Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 4
Hvað vildu Kirgisíu-
menn á Króknum?
11.11. 1938 Þennan dag fjallaði aðalfréttin í
Morgunblaðinu um „hamslausar gyðinga-
ofsóknir um alt Þýskaland“. Heimildarmaður
var „frjettaritari vor“ í Kaupmannahöfn. „Eftir
að fregnin um dauða von Raths, starfsmanns í
þýsku sendisveitinni í París, sem pólskur Gyð-
ingur skaut, barst til Þýskalands, hófust þar
hinar hamslausustu Gyðingaofsóknir, svo fá eða
engin dæmi munu til annara eins ofsókna eftir
að nazistar komust til valda. Ráðist hefir verið á
verslanir Gyðinga víðsvegar um land og þær
rændar eða vörur og verslunarhús þeirra eyði-
lögð. Kirkjur Gyðinga hafa verið brendar og
sprengdar í loft upp. Fjöldi Gyðinga hafa verið
handteknir og margir hafa beðið um að þeir
yrðu hafðir í varðhaldi til verndar gegn ofsókn-
um.“ Einnig kom fram að hin opinbera þýska
fréttastofa hefði tilkynnt að lát von Raths hafi
vakið óhemju gremju gegn gyðingum, en að yf-
irvöldin hefðu reynt að koma í veg fyrir ofsókn-
ir. Reuterskeyti frá Berlín og München hermdu
að Gestapo-lögreglan hefði handtekið alla karl-
menn af gyðingaættum í München morguninn
sem fréttin var skrifuð.
11.11. 1958 Á baksíðu Morgunblaðsins kom
fram að látlaust væri unnið að rannsókn þjófn-
aðarmáls á Keflavíkurflugvelli, „en segja má að
þar hafi nú komið fram nýr þáttur málsins: Bíla-
smygl“.
Dagana á undan hafði mikil rannsókn og ýt-
arleg farið fram í Reykjavík á því, að í umferð
væru bílar sem smyglað hefði verið út af flug-
vellinum. „Hafa menn sem átt hafa einhverja
bílgarma keypt af varnarliðsmönnum þeirra
gömlu bíla. Bílunum hefur verið ekið út af flug-
vellinum, og eigendurnir farið með þá heim til
sín, eða í einhverja geymslu. Þar hafa þeir haft
aðstöðu til að rífa þá í sundur og nota í
sína gömlu bíla hið nýtilega úr hinum,
sem keyptir voru á flugvellinum.
Síðan hafa þessir „flugvallarbílar“
verið „látnir hverfa“ sem brota-
járn, eða hent. – Þannig benti einn
af mönnum þeim, sem handtek-
inn hefur verið, á stað þann
er hann hafði hent „flug-
vallarbílnum“, sem
hann keypti, eftir að
hafa skorið það í sundur með logsuðutæki, sem
hann ekki gat notað úr fyrrgreindum bíl.“
Fiskifræðingar ósáttir
11.11. 1978. „Þessar aðgerðir eru að okkar
mati alls ekki nægilegar,“ sagði Jón Jónsson,
forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar, er
Morgunblaðið spurði hann álits á þeim tak-
mörkunum á þorskveiðum sem sjávarútvegs-
ráðuneytið hafði boðað á tímabilinu frá 15. nóv-
ember til 31. desember. Það er gömul saga og
ný að vísindamenn og ráðamenn líti þorskinn
ekki alltaf sömu augum. Jón sagði að þessar
ráðstafanir kæmu að vísu til móts við kröfur
fiskifræðinga, en alls ekki nægilega langt. Benti
Jón á að fiskifræðingar hefðu lagt til að há-
marksþorskafli á árinu yrði 275 þúsund tonn, en
hann væri nú þegar kominn yfir 300 þúsund
tonn.
11.11. 1988 Forvitnileg frétt var á bak-
síðu Morgunblaðsins sem fjallaði um að
fulltrúar frá sovétlýðveldinu Kirgisíu hefðu
óskað eftir samvinnu við Loðskinn hf. á Sauð-
árkróki um uppbyggingu á skinnaiðnaði í lýð-
veldinu. „Fulltrúar stjórnvalda í Kirgízíju
ræddu við fulltrúa Loðskinns hf. og
Búnaðarbankans í fyrradag og sagði
Eyjólfur Konráð Jónsson stjórnarformaður
Loðskinns að fyrirtækið hefði á fundinum tekið
vel í þetta mál. Formlegt tilboð Kírgízíjumanna
væri væntanlegt á næstu vikum.“ Ennfremur
var sagt að „Kírgízíja“ væri fjallaland í Mið-
Asíuhluta Sovétríkjanna, við landamæri Kína.
