Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Side 2
Er það rétt að þú sért að koma fram á tuttugustu Airwaves-hátíðinni? „Já, það er rétt. Þegar ég áttaði mig á því að ég hafði spilað á öllum hátíðunum til þessa var róið öllum árum að því að koma Dr. Spock inn á dagskrána í ár. Þetta varð að ger- ast.“ Hvað hefurðu komið fram með mörgum sveitum? „Úff. Margt af þessu er í móðu; um nokkurra ára skeið var ég aktífur með mörgum böndum. Að- allega eru það samt Ensími og Dr. Spock en einnig sveitir eins og Bang Gang og Cynic Guru. Síðan vorum við Krummi í Mínus einu sinni með verk- efni saman. Svona mætti lengi telja. Ætli þetta séu ekki svona tíu atriði í heildina.“ Hvernig líst þér á hátíðina í ár? „Mér líst vel á hana. Það eru ákveðnar breytingar í gangi með nýjum rekstraraðila, Senu Live, og ég er spenntur að sjá hvernig tekst til. Sena Live býr að mikilli reynslu þegar kemur að tónleikahaldi og fagmennskan er áberandi. Það myndast alltaf frá- bær stemning á Airwaves; allir eru glaðir og komnir í bæinn til að njóta tónlistarinnar.“ Hefur hátíðin breyst í áranna rás? „Já, hún hefur farið í allar áttir. Fyrsta hátíðin var í flug- skýli og stóð bara í eitt kvöld. Síðan þróaðist hátíðin og stækkaði; lagði miðborgina undir sig, Laugardalshöll- ina, Valsheimilið og Hörpu. Nú finnst mér hún komin aftur í grasrótina; á litlu staðina. Airwaves er komin heim.“ Áttu von á að verða þarna næstu 20 árin? „Ég veit það ekki (hlær). Það er aldrei að vita; alla vega er ennþá eldmóður í mér. Músíkin er alltaf innra með mér og þörfin fyrir að skapa. Maður segir aldrei nei við góðu giggi.“ Hvað er annars á döfinni? „Það er ýmislegt. Við í Spock-flokknum ætlum að gera eitthvað áhugavert á næstunni, líka Ens- ími. Síðan gaf ég út sólóplötu í fyrra og það opn- aði fyrir ýmsar gáttir. Mögulega held ég áfram á þeirri braut; ég hef úr nægu efni að moða. Þess utan hefur verið rætt að stofna nýjar hljómsveitir og svo langar mig að gera meira af tribute-tónleikum. Þá er ég bæði að tala um ný verkefni og að dusta rykið af gömlum. Það er nóg að gera.“Morgunblaðið/Hari FRANZ GUNNARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Segi aldrei nei við góðu giggi Jæja, lagsi, hvernig líst þér svo á nýja forsetann?Við, þrjár dreifbýlistúttur ofan af Íslandi, höfðum komið okkur mak-indalega fyrir í leigubílnum í Georgetown í Washington og stefnan var tekin heim á hótel eftir æsilega kosningavöku, þar sem niðurstaðan var sú að bandaríska þjóðin vildi skipta George gamla Bush út fyrir Bill Clinton. Hvernig skyldi leigubílstjóranum lítast á það, svona steinsnar frá Hvíta hús- inu? Svarið kom eins og köld vatnsgusa framan í okkur. „Nú, voru menn að kjósa nýjan forseta?“ Ha, vissirðu það ekki? „Nei.“ Nú ertu að grínast! „Nei, strákar mínir. Ég er ekki að grínast. Og það sem meira er, mér gæti ekki verið meira sama. Það skiptir mig ekki nokkru einasta máli hver er for- seti Bandaríkjanna.“ Við þögðum það sem eftir var ferðar – reyndum hver um sig að ná utan um þessar óvæntu upplýsingar. Hvers vegna hugsaði maðurinn svona? Hvers vegna hafði hann gefist upp á lýðræðinu? Hvers vegna stóð honum á sama um það hver gegndi valda- mesta embætti heims? Við lærðum það þarna, liðlega tví- tugir, að kosningaáhugi og -þátttaka er alls ekki sjálfgefin. Einum við- mælanda mínum á alþjóðlegu ráð- stefnunni sem við sóttum í Wash- ington þetta haust þótti ég raunar tala af svo mikilli íþrótt um kosn- ingar að hann spurði hvort það væri þegnskylda að kjósa á Íslandi. Ekki yrði undan því vikist, burtséð frá áhuga. Og hörð viðurlög. Til allrar óhamingju er ég ekki með símanúmerið hjá leigubílstjór- anum góða í Washington. Gaman væri nefnilega að vita hvort einhverjar glæður hafi hlaupið í pólitískan áhuga hans á þessum aldarfjórðungi sem síð- an er liðinn. Gerir hann sér til dæmis grein fyrir því að Donald Trump er orð- inn forseti? Fór hann á kjörstað í vikunni? Er hann ennþá að keyra leigubíl? Fyrir liggur að margir Bandaríkjamenn upplifa sig utan kerfis; ergó þetta tómlæti gagnvart lýðræðinu. Hvað sem annars má segja um Donald Trump þá hefur hann augljóslega hrist upp í kerfinu og kosningaþátttakan í vikunni bendir til þess að lýðræðisástin sé að glæðast vestra. Hvort það verður til þess að kerfið þokar sér nær fólkinu í landinu mun framtíðin leiða í ljós. Næst þegar ég dett inn í leigubíl í Washington á síðkvöldi veit ég alltént hver fyrsta spurningin verður. Hvaða Bill? Reuters Gæti ekki verið meira sama Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Einum viðmælandamínum á alþjóðleguráðstefnunni sem við sát-um í Washington þetta haust þótti ég raunar tala af svo mikilli íþrótt um kosningar að hann spurði hvort það væri þegn- skylda að kjósa á Íslandi. Í PRÓFÍL 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Guðrún Valgeirsdóttir Þorpið eftir Ragnar Jónasson. Sög- urnar hans eru svo spennandi og grípandi. SPURNING DAGSINS Hvaða bók hlakkarðu mest til að lesa um jólin? Ásmundur Arnar Ólafsson Ég veit ekki mikið um bækur og hef ekki mikinn áhuga á þeim. Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir Ör eftir Auði Övu. Hún bíður á nátt- borðinu. Þorbergur Friðriksson Ég er ekki kominn svona langt í bókamessunni. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Franz Gunnarsson gítarleikari nær þeim áfanga í kvöld, laugardagskvöld, að koma fram á Iceland Airwaves í tuttugasta sinn þegar Dr. Spock stígur á svið á Gauknum kl. 22.50. Þetta þýðir að hann hefur verið með frá upphafi en hátíðin var fyrst haldin 1999.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.