alltaf á stöðugum
hlaupum. Hann finnur ró
og fær útrás með því að
smíða voldug og endingar-
góð garðhúsgögn.
Bekkirnir og borðin frá JAX Handverki eru sterkbyggð, þung og úr furu sem þolir íslenska rigningu og frost.
Florealis Þrír nýir lykilstarfs-
menn hafa verið ráðnir til Flo-
realis. Daði Hannesson, fjár-
málastjóri, er með M.Sc.
gráðu í fjármálum frá Við-
skiptaháskólanum í Kaup-
mannahöfn og M.Acc. gráðu frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka
reynslu úr fjármálageiranum. Dr. Margrét Bessadóttir, gæðastjóri, ber
ábyrgð á uppbyggingu gæðakerfis félagsins. Hún er með M.Sc gráðu í
lyfjafræði og doktorsgráðu í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands og
hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði náttúruefna. Dr. Sandra
Mjöll Jónsdóttir-Buch, vörustjóri, er lífeindafræðingur og með doktors-
gráðu í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Hún stofnaði sprota-
fyrirtækið Platome og leiddi það þar til hún gekk til liðs við Florealis.
Þrír nýir lykilstarfsmenn ráðnir til starfa