Þar væri talsverð sauðfjárrækt og lítið gert með
þær tíu milljón gærur sem til falla árlega, og
þeim jafnvel hent í stórum stíl. Fulltrúar stjórn-
valda í lýðveldinu voru hér á landi m.a. til að
kanna möguleika á samvinnu við uppbyggingu
skinnaiðnaðar á nokkrum stöðum í landinu.
Eyjólfur Konráð sagði að þeir segðust geta
samið sjálfir við erlenda aðila og þyrftu við-
skiptin ekki að fara um Moskvu.
11.11. 2008 Fall íslensku bankanna var að
vonum efst á baugi þennan dag. Á forsíðu
Morgunblaðsins kom fram að skilanefndir
bankanna myndu hitta erlenda kröfuhafa í bú
þeirra á fundum í vikunni. Um var að ræða full-
trúa evrópskra og bandarískra lánveitenda.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins höfðu
ýmsir kröfuhafanna látið í ljós að fyrra bragði
áhuga á að taka hlut í íslensku bönkunum upp í
skuldir og taka þátt í áframhaldandi rekstri og
fjármögnun þeirra. „Á fundunum verður gerð
grein fyrir stöðu þrotabúa bankanna.“
11.11. 1994 Morgunblaðið
greindi frá því að Eiður Smári
Guðjohnsen væri orðinn
yngsti atvinnumaður Íslendinga
í knattspyrnu en hann skrifaði
daginn áður undir samning við
hollenska liðið PSV Eindhoven,
16 ára og 56 daga gamall.
Morgunblaðið/Þorkell
Gyðingaofsóknir í Þýskalandi, þjófnaðarmál á Keflavíkurflugvelli, óánægja Jóns Jónssonar,
samstarf Sauðárkróks og Kirgisíu á sviði skinnaiðnaðar og kröfur kröfuhafa í bú föllnu bank-
anna er meðal þess sem verið hefur í fréttum á þessum degi gegnum tíðina, 11.11.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
11.11. 1963 fjallaði Morgunblaðið um strand breska togarans Lord Stanhope vestur af Ingólfs-
höfða. Slæmt veður var á strandstað en eigi að síður tókst að bjarga allri áhöfninni, átján manns.
Ljósmynd/G. Zoëga
Jón Jónsson
fiskifræðingur.
INNLENT
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018
11.11. 1913 Morgunblaðið var aðeins
ríflega vikugamalt þegar hermt var af
afmæli broddborgara á forsíðu blaðs-
ins, síra Matthíasar Jochumssonar. Og
erfitt átti blaðið með að trúa því að
hann væri orðinn 78 ára.
„Ganghraður, snarlegur, orðglett-
inn og hláturmildur, gáskafenginn og
spilandi fjörugur. Svona er hinn árum
aldni skáldþulur, sem nú skilur 78 árin
að baki sér.“
Og ennfremur: „Vér Reykvíkingar
erum svo hepnir að hafa hann meðal
vor í dag, og ættum að láta hann sjá,
að hann er oss meira en „núll og
nichte“.“
Matthías 78 ára
Séra Matthías Jochumsson.
Jónas Jónsson alþingismaður frá Hriflu.
Hriflu-
Jónas í ham
11.11. 1948 Jónas Jónsson frá Hriflu
hélt mönnum við efnið á Alþingi sem
endranær. Morgunblaðið greindi frá
því að hann hefði flutt þar fyrirspurn
til flugmálaráðherra um njósnir yfir
flugvöllum ríkisins.
Fyrirspurnin hljóðaði svo: „Hve oft
hafa menn orðið þess varir á yfirstand-
andi ári, að erlendar flugvjelar virtust
starfa að njósnum yfir flugvöllum rík-
isins? Hvernig hindra þjóðir sem ráða
yfir vopnuðu liði, þesskonar njósnar-
starfsemi? Hvað ætlar flugmálastjórn-
in að gera til að hindra að þessari
njósnarstarfsemi verði haldið áfram
hjer á landi?“
Hver er annars flugmálaráðherra í
dag?
Jónas deildi einnig á það fyrirhyggju-
leysi að loka drykkjumannahæli í Kald-
aðarnesi eftir að veittar höfðu verið til
þess um 800 þúsund krónur á tveggja
ára tímabili. Gísli Jónsson alþing-
ismaður deildi einnig harðlega á ráð-
herra og vefengdi lagaheimild til að
selja hælið.